Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sófamótmælin og ný könnun

Þótt ég sé hvorki upphafsmaður né aðstandandi sófamótmæla þeirra sem ég hef fjallað um í síðustu færslum þá styð ég aðgerðina og aðferðarfræðina og hvet fólk til að vera með. Byrjar NÚNA klukkan 14. Bara senda póst með ykkar skilaboðum - að þessu sinni til heilbrigðisráðherra og/eða helstu starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins. Sjá nánar tvær síðustu færslur.

Svo vil ég vekja athygli á því að ég var að byrja með nýja skoðanakönnun hér til hliðar á bloggsíðunni minni. Hún er um hlut einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Hvet ég fólk til að svara, en mér er það auðvitað morgunljóst að könnunin er einungis marktæk vísbending um viðhorf lesenda míns bloggs og engra annarra. Það eru samt mikilsverðar upplýsingar!

Smá útskýring: Einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni skiptist í grófum dráttum í tvennt; einkarekstur sjálfseignastofnana, sem ekki byggist fyrst og fremst að hagnaðarsjónarmiðum, heldur fyrst og fremst á því að reka almannaþjónustu gegn sanngjörnu endurgjaldi. Hér getum við nefnt öldrunarstofnanir í höndum "einkaaðila", sbr. Hrafnistu, Grund og fleiri.

Einkarekstur hagnaðarvonar er hins vegar kapítalískur rekstur sem á að koma út með hámarks gróða í þágu eigenda sinna. Þar eru sjúklingar og aldraðir féþúfa og þjónusta við þá fyrst og fremst rekstrarútgjöld.


mbl.is Fordæma lokun St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sófamótmæli 2: Blekkingar ráðherra um einkareksturinn

Nú hefur reyndar komið í ljós að það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sem varaði Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur við að tala varlega á borgarafundinum og passa upp á faglegan heiður sinn. orð standa nú gegn orði um hvers eðlis þessi aðvörun var; hvort hún teldist hótun eða hreinar og klárar vinsamlegar áhyggjur - því Ingibjörg Sólrún segir þær vera vinkonur. Þarna er haf og himinn á milli.

Hvað sem því líður er ástæða til að halda því til haga, að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er ekki saklaus af ósannindum og/eða hálf-sannleik í umræðunni um heilbrigðisreksturinn. Hann þykist ekkert vita um plön með aðkomu Róberts Wessmanns að skurðstofurekstri í Reykjanesbæ og lætur eins og það komi sér ekkert við hvað flokksbróðirinn Árni Sigfússon ætli sér í þeim efnum. Þetta er ekki trúverðugt.

Frekar en sá málflutningur Guðlaugs Þórs að "þriðjungur" heilbrigðisstarfseminnar sé þegar í einkarekstri. Þessi framsetning er ekki einasta villandi, heldur í raun og sann ósannindi, miðað við venjulegan skilning á einkarekstri. Ráðherra gerir með öðrum orðum þarna engan greinarmun á lögaðilum sem reknir eru með hagnaðarvonina að leiðarljósi og lögaðilum sem eru sjálfseignastofnanir sem ekki eru í rekstri í gróðaskyni.

Stærsti hlutinn af þeim "þriðjungi" sem ráðherra nefnir nær ekki til hagnaðarvonar-reksturs. Til dæmis eru 80% af öllum öldrunarstofnunum í höndum sjálfseignastofnana. Þegar "venjulegt" fólk talar um og mótmælir einkavæðingu og/eða auknum einkarekstri á heilbrigðissviðinu þá er það að tala um fyrirtæki sem ætla sér að hagnast á sjúkum, slösuðum, öldruðum, fötluðum o.s.frv. Það er verið að tala um gróðapungana sem vilja inn á þessi mið, sem hingað til hefur að mestu einskorðast við almannaþjónustuna og góðviljaðar sjálfseignastofnanir.


mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sófamótmæli Andspyrnuhreyfingar alþýðunnar...

 Komst ekki á fundinn í Háskólabíói, en ég var hins vegar að fá sent athyglisverðan tölvupóst frá "Andspyrnuhreyfingu alþýðunnar", sem vert er að vekja athygli á. Hreyfingin virðist ætla að beita sér fyrir óhefðbundnum mótmælum og ku þetta vera hennar fyrstu skref. Fyrsta "fórnarlamb" hreyfingarinnar er heilbrigðisráðuneytið.

 "Nú kallar andspyrnuhreyfing alþýðunnar á þína krafta. mótmælum saman svo eftir verði tekið!
Tekur stutta stund en hefur mikil áhrif svo eftir verður tekið.

Miðvikudaginn 14. janúar kl 14:00 hefjast mótmælin.

Fyllum pósthólf í ráðuneytinu.
1.      Sendu tíu tölvupósta á neðangreind tölvupóstföng, valið handahófskennt. Tölvupóstur starfsmanna fyllist.
2.      Sendu einn póst í einu svo að pósturinn endi ekki í ruslsíu sem fjöldapóstur.
3.      Innihald póstsins einföld skilaboð:  Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Lömum símkerfið líka.
4.      Hringdu í ráðuneytið: 545-8700  þegar búið er að svara er þér óhætt að leggja á. Símkerfið lamast.

Ef nokkur hundruð eða þúsund manns fást til að taka þátt í svona mótmælum þá þarf ekki að spyrja um áhrif þess við vitum að póstþjónar og skiptiborð munu ekki anna þessari umferð og því mun starfsemi viðkomandi stofnunar lamast tímabundið en ekki skaðast hvorki starfsfólk né tækjabúnaður og það besta er að lögreglan getur bara sinnt sýnu starfi við að halda uppi lögum og reglu úti í borginni og jafnvel einhverjir lögreglumenn tekið þátt í þessum mótmælum.

Láttu ekki þitt eftir liggja!

Nefndin".

Póstföng Heilbrigðisráðuneytis, sem hreyfingin gefur upp:

Veljið 10 póstföng af handa hófi.
Setjið eftirfarandi texta í subject : Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar!

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra gtt@hbr.stjr.is

Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri postur@hbr.stjr.is

Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður ráðherra hanna.katrin.fridriksson@hbr.stjr.is

Alma Jónsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi alma.jonsdottir@hbr.stjr.is

Arnbjörg Anna Guðmundsdóttir, ritari ráðherra arnbjorg.anna.gudmundsdottir@hbr.stjr.is

Arndís Bragadóttir, skjalavörður arndis.bragadottir@hbr.stjr.is

Áslaug Einarsdóttir, lögfræðingur aslaug.einarsdottir@hbr.stjr.is

Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur asthildur.knutsdottir@hbr.stjr.is

Bjarni Ben. Arthursson, framkvæmdastjóri Innkaupastofu heilbrigðisstofnana bjarniar@landspitali.is

Björn Kjartansson, bílstjóri ráðherra, bjorn.kjartansson@hbr.stjr.is

Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri, dagny.brynjolfsdottir@hbr.stjr.is

Einar Magnússon, skrifstofustjóri, skrifstofa lyfjamála, einar.magnusson@hbr.stjr.is

Einar Jón Ólafsson, hagfræðingur, einar.jon.olafsson@hbr.stjr.is

Friðrik Kristjánsson, umsjónarmaður, fridrik.kristjansson@hbr.stjr.is

Guðmundur Einarsson, sérfræðingur, gudmundur.einarsson@hbr.stjr.is

Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri gudridur.thorsteinsdottir@hbr.stjr.is

Guðrún Gunnarsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi gudrun.gunnarsdottir@hbr.stjr.is

Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri UT gudrun.audur@hbr.stjr.is

Guðrún W. Jensdóttir, deildarstjóri, gudrun.w.jensdottir@hbr.stjr.is

Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri, gudrun.sigurjonsdottir@hbr.stjr.is

Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur, gunnar.alexander.olafsson@hbr.stjr.is

Hallgrímur Guðmundsson, sviðsstjóri, svið stefnumótunar heilbrigðismála, hallgrimur.gudmundsson@hbr.stjr.is

Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri, helga.agustsdottir@hbr.stjr.is

Helgi Már Arthursson, upplýsingafulltrúi, helgi.mar.arthursson@hbr.stjr.is

Hermann Bjarnason, deildarstjóri, hermann.bjarnason@hbr.stjr.is

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur, hedinn.unnsteinsson@hbr.stjr.is

Hólmfríður Grímsdóttir, lögfræðingur, holmfridur.grimsdottir@hbr.stjr.is

Hrönn Ottósdóttir, sviðsstjóri, svið fjármála og rekstrar, hronn.ottosdottir@hbr.stjr.is

Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, deildarstjóri, ingiridur.hanna.thorkelsdottir@hbr.stjr.is

Ingolf J. Petersen, yfirlyfjafræðingur, ingolf.j.petersen@hbr.stjr.is

Jóhanna Hreinsdóttir, vefstjóri, johanna.hreinsdottir@hbr.stjr.is

Jón Sæmundur Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofa almannatrygginga - velferðarmál, jon.saemundur.sigurjonsson@hbr.stjr.is

Kristín Ólafsdóttir, skjala- og upplýsingastjóri, kristin.olafsdottir@hbr.stjr.is

Kristjana J. Jónsdóttir, móttökustjóri, kristjana.j.jonsdottir@hbr.stjr.is

Leifur Benediktsson, byggingaverkfræðingur, leifur.benediktsson@hbr.stjr.is

Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri, skrifstofa áætlunar- og þróunarmála, margret.bjornsdottir@hbr.stjr.is

Margrét Jóna Jónsdóttir, matráður, margret.jona.jonsdottir@hbr.stjr.is

Margrét Sigurðardóttir, ritari ráðuneytisstjóra, margret.sigurdardottir@hbr.stjr.is

Margrét Björk Svavarsdóttir, hagfræðingur, margret.svavarsdottir@hbr.stjr.is

Oddný Vestmann, stjórnarráðsfulltrúi, oddny.vestmann@hbr.stjr.is

Ólafur Gunnarsson, viðskiptafræðingur, olafur.gunnarssonqhbr.stjr.is

Pálína Héðinsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, palina.hedinsdottir@hbr.stjr.is

Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri, skrifstofa þjónustu og rekstrar, sigurjon.ingi.haraldsson@hbr.stjr.is

Sólveig Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur, solveig.gudmundsdottir@hbr.stjr.is

Steinunn Margrét Lárusdóttir, deildarstjóri, steinunn.margret.larusdottir@hbr.stjr.is

Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri (í leyfi)

Sveinn Björnsson, sérfræðingur, sveinn.bjornsson@hbr.stjr.is

Sveinn Magnússon, yfirlæknir, sveinn.magnusson@hbr.stjr.is

Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur, una.bjork.omarsdottir@hbr.stjr.is

Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur, valgerdur.gunnarsdottir@hbr.stjr.is

Vigdís Hallgrímsdóttir, sérfræðingur, vigdis.hallgrimsdottir@hbr.stjr.is

Vilborg Þ. Hauksdóttir, sviðsstjóri, svið laga og stjórnsýslu, vilborg.hauksdottir@hbr.stjr.is

Þórdís Stephensen, stjórnarráðsfulltrúi, thordis.stephensen@hbr.stjr.is


mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur segir fjölmiðlum fyrir verkum

 Össur Skarphéðinsson ræðir við fréttamenn

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur nú skammað fjölmiðla fyrir að flytja ekki jákvæðar fréttir úr ranni ráðuneytis síns. Fjölmiðlar eru samkvæmt honum sekir um að hafa ekki áhuga á því sem hann er að sýsla með sprotafyrirtæki og almennt að vilja ekki greina frá nokkru sem jákvætt er í kjölfar bankahrunsins.

Aðalatriðið hjá Össuri er að fjölmiðlar hafa auðsýnt lítinn áhuga á plönum sem hann kynnti fyrir helgina; frumherjastyrkjum "til að aðstoða unga frumkvöðla með brilljant hugmyndir". Ég held að Össuri sé hollt að hafa það ríkulega í huga að enn eru þetta bara plön. Þetta er ekki komið til framkvæmda. Enn er þetta bara loftbóla og þjóðin fer varlega í kringum loftbólur núorðið. Þetta er vissulega fín hugmynd og athyglisvert að til séu fjármunir til að setja í þetta, á sama tíma og sjúklingum er vísað á dyr og/eða þeir rukkaðir um stórfé. En Össur; ég er viss um að áhugi fjölmiðla stóraukist þegar styrkveitingar þessar eru almennilega komnar á koppinn og "brilliant hugmyndirnar" að verða eða orðnar að veruleika. Eins og þú segir sjálfur: Fjölmiðlar eiga að ... "draga upp raunsanna mynd af veruleikanum í kringum okkur". Stefnumörkun ráðherra um að ætla að veita styrki á í dag nokkurn veginn skilið eindálk og sirka níundu síðu - og auglýsingu frá ráðuneytinu skammt frá.

 Ég held að Össur hljóti að skilja það, sem fyrrum blaðamaður og ritstjóri, að fjölmiðlar, rétt eins og almenningur, eru ekki gjarnir á að láta plata sig öllu meir með froðusnakki. Ég er viss um að frumherjaplön Össurar eru meira en froðusnakk, er viss um að hann meinar fullt með þessu og ætlar sér góða hluti. Við skulum öll fylgjast með þessum styrkjum og skoða umsóknirnar og brilliant hugmyndirnar. Þegar það er komið á blað, og öðrum sýnilegt en bara ráðherra, má fyrir alvöru fara að tala um jákvæðar fréttir.

Fjölmiðlar, eins og almenningur, er þessa dagana ekki mikið gefnir fyrir að taka orðum og gjörðum ráðherra fyrirfram sem snilld. Það er rétt hjá Össuri að tilhneigingin er fremur að horfa á dökku hliðarnar þegar stjórnvöld eru annars vegar. Hvers vegna ætli það sé?


mbl.is Össur: Eftirtektarverð hjarðhegðun fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið fæðing breiðfylkingar um nýtt Ísland

Seint virðist það ætla að ganga að út úr ríkjandi þjóðfélagsólgu fæðist ný breiðfylking fyrir auknu lýðræði og gegn spillingunni. Margir tala og mótmæla, en samstaða fjöldans um lausnir er ekki fyrir hendi. Þó eru nokkrar kjarnahugmyndir í gangi sem myndað gætu ramma utan um skipulagða stjórnmálahreyfingu.

Má þar nefna kröfuna um breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfi sem gera myndu lýðræðið virkara og sýna betur vilja kjósenda. Kjósendur fái fleiri kosti en bara eitt X í kosningum og fái oftar að taka sérstaka afstöðu til mikilvægra mála í þjóðaratkvæðagreiðslum (t.d. ef fimmtungur kjósenda skrifar undir slíkan vilja). Virkum aðskilnaði verði komið á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og skýr lög verði sett gegn hvers konar spillingu í stjórnmálum og skýr lög með virku eftirlitskerfi gegn t.d. fákeppni og krosseignatengslum í viðskiptum.  Skýr lög gegn einkavinavæðingu og þar sem almannaþjónustan er vernduð gegn gróðahyggjunni. Jafnframt getur samstaða örugglega komið til um sanngjarnari skiptingu eigna og þá ekki síst um uppstokkun á kvótakerfinu.Hugsanlega er hægt að ná samstöðu um kröfuna um annað hvort þjóðstjórn eða utanþingsstjórn, en sú krafa yrði að vera mjög hávær og eindregin.

Um margt annað mun ekki nást samstaða meðal þeirra sem mótmæla hruninu og afleiðingum þess og aðgerðum vegna þess. Þjóðin er klofin í herðar niður hvað ESB og krónuna varðar. Hún er langt í frá sammála um hvernig skiptingin milli markaðarins og hins opinbera á að vera. Hún er örugglega ekki sammála um hvernig bregðast eigi við atvinnuleysinu með atvinnuuppbyggingu, t.d. með í huga græn sjónarmið.

Margir bíða fullir vonar eftir nýrri pólitískri breiðfylkingu. Kosningar mega ekki koma til of snemma, því það verður að gefa mögulegri breiðfylkingu færi á að fæðast og skipuleggja sig og það verður að koma í veg fyrir að gömlu flokkarnir fái skjól og frið til þess að stilla upp kosningalista (í stað þess að viðhafa prófkjör). Ef ekki fæðist ný breiðfylking þá verður að gefa fólki færi á að fara inn í gömlu flokkana til að hreinsa þar til. Í öllu falli er tími breytinga og uppstokkunar örugglega runninn upp og fremst á listanum eru virkara lýðræði, aðgerðir gegn spillingu og sanngjarnari skipting þjóðarauðsins.


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðjöfrar á öræfaslóðum

Sama hvað Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, reynir að sprikla þá blasir það við öllu heiðvirðu fólki að hann laug að þjóðinni um störf sín og afskipti innan veggja Landsbankans af fyrirtækjum honum tengdum. Hann sagðist ekki hafa bein afskipti en hafði bein afskipti, í stöðu sem hann átti aldrei að vera í (hver fékk hann eiginlega í bankann? Hefur sú manneskja verið látin hætta?). Tryggvi er því miður dæmi um einn af þessum veruleikafirrtu auðjöfrum (kannski fyrrum - þetta var að stórum hluta pappírsbóla) sem ekki skynja og skilja þau siðalögmál sem hljóta að taka við af siðleysissukkinu.

Hann er vonandi byrjaður að læra lexíu sína. Og allir auðjöfrarnir sem kallast útrásarvíkingar og leiddu hrunið yfir okkur ættu að byrja að kynna sér siðalögmál hinnar endurreistu þjóðar. Ef þeir vilja hins vegar kaupa aflátsbréf í anda Bjarna Ármannssonar þá ættu þeir ekki að gera það að forskrift Bjarna.

Bjarni átti aldrei að skila peningunum til þrotabús gamla bankans síns. Þaðan renna 370 milljónirnar bara í mestmegnis erlenda kröfuhafa, sem höfðu ekkert lagalegt tilkall til peninganna og gat ekki endurkrafið Bjarna um þá. Gamli bankinn hafði ekki einu sinni snert af siðferðilegu tilkalli til peninganna sem Bjarni fékk. Engan veginn.

Dansmennirnir ríku í Hruna ættu að hugleiða, þegar þeir vilja skila peningum til baka og leita eftir sátt við þjóðina, að gefa þjóðinni peningana beint. Ef Bjarni hefði spurt mig um ráðstöfun þessara 370 milljóna (sem hann hefði auðvitað aldrei gert, come on), sem enginn hafði lagalegt tilkall tilþá hefði ég sagt við hann: Snertu hjörtu sem víðast og þar sem þörfin er mest.

Í hans sporum hefði ég valið 50 líknar- og góðgjörðarfélög og aðra aðila sem orðið hafa eða verða hvað mest fyrir barðinu á hruninu og gefið þeim peningana. Fjórir aðilar fái 20 milljónir hver (alls 80 milljónir), tólf aðilar fái 10 milljónir hver (120 milljónir) og 34 aðilar fái 5 milljónir hver. Það hefði ekki verið vandasamt að finna þessa 50 aðila og óþarfi að leita að þeim öllum nú.

Aðilar eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands, Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Breiðavíkursamtökin, Geðhjálp, SÁÁ, Krossgötur, Stígamót, Athvarf fyrir heimilislausa, Kvennaathvarf, Foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, Styrktarfélag vangefinna, Sjálfsbjörg, Landsbjörg, Rjóður, Krabbameinsfélag Íslands, Hjartaheill, Heyrnarhjálp, SÍBS, Lífsvog, Tourette-samtökin, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Parkinson-samtökin, Alnæmissamtökin, Vernd, Þroskahjálp, Blátt áfram og fleiri mætti nefna.

Hefði þetta ekki verið miklu flottara aflátsbréf? Aflátsbréfakaupendur í stellingum ættu að íhuga þetta.


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra sjúklinga í vondum málum

Í viðtengdri frétt heldur Guðlaugur Þór Þórðarson því fram að tilkynntar skipulagsbreytingar hafi orðið fyrir valinu frekar en að, annað hvort eða bæði, skerða þjónustustigið gríðarlega eða hækka gjaldtöku gríðarlega. Þótt ég meðtaki þörfina fyrir að rifa seglin sem víðast vegna efnahagskreppunnar þá get ég ekki tekið undir uppstillingu ráðherrans á valkostum.

Heilbrigðismálin taka til sín afar stóran hlut af ríkisútgjöldum og að vonum. Ég hef í fyrri færslum bent á ýmsa pósta sem fyrr skyldi skera og frekar, en að þrengja hag sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Hef raunar farið miklu varlegar í sakirnar en gömlu félögin hans Guðlaugs Þórs, Heimdallur og SUS, sem fyrir allnokkru hurfu frá því að leggja til niðurskurð á heilbrigðissviðinu. 

 Það er af nógu að taka áður en að sjúklingunum kemur. Til að byrja með er hægt að setja neyðarlög um lokun varnarmálastofnunar og nokkurra sendiráða (ca. 2 milljarðar þar). Það er tímabundið hægt að skera niður útgjöld til trúmála um helming (2.8 milljarðar þar). Afnema skúffufé ráðherra og ríkisstjórnar að mestu (250 m.kr.). Fleira mætti nefna og auðvitað má hækka skatta á útvalda; leggja á hátekjuskatt, sérstakan stóreignaskatt og hækka fjármagnstekjuskatt. Raunar er það einfalt sem ég er að segja: Það á að gera allt annað áður en að því kemur að fara að skera niður heilbrigðismálin umfram það sem þegar hefur verið gert á undanförnum árum.

 Ef róttækur niðurskurður á heilbrigðissviðinu er vegna fyrirskipana Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þá er það annað mál og verðugt rannsóknarefni fyrir fjölmiðla og landsmenn yfirleitt. Öll skilyrði og skipanir AGS verða að líta dagsins ljós. Ég vil fá að vita um stöðu fullveldis okkar, fá að vita hversu sjálfráða við erum.

Og hvar er "Umboðsmaður sjúklinga"?

 


mbl.is Ógnar ekki öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja þau frekar "smölun" út úr flokknum?

Alveg er ég steinhissa á Framsóknarmönnum sem nú kvarta sáran yfir meintri "yfirtöku" á flokknum, samanber frétt RÚV. Sjóaðir pólitíkusar eins og Jón Sigurðsson fyrrum formaður flokksins, Pétur Gunnarsson fyrrum spunameistari flokksins og Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins kvarta sáran yfir "smölun" í flokkinn. Líkar þeim betur við þá "smölun" út úr flokknum sem hefur verið í gangi undanfarin ár?

 Það er kölluð fjandsamleg yfirtaka og ég veit ekki hvað; venjuleg og ofureðlileg valdabarátta innan flokks leiðir til fjölgunar fólks í flokknum. Hvernig getur fjölgun flokksfólks verið flokksmönnum vonbrigði? Hvernig er hægt að fordæma slíkt? Er ekki ráðið að kvörtunargjarna fólkið hreinlega safni sjálft liði, eins og þau eiga að vera að gera, innbyrðis og útávið?

Þessi "fordæming" er einfaldlega út í hött. Ef skráning í flokk er á annað borð lögleg þá eru ekki nein rök fyrir því að fordæma slíkt. Fordæma fjölgun í flokknum! Hvað næst; mótmæla atkvæðum sem flokkurinn fær í kosningum?


Bréf til Hönnuh Gurga

 Ég var að senda Breska fjármálaráðuneytinu bréf áðan um Landsbankann þeirra Bjögganna með spurningum um Icesave-tryggingarnar. Mér finnst í góðu lagi að bera þetta bréf í ykkur.

 

Fridrik Thor Gudmundsson
journalist
Midstraeti 8a
101-Reykjavik
Iceland
 
HM Treasury
1 Horse Guards Road,
London SW1A 2HQ
 
 
 
Dear Hannah Gurga.
 
Reference is made to you as regards "any queries regarding" the use of "powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001" against Icelandic bank Landsbanki (plus Authorites and the Government of Iceland) in October last. (I refer to: http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/em/uksiem_20082668_en.pdf)
 
My query, with reference to the Freedom of Information Act, is as follows:
 
Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?
 
In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied.
 
As regards sources for this "story" I point out, that one of the two main owners (now former) of Landsbanki at the time, mr. Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson (aka Thor Bjorgolfsson) has openly stated this as a fact, in TV news-show Kompas (Icelandic) and statements in late October last.
 
Please respond to this query as soon as possible. If for any reasons you are NOT the right person to answer, then please forward this to such a person or agency with CC to me.
Please confirm that you have recieved this Query.
 
Best regards and happy new year,
Fridrik Thor Gudmundsson
journalist (free-lance)
Midstraeti 8a
101-Reykjavik
Iceland
 
tel: +354 864 6365 or +354 552 6365

mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolti í banka Bjögganna

Hópur mótmælenda ruddist inn í afgreiðslusal Landsbankans. Þetta eru glæsileg mótmæli; að spila fótbolta í aðalbanka Bjögganna. Meiri svona hugmyndaauðgi, Svartliðar. Ofbeldislaust en áhrifaríkt. Hverjum degi eitthvað ámóta. Tvisvar á dag.

Andóf þarf einmitt að beinast meir en hingað til að táknum útrásarvíkinganna og bankamógúlanna. Þótt stjórnvöld hafi verið glæpsamlega sofandi þá voru það umfram annað "snillingarnir" sem rústuðu landi og þjóð.

Spilið þið fótbolta næst í Hagkaupum - ég skal vera á kantinum. 

Vil nota tækifærið og vekja athygli á áhugaverðum umræðum við síðustu færslu mína. Síðasta komment frá sjálfum mér er svona:

"Hvað með þetta: Síðsumars var í reykfylltum bakherbergjum búið að ákveða að "borga ekki erlendar skuldir óreiðumanna". Það var Bretunum sagt á fundinum úti í byrjun september. "Við hreinlega getum ekki borgað ef til kerfislægs hruns kemur því við förum á hausinn" Sjokkeraðir Bretar sögðu: Ef þið leggið 200 milljón pund í Icesave dæmið þá tökum við restina á okkur". Við hugsuðum málið en Árni sagði svo NEI við Darling. Þeir urðu óðir og settu á okkur hryðjuverkalög, en við mismunuðum innistæðueigendum eftir þjóðerni og settum neyðarlög.

Svo er spurning hvort fjármagnsflutningar hafi átt sér stað sem við megum ekki fá að vita um....".


mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband