Vilja þau frekar "smölun" út úr flokknum?

Alveg er ég steinhissa á Framsóknarmönnum sem nú kvarta sáran yfir meintri "yfirtöku" á flokknum, samanber frétt RÚV. Sjóaðir pólitíkusar eins og Jón Sigurðsson fyrrum formaður flokksins, Pétur Gunnarsson fyrrum spunameistari flokksins og Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins kvarta sáran yfir "smölun" í flokkinn. Líkar þeim betur við þá "smölun" út úr flokknum sem hefur verið í gangi undanfarin ár?

 Það er kölluð fjandsamleg yfirtaka og ég veit ekki hvað; venjuleg og ofureðlileg valdabarátta innan flokks leiðir til fjölgunar fólks í flokknum. Hvernig getur fjölgun flokksfólks verið flokksmönnum vonbrigði? Hvernig er hægt að fordæma slíkt? Er ekki ráðið að kvörtunargjarna fólkið hreinlega safni sjálft liði, eins og þau eiga að vera að gera, innbyrðis og útávið?

Þessi "fordæming" er einfaldlega út í hött. Ef skráning í flokk er á annað borð lögleg þá eru ekki nein rök fyrir því að fordæma slíkt. Fordæma fjölgun í flokknum! Hvað næst; mótmæla atkvæðum sem flokkurinn fær í kosningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Svo má ekki gleyma að þessi armur Framsóknarflokkurinn er að stimpla sig inn sem "þjóðernisarmur" flokksns með því að gagnrýna sérstaklega að um útlendinga sé að ræða þegar kemur að þessarri svokölluðu "smölun"

Vilberg Helgason, 8.1.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Eiginlega er um formlega beiðni að ræða: Framsóknarflokkurinn vill engin atkvæði nema frá vottuðum og rétt skráðum Framsóknarmönnum. Annað fólk (99%+) kjósi aðra flokka.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi...góð spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:45

4 identicon

Þeir vilja bara atkvæðin. En það má enginn skipta sér af eigendaklíkunni í framsóknarflokknum. Þeir eruy bara við gamla góða heygarðshornið.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:44

5 identicon

 Ég vil sjá byltingu í öllum stjórnmálaflokkum og  ráfandi sauðir, sem ekki hafa staðið sig, séu reknir  til síns heima. Löggjafarþingið bera risa-stóra ábyrgð á hvernig komið er. Stjórnarandstaðan er því miður, máttlítil  með örfáum undantekningum. Utanþingsstjórn strax til bráðarbyrgða.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:39

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Er ekki hægt að plata hina sérlunduðu Framsóknarmenn til að taka Ástþór Magnússon að sér og fela honum einhver störf upp til fjalla einhvers staðar? Það væri "smölun" inn í Framsókn sem mér líkaði. Ætli Bjarni Harðar eigi kannski pláss fyrir hann í Draugasetrinu? Er laust pláss við einhvern fjósabitann?

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 01:14

7 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Mér er ógleymanleg fullyrðing formanns SUF fyrir rúmu ári:

"Ungt fólk streymir daglega í Framsóknarflokkinn."

Gísli Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 10:01

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli!

Ungt fólk hefur verið að streyma daglega í Framsóknarflokkinn. Reyndar eldra fólk líka. Þónokkuð af því fólki af erlendu bergi brotnu.

Friðrik og fleiri. 

Málið er bara hvort það sé farsælt að smala saman 70 manna hóp fólks á einn lista sem einn maður leggur fram korter fyrir félagsfund, þar af líklega 30 útlendinga, margir þeirra skilja nánast ekki orð í íslensku - til þess að taka þátt í einni einstakri atkvæðagreiðslu.

Kannske. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um það. Hefði viljað sjá fólkið sækja um aðild sjálft á hefðbundinn hátt - en verð að viðurkenna að ég hlýt að vera gamaldags eftir tæplega 25 ár í flokknum.

Meira um þetta: Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma? á slóðinni http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/766554/

Hallur Magnússon, 9.1.2009 kl. 11:38

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir innleggið Hallur (og auðvitað Gísli og aðrir).

"...hvort það sé farsælt að smala saman 70 manna hóp fólks á einn lista sem einn maður leggur fram korter fyrir félagsfund, þar af líklega 30 útlendinga, margir þeirra skilja nánast ekki orð í íslensku - til þess að taka þátt í einni einstakri atkvæðagreiðslu".

Svarið er auðvitað JÁ, þ.e. að fjölda"innlögn" sé jafn eðlileg og einstaklings-"innlögn", ef lýðræðislegum og/eða flokkslegum reglum er að öðru leyti fylgt. Í einhverjum núningum milli flokksregla og lýðræðisins hlýtur lýðræðið auðvitað að njóta vafans. Líka hitt; að tungumálakunnátta eigi ekki að flækjast fyrir fólki sem vill einlæglega taka þátt í íslenskum stjórnmálum, hafi fólkið til þess allan rétt á annað borð.Ef sótt er um fyrir þess hönd hlýtur það að byggjast á upplýstu samþykki og undirritun, ella er ekki um löglega umsókn að ræða (hefði ég haldið!).

"Smölun" kann á stundum að vera á einhverjum siðferðilegum mörkum að mati sumra. En undir flestum kringumstæðum er "smölun" bara eðlileg liðssöfnun einstaklinga sem takast á. Ef allir standa jafnir gagnvart reglunum þá hafa allir sömu tökin á því að safna og mótívera stuðningsmenn - allir geta smalað. Það kann að vera að sumir séu efnaðri en aðrir og geti "keypt" sér stuðning og þá getum við auðvitað talað um siðferðisbrest - en á það hefur ekki verið minnst í þessu sambandi svo ég viti. 

 Allt tal um "fjandsamlega yfirtöku" í þessu sambandi er andlýðræðislegt!

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband