Sófamótmælin og ný könnun

Þótt ég sé hvorki upphafsmaður né aðstandandi sófamótmæla þeirra sem ég hef fjallað um í síðustu færslum þá styð ég aðgerðina og aðferðarfræðina og hvet fólk til að vera með. Byrjar NÚNA klukkan 14. Bara senda póst með ykkar skilaboðum - að þessu sinni til heilbrigðisráðherra og/eða helstu starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins. Sjá nánar tvær síðustu færslur.

Svo vil ég vekja athygli á því að ég var að byrja með nýja skoðanakönnun hér til hliðar á bloggsíðunni minni. Hún er um hlut einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Hvet ég fólk til að svara, en mér er það auðvitað morgunljóst að könnunin er einungis marktæk vísbending um viðhorf lesenda míns bloggs og engra annarra. Það eru samt mikilsverðar upplýsingar!

Smá útskýring: Einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni skiptist í grófum dráttum í tvennt; einkarekstur sjálfseignastofnana, sem ekki byggist fyrst og fremst að hagnaðarsjónarmiðum, heldur fyrst og fremst á því að reka almannaþjónustu gegn sanngjörnu endurgjaldi. Hér getum við nefnt öldrunarstofnanir í höndum "einkaaðila", sbr. Hrafnistu, Grund og fleiri.

Einkarekstur hagnaðarvonar er hins vegar kapítalískur rekstur sem á að koma út með hámarks gróða í þágu eigenda sinna. Þar eru sjúklingar og aldraðir féþúfa og þjónusta við þá fyrst og fremst rekstrarútgjöld.


mbl.is Fordæma lokun St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki virðast sófamótmæli AHA hafa valdið miklum usla - og þó, Morgunblaðinu reyndist lífsins ómögulegt að hafa upp á vefstjóra ráðuneytisins. Sá hefur að líkindum verið upptekinn við eitthvað fifferí. Þess utan má búast við því að tölvusíur hafi verið prógrammeraðar til að filtera út póst með lykilorðum úr mótmælum AHA. og vitaskuld viðurkennir ráðuneytið ekki truflun.

Hvað um það, þá er ljóst að AndspyrnuHreyfing alþýðu (AHA) verður að gera betur næst. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Friðrik mig langar til að biðja þig afsökunar á síðasta innleggi mínu þar sem ég talaði um að brenna Alþingishúsið Stjórnarráðið og háskólanna. Svona getur maður látið skapið hlaupa með sig.

Það er auðvitað háskólanna sem á að brenna strax þaðan er allur hroðinn kominn sérstaklega á sviði viðskipta. Dæmi: Stúlkukind sem starfar sem kennari við háskóla og er heilbrigðishagfræðingur að lærdómi fagnaði því að "loksins" ætti að taka upp innlagnagjöld á spítalanna. Samkvæmt heilbrigðishagfræði hennar er spítali gististofnun eins og td. Konukot sem veitir útigangsfólki fría gistingu eða landsbyggðarsveitastjórnarmönnum sem ekki fá inni á Hótel Sögu. Samkvæmt háskólalærðriheilsuhagfræði eru það sjúklingarnir sem eru vandamál við rekstur heilbrigðisstofnanna.

Varðandi skoðanakönnun þína vantar einn lið: Innheimtustofnun lækna (háskólagengna) fyrir sölu á snákaolíu eins og St. Jóasefspítali var.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.1.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þótt hroði komi úr háskólanum á sviði viðskipta og hagfræði og kannski ekki síst heilsuhagfræði, þar sem litið er á sjúklinga sem "vörur" eða tölur á blaði þá kemur nú fullt af sæmilegu fólki úr þessum háskólastofnunum. Meðal annars er þar að finna og koma þaðan fólk sem setur mannfólkið ofar auðgildinu. Ég vil ekki brenna neitt, en ef ég yrði þvingaður til þess kysi ég að brenna annað en háskólana. Að sjálfsögðu segi ég ekkert um það nánar!

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvað eru sófamótmæli?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ja, ekki fann ég upp þetta hugtak, en ég þykist vita að hugsunin sé að fleira sé hægt að gera en á götum úti þegar aðgerðir eru annars vegar; t.d. úr stólnum við tölvuna eða úr sófanum með símann í hendinni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband