Færsluflokkur: Spil og leikir

Sófamótmælin og ný könnun

Þótt ég sé hvorki upphafsmaður né aðstandandi sófamótmæla þeirra sem ég hef fjallað um í síðustu færslum þá styð ég aðgerðina og aðferðarfræðina og hvet fólk til að vera með. Byrjar NÚNA klukkan 14. Bara senda póst með ykkar skilaboðum - að þessu sinni til heilbrigðisráðherra og/eða helstu starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins. Sjá nánar tvær síðustu færslur.

Svo vil ég vekja athygli á því að ég var að byrja með nýja skoðanakönnun hér til hliðar á bloggsíðunni minni. Hún er um hlut einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Hvet ég fólk til að svara, en mér er það auðvitað morgunljóst að könnunin er einungis marktæk vísbending um viðhorf lesenda míns bloggs og engra annarra. Það eru samt mikilsverðar upplýsingar!

Smá útskýring: Einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni skiptist í grófum dráttum í tvennt; einkarekstur sjálfseignastofnana, sem ekki byggist fyrst og fremst að hagnaðarsjónarmiðum, heldur fyrst og fremst á því að reka almannaþjónustu gegn sanngjörnu endurgjaldi. Hér getum við nefnt öldrunarstofnanir í höndum "einkaaðila", sbr. Hrafnistu, Grund og fleiri.

Einkarekstur hagnaðarvonar er hins vegar kapítalískur rekstur sem á að koma út með hámarks gróða í þágu eigenda sinna. Þar eru sjúklingar og aldraðir féþúfa og þjónusta við þá fyrst og fremst rekstrarútgjöld.


mbl.is Fordæma lokun St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gettu betur - hver verður forstjóri Landspítalans?

CIMG1429Hér með efni ég til spádómskeppni og heiti 5.000 króna verðlaunum. Sá sigrar sem giskar rétt á hver verður ráðinn/skipaður nýr forstjóri Landspítalans Háskólasjúkrahúss (LSH).

Að sönnu ekki há verðlaunaupphæð, en ég er fremur tekjulítill sem stendur - og aðalvinningurinn er auðvitað að sigra. Ef fleiri en einn koma með rétt svar verður dregið úr réttum svörum. Þátttakendur eru og beðnir um rökstuðning fyrir spá sinni (má vera stuttur). Verður það læknir eða embættismaður? Verður það núverandi starfsmaður eða utanaðkomandi? Verður það kona eða karl? Verður það samflokksmaður heilbrigðisráðherra eða annars flokks/ópólitískur? Verður það einkavæðingarsinni eða hollvinur almannaþjónustunnar?

Koma svo! Þau sem sóttu um eru:

Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Landspítala.

Anna Linda Bjarnadóttir, sjálfstætt starfandi lögmaður.

Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítala.

Stefán E. Matthíasson, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur.

Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri Landspítala.

Guðmundur Björnsson, læknir, meðeigandi og stjórnarformaður Janus-endurhæfingar.

Helgi Þorkell Kristjánsson, aðstoðardeildarstjóri innkaupadeildar Icelandair Tech. Services.

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló.

Kristján Oddsson, yfirlæknir stjórnsýslusviðs landlæknisembættisins.

María Heimisdóttir, sviðsstjóri Landspítala.

Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga-, slysa- og bráðasviðs Landspítala.

Ragnheiður Haraldsdóttir, sviðsstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Sjöfn Kristjánsdóttir, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur.

Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri Landspítala.

 

Úrslit 29. ágúst 2008: Heilbrigðisráðherra hefur valið Huldu "Þá Norsku" Gunnlaugsdóttur til starfans. Hulda fékk af 23 gildum atkvæðum hér flest atkvæði eða 8. Ég er búinn að draga milli þeirra sem giskuðu rétt og upp úr hattinum kom nafn Ingvars Guðmundssonar. Honum er velkomið að rukka mig um vinninginn. Mér er hugstæðari vinningur eða tap spítalans og sjúklinganna, en það á eftir að koma í ljós!


mbl.is 14 sóttu um starf forstjóra LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilló, Sturla Þór og Ukulele

Ofurbarnið Sturla Þór Traustason var um daginn í fyrstu yfir-nótt pössuninni hjá okkur ömmu. Það gekk vonum framar og gafst tími til að þjálfa piltinn í Ukulele spili. Á myndinni er hann að æfa sviðsframkomu, svona í leiðinni. Árangurinn frábær auðvitað.

Lillo, Stulli og Ukulele


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband