Gettu betur - hver verður forstjóri Landspítalans?

CIMG1429Hér með efni ég til spádómskeppni og heiti 5.000 króna verðlaunum. Sá sigrar sem giskar rétt á hver verður ráðinn/skipaður nýr forstjóri Landspítalans Háskólasjúkrahúss (LSH).

Að sönnu ekki há verðlaunaupphæð, en ég er fremur tekjulítill sem stendur - og aðalvinningurinn er auðvitað að sigra. Ef fleiri en einn koma með rétt svar verður dregið úr réttum svörum. Þátttakendur eru og beðnir um rökstuðning fyrir spá sinni (má vera stuttur). Verður það læknir eða embættismaður? Verður það núverandi starfsmaður eða utanaðkomandi? Verður það kona eða karl? Verður það samflokksmaður heilbrigðisráðherra eða annars flokks/ópólitískur? Verður það einkavæðingarsinni eða hollvinur almannaþjónustunnar?

Koma svo! Þau sem sóttu um eru:

Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Landspítala.

Anna Linda Bjarnadóttir, sjálfstætt starfandi lögmaður.

Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítala.

Stefán E. Matthíasson, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur.

Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri Landspítala.

Guðmundur Björnsson, læknir, meðeigandi og stjórnarformaður Janus-endurhæfingar.

Helgi Þorkell Kristjánsson, aðstoðardeildarstjóri innkaupadeildar Icelandair Tech. Services.

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló.

Kristján Oddsson, yfirlæknir stjórnsýslusviðs landlæknisembættisins.

María Heimisdóttir, sviðsstjóri Landspítala.

Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga-, slysa- og bráðasviðs Landspítala.

Ragnheiður Haraldsdóttir, sviðsstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Sjöfn Kristjánsdóttir, læknir, sjálfstætt starfandi sérfræðingur.

Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri Landspítala.

 

Úrslit 29. ágúst 2008: Heilbrigðisráðherra hefur valið Huldu "Þá Norsku" Gunnlaugsdóttur til starfans. Hulda fékk af 23 gildum atkvæðum hér flest atkvæði eða 8. Ég er búinn að draga milli þeirra sem giskuðu rétt og upp úr hattinum kom nafn Ingvars Guðmundssonar. Honum er velkomið að rukka mig um vinninginn. Mér er hugstæðari vinningur eða tap spítalans og sjúklinganna, en það á eftir að koma í ljós!


mbl.is 14 sóttu um starf forstjóra LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló. - Hún er eitthvað "svo erlendis"...

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 17.7.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Björn Zoega. Fyrst hann er núverandi forstjóri Landspítala þá skal engan undra að hann verði það áfram. Svo er hann líka með svo virðulegt ættarnafn.

En heyrðu ef ég vinn þetta mættir þú gefa ágóðan í brauð til að gefa mávunum á Reykjavíkurtjörn. Mér finnst þeir eitthvað svo viðutan.

Brynjar Jóhannsson, 17.7.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Erfitt að giska þegar maður hefur ekki hugmynd um hvar í flokki fólk er og þekkir hvorki haus né sporð á umsækjendum, hvað þá viðhorf þeirra til einkavæðingar í anda ráðherra. Viðkomandi þarf örugglega að vera mjög samvinnuþýður við einkavæðingu heilsugæslunnar og spítalans - helst að eiga einkapraksís þangað sem hægt væri að beina "viðskiptum" sjúklinga. Spilling er ekki til á Íslandi eins og allir vita.

Annars hef ég heyrt viðtöl í útvarpi við Huldu Gunnlaugsdóttur og heyrt af henni annars staðar frá. Faglega séð gæti hún verið mjög góður kandídat... en ég þekki hitt fólkið svosem ekkert heldur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hulda 2, Björn 1.

Innskot: Hulda er "hjúkka". Gera læknar ekki byltingu ef hún verður fyrir valinu? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 15:36

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég er fákunnandi hver þessara sem þú tiltekur, verði næsti forstjóri LSH. En til að eignast fimmþúsund kallinn þá myndi ég giska á að verðandi forstjóri sé sjálfstæðismaður og hafi verið virkur talsmaður flokksins....Eru einhverjir upptaldir aðilar flokksbundin sjálfstæðismaður??? Einhver eða allir???

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.7.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Tryggvi og Guðrún Magnea: Ógild atkvæði.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 17:33

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hulda Gunnlaugsdóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 19:32

8 Smámynd: Heidi Strand

Hulda Gunnlaugs.

Heidi Strand, 17.7.2008 kl. 19:54

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Einhvern veginn finnst mér Valgerður Bjarnadóttir líkleg. . .

Sigurður Hreiðar, 17.7.2008 kl. 20:16

10 Smámynd: Halla Rut

Það verður pottþétt kona. Annars verður allt vitlaust.

Valgerður Bjarnadóttir,  Bara til að giska.

Halla Rut , 17.7.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hulda 4, Valgerður 2 og Björn 1.

Mér litist sjálfum ágætlega á Valgerði. Hún er vissulega systir dómsmálaráðherrans í Sjálfstæðisflokknum, en hún er aftur á móti varaþingmaður Samfylkingarinnar. Snúið. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 20:49

12 Smámynd: Halli Nelson

Ég ætla að leyfa mér að giska á Valgerði Bjarnadóttur. Held einfaldlega að svo margtengd. Svo er hún líka af rétta kyninu... það vegur nú þungt 

Halli Nelson, 17.7.2008 kl. 21:59

13 identicon

B.Z.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:59

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er með 7 ára háskóka menntun og tel að ég yrði ekki viðlits virts?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:08

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hulda 5, Valgerður 3, Björn 2 og Már 1.

Anna B: eh

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 00:20

16 Smámynd: Hanna

Ragnheiður Haraldsdóttir.

Hanna, 18.7.2008 kl. 11:31

17 identicon

Einkareksturmaðurinn Guðmundur í Janusi verður ráðinn. Fyrst var öllum opinberu spítölunum safnað undir einn hatt, þá er farið að bjóða út hina ýmsu hluta hins sameinaða spítala. Guðmundur verður bestur í það.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:12

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hulda 5, Valgerður 3, Björn 2, Guðmundur 2, Sjöfn 1, Ragnheiður 1 og Már 1 (15 alls).

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 17:19

19 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Hulda og Björn til vara ef hún dytti úr skaptinu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.7.2008 kl. 18:51

20 Smámynd: Haffi

Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri Landspítala, ef ég man rétt, þá tengist hun BUGLinu og er vondu vön

Haffi, 18.7.2008 kl. 23:33

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hulda 7, Valgerður 4, Guðmundur 3, Björn 2,  Sjöfn 1, Ragnheiður 1, Anna 1 og Már 1 (20 alls).

"Svínið" á hins vegar enga möguleika á verðlaunum, því hann er ekki bara nafnlaus heldur finnst hann ekki. "Hænan" er líka útilokuð nema nafn hennar (?) komi fram. Sama gildir um Haffa. Ég er strangur dómari sem verður að "sjá" keppendurna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.7.2008 kl. 00:32

22 identicon

Kristján Oddsson. Spiluðum saman körfu í gamla daga. Drengur góður.

Þorsteinn Egilson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:39

23 Smámynd: Sigrún Óskars

Fyrst Björn Z. hefur áhuga þá fær hann starfið - ekki spurning.

Sigrún Óskars, 25.7.2008 kl. 21:29

24 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Hulda eða Björn...

Vigdís Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:39

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Spá" Vigdísar að óbreyttu ógild, hvað möguleika á verðlaunum varðar. Ekkert "eða" hér.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 12:26

26 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Hulda fær meiri vigt hjá mér...

Vigdís Stefánsdóttir, 31.7.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband