Gráðugir millar og bankar hundskist til að hemja sig

Jón Ásgeir og Jóhannes pabb´ans virðast staðráðnir í að "fara í mál við ríkið" vegna dómsmálanna gegn Baugi. Mig langar til að upplýsa þá feðga um að "ríkið" er ég og þú - Jón og Gunna; alþýða þessa lands. Fólkið sem verlsar í búðunum þeirra. Ríkið er ekki Davíð og Björn Bjarna, heldur skattgreiðendur. Ef Jón og Jóhannes vilja "refsa" Davíð og félögum fyrir meinta aðför að sér þá gera þeir það ekki með máli gegn Jóni og Gunnu. Orðum um að skaðabótunum yrði skilað aftur til skattgreiðenda ber að hafa að engu, enda í hæsta máta ótrúverðugt.

Þetta liggur því fyrir: Jón Ásgeir og Jóhannes vilja að Íslenskur almenningur borgi sér skaðabætur. Ég hygg að íslenskur almenningur ætti að taka þessar greiðslur sínar út fyrirfram með því að versla sem því nemur minna hjá Baugi. Byrja í dag.

Já, ég er í vondu skapi. Afskaplega vondu skapi og þá einkum vegna fyrri fréttar í dag þess eðlis að íslensku viðskiptabankarnir eru hugsanlega að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef. Bankafíflin eru búin að kæra út og suður í tilraun sinni til að knésetja Íbúðalánasjóð, af því þeir vilja ekki að Íbúðalánasjóður flækist fyrir þeirri fyrirætlan sinni að blóðsjúga íbúðarkaupendur og sitja einir að því í sinni samtryggingu. Ég fæ hroll að sjá þennan Guðjón Rúnarsson heimta niðurlagningu Íbúðarlánasjóðs. Af því að ég veit að Íslensku bankarnir hafa engan áhuga á "eðlilegum markaðslögmálum" heldur vilja fá að okra á sem flestum í samkeppni við sem fæsta.

Ef eitthvað kjaftæði í Evrópu segir að starfsemi Íbúðalánasjóðs sé í andstöðu við reglur og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, þá er lausnin að segja upp samningnum en ekki afhenda viðskiptabönkunum Íbúðalánasjóð. Mig langar til að biðja bankana um að taka gráðuga, spillta og skítuga putta sína af Íbúðalánasjóði. Burt með ykkur!

Hvað ætli líði langur tími þar til þetta lið heimtar niðurlagningu Landsspítalans á grundvelli þess að hann eigi ekki að ástunda samkeppni við einkasjúkrahús? 


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já takk.

Ég er líka ógeðslega pirraður eða kanski bara brjálaður yfir þessari aðför heimskingjana að Íbúðarlánasjóði.

Besta lausnin í þessari stöðu fyrir okkur er að þjóðnýta alla viðskiptabankana, þeir eru hvort eð er löngu gjaldþrota í öllum skilningi.

Allt kjaftæði um að leggja Íbúðarlánasjóð niður er aðför að sjálfstæði þjóðarinnar og þeir sem vega að því eiga heima í grjótinu fyrir landráð.

Níels A. Ársælsson., 28.6.2008 kl. 20:23

2 identicon

Fyrirgefið þið, að ég era ð skipta mér af þessari umræðu. En ég get bara ekki stillt mig. Nú verðum við fólkið í landinu  að gera byltingu. Ég held að

það sé áhrifaríkast, að við almenningur göngum í þúsundavís í þessa

hefðbundnu  stjórnmála flokka og gerum byltingu, tökum völdin af þeim sem

hlusta ekki á okkur og veljum til forystu þá sem hafa staðið sig best ogfinnum síðan skynsamt og hæft fólk, sem hefur einhvern snefil af sómatilfinningu.Það skiptir ekki máli hvað  flokkur heitir, ef hægt er að breyta honum til góðs. Enga nýja flokka. Hallarbyltingu takk. 

Kolbrún Bára

 

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:46

3 identicon

mér líkar það sem að þú segir.kveðja á efri hæðina ol.st

Ólafur Stefánsson(pabbi Davíðs) (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá um græðgi millanna :

Ekki verður til fjármagn í rekstur og kaup tveggja milljarða einkaþotunnar úr engu ......eða hvað ?  Sjáið fróðlegan pistil Gylfa Gylfasonar á blogginu :

"11.3.2008 | 03:36

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.6.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skila kveðju á efri hæðina, Ólafur. Takk fyrir innlitið.

Ég vil ekki nota of sterk lýsingarorð um Baugsmenn. En ef þeir telja sig geta sannað skaða og að tilteknir einstaklingar hafi valdið honum, þætti mér það hugnanlegra að þeir færu í mál við þessa tilteknu einstaklinga en ekki okkur; þegnum þessa lands, ríkinu, skattgreiðendum. Ef það er ekki hægt þá væri best að halda sig við viðurkenningarmál og láta bótakröfurnar vera fyrst og fremst táknrænar.

Jón og Jóhannes hljóta samkvæmt fyrri yfirlýsingum að vera að tala um margra milljarða, ef ekki tugmilljarða skaðabótamál. Ef Jóhannes ætlar að skila þessu fé til skattgreiðenda þá er það sök sér, en hann er þá kominn með sérkennilegt fjárveitingavald sem enginn hefur kjörið hann til. Og auðvitað búinn að auka kostnað ríkisins, okkar þegnanna, vegna Baugsmálsins sem sama nemur.

Aftur á móti er spurning hversu vel gengi fyrir feðgana að vinna þetta mál. Ef rannsóknarvaldið og saksóknarvaldið hafa gætt allra formsatriða og haft rökstuddan grun til að byrja með og formsatriða gætt í hvívetna ætti niðurstaðan að vera sú að gögn réttlættu rannsókn og ákæru, burt séð frá niðurstöðunni - en líka með hana í huga, því dómar féllu vissulega.

Íbúðalánasjóði þarf að bjarga undan árás bankanna. Þeir vilja klófesta lántakendur, fá peningana þeirra og auka vaxtabyrði þeirra. Ef Evrópski efnahagssamningurinn leyfir ekki Íbúðalánasjóð þarf einfaldlega að breyta samningnum. Íbúðalánasjóður er mikilvæg stoð velferðarkerfisins og á ekki að hverfa í gin úlfsins, þótt einhverjir frjálshyggjumenn í Evrópu detti í hug að endurskilgreina almannaþjónustuhugtakið.

Erum við ekki að tala um afsal fullveldis í velferðarmálum rétt eins og t.d. sjávarútvegsmálum? Ég spyr aftur: Hvað ætli líði langur tími þar til þetta lið heimtar niðurlagningu Landsspítalans á grundvelli þess að hann eigi ekki að ástunda samkeppni við einkasjúkrahús?

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Í kjölfar þess að þjónustutilskipunin margfræga rennur í gegn, sem verður vonandi aldrei í þeirri mynd sem hún var kynnt. Ég verð að játa á mig dróma, hef ekki fylgt henni nóg eftir í kerfinu síðasta árið til að vita hvar sá frjálshyggjudraumur stendur nú. Kannski að Palli viti það.

Kristín Dýrfjörð, 29.6.2008 kl. 01:19

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Hunskist!" er einmitt rétta orðið. Ef það heyrir til kommúnisma að forða þjóðinni undan árasum siðlausra ræningja sem ríða alsnjóugir á skaflajárnuðum gæðingum inn á stofugólf hjá almúgafólki og hirða eigur þess, þá - já þá er eg kommúnisti.  

Árni Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig væri að við stofnuðum hér og nú hollvina samtök Íbúðalánasjóðs og stæðum vörð um hann til að afkomendur okkar séu ekki fastir í gini bankana. Og annað sem að ég hef verið að hugsa varðandi þetta ef að Íbúðalánasjóður er ólöglegur er þá ekki 500 miljarða bankalán til að bjarga glaumgosunum ólöglegt líka ? Eða má bara bjarga sumum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.6.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka undirtektir. Það var gott að fá smá útrás. Þegar græðgin verður yfirþyrmandi breytist allskonar fólk í "kommúnista"; Árni veit hvað hann syngur.

Dæmið með "Í skilum"/"Hagur" (innvinklað er fólk eins og Jórunn Frímannsdóttir, Sigurbjörn Magnússon, Ármann kr. Ólason og Ásta Möller) er klassískt spillingarmál, sem sanngjarnt og réttsýnt fólk á að mótmæla harðlega.  Froðufellandi spilling í anda Árna Johnsen.

Til í stofnun samtaka, you bet.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Verð með í hollvinasatökum Íbúðalánasjóð, enda verið það lengi og talað máli hans innan Flokksins og annara félaga sem ég telst til.

Jórunni gat ekki verið kunnugt um aðkomu sumra sem þú hér tiltekur.

Ég læt hana njóta vafans, líkt og ber horskum mönnum.

Um féflutninga og félagaflutninga Bónusmanna og annarra til Virgin eyja og annarra skálkas´jóla bendi ég a´fyrri skrif mín og vvarnaðarorð í þeim efnum.

Ég hef einnig farið mjög í þeirri skoðun minni, að okkur BERI skylda við afkomendur okkar, að segja okkur úr EES og semja (tvíhliða)við ESB þannig ná aftur frelsi til athafna og LAGASETNINGAVALDIÐ aftur heim í hérað.

Þakka oft skelegar færslur, þó svo að sumum þeirra geti ég ekki verið.

Hitt er jafnljóst, að Geir ætti að ómaka sig að grafast fyrir um skoðanir flokksbræðra og systra á Íbúðalánasjóði.

Svo er ekki úr vegi að heldur, að Sóíalistar, skoði nánar þjónustutilskpanir (því þetta eru skipanir) og hvað beri að vera ÁN OPINBERRA ,,STYRKJA."

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.6.2008 kl. 12:11

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Græðgin ein af dauðasyndunum sjö birtist hérna í hinum ýmsu myndum, núna í græðgi á fasteignamarkaði...Með 100% lánum frá ný-einkavæddum bönkunum hækkuðu fasteignir ört í verði því flestir vildu kaupa á auðveldan hátt... Núna hefur þessi markaður dalað svo vægt sé til orða tekið... Bankarnir hættir að lána einstaklingum fyrir fasteignakaupum og íbúðarlánajóður tekinn við til að hrap á fasteignamarkaðinum verði ekki eins alvarleg staðreynd sem ég held að verði...

Það sem við köstum upp kemur niður, það er lögmál miðflóttaaflsins... Til að nýta hverja krónu þá heimsæki ég Jóhannes reglulega...Hann býður best og af hverju ekki að eiga viðskipti við þann sem selur matvöru á hagstæðasta verði hérna, þó finnst mér vöruverð í Bónusbúðunum vera okur ef ég miða við matvælaverð í Evrópu og Bandaríkjunum.

Val okkar íslendinga er fátt í samkeppni á matvörumarkaði.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 13:05

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Aðdráttarafl jarðar meinti ég að sjálfsögðu en ekki miðflóttarafl. Biðst velvirðingar á mistökunum.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 13:14

13 Smámynd: halkatla

maður verður nú að hrósa þér fyrir góð efnistök einstaka sinnum (afhverju ég hef alltaf látið það ógert er mér hulin ráðgáta...)

halkatla, 30.6.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband