Jóhanna rokkar - hennar tími er kominn

Að fylgi Samfylkingarinnar aukist um 5% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dragist saman um 6% eru stórmerkileg tíðindi. Að vísu kemur ekki fram hvenær könnun Fréttablaðsins var framkvæmd, en mér sýnist að það megi gefa sér að mesti áhrifavaldurinn hafi verið nýjustu aðgerðirnar með Jóhönnu Sigurðardóttur og íbúðalánin í forgrunni. Áður hefur komið fram að Jóhanna er langvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Jóhanna er því að gera það gott og augljóst að hvíslingar/orðrómur um að Samfylkingin hafi ætlað að skipta henni út í ráðherrauppstokkun á miðju kjörtímabili hlýtur að byggja á veikum grunni og sé þá alltént í endurskoðun. Það virðist beinlínis út í hött að kasta frá sér trekkjaranum Jóhönnu Sigurðardóttur.

Með Samfylkinguna í uppsveiflu og Sjálfstæðisflokkinn í niðursveiflu skilur maður ögn betur hróp Kristjáns Þórs Júlíussonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að menn "láti ekki rúlla yfir sig endalaust" (sjá færslu hér fyrr). Sjálfstæðisflokkurinn er eðlilega óvanur því að vera samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn sem tapar meðan hinn græðir. Reglan er að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins hrynji en ekki öfugt.

Að öðru. Það er sunnudagur og það er messutími. Las í gær með velþóknun frétt um aukið umfang borgaralegu samtakanna Siðmennt, sem framkvæmir nú æ fleiri "athafnir"; nafngiftir, giftingar, útfarir og kannski fleira. Það hlýtur að koma að því bráðum að Siðmennt auglýsi borgaralega messu (guðlausa guðþjónustu!). Ekki er ég trúleysingi og ekki félagi í Siðmennt, en fagna mjög að fólki bjóðist valkostir Siðmenntar um borgaralegar athafnir. Og ég er viss um að þessa dagana aukist fylgi lífsskoðanafélagsins Siðmenntar. Amen.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóhanna rokkar......

Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Við þurfum trausta ráðherra og mildan Biskup. Þá kemur þetta.

Júlíus Valsson, 22.6.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt hjá þér karlinn!! - Jóhanna rokkar!! - Hinir eru steindauðir en spurningin er; af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa. Hann er í sinni þögn að framfylgja stefnumálum sínum.

Haraldur Bjarnason, 22.6.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Friðrik ég myndi í þínum sporum ganga hægt um gleðinnar dyr.   Mér sýnist sem að fólk vilji breytingar þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er hruninn en hann hefur faríð úr 85% í 50% þrátt fyrir að flokkunum sem standa að ríkisstjórninni sé hossað í helstu fjölmiðlum s.s. lítil umfjöllun hve lítil umfjöllun er um að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ætli að halda áfram mannréttindabrotum á íslenskum þegnum.

Sigurjón Þórðarson, 22.6.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk, Sigurjón, ég skal hægja á mér við gleðinnar dyr og lofa færslu fljótt þar sem ég geng um ógleðinnar dyr.

En um leið vek ég athygli á því að þú virðist heldur brattur í garð fjölmiðlamanna að alhæfa si svona að þeir séu upp til hópa að hossa ríkisstjórninni. Væntanlega í merkingunni að hampa, frekar en að menn séu að leika sér saman. Ég tek þó fyllilega undir að fjölmiðlar megi vera aktífari við að veita stjórnvöldum gott aðhald og helst mun meira aðhald en stjórnarandstaðan gerir...

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.6.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég held að það veiti ekki af fyrir stjórnarandstöðuna að örlítinn liðstyrk fjölmiðla þar sem hún er fáliðuð.  Hvernig væri t.d. að skella sér á fund annað kvöld í Grindavík þar sem verður fjallað um hvers vegna kvótakerfið geti ekki gengið up út frá líffræðilegum forsdemdum.

Fjölmiðlarnir hafa t.d verið ótrúlega slappir að fjalla um áframhaldandi mannréttindabrot ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðislfokks s.s. Þáttar Bjargar Thorarens sem er í að svara fyriir stjórnvöld og verk eiginmanns síðns í hæstarétti.

Sigurjón Þórðarson, 23.6.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband