Sænsk stjórnvöld innleiða hlerunar-svívirðu!

Sænska þingið hefur samþykkt umdeild lög um símahleranir, tölvupóstavöktun og fleira, lög sem skelfa mig og væntanlega allt réttsýnt fólk. Með 143 atkvæðum gegn 138 voru hlerunar- og eftirlitslög samþykkt sem framkalla ímyndir af veröld Georgs Orwell í "1984". Allt í nafni títtnefndra hryðjuverkaógna - en vitaskuld verður þetta opið fyrir gegndarlausri misnotkun, meðal annars til að setja höft á fjölmiðla.

Við á Íslandi, blaða- og fréttamenn og aðrir, verðum að standa vaktina. Ella sýnist mér að hryðjuverkamönnum muni takast (kannski) hið eiginlega ætlunarverk sitt; að eyðileggja vestrænt lýðræði, tjáningarfrelsi og koma á samfélagi óttans og haftanna. Hversu langt á að ganga í nafni þess að "vernda öryggi borgaranna"? Ekki svona langt. Áður en lögin voru samþykkt sagði fyrrum yfirmaður sjálfrar leyniþjónustunnar í Svíþjóð lögin ekki vernda réttindi einstaklinga og að þau þyrfti að endurhugsa. Stjórnvöld fullyrða að einungis verð fylgst með símtölum og föxum erlendis frá, og að innanlandssamskipti verði ekki hleruð.  Sérfræðingar segja þó að erfitt sé að skilja þar á milli. Og ekki þarf sérfræðinga til að sjá fyrir sér gegndarlausa misnotkun, ekki síst í pólitískum tilgangi.

Lögin veita Sænskum stjórnvöldum (sérstakri stofnun) heimild til að "skanna" öll millilandasímtöl, tölvupósta og fax-sendingar án dómsúrskurðar. Sérfræðingar telja að meðal aukaafurða laganna verði að fólk muni t.d. heykjast á því að koma upplýsingum til fjölmiðla. Lögin ýta undir sjálfsritskoðun og tjáningarfælni. Evrópusamtök blaðamanna hafa varað við og mótmælt þessum lögum harðlega og telja slík lög veikja verulega "varðhunda"hlutverk fjölmiðla.

Vissulega hafa fleiri Evrópsk ríki aukið hlerunarheimildir og sum gengið ansi langt og þá aðallega til að fylgja "ráðum" Bandaríkjastjórnar. Einna lengst hafa Bretland og Ítalía gengið, en nú herma fregnir að Ítalía sé að hverfa til baka frá verstu Orwellískunni. Og þá kemur þessi steypa frá okkar annars yfirleitt frjálslyndu frændum. Sveiattan.


mbl.is Sænska þingið samþykkir hlerunarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stóri bróðir lifir góðu lífi í Svíþjóð og gerði það reyndar líka árið 1984 þegar ég bjó þar.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki get ég skilið að fólk sé á móti hlerunum. Tilgangurinn helgar meðalið. Að vísu er baraverið að staðfesta hleranir. Ég veit ekki betur enn að flest stórmál sem komist hafa upp hér á ámdi, hafi einmitt hleranir lögreglu sem komið hefur henni á sporið við lausn á glæpamálum.

Þetta hefur ekkert með frihelgi einkalífs að gera. Það er bara verið að setja í lög hleranir sem hafa hvort eð  er verið stundaðar af Säpo árum saman. Aldrei hafa jafn margir barnaníðinga náðst vegna tölvuhleranna.

Það fer engin að segja mér að það verði hlerað bara eitthvað út í bláinn. Er það virkilega svo slæmt ástandið áfólki á Íslandi, að það gerir sér ekki grein fyrir því sem er að ske í Voregi, Svíþjóð og Danmörku glæpamálum?

Hvernig tengjast höft á fjölmiðla lögum um leyfi til hleranna?

Það er bara fólk sem hafa eitthvað að fela, sem eru á móti þessum lögum. Það er ekki verið að láta alla lögrelu Svíþjóðar hafa aðgang að þessu. Þetta er fyrir leyniþjónustunna og hún á fullan rétt á sér.

Reyndar geta allir sem vilja hlerað. Símarnir okkar og tölvureru ekki merkilegar græjur. Þeir sem ekki vilja láta lesa mailin sín, kaupa sér bara kryptering program og þá þarf mótakarinn að hafa samskonar hugbúnað.

Ef þið farið inn í venjulega veiðimannabúð eða bara í einhverja búð sem selur sérstalega vel gerð labb-rabb tæki, er hægt að still sér utan við hvaða hús sem er og hlusta og spila inn hvert einasta GSM samtal.

Glæpamenn í Svíþjóð hlera lögreglu og eru ekkert að biðja um leyfi fyrir því. Má þá ekki hlera tilbaka? Ég hef unnið í 20 ár með sænsku lögreglunni í sérlegum verkefnum  og það var endalaust vesen að fá leyfi til hleranna.

Ekki er hægt að nota hleruð innspiluð samtöl sem sönnun fyrir rétti. það er vegna þess að engin vandi er að búa til samtöl digitalt úr orðum sem spiluð eru inn hjá opinberum aðilum. Þetta flýtir bara fyrir störfum lögreglu.

Stærsta ógn Norðurlanda og allri Evróu, eru ekki hryðjuverkamenn. Heldur mjög svo þaulskipulagður glæpaflokkur frá Víetnam. Aðalbækistöðvar þeirra eru í Kanada. Af 5 mest eftirsóttu sænskum glapamönnum, eru 2 úr þessum glæpaflokki.

Enn víetnami sagði í blaðaviðtali, að þeir stefndu að því að verða alvöru mafía. Enn til þess verða þeir að eiga réttarkerfið í Sviþjóð. Hann var spurður að því hvort honum væri alvara með þessu, þ.e. að eignast réttarkerfi? Hann svaraði: "Að sjálfsögðu"! Bara spurning um tíma.

Að þeir séu búnir að taka yfir Júgóslavíu mafíunna í Svíþjóð og Noregi, segir mér allt sem þarf. Þeir lána peninga eingöngu þeim sem eiga ættingja eða börn. Ef viðkomandi stendur ekkií skilum, skjóta þeir allaf yngsta barnið fyrst. Við það framlengist lánið í ákveðin tíma. Ef viðkomandi getir ekki staðið í skilum að þeim liðnum er næsta barn skotið. Og siðan koll af kolli.

Blaðamenn í Svíþjóð þora sjaldanað skrifa um þenna Víetnamíska glæpahring. Þeir drepa allasemí vegi þeirra verður. 2 mest efirlýstu úr þessum hópi eru þeir Coung Duc Nguyen og Le-Ngoc Dung, báðir handrukkarar. Handrukkarar í Svíþjóð nota vélbyssur.

Verð á morði á hverjum sem er, nema lögregluþjónum eðaembættismönnum, eru 10.000.- SEKpr.stk. Dómarar, saksóknarar og lögregluþjónar eru 25.000.- SEK pr. stk. Þeir líta á morð sem listgrein og eru stoltir yfir því að þeim misheppnast aldrei með verkefni sem þeir hafa fengið. Höfuðpaurinn í þessu er kallaður "Generalinn" og er æðsti maður í þessum glæpaflokki. Allt er gert til að sannanir fyrir óteljandi morðum.

Enn hann hefur aðeins fengið einn dóm, eitt og hálft ár fyrir eitthvað smotteri. Það hefur kostað lífið fyrir marga leyniþjónsumenn að ná þessum árangri. Hann hefur 2 undirgenerala og kallast restin fyrir óbreyttir hermenn.

Víetnamarnir tóku yfir allar stærstu glæpagruppur í Svíþjóð á 3 árum. Í þýskalandi myrtu þeir yfir 50 manns til að taka við glæpahringjum sem fyrir voru.

Þess vegna er ég meðmæltur hlerun á bæði utanlandssamtöl og innalands. Þeir  velta tugum milljarða sænskra króna árlega og koma aðaltekjur þeirra í gegn um  s.k.  Hui  UndergroundBanking ( HUB ) Bæði lögregla og leyniþjónusta stendur algjörlega ráðþrota gagnvart þessum glæpahring.

Óskar Arnórsson, 19.6.2008 kl. 20:43

3 identicon

Óskar, má ég spyrja hvort þú vinnir fyrir Stasi? Ég hef sjaldan lesið eins mikla Orwell dellu eins og kemur frá þér.

Þessi lög eru ekki bara fyrir Sapo heldur ríkið, stofnanir þess og fyrirtæki. Með þeim er verið að staðfesta rauntíma hlerun á öllum samskiptum á landamærum Svíþjóðar og leyfi fyrir upplýsingum úr kerfinu þarf EKKI að fara fyrir dómara heldur málamyndanefnd sem var sett inní frumvarpið í gær til að ná því í gegn. Tilgangurinn helgar meðalið sagðirðu, þetta segja þeir sem í fullum hroka áskilja sér rétt til að ráðstafa lífi og limum annarra í heilagri krossferð. Mér finnst þú reyndar lítið betri en óþokkarnir sem þú skrifar um.

Gerðu mér greiða, farðu úta torg og gerðu þarfir þínar á það mitt, það ætti ekki að vera þér nokkuð mál þar sem þú hefur ekkert að fela hvort eð er.

Magnús (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:02

4 identicon

Kannski tvennt í viðbót vegna það sem mér finnst vera Stasi bull frá Óskari,

 "Ef þið farið inn í venjulega veiðimannabúð eða bara í einhverja búð sem selur sérstalega vel gerð labb-rabb tæki, er hægt að still sér utan við hvaða hús sem er og hlusta og spila inn hvert einasta GSM samtal.". Það sem Óskar er að segja hér er að dulkóðun GSM síma hefur algerlega mistekist og algrímarnir sem símafyrirtækin vernda eins og þau geta hafa lekið út og eru á almennum markaði. Óskar, ertu til í að upplýsa okkur aðeins frekar um þetta?

 " . . . Glæpamenn í Svíþjóð hlera lögreglu og eru ekkert að biðja um leyfi fyrir því. Má þá ekki hlera tilbaka? Ég hef unnið í 20 ár með sænsku lögreglunni í sérlegum verkefnum  og það var endalaust vesen að fá leyfi til hleranna.". Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að löggan eigi að fara niður á glæpalevelinn og hegða sér alveg eins. Að þú kallir leyfi fyrir hlerun endalaust vesen lýsir svo algerri vanþekkingu og vanþóknun á undirstöðuatriðum demókratískra samfélaga að ég leyfi mér að efast um að þú hafir nokkurn tíma sinnt merkilegri sérverkefnum fyrir sænsku lögregluna nema að moka skítinn úr yfirheyrsluherbergjunum þeirra.

Magnús (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert meiri maðurinn Magnús. Sepo hefur alltaf hlerað án allra leyfa. Það eru til lög sem varða þjóðaröryggi og voru þau notuð sem yfirskin.

Er hlerun glæpur eða gæti hlerun komið í veg fyrir glæp?

Það er alla vega eitt rétt hjá þér með verkefnin fyrir lögreglu. Það voru alltaf skítamál. Ég var bara "frílansari" og er fullt af þeim til.

Þú ert ekki einu sinni með á nótunum hvað er að ske á Íslandi! Heldur þú virkilega að allir löggæslumenn fari eftir lögum um hleranir hér? Ef þú heldur það Magnús minn, ertu kjáni. 

Óskar Arnórsson, 19.6.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég gleymdi einu Magnús! Þingmenn og ráðherrar fá ekki einu sinni aðgang að  kostnaði við  sum löggæslustörf.  Þeim er einfaldlega ekki treyst. 

Í sambandi við dulkóðun á venjulegum GSM síma. Það er hægt að fá "s.k. scrambler" á flestar gerðir síma. Svo er algengt að talað sé í gegn um raddbreytingartæki. Þetta er alltsaman eldgamlar græjur og flestar af þeim seldar á netinu fyrir þá sem vilja.

Þrymur! Sepo er með öll leyfi til að gera allt sem þeim sýnist í nafni þjóðaröryggis. það þýðir ekki endilega að þeir fylgi lögunum alltaf, enn það gera heldur ekki þeir sem er verið reyna að ná...ertu á móti því? 

Óskar Arnórsson, 19.6.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Smá fróðleikur (AP/USA today). Sérfontar mínir:

STOCKHOLM (AP) — Sweden on Wednesday adopted contentious legislation that will give officials sweeping powers to eavesdrop on all e-mail and telephone traffic that crosses the Nordic nation's borders. After heated debate and last-minute changes, lawmakers approved the bill that has outraged some lawmakers and prompted protesters to hand out copies of George Orwell's novel "1984" outside Parliament.Lawmakers approved the bill in a 143-138 vote. One lawmaker abstained. It will become law in January. 

"By introducing these new measures, the Swedish government is following the examples set by governments ranging from China and Saudi Arabia to the U.S. government's widely criticized eavesdropping program," Google's global privacy counsel, Peter Fleischer said.

 Since the law was first proposed in 2005 — in a country known and praised for its democratic principles — critics have slammed it, saying it would encroach on privacy and jeopardize civil liberties. On Wednesday, hundreds of protesters gathered outside Parliament in a last attempt to stop the law.

Supporters say the legislation is needed to ensure safety against terrorist attacks in a high-tech society where advanced technology also is used by would-be attackers.

 The new powers will give Sweden's National Defense Radio Establishment — the authority for such intelligence — the right to scan all international phone calls, e-mails and faxes for sensitive keywords without a court order.Late Tuesday, four governing coalition lawmakers forced changes in the bill, hoping they would protect individual privacy. They had threatened to vote against it with the opposition if the additions were not adopted.

But critics say the changes, which include monitoring by independent institutions, do not change the fundamental problems with the law, including the fact that it will make people worried about contacting journalists.

 

"This is just as absurd as before. It contravenes article 12 of the U.N.'s declaration of human rights," said Per Strom from The New Welfare Foundation think tank. "It will still create a society characterized by self-censorship and anxiety."

 

Many European countries have gradually increased surveillance powers, including wiretapping and police searches, in a move to combat terror plots. However, Italy — which experts deem one of the world's most wiretapped democracies — is now starting to backtrack, saying the privacy of Italian citizens needs protecting.

 

Currently, e-mail and phone surveillance in Sweden requires a court order if police suspect a crime, although the intelligence agency is allowed to spy on airborne signals, such as radio and satellite traffic.

 The government rejects claims the law will give it unlimited powers to spy on its own citizens and maintains it will filter out domestic communications and is interested only in international traffic.

Green Party lawmaker Peter Radberg disagrees. "It is technically impossible to separate domestic traffic from international traffic," Radberg said.

 

Youth wings of two governing parties had called on lawmakers to vote against the bill, and even the national security police warned the plan risks violating citizens' privacy.

 The controversy also has stretched beyond the country's borders.

The European Federation of Journalists highlighted a potential threat to source protection, saying electronic monitoring of phone and e-mail communications contravenes international and European legal standards. "The tapping of journalists' telephones compromises the watchdog role of the media and puts at risk the right to inform the public," federation president Arne Konig said.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.6.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Intresant umræða....ætli Peter Radberg fái ekki símareikninginn sinn sundurliðaðan, innanlandssamtöl, útlandssamtöl og GSM samtöl..

Óskar Arnórsson, 20.6.2008 kl. 02:07

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

June 19, 2008

EFJ Condemns Surveillance Law in Sweden

The International Federation of Journalists and its European group, the European Federation of Journalists (EFJ) today expressed  'incredulity and dismay' following yesterday's vote by the Swedish Parliament in favour of a controversial bill allowing all  international  emails and phone calls to be monitored in the name of national security.

"It is astonishing that one of Europe's oldest democracies where model standards of press freedom have been taken for granted has dealt such a blow to civil liberties," said IFJ/EFJ General Secretary Aidan White. "It is further confirmation that in the age of security, anonymity and privacy in private communications are all but dead and that journalists face new battles to protect their sources of information."

The vote, one of the most divisive in Sweden in recent years, had initially been scheduled for early Wednesday but was postponed after more than one-third of MPs voted to send the bill back to parliament's defence committee 'for further preparation.' After the committee required that the centre-right government safeguard individual rights further in an annex to the law to be voted on in the autumn, the bill narrowly passed.  

"Throughout journalism there will be incredulity and dismay at this decision," said White. "No journalist anywhere in Europe can now be certain that their work is not subject to official surveillance, that their telephones are not being tapped and that they can with any confidence protect their sources." 

The EFJ affiliate in Sweden, the Swedish Journalists Association had heavily campaigned against the proposal as an attack on civil liberties that would create a 'big brother' state.

The Swedish union demanded yesterday evening the creation of a "truth commission" to investigate how the Swedish authorities have already kept under surveillance private phone calls and e-mails, which is currently illegal under Swedish law. The new surveillance law will not go into effect until January 2009.

The EFJ agreed at its annual meeting in Berlin last weekend to strengthen its campaign to protect journalists' sources.

For more information contact the IFJ at +32 2 235 2200/02

The EFJ represents over 250,000 journalists in 120 countries worldwide

Press Releases, Sweden, Europe

http://www.ifj.org/en/articles/efj-condemns-surveillance-law-in-sweden

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 02:33

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er bara útúrsnúningagrein og staðhæfingar að fólk muni ekki þora að tala við fjölmiðla eru algjörlega út í hött. Númer 1 er að það var kosið um þessi lög. Þetta mun ekki bitna á frelsi fólks á einn eða neinn hátt. Ríkisstjórn, eða Riksdagen fylgir þeim lögum sem sett eru. Það er meira enn hægt er að segja um Íslenska Ríkisstjórn. 

Ef fólk skildi mikilvægi þess að lögregla fái auknar heimildir í rannsóknum mála, væri svona þvæla ekki skrifuð. Það er bara fólk sem lokar augunum fyrir frelsi fólks að geta gengið óáreitt um götur Svíþjóðar. Stockholm er hættulegur staður og glæpahringir eru að misnota lýðræði sér til framdráttar.

Það er af hinu góða að einfalda störf lögreglu. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum síðan. Þetta er bara játning stjórnvalda og viðurkenning lögreglu að þeir ráða ekki við ástandið eins og það er orðið.

Fjölmiðlar eru engin heilög stétt. Ég veit ekki betur enn einmitt þeir hleri lögreglu til að vera sem fljótastir á staðin og ná fréttaskotum. það gera fjölmiðlar í Svíþjóð alla vega. Ótrúlegt rugl og ranghugmyndir sem fólk er með um þetta. Ef ekki hefði verið brýn þörf á þessum lögum, hefðu þau aldrei farið í gegn.

Börnum er rænt í Svíþjóð, morð eru algeng, meira enn eitt vopnað bankarán er á hverjum einasta degi. Heilu trukkunum af dóti er rænt um hábjartan dag í Svíþjóð. Á að láta þetta vandamál bara vaxa eða gera það sem þarf?

Svíar eru engir bjánar. Menn eru ekki að innleiða svona lög að gamni sínu. Þeir vita að menn úr ólíkum löggæslusveitum hlera hvort eð er. Bara að því að það er ekki hægt að leysa mörg mál öðruvísi. Það er bara verið að gera það löglegt sem búið er að stunda í mörg ár.

Fjölmiðlar halda áfram að standa vörð um lýðræðið í landinu.  Það skiptir miklu máli með hvaða hugarfari þessi verkfæri eru notuð, og á hvaða hópa. Að staðhæfa eins og t.d. í þínu kommenti hér að ofan, að þetta muni skaða heimildarmenn fjölmiðla er bara þvæla. Hefur nákvæmlega ekkert með málið að gera.

Fólk talar um þessar hleranir eins og það væri verið að skrá símtöl allrar þjóðarinnar! það er bara ekki svoleiðis. Það er verið að beina þessu gagnvart ákveðnum hópum, ekkert annað.

"The Swedish union demanded yesterday evening the creation of a "truth commission" to investigate how the Swedish authorities have already kept under surveillance private phone calls and e-mails, which is currently illegal under Swedish law. The new surveillance law will not go into effect until January 2009."

Nú á að setja upp nefnd sem ekki mun komast að neinni niðurstöðu. Þegar Palme var myrtur, náðist yfirmaður lögregludeildarinnar með hlerunarútbúnað sem hann keypti í London. Honum var vikið úr starfi umsvifalaust. Einn sá besti lögreglumaður sem Svíþjóð hefur átt.

Sá sem tók við af honum, klúðraði málinu algjörlega. Hann gerði glappaskot og missti starfið fyrir vikið.

Forsætisráðherra landsins, Palme var myrtur og það mátti ekki hlera síma!

Ég held að það sé alveg eins gott að hafa þetta á hreinu, og upp á borðum, enn að þurfa að þræta fyrir eitthvað sem hefur verið notað, er notað og mun alltaf vera notað hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Óskar Arnórsson, 20.6.2008 kl. 04:26

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Alþjóðasamband blaðamanna eða Óskar? Það er spurningin. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 10:06

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alþjóðasamband blaðamanna eða helmingurinn af Svíum segðu frekar. Lestu bara Aftonbladet og Expressen, eða DN í Svíþjóð. Auðvitað er þetta heitasta umræða í dag. Ég er bara fylgjandi þessu af því að ég veit af hverju þetta er mikilvægt.

Er reyndar að flytja aftur til Svíþjóðar og mín vegna mega þeir hlusta á öll mín samtöl. Held bara að ég sé ekki í þeim hópi sem hlerunum er beitt á. Það eru nokkrar milljónir Svía sammála þér Friðrik.

Erum við ekki annars að skiptast á skoðunum og ekki keppa um hver hefur rétt fyrir sér? Ég geri enga kröfu að hafa það. Þessi lög eru sett til þess að löggæslumenn séu ekki alltaf að brjóta lögin. 

Alþjóðasamband hvalafriðunarsinna hefur ekki heldur áhrif á skoðanir mínar. Ég er ekki að kópera skoðanir annara og gera þær að mínum af þvi að það er þægilegra. Ég ber fulla virðingu fyrir þínum skoðunum Friðrik. Ég er bara ekki með sömu skoðun í þessu máli. 

Óskar Arnórsson, 20.6.2008 kl. 14:42

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

MBL 30 júní:

Svíar halda áfram mótmælum gegn hlerunarlögum sem sænska þingið samþykkti fyrir tveim vikum síðan.  Christina Green, talsmaður þingsins, segir þingmenn hafa fengið 1,1 milljón tölvupósta eftir að Expressen dagblaðið hóf herferð á vefnum gegn frumvarpinu í gær.  Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var af fyrirtækinu Sifo í síðustu viku, eru 47% Svía á móti hlerunarlögunum og 36% fylgjandi. 

Lögin gefa leyniþjónustu Svía heimild án dómsúrskurðar til þess að skanna öll símtöl, tölvupósta, og föx sem koma frá erlendum ríkjum.

Lögin voru samþykkt á þinginu með naumum meirihluta, en 142 voru fylgjandi og 138 á móti.  Lögunum hefur verið mótmælt stöðugt frá því þau voru samþykkt.  Gagnrýnendur segja lögin ganga á persónufrelsi og mannréttindi, en stuðningsmenn laganna segja þau nauðsynleg til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 19:21

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heimurinn hefur breyst þannig að það er eru fleyri rök sem sem hallast að því að gefa Säpo  fríar hendur að nota hleranir og alla þá tækni sem getur stemmt stigu við sífella ógn skemmdarverkamanna, stórglæpamanna, eiturlyfjasmiglara, barmaníðinga og morðingja sem eru lausir. Persónufrelsi þarf aftru á móti að bera virðingu fyrir og það gera þessur aðilar. Þeir eru ekki að eltast við saklausan almúgan.

Óskar Arnórsson, 1.7.2008 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband