Landsmönnum fækkar um 2.700 næstu 2 árin

 Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun íslendingum FÆKKA milli áranna 2009 og 2011 um 2.720 manns og ekki ná fyrri tölunni aftur fyrr en árið 2013. Hvað er langt síðan annað eins hefur gerst? Í Vesturheimsferðunum?

 

Spá um mannfjölda eftir kyni og aldri 2008-2050  Alls200820092010201120122013
Alls313.376319.442317.440316.732316.879319.400

 Heimild: Hagstofa íslands.

Sjá: 

http://www.hagstofa.is/?PageID=631&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN09000%26ti=Sp%E1+um+mannfj%F6lda+eftir+kyni+og+aldri+2008%2D2050++++++++++++%26path=../Database/mannfjoldi/Mannfjoldaspa/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi


Nauðungin nær til ESB pælinga

Ég hygg að þessa dagana sé endanlega verið að ganga frá því sem útilokuðu máli að Íslandi gerist meðlimur ESB. Og kannski líkar VG-fólki það bara vel. Því meiri fréttir sem berast af því hve meintar "vinaþjóðir" fóru illa með okkur, þeim mun minni líkur verða á því að meirihluti þjóðarinnar styðji ESB aðild.

Svona er hið minnsta farið með afstöðu þessa hér ræðumanns. Ég hef verið mjög opinn fyrir ESB-viðræðum og að sjá til hvað kæmi út úr þeim - og talið það skynsama afstöðu: Hef viljað meta blakalt alla kosti og alla galla og reikna dæmið fram að kosningu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú þyrftu kostaboðin út úr slíkum viðræðum að vera svo frámunalega glæsileg að jaðrar við mútur, til að mér dytti í hug að samþykkja ESB-aðild. Slíkar viðræður þyrftu í rauninni að innihalda að ESB tæki yfir allan Hruns-kostnað Íslands á einum bretti  eins og hann leggur sig - fyrir utan annan mögulegan ávinning.

Til að ég samþykki ESB-aðild í atkvæðagreiðslu þyrfti tilboð ESB að vera þannig að ég gæti ekki hafnað því. Af Mafískum ástæðum.

"Vinaþjóðir" gætu auðvitað nauðgað okkur inn í ESB. það hefur Icesave kennt okkur. 

Tek skýrt fram að ég kenni ekki fyrst og fremst núverandi ríkisstjórn um hvernig málefnum Íslands er fyrir komið. Hún er að kljást við afleiðingarnar. Orsakirnar liggja hjá ríkisstjórnunum undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. Enda væri það kannski til að hella salti í öll sárin ef núverandi ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum þannig að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur að. Þá fyrst færi ég að pakka saman.


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru umræður á Fésbókinni opinberar?

Þennan gráa sunnudag hugleiði ég hvort umræður á Fésbókinni séu opinberar umræður, sem óhætt er að vitna til og varpa út til alls almennings, eða hvort þær geti talist einkasamtöl tiltekins Fésbóka-vinahópa. Er samtal á Fésbók, sem kannski nokkur hundruð manns fá að lesa, einkasamtal af einhverri sort eða Almenningur?

Ég hugleiði þetta af því að þarna úti á meðal ykkar er góð manneskja sem er mé reið vegna þess að ég bloggaði um sérlega áhugavert umræðuefni Á Fésbókinni og birti umræðurnar í heild.  Ég þykist vita að nokkur hundruð einstaklingar hafi getað fylgst með þessum umræðum á Fésbókinni og sá því enga agnúa á því að birta umræðuna enn stærri hóp.

Mín ályktun var sú að orð á Fésbókinni sem fara á "vegginn", sem varpað er fram án takmörkunar inn í stóran hóp (share), séu opinber ummæli, en ekki það sem sagt er á Fésbókinni með skilaboðum milli einstaklinga. Gaman væri að lesa viðhorf ykkar til þessa efnis.


... fargi létt af góðu fagfólki

 Ég mæli með lestri á fjölmiðlagrein Árna Þórarinssonar í Lesbók Morgunblaðsins í dag. "Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun að hagsmunagæsla blaðsins, pólitísk og/eða persónuleg, hafi lengst af staðið því fyrir þrifum og fjölmiðlun þess í reynd of oft verið svikin vara. Eftir að núverandi ritstjórn undir forystu Ólafs Þ. Stephensen tók við tel ég að Morgunblaðið hafi í fyrsta skipti í sögu sinni orðið að alvöru fjölmiðli. Þegar lauk of löngu tímabili undir ritstjórn Styrmis Gunnarssonar var eins og fargi væri létt af því góða fagfólki sem á blaðinu starfar", segir Árni meðal annars.

 arni thorarinsson

Í fyrsta sinn í sögunni hafi Mogginn orðið að alvöru fjölmiðli, segir þessi góði og gamalreyndi blaðamaður, sem um árabil hefur starfað á Mogganum. Og Árni skýtur ekki bara föstum skotum á sinn fyrrum ritstjóra, heldur beinir hann líka penna sínum að "ofurpólitískum" blaðamönnum og einkum að tilteknum núverandi vinnufélaga sínum:

 

"Í bréfi útgefandans segir m.a.: „Þannig eiga ofurpólitískir blaðamenn, hvar í flokki sem þeir standa, ekkert erindi á fjölmiðla sem vilja vera vandir að virðingu sinni. Ekki heldur þeir sem mynda sér skoðun fyrirfram og geta hvergi beygt af eða gert bragarbót á þegar ný sjónarmið koma fram.“ Útgefandi Morgunblaðsins er yfirvegaður maður og því dettur mér ekki í hug að þessi orð séu skrifuð út í bláinn. Sjálfur hef ég haft nokkrar áhyggjur af þessu og fundist tiltekin skrif í blaðinu á skjön við þau grundvallarviðhorf til faglegrar blaðamennsku sem nefnd eru hér að ofan. Undan því verður ekki vikist að nefna í þessu sambandi dálkaskrif Agnesar Bragadóttur sem of oft einkennast af gamaldags víglínuhernaði. Þar skiptir engu þótt ég sé persónulega stundum sammála þeim viðhorfum sem hún setur fram. Það er framsetningin sjálf sem er of oft illa ígrunduð, einkennist af jafnvægislausu skítkasti, sem er blaðamanni ekki samboðið og grefur undan gildi annarra skrifa hennar sem kölluð eru fréttaskýringar". 

 

Loks tek ég undir þessi heilræði Árna: “Blaðamenn, sem vilja byggja upp traust á fagmennsku sinni, verða að átta sig á því að skoðanir þeirra á mönnum og málefnum geta varpað skugga á þá óhlutdrægni sem er undirstaða traustsins. Blaðamenn eru líka menn, en þeir þurfa að fara vel með það.... Lesandinn er hæstiréttur fjölmiðla”.

 

Heyr, heyr. Og þótt ég sé ekki starfandi blaðamaður um þessar mundir, hið minnsta ekki reglulega, þá tek ég orðin auðvitað til mín líka. En nefni um leið að blaðamenn hafa sinn stjórnarskrárvarða rétt til að hafa og viðra sínar persónulegu skoðanir. Og þeir gera það, svo sem með bloggi, á Fésbók og í sjálfum fjölmiðlunum. En að sjálfsögðu taka þeir þá áhættu. Þeir leggja orðspor, fagmennsku og traust undir dóm þjóðarinnar (lesenda).


Ég fann "bara" 8-9 milljarða upp í "gatið"

Nú byrja sjálfsagt að síast út fregnir um niðurskurð í viðkvæmum málaflokkum og Fæðingarorlofið kannski það fyrsta til að vera "lekið" út. Aðrar bombur eru á leiðinni og ég skal segja ykkur af hverju. Augljósu niðurskurðarpóstarnir duga nefnilega engan veginn til upp í 50-60 milljarða króna sparnað (niðurskurð og auknar tekjur) á ári næstu 3 árin.

Ég er búinn að skoða fjárlög yfirstandandi árs í þaula til að leggja mitt á vogarskálarnar og hjálpa stjórnvöldum að forgangsraða. En mér gengur illa að stoppa upp í gatið, miðað við þá formúlu að sem minnst eigi að hrófla við velferðarkerfinu og helst skerða sem minnst í heilbrigðis-, félags- og menntamálum - auk þess sem svigrúm til skatta- og gjaldahækkana er takmarkað að sögn. Ég fann leið til að skera niður um 8-9 milljarða. Niðurstaða mín er að árið 2010 og næstu 2 árin á eftir verði hrikaleg og Austurvöllur líklegur til að fyllast margsinnis.

Á listunum fyrir neðan er ýmislegt sem ég (og um sumt mun fleiri) hafa talið augljósustu póstana til að skera. Sendiráð, Varnarmálastofnun, Alþingi, stjórnmálaflokkarnir, Þjóðkirkjan og fleira. En slíkir póstar fylla mjög lítið upp í gatið. Því bætti ég öðrum lista yfir fjárlagaliði sem þá hljóta aðfara undir smásjána, meðal annars ýmiss konar menningarstarfsemi og "gæluverkefni" á landsbyggðinni.

Ég legg hér með lista minn fram og býst við stórbrotnum viðbótar- og breytingatillögum.

Skera niður:  Sparnaður (m.v. fjárlög 2009)

Almennan rekstur forseta Íslands um 33%... spara 55 m.kr.

Alþingi; spara 25% eða 560 m.kr.

Fresta framkvæmdum á Alþingisreit, spara 250 m.kr.

Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll, skera 60% eða 600 m.kr.

Rekstur ríkisstjórnar, spara 20% eða 50 m.kr.

20% sparnaður á aðalskrifstofum ráðuneytanna, alls  1.132 m.kr.

Sparnaður (100%) í „skúffufé ráðherra“, alls 81 m.kr.

Þingvallanefnd; spara 33% eða 24 m.kr.

Varnarmálastofnun, spara 50% eða 613 m.kr.

Sendiráð, spara 25% eða 1.135 m.kr.

Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu, spara 20% eða 1.127 m.kr.

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu, spara 20% eða 827 m.kr.

Bændasamtökin, spara 25% eða 17 m.kr.

Sýslumannaembættin, spara alls 200 m.kr.

Biskup Íslands, spara 33% eða 500 m.kr.

Kirkjumála- og Kristnisjóður, spara alls 33% eða 129 m.kr.

Skattstofur, spara samtals 200 m.kr.

Framlög til stjórnmálasamtaka, spara 33% eða 125 m.kr.

Alm. rekstur Veðurstofunnar, spara 20% eða 265 m.kr.

Heiðurslaun listamanna, spara 20% eða 10 m.kr.

OFANGREINT ER  7.9 milljarðar.

 

Ýmislegt annað sem hlýtur að lenda ofarlega á niðurskurðarlistanum, allt að 100%:

Þjóðleikhúsið 720,0 m.kr.

Sinfóníuhljómsveit Íslands 652,0 m.kr.

Eftirlaun ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara 356,8 m.kr.

Íslensk friðargæsla 319,6 m.kr.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 279,3 m.kr.

Íslenska óperan 175,7 m.kr.

Framlag Íslands vegna samnings við Alþjóðaflugmálastofnunina, ICAO 139,0 m.kr.

Íslenski dansflokkurinn 129,8 m.kr.

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi 125,0 m.kr.

Starfsemi atvinnuleikhópa 71,1 m.kr.

Starfsemi áhugaleikfélaga 25,9 m.kr.

Átak í hrossarækt 25,0 m.kr.

Kynning erlendis á nýtingu á auðlindum hafsins 20,6 m.kr.

Ráðgjöf vegna breytinga í heilbrigðis- og tryggingamálum 18,4 m.kr.

Landsmót hestamanna 2010 á Vindheimamelum, 15.0 m.kr.

Ritun biskupasögu, Hið íslenska fornritafélag 14,0 m.kr.

Framlag vegna þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum 13.0 m.kr.

Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC, 11,0 m.kr.

Jafnréttissjóður 10,0 m.kr.

 

Ýmislegt undir 10 milljónum:

Bandalag íslenskra leikfélaga´Samtökin ´78, Kvenfélagasamband Íslands, rekstur, Samband íslenskra myndlistarmanna, Selasetur Íslands, Galdrasýning á Ströndum, Saltfisksetur Íslands, Spákonuhof á Skagaströnd, Vestmannaeyjabær, „handritin heim“, Torfusamtökin, Viðhald á stafkirkju í Vestmannaeyjum, Melrakkasetur Íslands, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, Skrímslasetrið á Bíldudal, Sauðfjársetur á Ströndum, ÓRG ættfræðiþjónusta, Krossinn æskulýðsmál, Hvítasunnukirkjan í Reykjavík, Jólasveinar í Mývatnssveit, Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri, Skotveiðifélag Íslands, Hákarlasýning og gestastofa í Bjarnarhöfn, Draugasetrið á Stokkseyri, Sögusafnið í Perlunni, Skelfisksetur í Hrísey. 

 


mbl.is Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um sanngirnisbætur og vistheimilabörn

  Neðangreint hef ég ákveðið að "nappa" af heimasíðu Breiðavíkursamtakanna.

Í gær, 4. júní, var boðsent til forsætisráðuneytisins bréf frá stjórn Breiðavíkursamtakanna, sem viðbrögð og tillögur vegna Minnisblaðs ráðuneytisins, sem sagt var frá á aðalfundi samtakanna 29. apríl síðastliðinn. Efni bréfs þessa er trúnaðarmál gagnvart utanfélagsfólki, en hér verður þó reynt að segja frá því sem óhætt er að segja frá.

Svo sem félagsmönnum er kunnugt um þá hefur komist hreyfing á (sanngirnis)bótamálið eftir að Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól forsætisráðherra og ekki síst eftir afsökunarbeiðni hennar til fyrrum vistbarna vistheimila á vegum ríkisins. Þá urðu ákveðin tímamót með fyrrnefndu Minnisblaði og viðbrögðum aðalfundar okkar við því.

Eins og félagsmenn vita hefur ráðuneytið umfram allt viljað með samkomulaginu skapa fordæmi sem ná myndi til allra vistheimila sem til rannsóknar Spanó-nefndarinnar koma og jafnframt er deginum ljósara að ráðuneytið hefur ekki áhuga á háum bótum yfir línuna, kannski ekki síst vegna efnahagsástandsins. Nú í maí hefur stjórn samtakanna brætt með sér hugmyndir að tillögum um útfærslur og leiddi sú vinna til þess að bréfið var sent í gær. Í tillögum stjórnar er gert ráð fyrir "tveggja ása flokkaskiptingu" við ákvörðun (óháðrar nefndar) á bótum.

Þar muni þolendur af hálfu tilgreindrar óháðrar nefndar raðast í flokka eftir nánar tilgreindum viðmiðunum.

Veigamestu atriðin við það mat verði annars vegar bein ætluð lögbrot/mannréttindabrot, sbr.: Líkamlegt ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða eldri vistbarna (ekkert, lítið, nokkurt, mikið, mjög mikið), andlegt ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða eldri vistbarna (ekkert, lítið, nokkurt, mikið, mjög mikið), andlegt og líkamlegt álag annað, vinnuþrælkun / ólaunuð barnavinna, missir skólagöngu/svipting á menntun, skortur á hvers kyns læknisþjónustu, veikindi og slys á vistunarstað, ónóg þrif og ónógur matur, skjóllítill fatnaðar barna gegn vondum veðrum og skortur á eftirfylgni/liðveislu eftir vist.

Hins vegar verði til viðmiðunar atriði af ýmiss konar félagslegum og heilsufarslegum toga, sbr.: Langtímadvöl - lengd dvalartíma (t.d. undir 1 ári, 1-2 ár, 2-3 ár, 3-4 ár, 4-5 ár o.s.frv.), einelti, einangrun viststaðar, ástæðulaus/tilefnislaus vistun, óréttmætur aðskilnaður við foreldra, sambandsleysi/sambandsbann við foreldra/ættingja,  vist frá mjög ungum aldri,   harðneskja – skortur á hlýju, afleiðingar vistunar, ótímabær dauðdagi / heilsubrestur til langtíma, svipting tómstunda/barnagamans og fleira.

 

  Stjórn samtakanna vonast auðvitað eftir jákvæðum viðbrögðum við þessum viðmiðunum og aðferðarfræði, en ekki er komið að því að ræða upphæðir ennþá. Í bréfinu var jafnframt vonast eftir skjótum viðbrögðum og áframhaldandi fundarhöldum, þannig að stjórnvöldum auðnist að leggja fram frumvarp um bætur við upphaf haustþings. Ef það gengur eftir styttist svo sannarlega í lausn þessara erfiðu mála.

Bréfið er sem fyrr segir trúnaðarmál gagnvart utanfélagsfólki, en áhugasamir félagsmenn geta fengið afrit af því sent ef þeir biðja um það í tölvupósti eða með símtali (lillokristin@simnet.is eða 864 6365).

 


Forgangsröðun við niðurskurð, takk

Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á dögunum kom fram að á næstu 3 árum þyrfti að brúa bil í ríkisfjármálum upp á alls um 170 milljarða króna. Það er og verður rosalegt verkefni og eingöngu til óvinsælda fallið. Til marks um það eru viðbrögðin við nýjum hækkunum ýmissa óbeinna skatta (áfengi, tóbak, eldsneyti o.fl.) upp á "bara" 2.7 milljarða: Þetta var bara fyrsta og kannski óhjákvæmilegasta skrefið.

Ríkisstjórnin þarf að fara að senda þjóðinni ótvíræð skilaboð um forgangsröðina í ríkisfjármálum á næstu 3 árum. Það dugar ekki endalaust að tala bara um að velferðarkerfið verði varið. Út frá því er gengið. Það dugar ekki heldur að tala um hátekjuskatt, því hann er fyrst og fremst táknrænn (og réttlátur ef mörkin eru sæmilega há) og skilar hlutfallslega litlu í ríkiskassann.

Hvernig á að skera niður og afla tekna upp á 60 milljarða á ári (umfram það sem nú er) á næstu 3 árum? Ég geri ekki ráð fyrir frekari erlendri lántöku. Fæstir gera og ráð fyrir hagvexti að ráði fyrr en þá ca. 2011. Meðal annars hefur ríkisstjórnin boðað stefnu í losunarmálum sem án efa mun halda aftur af hagvexti. Athyglin beinist enda ákaflega mikið að niðurskurðarhnífi Steingríms Joð og félaga. Verður spítalareksturinn skorinn niður (eða t.d. bara lyfjaverð og laun lækna?)? Verða skólarnir skornir niður og skólagjöld innleidd í auknum mæli? Verða menningarstofnanir sendar í tímabundið ólaunað leyfi? Verður skorið niður í íþróttaútgjöldum? Verður sendiráðum lokað og kannski Varnarmálastofnun aflögð? Þróunaraðstoð? Verða beingreiðslur til bænda skornar niður? Veiðigjald útgerða hækkað? Verður viðhald á vegakerfinu skorið niður? Lögreglumönnum fækkað? Gæsluskip bundin við bryggju? Útgjöld til aldraðra og öryrkja skert? Verða útgjöld til trúariðkunar skert? Má hreyfa við skúffufé ráðherra? 

Þjóðin þarf að vita um forgangsröðina mjög fljótlega. Það þarf að birta henni svart á hvítu þann óskapnað sem framundan er.


mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakt tímabil í flugsögu Íslands

minning skerjóÞað er svo sem enginn að tala um það, en þarna blasir það við í skýrslum: Það hefur enginn dáið vegna flugslysa eða alvarlegra flugatvika á Íslandi eftir flugslysið í Skerjafirði í ágúst árið 2000. Enginn. Nú eru bráðum liðin 9 ár - en frá 1942 og fram að umræddu slysi höfðu aldrei liðið meira en 2-3 ár milli banaslysa í flugsögu landsins og iðulega áttu þau sér stað árlega eða oftar.

Ég skal ekki segja hverju um veldur. Flugstundum hefur ekki fækkað; gerðu það fyrst eftir 2000 en eru fyrir löngu komin upp í fyrri hæðir og ofar. Spila inn í hertar reglur og eftirlit eftir flugslysið í Skerjafirði, einkum vegna smærri loftfara? Ef svo er þá var það ekki vegna þess að menn eins og Þorgeir Pálsson vildu það, heldur vegna þeirrar umræðu og þess þrýstings sem upp kom. 

9 ára hlé á banaslysum í flugumferð á Íslandi. Það er einstakt og vonandi heldur þetta banaslysahlé áfram. Hitt er annað mál að alvarleg atvik hafa haldið áfram að eiga sér stað, þótt enginn hafi dáið. Tala má um 2-3 slík tilvik árlega síðustu árin. Að líkindum má tala um þróun sem bendir til þess að tilslökun sé að eiga sér stað. Tilslökun sem raunar má EKKI eiga sér stað núna, þegar kreppa ríkir og flugaðilar grípa til sparnaðaraðgerða, hugsanlega um of í viðhaldi og innra eftirliti.

Mér finnst þetta banaslysalausa tímabil merkilegt og auðvitað er það einstakt í flugsögunni. Ætli fjölmiðlum finnist það ekki líka?


mbl.is Varð líklega fyrir eldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Afgangurinn lendir síðan á ríkissjóði"

 Það er út af fyrir sig gleðilegt ef styttist í lausn Icesave-deilunnar, en engin lausn er viðunandi önnur en sú að allar viðkomandi skuldir óreiðumanna bankans lendi á eigendum og stjórnendum bankans, en ekki á þjóðinni. Fram kemur í viðtengdri frétt að ef eignir Landsbankans ytra duga ekki upp í skuldbindingarnar lendi afgangurinn lendir á ríkissjóði. Það er óviðunandi á sama tíma og t.d. Björgólfur Thor sprangar um í veislum með fína fólkinu í útlandinu.

Sami maður laug að þjóðinni að Íslenska ríkið hefði getað bjargað Landsbankanum í Bretlandi með 200 milljón punda fyrirgreiðslu, en þessa skoðun mína byggi ég á svörum við fyrirspurnum mínum til breskra stjórnvalda. Svo siðblind var sú frásögn að ekki er rúm fyrir nokkra samúð mínum megin; hjá þessum manni eru eignir að hirða upp í tjónið sem þjóðin kann að verða fyrir, ofan á það sem þegar hefur verið lagt á hana.

Hvar er kyrrsetning eigna "snillinganna"? Liggur ekki fyrir nægilega rökstuddur grunur um misferli? Ég hefði haldið það.
mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka Framsóknarmenn "Græna herbergið" með sér?

Ég er að bíða eftir lokaúrskurði Alþingis um að skikka þingflokk Framsóknarflokksins til að færa sig yfir í minna þingflokksherbergi. Ég er að vonast til þess að flokkurinn komist ekki upp með barnalega frekjuna sína. Heimtufrekja flokksins er ekki bara barnaleg, heldur andlýðræðisleg.

Sigmundur Davíð og félagar verða einfaldlega að gjöra svo vel að átta sig á því að Framsóknarflokkurinn er ekki lengur stór flokkur með allt of marga þingmenn miðað við kjörfylgi. Það er komin reynsla á það. 1971-1983 var flokkurinn með 17 þingmenn (fyrir utan eitt kjörtímabil). 1983-2007 var flokkurinn með 12-15 þingmenn. 2007-2013 (að óbreyttu) verður flokkurinn með 7-9 þingmenn. Hugsanlega síðan 4-7 þingmenn. Svo gæti farið að flokkurinn þurrkaðist út eftir fáein kjörtímabil. Og best að segja það strax: Þá fær flokkurinn ekki að taka þingflokksherbergið með sér. Framsóknarflokkurinn á þetta herbergi ekki, heldur þjóðin. Og kjósendur hafa úthýst flokknum úr "Græna herberginu"; ákveðið að gera annan flokk miklu stærri, flokk sem er í of litlu herbergi og þarf að funda í þrengslum, meðan fáeinir þingmenn Framsóknar hafa svo mikið pláss að það bergmálar á fundum.

Færa sig, Framsóknarmenn. Þið hafið gott af því. Það er búið að skera þingflokkinn ykkar niður um helming. Minnir ykkur á að standa sig betur næst.


mbl.is Vilja ekki flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband