Búsáhaldabyltingin býður fram

Forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar kynna framboðið.   Ég arkaði niður í Iðnó fyrr í dag og fylgdist þar með blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar, sem þar kynnti framboð sitt til Alþingis. Eftir spjall, fund, spurningar og svör var ég kominn með svarið við minni innri spurningu: Er þetta trúverðugt og marktækt framhald af Búsáhaldabyltingunni? Svarið er já.

Ég hef því ákveðið að gerast liðsmaður hreyfingarinnar. það auðveldar ákvörðunina að mér finnst þetta ekki fela í sér að ganga í einhvern geirnegldan stjórnmálaflokk. Þetta er hreyfing hins almenna borgara og hún hefur ákveðið að líta á sig sem tímabundið átak til að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum prinsippum í framkvæmd. Það gerir ákvörðunina líka auðveldari að "gömlu" stjórnmálaflokkarnir eru óðum að fjarlægjast það sem þeir virtust þó ætla að tileinka sér frá "byltingunni". Og ég tel mig geta sagt: Ég er í Borgarahreyfingunni - en ég er óflokksbundinn!

Ég leyfi mér að nota tækifærið að skora á alla sem samsömuðu sig við Búsáhaldabyltinguna; mættu á Austurvöll og víðar, mættu í Háskólabíó, Iðnó og víðar, mótmælendurna alls staðar af landinu, að ganga til liðs við Borgarahreyfinguna, skrá sig í sjálfboðastörf vegna framboðsins og bjóða sig fram á framboðslista.


mbl.is Vilja gegnsætt réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er of langt í burtu Friðrik til að skjótast á svona fund enn hefði svo gjarnan viljað og líst vel á það sem ég hef heyrt og nú lesið, ég er líka soldið spenntur fyrir því sem tveir kumpánar söggðu frá í Kastljósinu í gærkvöldi ég man ekki nöfnin sem þeir stóðu fyrir og gæti hugsað mér að reyna að komast á fundi hjá þeim einhvern laugardaginn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta hljómar fyrir mér nokkuð laust í reipunum. Ákall fólksins gegn flokkunum. Það á að vera voða ljótt að tilheyra flokki og vissulega eru áherslurnar á lýðræði mikilvægar. Finnst þetta mjög líkt L-lista, allt opið og óformlegt. Nema að L-listi er á móti ESB á meðan O-listi er hlynntur ESB. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Högni; það vantar liðsmenn og frambjóðendur í ÖLLUM kjördæmum...

Gunnlaugur; er Borgarahreyfingin hlynnt ESB? Hún segir skýrum orðum að það eigi að fá fram samningsskilmála, svo hægt sé að taka afstöðu til einhvers yfirleitt...

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég, fyrir mitt leyti Gunnlaugur, get ekki séð að það sé ljótt að tilheyra flokki, í gömmlu flokkunum bíður bara ærið verkefni fyrir ungt og öflugt fólk með áhuga á pólitík og fólk sem vill reyna að hafa áhrif á auðvitað að finna sér stað.

Ég fylgist með hér á Suðurlandi Friðrik og kem til með að mæta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Auðvitað er ekkert "ljótt" að tilheyra gömlu flokkunum. Þó einna helst núna, eftir að þeir brugðust þjóðinni svona hrikalega - og virðast ætla að draga takmarkaða lexíu af því.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Á ég að trúa þessu Lilló?

Kristín Dýrfjörð, 4.3.2009 kl. 18:25

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Úbs... frúin! Ég gleymdi að ráðfæra mig við hana. Hvað gera bændur nú!?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 18:54

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta grunaði ég, er það geymslan eða sófinn?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 19:01

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

... fyrirgefðu Högni, ég tafðist við að vaska upp, ryksuga og fara út með ruslið. Frúin hlýtur að fara að koma heim bráðum. Um hvað varstu aftur að spyrja?

Ég efast annars aldrei um dómgreind konunnar minnar, minnugur þess hverjum hún giftist...

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður, en þetta er auðvitað grafalvarlegt mál, mitt ráð í svona krísum, þá fer ég í sund, fæ alltaf að fara í sund eða svona næstum alltaf, hef reyndar ekki farið í laugina sjálfa í mörg ár enn potturinn og pólitík er fín blanda, þetta virkar ekki sko en ég kaupi smá frest.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 19:33

11 identicon

Þetta er hreinn barnaskapur Lilló. Svona framboð sem á ekki séns í 5% regluna og er blautasti draumur sérhvers íhaldsmanns og e-a framsóknarfjósamanna að auki.

Einungis til þess að atkv. andskota hrunflokkanna dreifist á sem flesta bæi. Þú gætir allt eins farið og póstgreitt þeim Gulla Þór og Illuga atkv. þitt nú þegar, jafnvel droppað inn í profkjörið. Atkv. með vonlausu framboði er meira en möguleg ávísun á upprisu hrunadans Frankenstein; samstjórn íhalds og afturhalds!

So Lilló please get real(istic) and get with the programme.

Spis grönt.

Arbejde sort.

Stem rödt!

(Veggjakrot frá Kaupinhafn) ;-)

SÞH (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:42

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er með....nema, hverjir eru þessir "fagurgalar"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2009 kl. 21:06

13 Smámynd: Júlíus Valsson

Hverju er verið að mótmæla núna?

Júlíus Valsson, 4.3.2009 kl. 21:54

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef orðið áhyggjur af kallinum, vona að hann sé bara í sundi - eða eitthvað, en ég óttast að hann sé að búa um sig í geymslunni, það getur líka verið, hafi hann haft sæmilegt forskot á heimkomu frúarinnar að hann hafi farið í að setja í þvottavél, þurkara og ganga frá þvottinum.

Ætli sé eitthvaðsem ég get gert ég er samsekur með því að taka þátt í umræðunni, ég reyndi ekki að tala um fyrir honum heldur tók undir.

Algóði Guð haltu verndarhendi yfir meðbróður sem eitt augnablik af áhuga og umhyggju fyrir þjóð vorri gleymdi að bera undir frú sína heittelskandi þessa glópsku sína, amen.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 22:23

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er hérna Högni. Shhh.

SÞH: Hvernig getur þú gert kröfu um að ég sé "realistic" en presenterað þetta barnalega veggjakrot? Spis grönt = ekki borða kjöt. Barnalegt. Kjöt er fínn matur. Arbejde sort + stem rödt = vinna svart en kjósa rautt. Barnalegt. Stefna rauðra kallar á skilvirkar skattgreiðslur upp í velferðarkerfið. Get real, indeed!

Að Borgarahreyfingin taki meira af vinstri flokkunum kann að vera rétt. Af nógu er að taka svo sem, þessa dagana. En þetta er ekki gefið. Á blaðamannafundinum í dag kynnti sjö manna hópur framboðið. Sérstaklega spurð komu þau úr öllum "gömlu" flokkunum nema Framsókn; Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og VG, auk Frjálslyndra og Húmanista. Allt litrófið var þarna, þannig séð. Eins og á Austurvelli og Háskólabíói.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 23:06

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er umhugsunnarvert að í ástandi eins og núna skulu ný framboð með nýtt fólk og nýjar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar, gagnrýni á ný framboð eru, að mér finnst dálítið yfirdrifin og já bara óvægin.

Var kannski ekki samstaða um mótmælin, var fólk bara ennþá að leyta að ódýrum ferðum til útlanda og eða rétta bóninu á hjólhýsið og þess vegna var engin andstaða við mótmælin og það oftúlkað?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 23:21

17 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Iss það þarf ekkert að bera undir frúnna, hún var náttúrulega bara einhverstaðar út í bæ að vinna og er aldrei með gemsa, hún vissi þess vegna ekkert af uppljómun bóndans.  Skrapp bara á bloggið á miðjum degi og las þetta eins og hinir. Ehhehe

Telur samt nokkuð öruggt að hún fylgi bóndanum ekki í þessu máli.

Kristín Dýrfjörð, 4.3.2009 kl. 23:56

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Enn vegna SÞH: Flest ný framboð taka af vinstri flokkunum af því að lang oftast eru klofningar og umrót á vinstri vængnum. Borgaraflokkurinn og frjálslyndir eru að þessu leyti til nánast undantekning í nútímanum. Stór, sameinaður og að mestu samheldur hægri flokkur er og undantekning í vestrænum lýðræðisríkjum.

Sjálfstæðisflokkurinn er svona stór af því að grimmdarlega stór hluti alþýðunnar trúir kjörorðinu "stétt með stétt", jafnvel enn í dag, og heldur kannski líka að flokkurinn hafi í sér velferðargen frá Viðreisnarárunum. Fullt af fólki (kjósendum) trúir þessu virkilega; verkafólk, alþýðufólk. Í fúlustu alvöru! Samfylkingunni og áður Alþýðuflokknum tókst stundum að lokka þetta fólk til sín, í stöku kosningum eins og 1978, en annars heldur það sig að mestu Valhallarmegin. Meðan það hefur ekki áttað sig á eðli Sjálfstæðisflokksins. En nú er von - kannski bara núna í bráð - að augu þessa fólks hafi loks opnast. Það fólk mætti á Austurvöll og í Háskólabíó og er ekki að fara að kjósa ISG.

Kristín; Takk fyrir að róa Högna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 00:09

19 identicon

Já Lilló, það er margt skrýtið í kýrhausnum Íslandi.

Í fyrsta lagi: Hélt fyrst augnablik að ég væri að rökræða við Davíð Oddsson. Hið þríeina slógan er ekki mitt (eins og skýrt kemur fram) og vill ekki eigna mér það þó að það lýsi ákv. tegund af öreigaraunsýni. Bjargar sér hver sem betur getur.

Í annan stað: Sjálfstæðisflokkurinn er skjallbandalag ólíkra hagsmuna mism. kaupahéðnsku, haldið saman af hinum stærri (hagsmunum). Samrunninn upphaflega í heilögum getnaði sem venjulega stíast sundur í tveimur flokkum eða fleirum í öðrum þróuðum lýðræðisríkjum. Hins vegar situr e-s konar sjálfstæðisflokkur í meirihlutastjórn í Svíþjóð núna, eftir velheppnað bandalag fyrir kosningar, kallar sig samfylkingarbandalag, lauslega þýtt. ;-) Þriðja. Hvar á byggðu bóli þekkist það að, sem að venju skv. ættu að vera höfuðandstæðingar, að kratar og borgarleg öfll myndi með sér samsteypustjórn (einir sér), nema á Íslandi. Þetta hefur ekki gerst einu sinni, ekki tvisvar heldur heilum þrisvar sinnum. Til er orðtæki: "Wer har uns verraten ..."? (læt óbotnað).ISG, þokkalega ... hver ætlar að fara kjósa hana?  Lýðræðið er ágætt svo langt sem það nær. Menn mega stofna framboð og flokka út og suður og hafa gert. Hverju hefur það skilað? Hvar eru þau nú? Stendur ekki "fjórflokkurinn" óhaggaður eftir (sem áður).  Máltækið segir. "Byltingin étur börnin sín" en sannleikurinn er að það eru börnin sem að éta byltinguna. If you can't beat them, join them (and try changing the system from within). Þetta er einfalt útilokunardæmi Lilló. Þrír flokkar bera pólitíska ábyrgð á hruninu og aðdraganda þess sem handhafar framkvæmdavalds á þessum tíma. Á að að verðlauna þá fyrir? Ekkert sérlega snúið dæmi! "Að lokum legg ég til ..." ;-) 

SÞH (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 08:01

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þjóðin" er sem sagt að fara að bjóða sig fram.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 09:52

21 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Byltingin fer ekki í framboð, það liggur í hlutarins eðli...

Aðalheiður Ámundadóttir, 5.3.2009 kl. 11:17

22 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það eru tvær aðferðir í stöðunni ef þörf er mikilla breytinga eins og nú er. Ein er að stofna nýjar hreyfingar, hin er að breyta þeim hreyfingum sem fyrir eru. reyndar er þriðji valkosturinn líka en hann er ólöglegur, það er að gefa skít í kerfið og neita að viðurkenna það. Þessi þriðji kostur er verstur.

Það er hins vegar svo mikið tregðulögmál í samfélaginu að það verða engar breytingar nema fólk breyti gömlu stjórnmálaflokkunum. Og það gerist ekki ef gömlu stjórnmálaflokkarnir halda áfram að vera leikvangur fyrir fólk sem er í hagsmunagæslu fyrir ákveðna aðila, fyrir útrásarvíkinga, fyrir ákveðin landssvæði, fyrir ákveðnar starfsstéttir. Það þarf að breyta innviðum og starfi í stjórnmálahreyfingum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.3.2009 kl. 11:32

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Auðvitað varstu að vinna Kristín, þar eiga kjedlingarnar að vera í vinnunni, ég hef áhyggjur af stöðu okkar karlanna, einhversstaðar misstigum við okkur hrikalega, við eigum að vera á fundum, allskonar fundum og kjedlingarnar í vinnunni og áttu auðvitað aldrei að komast í tölvu og geta svo tjáð sig opinberlega um skoðannir sínar, þessu verður að breyta.

Salvör ég er sammála þér með tregðulögmálið og finnst það umhugsunnarvert, sérstaklega núna þegar uppstokkanir og já bara byltingar ættu að vera í gangi í gömmlu flokkunum, en nei nei ,,nei það klikkaði ekkert hjá okkur"

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband