Hvaða eignir á að haldleggja?

Óneitanlega verður maður æ svartsýnni á að þegar loks verður gripið til haldlagninga-aðgerða þá verði það of seint í "rassinn" gripið. Hverjar eru þessar eignir og hvar eru þær? Komnar í örugg skjól og búið að renna öllu sem máli skiptir í gegnum pappírstætarana?

Er hægt að leggja hald á eignir sem voru færðar í rafrænu peningaformi til Lux, Tortola, Cayman? Er hægt að leggja hald á eignir sem skráðar voru á nöfn eiginkvenna eða annarra? Eru einhverjar eignir eftir sem unnt er að leggja hald á?


mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérstakur saksóknari verður klárlega að hafa rökstuddan grun um að brot hafi verið framin, en sá sem veit að hann hefur brotið af sér hefur haft góðan tíma til að koma eignum undan.

En er spurningin ekki:

Hvar er allur aurinn?

Koma "þeir" til með að segja, eins og Gollum í Hringadrottinssögu, "It's mine" !

Money, Penny (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mikilvægast er að leggja hald á þær eigur sem eftir standa á reikningum þeirra fyrirtækja sem hafa stundað fjárglæfrastarfsemi. Ekki er þó hægt að ná í eigur þeirra sem hafa skráð þær á önnur nöfn en lögin ná ekki yfir slíkt. Má kannski segja löglegt en siðlaust.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hilmar; það er væntanlega hægt að rifta gjörningum sem teljast til málamynda, er það ekki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ef ríkissaksóknari mun ákæra í einhverju af þessum málum mun hann dæma um það.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 17:17

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það hefur komið fram að ef sýnt þykir að um málamyndagjörninga hafi verið að ræða sé hægt að rifta þeim 2 ár aftur í tímann.

Annað óttast maður að tætararnir og tíminn hafi gleypt. En spyrjum að leikslokum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband