Hvimleiđ og uppblásin átök

Mér sýnist deginum ljósara ađ ágreiningurinn milli ákveđinna persóna innan Borgarahreyfingarinnar sé ákaflega erfiđur viđureignar og ţá fyrst og fremst vegna ţess hversu persónulegur hann hefur orđiđ. Ţađ er ekki minnsti ágreiningur um stefnu og málefni, ađ ţví frátöldu ađ "fyrir margt löngu" ţótti mörgum í hreyfingunni ađ ţrír ţingmenn hennar hefđu greitt atkvćđi međ röngum hćtti - og um ţađ mátti ađ sjálfsögđu deila.

Mér finnst hins vegar ađ yfirstandandi deilur séu uppblásnar og ótímabćrar. Mér líđur eins og ađ langhlaupari sé ađ detta nokkrum skrefum áđur en hann kemst í mark. 137. löggjafarţinginu, sumarţinginu, er ađ ljúka og sömuleiđis stjórnartíma núverandi stjórnar hreyfingarinnar. Framundan er sumarhlé ţingsins fram í október og eftir innan viđ mánuđ verđur haldinn ađalfundur (landsfundur) Borgarahreyfingarinnar, ţar sem međal annars verđur kosin ný stjórn. Ţess utan hefur félagsfundur (grasrótin) tekiđ ţá afstöđu ađ senda á vettvang sáttanefnd til ađ miđla málum innan ţinghópsins og milli ţinghóps og stjórnar. 

Ţađ á ađ mínu viti ađ leyfa öllum núverandi ţingmönnum hreyfingarinnar ađ vinna sín ţingstörf í friđi á ţeim litla tíma sem eftir er af sumarţinginu og ekki síst taka ţátt í ađ leysa ţetta Icesave-mál, sem er ţjóđinni mun mikilvćgara mál en tímabundinn ágreiningur milli einstaklinga í einni stjórnmálahreyfingu. Um leiđ á stjórnin ađ einbeita sér ađ ţví ađ skipuleggja komandi ađalfund í nánu samstarfi viđ ţá vinnuhópa sem á óeigingjarnan hátt hafa valist til ađ undirbúa stefnumál, skipulag og framtíđarvinnu hreyfingarinnar. En umfram allt á ađ treysta á sáttanefndina ađ vinna sín störf - bćđi stjórn og ţinghópur verđa ađ vera ţess minnug ađ félagsfundur - grasrótin - sendi ţessa sáttanefnd á vettvang og ţađ er enda skýr vilji félaganna ađ einstaklingarnir innan stjórnar og ţinghóps láti af illdeilum og friđmćlist, hiđ minnsta fram ađ ţví ađ innanflokksmálin geta komiđ til umrćđu og lausnar á formlegum ađalfundi eftir innan viđ mánuđ.

Allt tal um ađ skipta út ţingmönnum er ótímabćrt og í rauninni óviđeigandi - af ţví ađ sumarţingi er ađ ljúka, ađalfundur framundan og sáttanefnd grasrótarinnar ađ störfum.  Eftir innan viđ mánuđ verđur tekin viđ ný stjórn hreyfingarinnar og ţá verđa tekin í gildi ný og í reynd fyrstu lög og verklagsreglur hreyfingarinnar, svo sem varđandi ţingmenn og störf ţeirra. Og ţá verđur vinna sáttanefndar vonandi búin ađ skila árangri. Slíđrum sverđin í millitíđinni. Í mánuđ.


mbl.is Einbeitum okkur ađ Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um klofninga og ágreining

 Ţingmenn Borgarahreyfingarinnar, Ţráinn Bertelsson, Ţór...

Lítum á stađreyndir. Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur upplifađ djúpan ágreining og klofning. Án undantekninga. Ţar sem 2-3 Íslendingar koma saman, ţar verđur ágreiningur og klofningur. Ţví hjartnćmari sem málstađurinn er ţeim mun líklegri er klofningur.

Sjálfstćđisflokkurinn hefur klofnađ. Framsóknarflokkurinn hefur klofnađ. Alţýđuflokkurinn klofnađi. Alţýđubandalagiđ klofnađi. Samfylking, VG og Frjálslyndir. Flestallir "litlu" flokkarnir hafa klofnađ út frá "stóru" flokkunum og hafa síđan klofnađ. Flestöll félög lenda í ágreiningi og klofna. Ţjóđin er klofin í stjórnmálum. Hún er klofin í trúmálum. Alls stađar er veriđ ađ rífast og skammast, menn ađ segja sig úr félögum og samtökum og stofna ný - sem klofna. 

Aftur: Ţar sem 2-3 Íslendingar koma saman, ţar verđur ágreiningur og klofningur.

Ágreiningurinn innan Borgarahreyfingarinnar, milli stjórnar og ţinghóps og klofningurinn í tvo arma innan ţinghópsins - kemur mér ekki á óvart. Borgarahreyfingin er lausbeisluđ hreyfing um fáein kjarnamál, nýstofnuđ hreyfing sem hvorki hefur komiđ sér upp hefđum né samţykktum lögum (verklagsreglum) sem virka. Hreyfingin samanstendur í raun af fólki međ ćriđ ólík viđhorf til ýmissa mála sem ekki eru međ beinum hćtti í stefnuskrá hreyfingarinnar. Ţarna kom saman fólk međ ýmsar stjórnmálaskođanir til tímabundins átaks gegn spilltu flokksrćđi og flokkakerfi, vegna hrunsins og illrar međferđar á alţýđu ţessa lands. Fólk sem annars hefur ýmsar skođanir á t.d. Evrópumálum, kvótamálum, stóriđjumálum, trúmálum, NATO, flugvallamálum, hlutverki hins opinbera, einkavćđingarmálum o.s.frv. Margir í hreyfingunni eiga fátt sameiginlegt nema andófiđ vegna hrunsins, mótmćlin gegn međferđinni á ţjóđinni og óskina um aukiđ lýđrćđi og betra Ísland.

En ţótt ágreiningur og klofningur séu nánast óhjákvćmilegur fylgifiskar félaga og samtaka ţá blasir ţađ einnig viđ ađ í flestum tilvikum hafa viđkomandi hópar nógu mikinn félagslegan ţroska til ađ takast á viđ vandann og leysa hann. Ágreiningurinn innan Borgarahreyfingarinnar nú er ađ stórum hluta til persónulegur ágreiningur milli manna í stjórn og ţinghópi Borgarahreyfingarinnar. "Grasrótin" kom saman á félagsfundi í gćrkvöldi og ţar voru skođanir vissulega skiptar um eitt og annađ, en málin rćdd ađ niđurstöđu - og menn héldu sáttir heim. Allnokkrar tillögur og ályktanir voru samţykktar; allar samhljóđa, en ein felld. Fólkiđ "á gólfinu" gáfu bćđi stjórninni og ţinghópnum (báđum "örmum") gula spjaldiđ, samţykkti verklagsreglur fyrir ţau og setti á laggirnar sáttanefnd til ađ ganga á milli og stilla til friđar. Ég ćtla ađ vona ađ vel verđi tekiđ á móti sáttanefndinni og verklagsreglunum. Ađ menn geti unniđ saman á ný og síđan styrkt starf hreyfingarinnar frá og međ ađalfundi 12.-13. september.

Annars verđ ég ađ kenna nemendum mínum ţetta um sögu Borgarahreyfingarinnar á nćsta vormisseri: Borgarahreyfingin fćddist í febrúar 2009. Bauđ sig fram og fékk 4 ţingmenn í apríl 2009. Dó í ágúst 2009.


mbl.is Enginn ţingmađur mćtti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Moggabloggari #1

 Eftir alls konar trakteríngar, stćla, tilraunir, stólpakjaft, ögranir, hreinskilni, krassandi fyrirsagnir, heitar umrćđur - you name it - tókst mér loks ađ ná langţráđu markmiđi, ađ komast í fyrsta sćtiđ á "vinsćldarlista" Moggabloggsins. Hafđi áđur náđ silfri og bronsi nokkrum sinnum.

Rétt ađ taka fram ađ ég hef ekki talađ gegn eigin sannfćringu (eđa blekkt í ţeim skilningi), en stundum skrifađ međ örlitlum ýkjum og í krassandi stíl. Ég segi ţetta lesendum ekki til vansa (hvađ lestrarsmekk varđar); en ţeir vilja gjarnan krassandi stíl og heitar umrćđur. Ţađ er prýđilegt. Mér tókst líka ađ forđast klám, kynlíf, útlendar stórstjörnur og ofbeldi ađ mestu. Held ég hafi ekki nefnt Mćkul Jakkson á nafn.

Kannski ég fari núna í smá sumarfrí...

50 vinsćlustu bloggarnir síđastliđna 7 daga

SćtiHöfundurSlóđVikuinnlitVikuflett.Gestir/dagIP-t./dag

Lystisnekkja Jóns Ásgeirs selst ekki...

 Vinningshafinn í Lottóinu gćti vippađ sér í ađ kaupa lystisnekkju Jóns Ásgeirs, "One O One" (101), sem lengi hefur veriđ skráđ til sölu og hefur hríđlćkkađ í verđi svo hundruđum milljóna króna varđar.

101

 Reyndar er hćgt ađ leigja lystsnekkjuna og átti vikuleiga "duggubátsins" víst ađ kosta allt ađ 34 milljónum krónum. Ţá hefđi Lottóvinningurinn dugađ í hvađ, eina og hálfa viku?

 Lystisnekkjan hefur víst lćkkađ í sölu úr meira en 30 milljón Evrum, svo í 24 milljónir og nú síđast í rúmlega 19 milljónir Evra. 

Úr cirka 5 milljörđum í 3.5 milljarđar - á genginu sem "snillingarnir" skömmtuđu okkur.


mbl.is Vann 46 milljónir í Lottó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einkaţota Jóns Ásgeirs loksins seld

Nú ţegar hundruđ landsmanna eru vegna Hrunsins í bođi útrásarvíkinganna ađ flytjast til útlanda (flýja land) er rétt ađ fram komi ađ ţeir geta örugglega ekki fengiđ far međ einkaţotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi. Eftir ađ hafa veriđ lengi til sölu er kolsvarta einkaţotan (skráđ á BG Aviaton ltd) loks seld.

Flugvélin (G-OJAJ) var formlega seld 20. júlí síđastliđinn og kaupandinn reyndist vera "GE CAPITAL EQUIPMENT"  í Bretlandi, sem er einhver angi af General Electric risafyrirtćkinu. Framleiđandi vélarinnar er Dassault og týpan "FALCON 2000EX".

Kannski margir Íslendingar sjái hana einmitt nćst í Noregi, ef viđskipti GE-manna beinast ţangađ. Hún sést varla mikiđ oftar á Íslandi, međ ţví ađ alţjóđlegir viđskiptamenn telja sig vafalítiđ hafafátt hingađ ađ sćkja nćstu árin, nema undirokađa og niđurbarđa ţjóđ í harđbýlu landi.

Og ţó.... GE fyrirtćki ţetta er kaupleigufyrirtćki og kannski heldur Jón Ásgeir áfram ađ vera notandinn. Hitt er ljóst ađ ţegar Jón Ásgeir sagđi opinberlega fyrir mörgum mánuđum ađ hann vćri búinn ađ selja einkaţotuna ţá sagđi hann... ekki sannleikann.

baugsvel


mbl.is Hundruđ flytjast til Noregs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Og ţá hló ţingheimur

 Ég hyggst vitaskuld mćta á Austurvöll ađ mótmćla Icesave. En ég ćtla líka ađ mótmćla ţví ađ grafalvarleg orđ Birgittu Jónsdóttur ţingkonu um einelti á Alţingi hafi uppskoriđ HLÁTUR ţingheims. Mér finnst ferlega dapurt ef ţingmenn telja ţađ fyndiđ ađ leggja til ađ tekin verđi upp eineltisáćtlun á Alţingi.

"Óskađi Birgitta eftir ţví ađ tekin yrđi upp svokölluđ Olweus eineltisáćtlun, sem ţykir hafa gefiđ góđa raun í grunnskólum, til ţess ađ fást viđ máliđ. Uppskar Birgitta töluverđan hlátur ţegar hún bar upp ţessa tillögu sína". (http://www.visir.is/article/20090723/FRETTIR01/675525092/-1). Angry

 


mbl.is Mótmćli gegn Icesave á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bréf inn um lúgu Breiđavíkur

Ég er stjórnarmađur í Breiđavíkursamtökunum og tek ađ sjálfsögđu undir ađ viss atriđi í nýju útspili (bréfi) forsćtisráđuneytisins eru alls ekki jákvćđ. Og fela jafnvel í sér afturför. En eins og Bárđur formađur ţá fagna ég líka (ţađ stendur ţarna í fréttinni) ađ unniđ sé ađ málinu í sátt viđ Breiđavíkursamtökin, útspilinu er almennt fagnađ og áfram munu viđrćđurnar halda.

Stađreyndin er sú ađ viđrćđurnar um bćtur hafa skilađ ađilum nokkuđ áleiđis, ţótt sumir vilji fara hrađar en ađrir og hugmyndir sumra um sanngjarnar bćtur allt ađrar en hugmyndir annarra um hvađ geti talist sanngjarnt í ţessu efni.  Klárlega - og ţađ er mín skođun - eru viđrćđurnar ađ ţoka málinu áfram hvađ ađferđarfrćđi varđar; menn eru ekki ađ ţjarka um upphćđir eins og er. 

Og klárlega setti ráđuneytiđ í bréfiđ klásúlu sem leggst illa í fyrrum vistbörn á Breiđavík, ţ.e. um mikla takmörkun á greiđslu bóta til erfingja látinna fyrrum vistbarna. Af um 150 fyrrum vistbörnum á Breiđavík 1954-1980 eru líklega 35-36 látin (sem er óhugnanlega hátt hlutfall hjá nú miđaldra fólki) og samkvćmt klásúlunni ćttu ađeins erfingjar 2-3 ţeirra ađ fá bćtur (ţ.e. vegna fyrrum vistbarna sem náđu ađ gefa Vistheimilanefnd skýrslu fyrir andlátiđ!). Ţegar á ţetta var bent í gćr var ráđuneytiđ hins vegar fljótt ađ taka fram ađ viđkomandi orđalag yrđi tekiđ til endurskođunar

Ég skil gremju formannsins mjög vel og eins er ég sammála honum um ađ ţađ sé takmarkađ skjól í ţví ađ bera efnahagsástandiđ fyrir sig. Ţessar bćtur eru "smámunir" miđađ viđ ýmislegt sem er ađ taka til sín fjármuni úr ríkissjóđi. Og ţađ má alltaf semja um tilhögun greiđslu bótanna, t.d. dreifa afborgunum. Eru menn ekki ađ tala um bćtt efnahagsástand strax eftir nćsta ár? Og enn vil ég vitna í Gylfa Ćgisson: Ef ţađ eru ekki til peningar fyrir Breiđavíkurbörnin ţá eru ekki til peningar fyrir Icesave.

Ég vil persónulega ekki túlka ţađ sem viljaleysi hjá stjórnvöldum ađ bótamáliđ gangi ekki hrađar fyrir sig. Mál ţessi hafa ţó ţokast áfram eftir ađ Jóhanna tók viđ í forsćtisráđuneytinu í upphafi ţessa árs. Og ţađ er samkvćmt vilja Breiđavíkursamtakanna ađ ekki var stefnt ađ samkomulagi um frumvarp nú á sumarţingi, heldur stefnt á haustţing, enda ástćđa til ađ ţoka hugmyndum um bótarétt og upphćđir upp á viđ.


mbl.is Ný tillaga í Breiđavíkurmálinu skref aftur á bak
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kúlutjald orđiđ ađ "byggđ heimilislausra"!

Ćgissíđa, viđ Ánanaust, er "fín" gata. ţar búa/bjuggu fólk eins og Halldór H. Jónsson og fleiri stjórnarformenn Íslands. Ţar er ekki ćtlunin ađ heimilislausir eigi sér skjól. Ţađ er "lítil prýđi" ađ ţar rísi "byggđ heimilislausra".

Ţađ er rétt ađ fína fólkiđ viđ Ćgissíđu fari ađ hugleiđa hvert stefnir međ stóran hluta ţjóđarinnar. Húsnćđismissir, persónulegt gjaldţrot, atvinnuleysi, nauđungaruppbođ, biđröđ hjá Mćđrastyrksnefnd og fleira í ţeim dúr.

Ţađ er lítil prýđi af slíku. Hvort heldur sem er, á Ćgissíđu, Ánanaust eđa annars stađar.

Uppfćrsla:

Ég veit ţađ NÚNA, mér til háđungar, ađ Ánanaust er ekki viđ Ćgissíđu. So shoot me.


mbl.is Kom sér fyrir í kúlutjaldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţví meiri skođun ţeim mun minni vissa...

Ţví meir sem ég skođa ţessi Icesave-samningsmál ţeim mun óákveđnari verđ ég um hvor kosturinn er verri; ađ samţykkja eđa fella samninginn. Og ţeim mun daprari og reiđari verđ ég.

Ţessa stundina hallast ég ađ ţví ađ ţađ sé illskárra ađ samţykkja ţetta farg og fá 7 ár til ađ reyna ađ hnika einhverju til. En kannski er ţađ ekki einu sinni raunhćft og kannski verđ ég kominn á ađra skođun seinna í dag eđa á morgun.

Ţegar ég horfi á ţingmann eins og Ögmund Jónasson velkjast um í vafa og kalla eftir ţjóđarsátt ţá eykst bara óvissa mín. Á honum er ađ heyra ađ hann muni segja JÁ frekar en ađ ríkisstjórnin falli. Getur ţá ekki veriđ ađ samningurinn sé einmitt ekki ţađ slćmur ađ hann varđi stjórnarslitum? Ekki er betra ađ fćra Sjálfstćđisflokknum og Framsóknarflokknum völd á ný - svo slćmt getur ástandiđ og samningurinn ekki veriđ, er ţađ? Fjandakorniđ ekki svo slćmt!


Hugur okkar er hjá ţeim og fjölskyldum ţeirra

Enn berast ekki fregnir af afrifum tvímenninganna sem lentu í flugslysinu fyrir norđan. Ég vona ađ ţađ sé frekar merki um góđ tíđindi en slćm. Ađ svo stöddu sé ég ástćđu til ađ rifja upp bloggfćrslu mína frá 1. júní međ von um ađ einstöku tímabili í flugsögu ţjóđarinnar sé EKKI ađ ljúka.

Uppfćrsla:

Ţví miđur reyndust tíđindin ekki góđ: "Annar mannanna sem lenti í flugslysinu í Vopnafirđi í dag lést viđ brotlendinguna. Hinn var fluttur međ sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirđi og flugslysanefnd fara međ rannsókn málsins. Frekari upplýsingar er ekki ađ fá ađ svo stöddu." Viđ vottum ađstandendum hins látna samúđ okkar. Viđ sendum ađstandendum ţess sem lifir okkar innilegustu vonir um farsćla međhöndlun og bata.

Einstakt tímabil í flugsögu Íslands

minning skerjó Ţađ er svo sem enginn ađ tala um ţađ, en ţarna blasir ţađ viđ í skýrslum: Ţađ hefur enginn dáiđ vegna flugslysa eđa alvarlegra flugatvika á Íslandi eftir flugslysiđ í Skerjafirđi í ágúst áriđ 2000. Enginn. Nú eru bráđum liđin 9 ár - en frá 1942 og fram ađ umrćddu slysi höfđu aldrei liđiđ meira en 2-3 ár milli banaslysa í flugsögu landsins og iđulega áttu ţau sér stađ árlega eđa oftar.

Ég skal ekki segja hverju um veldur. Flugstundum hefur ekki fćkkađ; gerđu ţađ fyrst eftir 2000 en eru fyrir löngu komin upp í fyrri hćđir og ofar. Spila inn í hertar reglur og eftirlit eftir flugslysiđ í Skerjafirđi, einkum vegna smćrri loftfara? Ef svo er ţá var ţađ ekki vegna ţess ađ menn eins og Ţorgeir Pálsson vildu ţađ, heldur vegna ţeirrar umrćđu og ţess ţrýstings sem upp kom. 

9 ára hlé á banaslysum í flugumferđ á Íslandi. Ţađ er einstakt og vonandi heldur ţetta banaslysahlé áfram. Hitt er annađ mál ađ alvarleg atvik hafa haldiđ áfram ađ eiga sér stađ, ţótt enginn hafi dáiđ. Tala má um 2-3 slík tilvik árlega síđustu árin. Ađ líkindum má tala um ţróun sem bendir til ţess ađ tilslökun sé ađ eiga sér stađ. Tilslökun sem raunar má EKKI eiga sér stađ núna, ţegar kreppa ríkir og flugađilar grípa til sparnađarađgerđa, hugsanlega um of í viđhaldi og innra eftirliti.

Mér finnst ţetta banaslysalausa tímabil merkilegt og auđvitađ er ţađ einstakt í flugsögunni. Ćtli fjölmiđlum finnist ţađ ekki líka?


mbl.is Flugslysiđ rannsakađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband