Blindfull frétt um brennivín

Svona frétt, sem mbl.is býður hér upp á, er allt of algeng; stirðbusalegt og illskiljanlegt stofnanamál skrifræðismanna í ráðuneytum tekið hrátt upp og birt. Fréttin um meginefnið skilar sér alls ekki til meginþorra almennings. Fréttamaðurinn klikkaði enda illilega á þjónustuhlutverki sínu við lesendur - þú ættir að huga að þessu, Ólafur.

"... er ákvæðum reglugerðarinnar um álagningu stofnunarinnar á áfengi og tóbaki breytt til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um verslun með áfengi og tóbak, á síðastliðnu haustþingi". Hu? A, hva?

"Samkvæmt lögunum skal álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda að rúmmáli vera 18% en álagning áfengis með meira en 22% hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 12%".  Eh? Prósent hvað? Er lesandinn fullur eða sá sem "skrifaði" fréttina - eða bara skrifræðissinninn?

Er brennivín að hækka eða lækka? Yfir línuna eða hvað? En tóbak? Halló?!


mbl.is Breytingar hjá ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Hjartanlega samála.

Björn Júlíus Grímsson, 19.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Og síðan varð að aukaatriði að það var verið að setja stjórn hjá ríkinu eftir að það hafði verið stjórnlaust í langan tíma vegna áforma um að gefa frjálsa sölu á áfengi.

Héðinn Björnsson, 19.3.2009 kl. 16:39

3 identicon

Hvar er jafnréttið núna hjá VG,7 konur og 3 karlar,hvað væla feministarnir núna er þetta jafnréttið í hnotskurn?

Mbk Siggi P 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:52

4 identicon

Stirðbusaleg tilraun til Kommúnisma.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er nú ekki alveg sanngjörn uppsetning, Siggi P. Skipting aðalmanna er 3:2. Varamenn eru auðvitað bara varamenn.

"Fjármálaráðherra hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn Áfengis- og tóbaksverslunarinnar. Aðalmenn: Aðalheiður Héðinsdóttir, formaður,  Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaformaður,  Eyjólfur Eysteinsson, Sigurður M. Magnússon  og Maríanna Jónasdóttir.

Varamenn: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Helga A. Erlingsdóttir, Bryndís Friðgeirdóttir, Dögg Pálsdóttir og Þórður Reynisson".

Rétt hjá þér Héðinn. Þetta er því miður afleit úrvinnsla hjá fjölmiðlinum. Ólafur tekur þetta áreiðanlega til athugunar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 17:12

6 identicon

Þetta hefur allt saman á sér ákveðinn "varalit" !

Who More (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband