"Viðtöl" til sölu - blaðamaður fylgir. Engar óþægilegar spurningar. Tökum VISA.

"Kaupandanum er hins vegar í sjálfsvald sett hvert umfjöllunarefnið er skv. þessu tilboði, hverjir viðmælendur eða spyrlar eru og hvaða spurningar eru lagðar fram". Þannig er aðkeyptum viðtölum við pólitíkusa (og fleiri) lýst hvað ÍNN stöðina hans Ingva Hrafns varðar.

"Viðmælandinn" ræður spurningunum! Ræður því um hvað er talað! Vel fyrirspyrjanda! 

Altso; þetta eru ekki fagleg fjölmiðlaviðtöl, bara svo það sé á hreinu og fólk átti sig á því. Blaðamennirnir sem taka að sér að vera "spyrlar" í svona "þáttagerð" eru EKKI faglegir í þessu hlutverki og meira að segja spurning hvort þeir brjóta 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands:

"Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar".

Það er auðvitað erfitt að segja við kannski atvinnulausan blaðamann: Þú mátt ekki taka svona vitleysu að þér. Út frá faglegum prinsippum geri ég það samt.


mbl.is Keypt aðgengi að fjölmiðlum vafasamt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekkert mál. Svona viðhafnar-pakki kostar 234.562 krónur. Færð "snillingur" og "mannkynsfrelsari" í kaupbæti.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er ekki allt selt og keypt nú til dags?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei.

Og alls ekki í Nýja Íslandi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst rétt að bæta því við að ef svona "viðtöl" eru greinilegt merkt "keypt kynning" og spyrillinn er ekki meðlimur í fagfélögum blaða- og fréttamanna þá geri ég ekki miklar athugasemdir....

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Klukkan hvað varð Ísland nýtt?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 14:52

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki orðið það enn. Læt þig vita.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 14:53

7 identicon

 Ég heyrði "viðtalið" við Dögg Pálsdóttur á Útvarpi Sögu, og þar var ekkert sem gaf til kynna annað en um hefðbundið viðtal væri að ræða.

Reyndar voru engar óþægilegar spurningar í viðtalinu, þó að hægt hefði verið að spyrja um kúlulán stofnfjárbréf gjaldþrot ofl.

Heyrði svo seinna að Dögg hafi keypt sér þetta viðtal, og að hún hafi viðurkennt það opinberlega.

Það fer að verða þannig að maður treystir ekki neinum til að vinna heiðarlega lengur, allt er falt og ekkert til sem heitir sómakennd.

 Héðan í frá hlusta ég á allt sem ég heyri með fyrirvara um hver borgar.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:49

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það fer að verða þannig að maður treystir ekki neinum til að vinna heiðarlega lengur, allt er falt og ekkert til sem heitir sómakennd. Héðan í frá hlusta ég á allt sem ég heyri með fyrirvara um hver borgar".

Þetta er það sem ég er að tala um, frá sjónarhorni faglegrar blaðamennsku. Vont mál.

En endurtek: Ef svona "viðtöl" eru greinilegt merkt "keypt kynning" og spyrillinn er ekki meðlimur í fagfélögum blaða- og fréttamanna þá geri ég ekki miklar athugasemdir....

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 16:21

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki Ingvi Hrafn bara að bjóða með heiðarlegum hætti upp á sömu þjónustu og sumir af hinum miðlunum hafa verið að bjóða upp á með óheiðarlegum hætti? Það er ekkert nýtt við það á Íslandi að stjórnmálamenn "panti" viðtöl og fái jafnvel að ráðskast með spurningarnar, en ÍNN er þó a.m.k. með þetta allt uppi á borðinu. Allavega tók ég þetta ekki fyrir neitt plat, heldur bara auglýsingatíma, sem það svo sannarlega er!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2009 kl. 16:23

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, Guðmundur, ég get ekki fallist á þessa lýsingu. Eða getur þú bent á einhver viðtöl hin síðari ár í hefðbundnum fjölmiðlum sem tortryggja má sem aðkeypt? Jú, jú, oft hafa spyrlar mátt ganga harðar að viðmælendum.

Heiðarlegt er að merkja þetta sem kynningu/auglýsingu og vera með leikara frekar en blaðamann að spyrja hinna pöntuðu spurninga.

Í sömu andrá vil ég bæta við að mér finnst ekki notalegt að sjá "gömlu" fréttamennina leika í auglýsingu Símans.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 16:29

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég get bent á milljarða viðtala.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 16:38

12 Smámynd: Landfari

Ég er algerlega sammála Friðriki í þessu máli.

Held að svona seldir þættir séu mjög algengir á Útvarpi Sögu. Man eftir einum aðila sem tók það skýrt fram að um keyptan þátt væri að ræða en það var alger undantekning. Hef heyrt af aðilum sem neituðu að koma í viðtal vegna þess að þeim var gert að greiða fyrir það.

Landfari, 21.3.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband