Færsluflokkur: Sjónvarp

"Mér finnst að fjölmiðlar eigi að skoða...."

Á því er ekki nokkur vafi að hlutverk fjölmiðla í samfélagsumræðunni er gríðarlega mikilvægt. Undir eðlilegum kringumstæðum eru fjölmiðlar í lykilhlutverki við að afla upplýsinga og miðla þeim og þá ekki síst í því skyni að veita stjórnvöldum og öðrum valdaöflum virkt aðhald. Jafnframt má það ljóst heita að fjölmiðlar á Íslandi hafi ekki staðið undir þessum mikilvæga hlutverki og þurfa að standa sig til mikilla muna betur.

En þetta hlutverk fjölmiðla má ekki draga úr samskonar hlutverki almennings og einstakra "spilara" innan og utan kerfisins. Það viðkvæði er allt of algengt að menn varpa ábyrgðinni á upplýsingaöflun í þágu almennings yfir á fjölmiðlana. Sérstaklega um þessar mundir. Staða fjölmiðla er afleit eftir hrunið. Fjölmiðlar berjast í bökkum, skera niður og segja upp sínu besta og reyndasta fólki. Nú sem aldrei fyrr verður almenningur sjálfur að safna upplýsingum og miðla þeim. Viðhorfið um að fjölmiðlar eigi að skoða þetta og hitt gengur aðeins upp að vissu marki. Almenningur og félög og samtök hans hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum. Það er ekkert sem stöðvar Jón og Gunnu frá því t.d. að beita upplýsingalöggjöfinni og sækja sér upplýsingar sjálf. Sá hluti almennings, sem telur sig ekki kunna að biðja "kerfið" um gögn og upplýsingar ætti að kynna sér leiðbeiningaskyldu stjórnvalda. Þess utan er "þarna úti" urmull vel hæfra og greindra einstaklinga sem ekkert stöðvar nema þeir sjálfir. Þeir eiga ekki að bíða eftir fjölmiðlum.


"Viðtöl" til sölu - blaðamaður fylgir. Engar óþægilegar spurningar. Tökum VISA.

"Kaupandanum er hins vegar í sjálfsvald sett hvert umfjöllunarefnið er skv. þessu tilboði, hverjir viðmælendur eða spyrlar eru og hvaða spurningar eru lagðar fram". Þannig er aðkeyptum viðtölum við pólitíkusa (og fleiri) lýst hvað ÍNN stöðina hans Ingva Hrafns varðar.

"Viðmælandinn" ræður spurningunum! Ræður því um hvað er talað! Vel fyrirspyrjanda! 

Altso; þetta eru ekki fagleg fjölmiðlaviðtöl, bara svo það sé á hreinu og fólk átti sig á því. Blaðamennirnir sem taka að sér að vera "spyrlar" í svona "þáttagerð" eru EKKI faglegir í þessu hlutverki og meira að segja spurning hvort þeir brjóta 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands:

"Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar".

Það er auðvitað erfitt að segja við kannski atvinnulausan blaðamann: Þú mátt ekki taka svona vitleysu að þér. Út frá faglegum prinsippum geri ég það samt.


mbl.is Keypt aðgengi að fjölmiðlum vafasamt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borguð viðtöl eru ekki blaðamennska

 Fregnir þess efnis að Dögg Pálsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi borgað ljósvakafjölmiðlum drjúgan pening fyrir "viðtal" eru vondar fregnir almennt og hættulegar fregnir séð frá sjónarhorni faglegrar fréttamennsku. Dögg hefur gefið upp að hún hafi borgað fyrir viðtal í INN 74.700 krónur og fyrir viðtal í Útvarpi Sögu 53.535 krónur.

 Nú er það að vísu svo, að útvarpsstöðin hennar Arnþrúðar Karlsdóttur og sjónvarpsstöðin hans Ingva Hrafns Jónssonar verða seint taldar faglegar fréttastöðvar út frá ströngum skilgreiningum. Hvað pólitíska umfjöllun varðar er ÍNN aðallega áróðursstöð fyrir öfgafroðufellingar Ingva Hrafns og jábræðra hans. En burt séð frá því verður til sú ímynd, sem varpast yfir á aðra fjölmiðla, að hægt sé að kaupa viðtöl. Slíkt er gegn ströngustu prinsippum blaða- og fréttamennsku sem vill standa undir nafni.

Hvað fylgdi með í kaupunum hjá Dögg? Er ákvæði í kaupsamningnum um að ekki megi spyrja óþægilegra spurninga? Fékk hún að velja spurningarnar og undirbúa svörin? Keypti hún jákvæð lýsingarorð frá fyrirspyrjandanum? 

Þessar fregnir undirstrika annars það sem annars blasir við. ÍNN og Saga eru ekki faglegir fréttamiðlar. Vonandi áttar fólk sig á því og yfirfærir þessar gjörðir ekki upp á faglega fjölmiðla.


mbl.is Prófkjörið kostaði 442 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn fá á sig þrefaldan brotsjó

Ofan á þá skömm, að hafa "flotið sofandi að feigðarósi" fyrir hrun efnahagslífsins, sofið við sitt úthlutaða aðhaldshlutverk, hafa blaðamenn nú fengið þrjár nýjar blautar tuskur í andlitið. Svo alvarleg eru þessi áföll að þau kalla á sérstakar aðgerðir og ályktanir af hálfu Blaðamannafélags Íslands, Félags fréttamanna og Fjölmiðlasambands Íslands.

Af þessum blautu tuskum nefni ég fyrst uppsagnir 80 til 100 blaðamanna undanfarið. Blaðamönnum er sagt upp eins og öðrum í samdrætti, en ólíkt þeim vinnuveitendum sem láta starfsaldur, reynslu og orðstír ráða nokkru þá virðast vinnuveitendur á fjölmiðlasviðinu helst segja upp "dýrum" blaðamönnum, þ.e. reyndum mönnum með uppsafnaða þekkingu, en halda frekar í ódýra og reynslulitla. Þetta bætist ofan á þann atgervisflótta sem fyrir var.

Næsta blauta tuska er dómurinn í Viku-málinu, þar sem klámbúllukóngurinn Ásgeir Þór Davíðsson hafði það af, með dyggri hjálp fyrrum blaðamannsins Sveins Andra Sveinssonar, að nauðga og misþyrma tjáningarfrelsinu svo enn bergmálar í sölum réttvísinnar. Í meiðyrðamáli "Geira feita" gegn Vikunni er skrásetjarinn (blaðamaðurinn) gerður ábyrgur fyrir ummælum viðtalsefnisins, fatafellunnar Lovísu, af því að ummæli af segulbandi voru ekki höfð 100% eftir henni (bara um 98%!). Efnislega var rétt haft eftir fatafellunni, en eins og gengur og gerir snyrti blaðamaðurinn talmál viðmælandans og fjarlægði móðurmálslegar ambögur. Þessi eðlilegi prófarkalestur mun að óbreyttu kosta blaðamanninn hundruð þúsunda króna og setja heila stétt í fjötra viðmælenda sinna. Blaðamenn verða samkvæmt þessu að fara að ritstýra fólki sem er í viðtali. Það er síðan salt í sár blaðamennskunnar að í þessu máli gerði klámbúllukóngurinn dómsátt við einmitt þá manneskju sem viðhafði ummælin, fatafelluna, en blaðamaðurinn var skilinn eftir í skítnum. Raunar má í þessu sambandi tala umört vaxandi fjölda dómsmála gegn fjölmiðlamönnum allra síðustu ár (sjá hér)

Þriðja blauta tuskan felst í óljósum ábendingum, sem fram koma í Fréttablaðinu (hér á visir.is) að einhverjir fjölmiðlamenn hafi "fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu" fyrir hrunið. Ábending hafi komið innan úr bankakerfinu til rannsóknarnefndar þingsins um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum - "þar á meðal forstjóra, ritstjóra og fréttastjóra, auk upplýsinga um einstaka blaða og fréttamenn sem fjallað hafa um viðskipti og efnahagsmál". Þetta eru skelfilegar vísbendingar sem þarf að rannsaka og leiða í ljós sannleikann, því enginn blaðamaður á að þiggja mútur. Ef þetta reynist rétt þá voru viðkomandi ekki "sofandi á verðinum" fyrir hrunið heldur bara með lokuð augun og vasana fulla.

Stétt blaðamanna þarf að grípa til gagnsóknar út á við og uppstokkunar inn á við.


Fráleitur fyrirsláttur - komið með gögnin!

 Nú hafa bæði Björgólfur Thor Björgólfsson og fyrrum starfsmaður hans Halldór J. Kristjánsson sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar Kastljóss í gærkvöldi, þar sem hagnýtt voru svör við fyrirspurnum mínum til Breskra yfirvalda vegna Icesave-málsins og fullyrðinga Björgólfs þar að lútandi. Yfirlýsingarnar eru algerlega innantómt froðusnakk, því miður. Endurtekning á fyrri fullyrðingum án þess að bæta hinu minnsta við. Meira að segja kallar Björgólfur undirmenn sína, fyrrum bankastjórana, fram sem gild vitni - hann gæti allveg eins vitnað í jólasveininn.

Enda brást Kastljós við með því að standa við hvert orð og það geri ég auðvitað líka, hvað fyrirspurnir mínar varðar, sem Björgólfur Thor leyfir sér að dæma margræðar og óskýrar. Þessu er auðvitað vísað algerlega til föðurhúsanna: Það er ekki á nokkurn hátt hægt að misskilja þessar fyrirspurnir og í svörunum á engan hátt reynt að skjóta sig á bakvið einhvern óskýrleika, heldur svarað með skýrum hætti.

Björgólfur og félagar hafa haft það í hendi sér að stíga fram með þau gögn sem þeir (í gegnum talsmanninn Ásgeir Friðgeirsson) segjast hafa í höndunum um formleg eða óformleg tilboð að lausn. Í umræddum Kompás-þætti fullyrðir Björgólfur að Hector Sands forstjóri Breska Fjármálaeftirlitsins (FSA) hafi verið "á öllum símafundum" um málið. Fyrir mína parta tel ég útilokað að margir símafundir hafi átt sér stað með m.a. forstjóra FSA án þess að nokkurt sé fært til bókar.Gögn sem Ásgeir fyrrnefndur sagði að væru til og væru skýr hafa ekki verið framreidd.

Ég hlýt að gera ráð fyrir því að fjölmiðlar hjóli núna í t.d. Hector Sands og óski eftir vitnisburði hans.

Hér að neðan eru yfirlýsingar Kastljóss, Björgólfs og Halldórs.


Yfirlýsing Kastljóss:

 Í Kastljósi í gær  kom fram að engin gögn væru til í breska fjármálaeftirlitinu og breska fjármálaráðuneytinu um sérstaka flýtimeðferð til að koma Icesave reikningum Landsbankans yfir í breska lögsögu. Vísað var í orð Björgólfs Thors í Kompásþætti frá  því fyrr í vetur þar sem hann sagði að hann Landsbankanum hefði verið boðin þessi flýtimeðferð.  Björgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir þessa umfjöllun hafa verið ónákvæma og villandi og að orð hans hafi verið rangtúlkuð.  Þá segir hann að fyrirspurnin til breskra yfirvalda hafi verið margræð og orðalag óskýrt og svörin útiloki ekki að tilboð um flutning á Icesave í breska lögsögu hafi komið fram.

Vegna yfirlýsingar Björgólfs vill kastljós taka fram að ummæli hans í Kompásþættinum voru afar skýr. Hann fullyrti þar að breska fjármálaeftirlitið hefði, sunnudaginn 5 oktober, komið fram með nýja stefnu og boðið flýtimeðferð til að koma Icesave í breska lögsögu gegn 200 milljón punda tryggingu.  Engin gögn finnast um það boð hjá breska fjármálaeftirlitinu, þrátt fyrir að stofnunin taki sérstaklega fram að leitað hafi verið í pappírsgögnum og rafrænum gögnum.  Þá hafnar Kastljós því að spurningin til breska fjármálaeftirlitsins hafi verið ónákvæm.  Kastljós stendur í einu og öllu við frétt sína frá því í gær.  Yfirlýsingu Björgólfs Thors má lesa í heild sinni á vefnum okkar og einnig fyrirspurnina til breskra yfirvalda á ensku.  Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni og Halldóri J Kristjánssyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans vegna sama máls. 

Yfirlýsing Björgólfs Thor Björgólfssonar: 

Sælir Sigmar og Þórhallur.

Vísað er til frásagnar Kastljóss í gærkvöldi af viðtali við mig i Kompásþætti á Stöð 2 sl. haust.  Ljóst er að frásögnin er ónákvæm og auk þess villandi.  Með framsetningunni er augljóslega látið í það skína að ég hafi farið með rangt mál, og virðist það vera beinlínis inntak frásagnarinnar. Þessi ranga framsetning kom einnig fram í fréttum Sjónvarpsins þegar greint var frá umfjöllun Kastljóss um málið. Á vef RUV finnst sú frétt undir fyrirsögninni „Orð Björgólfs Thors standast ekki".

Það er rangt sem fram kom að ég hafi í Kompásviðtalinu sagt að Landsbankinn hafi gert samkomulag við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að taka Icesave innlánareikningana með flýtimeðferð inn í dótturfélag bankans í Bretlandi og þar með komið ábyrgðum á þeim reikningum í lögsögu breskra yfirvalda. Í kynningu á innslagi Kastljóss er fullyrt um samkomulag, í umfjölluninni sjálfri er þrisvar sinnum talað um samkomulag og þar er mér m.a. lagt í munn að hafa fullyrt um samkomulag og í fréttum Sjónvarpsins er einnig staðhæft að ég hafi talað um samkomulag. Hið rétt er að ég talaði aldrei um samkomulag.  Ég talaði um að viðræður hefðu átt sér stað við FSA og í samtölum stjórnenda bankans við starfsmenn þess hefði komið fram að ef Landsbankinn gæti greitt 200 milljónir sterlingspunda til Bretlands á mánudeginum væri FSA reiðubúið að veita flýtimeðferð (e. fast track) á Icesave reikningunum inn í breskt dótturfélag bankans. Landsbankanum var því boðin flýtimeðferð gegn því að greiða 200 milljónir sterlingspunda en þar sem bankinn fékk ekki fyrirgreiðslu varð ekkert úr mögulegu samkomulagi. Þetta hafa fyrrum bankastjórar Landsbankans greint frá m.a. í tilkynningu frá 14. október sl. og í fjölmiðlaviðtölum. Nærtækast er að benda á viðtal við Sigurjón Þ. Árnason í Kastljósi í haust þar sem þetta kom skýrt fram. Í þeim alþjóðlegu viðskiptum sem ég hef stundað síðasta áratuginn er mikill munur á tilboðum og hugmyndum að lausn og samningum og samkomulagi.

Þessi grundvallar munur á orðum mínum og röngum fullyrðingum Kastljóss er mjög mikilvægur, einkum þegar svar FSA og breska fjármálaráðuneytisins er skoðað í heild. Mikilvægt er að hafa í huga að bresk upplýsingalöggjöf er þannig úr garði gerð að þú færð það sem þú biður nákvæmlega um og er hefðin sú að túlka allar óskir mjög þröngt. Fyrirspurn íslenska blaðamannsins er margræð eins og sjá má:

"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".

Þarna eru fleiri en ein spurning og orðalag óskýrt.  Nægir að nefna að vísað er til samnings við fyrrum eigendur Landsbankans og greiðslur til Tryggingarsjóðs Innistæðueigenda.  Ekki kemur á óvart að Bretar kannist ekki við slíkt þar sem hluthafar Landsbankans komu ekki að viðræðum við FSA, viðræður snérust ekki um greiðslur í tryggingasjóð og enginn formlegur samningur var gerður.  Eins og við er að búast þegar spurt er með fyrrgreindum hætti þá segir í svari FSA að „ ...no such agreement was entered into." Þetta svar segir hins vegar ekkert um það hvort Landsbankanum hafi staðið til boða að flytja innlánareikningana með hraði til Bretlands. Segir aðeins eins og satt er að aldrei komst á slíkt samkomulag. Í svari fjármálaráðuneytisins segir: „Since there was no understanding such as you describe, I can confirm that the Treasury does not hold any relevant information." Þarna vísar ráðuneytið til þess að ekki hafi verið sá skilningur sem lýst er í fyrirspurninni en svarið útilokar ekki að Landsbankinn hafi átt í viðræðum þeim sem fyrr er lýst við FSA.

Þar sem ég segi aldrei að samkomulag hafi verið gert heldur aðeins það sem bankastjórar Landsbankans hafa sagt, að boð um flýtimeðferð var lagt fram gegn greiðslu fjármuna til Bretlands, er niðurstaða umfjöllunar Kastljóss og fréttastofu Sjónvarps í gærkvöld röng. Af svörum FSA og breska fjármálaráðuneytisins er ekki hægt að ráða að orð mín standist ekki. Svör bresku aðilanna útloka alls ekki að slíkt tilboð hafi komið fram.

Fyrrgreind umfjöllun hefur verið meiðandi og er þess farið á leit við Kastljós og fréttastofu Sjónvarps að  villandi og ónákvæm umfjöllun um orð mín verði leiðrétt í kvöld á sama vettvangi og í gærkvöldi. Hið rétta er að svör FSA og breska fjármálaráðuneytisins segja ekkert til um hvort orð mín standist eður ei.  Hins vegar hafa stjórnendur Landsbankans staðfest þau með formlegum yfirlýsingum sínum.

Virðingarfyllst,

Björgólfur Thor Björgólfsson

Yfirlýsing Halldórs J. Krisjánssonar.

Vegna umfjöllunar Kastljós í Sjónvarpinu í kvöld (2. mars 2009) um þann möguleika að Icesave innlánareikningar Landsbankans yrðu fluttir í dótturfélag bankans í Bretlandi er rétt taka fram eftirfarandi:

Eins og fram kemur í yfirlýsingu fyrrum stjórnenda Landsbankans frá 14. október 2008 átti Landsbankinn í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að Icesave innlánareikningar bankans í Bretlendi yrðu færðir með flýtimeðferð (e. fast track) yfir í dótturfélag hans þar í landi. Var Landsbankanum boðið upp á þann möguleika gegn 200 milljón sterlingspunda greiðslu bankans til Bretlands vegna útstreymis af Icesave reikningum og tiltekinna annarra ráðstafanna. Landsbankinn kom upplýsingum um þennan möguleika til fulltrúa stjórnvalda. Þar sem Landsbankinn fékk ekki fyrirgreiðslu Seðlabankans eins og óskað var þann 6. október til að greiða umræddar 200 milljónir sterlingspunda varð formlegt samkomulag um þetta efni aldrei að veruleika. Kann það að skýra svör breskra aðila við spurningum íslenskra blaðamanna.

Upplýsingum þessum var komið til umsjónarmanna Kastjóss fyrr í dag en þær ekki birtar.

Fyrir hönd fyrrverandi stjórnenda Landsbankans

Halldór J Kristjánsson


Kannast ekki við drauma-pakkann sem Björgólfur sagði frá

Nokkru eftir bankahrunið fullyrti Björgólfur Thor Björgólfsson í Kompási að ef stjórnvöld hefðu tryggt þáverandi Landsbanka 200 milljón pund hefðu Bresk stjórnvöld keyrt í gegn flýtimeðferð og komið ábyrgðum af Icesave inn í Breska lögsögu. Stjórnvöld hefðu klikkað á þessu. Þessi fullyrðing er þeim mun afdrifaríkari að menn áætla nú að Íslandi þurfi að taka á sig í námunda við 600 til 700 milljarða króna skuldbindingar vegna Icesave - en 200 milljón pund er aðeins brot af þessu eða um 33 milljarðar á núverandi gengi en um 44 milljarðar ágenginu 8. október sl.

Ég vildi kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga Björgólfs Thors og sendi fyrirspurnir í þeim tilgangi. Og fékk svör. Kastljós hagnýtti sér svörin í kvöld. Hér fyrir neðan eru fyrirspurnirnar og svörin.

FYRIRSPURN FÞG til Breska fjármálaráðuneytisins  7. Janúar:

From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]
Sent: 7. janúar 2009 17:40
To: 'Hannah.gurga@hm-treasury.x.gsi.gov.uk'
Subject: Query regarding Landsbanki freezing Order

 

HM Treasury

1 Horse Guards Road,

London SW1A 2HQ

 

Dear Hannah Gurga.

 

Reference is made to you as regards "any queries regarding" the use of "powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001" against Icelandic bank Landsbanki (plus Authorites and the Government of Iceland) in October last. (I refer to: http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/em/uksiem_20082668_en.pdf)

 

My query, with reference to the Freedom of Information Act, is as follows:

 

Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 

In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied.

 

As regards sources for this "story" I point out, that one of the two main owners (now former) of Landsbanki at the time, mr. Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson (aka Thor Bjorgolfsson) has openly state this as a fact, in TV news-show Kompas (Icelandic) and statements in late October last.

 

Please respond to this query as soon as possible. If for any reasons you are NOT the right person to answer, then please forward this to such a person or agency with CC to me.

Please confirm that you have recieved this Query.

 

Best regards and happy new year,

Fridrik Thor Gudmundsson

journalist (free-lance)

 

SVAR Breska fjármálaráðuneytisins 5. Febrúar er í VIÐHENGDRI PDF SKRÁ

 treasury

FYRIRSPURN FÞG til FSA 10. febrúar:

 

From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]

Sent: 10. febrúar 2009 13:43

To: 'foi@fsa.gov.uk'

Subject: FW: FOI Iceland bank

 

 Good people of FSA.

 

I am fridrik Thor Gudmundsson, free-lance journalist in Iceland and I hereby send you a query with reference to the Freedom of Information Act of 2000.

 

I refer to the attached response from HM Treasury to my query. HMT has told me that its response does not apply to the FSA, despite the wording of my query. My query to the FSA is the same as to HMT:

 

 

"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 

In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".

 

 

Because of media coverage in Iceland it is essential and would be gratefully appreciated if you could send me a response ASAP. In the Media here in Iceland the former main owner of Landsbanki, B. Thor Bjorgolfsson, has clearly stated that Hector Sans was personally involved in this matter.

 

Please confirm forthwith that you have recieved this query and what I may expect as regards a response.

 

Best regards,

Fridrik Thor Gudmundsson

Free-lance journalist

Iceland

 

SVAR Breska Fjármálaeftirlitisins 27. febrúar:

Our ref:  FOI1152

Dear Mr Gudmundsson

Freedom of Information: Right to know request

Thank you for your request under the Freedom of Information Act 2000 (the Act), for the following information.

"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".

Following a search of our paper and electronic records I can inform you that we do not hold the information you are seeking.   This is because no such agreement was entered into.

If you have any queries please contact me.

Yours sincerely

Sandra Collins (Mrs)
Information Access Team
Financial Services Authority

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gagnrýnin hugsun og ábyrgð fjölmiðla

 "Gagnrýnin hugsun og ábyrgð fjölmiðla" er yfirskrift málefnafundar sem haldinn verður í Háskóla Íslands á morgun mánudag í hádeginu, í stofu 101 í Odda. Þar eins og víðar fjalla fag- og fræðimenn skólans um samfélagsbreytingarnar sem nú eiga sér stað, svo vitnað sé í orð Háskólarektors við brautskráningu hátt í fjögur hundruð stúdenta í gær.

Málefnafundurinn leitast við að varpa ljósi á ábyrgð fjölmiðla í samfélaginu og vægi gagnrýninnar hugsunar eða greiningar almennt. Ég verð að viðurkenna að á þennan fund er ég að benda ekki síst vegna þess að ég er einn þriggja fyrirlesara! Ég hygg þó að fundurinn hefði reynst þokkalega áhugaverður án innleggs frá mér (ég verð auðvitað að segja sem svo). 

 Staða fjölmiðla á Íslandi er viðkvæm þessar stundirnar. Annars vegar blasir við að þeir, samkvæmt eigin viðurkenningum, brugðust aðhaldshlutverki sínu í aðdraganda fjármálakrísunnar og bankahrunsins; voru meðvirkir og dönsuðu með í kringum gullkálfinn. Hins vegar blasa við áhrif krísunnar á stöðu fjölmiðlanna og getu þeirra til að tuska sig til og standa sig betur - í þeim hefur undanfarið mikill niðurskurður átt sér stað og margir af mestu reynsluboltum stéttarinnar hafa misst vinnuna.

Á málefnafundinum, sem Vilhjálmur Árnason mun stýra, flytja erindi þau Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem fjallar um gagnrýna umfjöllun: lýðræði, staðreyndir og skoðanir, Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í London, sem fjallar um fjölmiðlaumfjöllunina um Ísland í Englandi: hrifningu, undrun og tortryggni; og loks fæ ég (stundakennari við HÍ) að komast að með erindi sem ég í snöggheitum skírði "Vinnubrögð, siðareglur og frammistaða blaða- og fréttamanna".

Og er ég þessa stundina að semja erindið. Gaman væri að fá komment frá lesendum bloggsins míns um hvað þeim finnst um frammistöðu fjölmiðla í aðdraganda hrunsins og getu þeirra til að gera betur í næstu framtíð. Eru fjölmiðlar að standa sig við gagnrýna greiningu á þjóðafélagsástandinu og -þróuninni? Geta þeir gert betur?


mbl.is Leiðir út úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtalið

Afneitun og megalómanía.

Að sinni segi ég bara þetta (er að hlaupa á fund): Davíð réðst hvað eftir annað á Sigmar spyril. Davíð túlkaði hvað eftir annað krítískar spurningar Sigmars sem árás á sig. Hlutverk fréttamanna er að spyrja krítískra spurninga, sem þeir taka saman eftir ýmsum heimildum. Davíð kaus að gera Sigmar sjálfan að árásarmanni. Hvað skal þá segja um lýsingar Davíðs á öllum öðrum meintum árásarmönnum?

Uppfærsla:

Ég er búinn að horfa á þáttinn aftur og verð að segja að sú tilfinning sem rís hæst er hryggð. Þetta var ein allsherjar hryggðarmynd. Það er að segja framkoman hjá seðlabankastjóranum.

Fyrst vil ég þó nefna annað, því umræðan um Davíð umpólast alltaf; hún fer að mestu fram milli eindreginna aðdáenda Davíðs og eindreginna andstæðinga. Því er mikilvægt að þetta komi fram: Mér finnst afbragðsgott að Davíð hafi skrifað löggunni bréf út af Kaupþingi og sjeiknum og kallað þannig fram rannsókn og breytingar. Mér finnst það stórmerkilegt, miðað við að gögnin Davíðs verði birt til staðfestingar (fjölmiðlar vísi til upplýsingalaga og fái viðkomandi ræður, bréf, fundargerðir) að hann hafi hvað eftir annað varað við hættunni (þótt hann hafi opinberlega fyrst og fremst birt jákvæðar skýrslur um stöðu bankanna). Mér finnst stórbrotið að í hruninu hafi Seðlabankanum tekist að halda greiðslukerfinu í gangi. Það er og vissulega hárrétt að Davíð hefur undanfarin ár gagnrýnt suma auðjöfranna harðlega- þá sem eru honum ekki að skapi, ekki hina. En gagnrýni samt.

Og það er út af fyrir sig rétt hjá honum að fjölmiðlar hafa ekki komið auga á eða séð ástæðu til að spyrja forsætisráðherra sérstaklega að því hvernig það getur verið betra að ræða við IMF með bráðabirgða-seðlabankastjóra sér við hlið heldur en núverandi seðlabankastjóra. Þeirrar spurningar þarf auðvitað að spyrja. Enn vil ég nefna að ég fordæmi hvers kyns ásakanir í garð Davíðs um geðröskun hvað þá geðveiki og hef gert það áður.

Hins vegar held ég að skapgerðarbresturinn "mikilmennskubrjálæði" hafi varla farið framhjá mörgum eða hin algera afneitun á nokkra eigin sök. Með semingi og án tiltrúar leyfði hann sér að varpa fram að ef til vill hefði á tímabili átt að leggja meiri áherslu á gengið en minni á verðbólguna. Það var allt of sumt.

Aðeins Seðlabankinn stóð sig samkvæmt þessu í stykkinu; allir aðrir brugðust herfilega. Málflutningur Davíðs var að sönnu ein samfelld árás á Geir Haarde og ríkisstjórn hans: Flokkssystkin Davíðs hlustuðu ekki á meintar viðvaranir hans eða brugðust ekki við. Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórnarinnar og yfirmaður efnahagsmála (hálfgerður undirtitill er: efnahagsmálaráðherra). Viðbrögð við viðvörunum í efnahagsmálum voru á könnu Geirs, sem brást. Meira að segja gamli vinurinn Björn Bjarnason óð um í villu og ætlaði að fækka rannsóknarmönnum efnahagsbrotalögreglunnar - hafði sýnilega ekki frétt af viðvörununum. Það er auðvitað skelfilegt ef og þegar Björn annað hvort heyrir ekki í Davíð eða tekur ekki mark á honum.

Afneitun, mikilmennskubrjálæði, hroki, vandlæting og að því er virðist megn andúð á bæði fyrri og núverandi ríkisstjórn. Þetta minnir mig á ótrúlega margt úr alka-fræðunum; Nei, nei, ég er ekki alki. Jú, ég drekk mig oft fullan, en það er af því að konan er ómöguleg, börnin eru frek og leiðinleg, hundurinn hatar mig, vinir mínir hafa yfirgefið mig, yfirmaðurinn minn vill ekki hækka mig í stöðu og vill ekki hækka launin mín, veðrið á Íslandi er svo vont, það kann enginn að meta mig (nema ég), ég er misskilinn snillingur umkringdur vitleysingjum, barþjónninn er eini alvöru vinur minn - en ég er ekki alki.

Firringin endurspeglaðist einna skýrast í algerlega tilefnislausum árásum Davíðs á Sigmar. Það eru alþekkt en lúaleg vinnubrögð ráðamanns í viðtali að snúa út úr spurningum og ráðast á spyrilinn, koma höggi á hann, slá hann út af laginu, persónugera í honum hlutdrægni og andúð. Þetta gerði Davíð sig sekan um í viðtalinu hvað eftir annað, ásamt þreytta frasanum um "leyfðu mér að klára að svara spurningunni". Það er ekki nokkur fótur fyrir því að spurningar Sigmars hafi verið persónulega hlutdrægar. Og aldeilis ekki flokkslega nema síður sé. Hann reyndi að súmmera margframkomin gagnrýnisatriði fjölda nafngreindra einstaklinga og sérfræðinga niður í kjarnyrtar spurningar (og notaði þá samtektarorð eins og "sumir"), en taldist þá af viðmælandanum vera að ráðast á sig. Sorglegt!

Kannski Davíð hafi svarað spurningunni manna best; hvers vegna ríkisstjórnin telur betra að hafa bráðabirgða-seðlabankastjóra með sér í IMF-viðræðunum en núverandi formann bankastjórnar Seðlabankans?

 


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... um hræringarnar sem SEINNA leiddu til hrunsins mikla

Þóra Kristín er vel að verðlaunum sínum komin sem einn af alltof fáum blaðamönnum sem alvöru töggur er í. Merkilegt að það gerist þegar henni hefur skolað inn á Morgunblaðið, en ekki fyrr, þegar hún starfaði á fjölmiðlum sem boðað hafa vaskari framgöngu en hið íhaldssama Morgunblað.

Þóra Kristín er þannig einn af mörgum flóttamönnum úr fréttamannastétt af miðlum 365/JÁJ, en Stöð 2 og Fréttablaðið keppast nú um að losa sig við reynda og öfluga blaða- og fréttamenn. Þóra Kristín kom einmitt af Stöð 2, sem er eini fjölmiðillinn sem skrifað hefur það í vinnureglur sínar að fréttastofan/ritstjórnin EIGI að auðsýna stjórnvöldum aðhald. 

Þóra Kristín er vissulega í okkar fremstu röð. En ég er áreiðanlega ekki einn um þá skoðun að fyrir stéttina í heild kom síðasta ár út með falleinkunn fyrir fjölmiðla. Það er enda svo gott sem samdóma álit blaða- og fréttamanna þegar þeir hafa fundað undanfarið; fjölmiðlar brugðust í aðdraganda hrunsins mikla. Kannski hefði þá verið réttast að sleppa verðlaunum að þessu sinni. En samt. Alltaf er eitthvað vel gert og að þessu sinni sýnist mér að aðal blaðamannaverðlaunin lúti að faglegri notkun á nýjum fréttamiðli; Netmiðlinum. Og það er fínt. Til hamingju Þóra Kristín.

Ég hefði viljað sjá verðlaunin í ár ganga til blaða- og fréttamanns sem birti yfirgripsmikla fréttaskýringaröð á mannamáli um hræringarnar sem SEINNA leiddu til hrunsins mikla. Greinaflokk frá síðasta vori og sumri. En slíkt birtist ekki. Ummæli erlendra sérfræðinga voru birt og síðan andmælin, punktur. 

Sigurjón M. Egilsson á Mannlífi og Bylgjunni hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins í fyrra fyrir „vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum". Þetta hljómar vel. Ég vænti þess að greinar þessar hafi birst eftir 8. október? Þarf að gá að því. Ég man þetta ekki nógu vel.

Er farinn að hlakka til næstu blaðamannaverðlauna. Þá verða áreiðanlega tilnefnd tilþrif í anda nýrra tíma innan stéttarinnar; þegar blaða- og fréttamenn höfðu lært af mistökum sínum, sváfu ekki lengur á verðinum, en hjóluðu í ráðamenn og auðjöfra eins og gammar!

Og ég vil sjá sérstök verðlaun til Hauks Holm fyrir alskeggið. Vona að það reynist táknrænt; stéttin fari úr jakkafötunum, taki af sér bindið og bretti upp ermarnar.


mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti Baugsmiðla ríður ekki við einteyming

Davíð Oddsson.Það verður ekki skafið af Baugsmiðlum að einelti þeirra í garð Davíðs Oddssonar er ákaflega einbeitt og skipulögð. Nú hefur Baugsmiðillinn tímaritið Time sett Davíð á lista "yfir 25 einstaklinga sem eiga sök á fjármálakreppunni".

Hvernig dettur Baugsmiðlinum og kommúnistamálgagninu Time í hug að gera þennan óskunda? Er ritstjórn tímaritsins Time ekki búin að lesa grein Halls Hallssonar í Mogganum í dag? Hlustaði ritstjórn tímaritsins Time ekki á skeleggan málflutning Sveins Anda Sveinssonar í Kastljósinu í gær?

Er ekki hægt að koma vitinu fyrir svona siðlausa og hlutdræga blaða- og fréttamenn? Ég bara spyr!


mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband