Mót-Byr

Ég vil ekki sjá eina einustu krónu af skattfé mínu ganga til að svokallað styrkja eiginfjárstöðu Byrs. Ekki stakan aur.

Fyrr en þá fyrst frem fram endurgreiðsla á þessum siðlausa arði sem stjórn Byrs ákvað að úthluta sér og sínum.

Ef ráðherrarnir ákveða að styrkja Byr, án slíkra skilyrða, þá eru það gróf svik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Fannst þér eitthvað athugavert við 13 milljarða arðgreiðsluna fyrir árið 2007? Hún var nú ekki nema tæplega tvöfaldur hagnaður fyrirtækisins það árið.

Hvernig er hægt að greiða arð sem er miklu hærri en hagnaður? Er þá ekki bara beinlínis verið að ganga í sjóði félagsins og hirða þaðan peninga??

Kannski einhver viðskiptamenntaður lesandi geti útskýrt.

Einar Karl, 14.3.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki bara hægt að tala hreint út ? Stórþjófnaður. Ekki að ræða það ég fari að borga eitthvað.

Finnur Bárðarson, 14.3.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það þarf nú engann speking eða viðskiptamenntaðan mann til að sjá að það hlýtur að ganga á sjóði hvers fyrirtækis sem greiðir út tæplega tvöfaldan hagnað fyrirtækis ,við sjáum líka hvað er að gerast með byr ,Byr stendur illa og þarf hjálp til að standa óveðrið af sér .Af hverju ættu skattborgarar að leggja meira fé inn í bankakerfið ,nær væri að sameina eins mikið og hægt er .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.3.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er heimilt að greiða út arð fyrir allt að 90% eigins fjár.  Eigið fé myndast af rekstrarhagnaði og ef eitthvert félag greiðir út hærri arð en hagnað viðkomandi rekstrarárs þá er verið að ganga á hagnað fyrri ára.

Kolbrún Hilmars, 14.3.2009 kl. 17:46

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Eru þetta ekki einfaldlega glæpamenn, svo grátlegt sem það er, þá virðast stærstu sparisjóðirnir allir hafa lent í þeirra höndum og spurning hvað er hægt að leggja á þjóðina við að hífa þá uppúr skítnum. Ef ríkissjóður kemur að bjargráðum þarna, verður að tryggja að þessar sjoppur verði teknar af núverandi sjálftökuliði.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála þér Friðrik, ef félagið getur borgað svona mikið út í arð, skal það bara sjá um sig sjálft, ef það stendur ekki undir sér, skal það bara róa fyrir léleg vinnubrögð.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.3.2009 kl. 19:35

7 identicon

Þetta eru glæpamenn upp til hópa.  Ég vil heldur ekki borga skatta svo þeir geti runnið í svona svikavasa.  Sjáið bara hvað HB Grandi er að gera sínum starfsmönnum.  Borga ekki umsamda launahækkun en vilja svo greiða sjálfum sé arð sem er margföld árslaun allra starfsmanna sinna.  Glæpamenn og siðleysingjar

Guðríður (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:48

8 identicon

Ég er sammála Lalla Johns, þessir "villimenn koma ÓORÐI á venjulega íslenska glæpamenn...."  Ef þú vilt stela banka þá er best að eignast hann, en fyrr má nú rota en dauðrota....!  Ég gef mér að eftir að rannsókn lýkur á þessum svikamyllum þá verði svona gjörningar (þjófnaður í beinni) afturkallaðir, og viðkomandi aðilar sem stóðu að þessum gjörningum verða látnir sæta ábyrgð og svara fyrir gjörðir sýnar.  Sem "betur fer varð GRÆÐGIN þeirra svo mikil að VONLAUST er að réttlæta þennan gjörnin....."  Ég heyrði það hjá heilbrigðisráðherra að þessir einstaklingar væru að spá í að eignast "blóðbankann & gera tilboð í sæðisbankann......"  Þeir vilja eflaust eignast blóðbankann af því þeir telja sig "gæðablóð" - en í mínum huga eru þetta bara "úlfar í sauðsgæru..!".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:19

9 identicon

Maður spyr sig oft að því, eru til margar þjóðir í þessu landi ?

Ein þjóðin virðist ekkert gera með lög og reglur , og vill bara allt sem hún heldur að hún eigi !

Önnur situr daglega niður við Austurvöll og heldur að hún sé að gera eitthvað af viti !

Þriðja þjóðin kallar sig verkalýðsrekendur ASÍ, hún heldur sínum félögum endalaust í fáræktargildrum og verst fyrir atvinnurekendur svo þeir geti borgað sér endalausan arð !

Fjórða þjóðin er sagt að hún sé svo heimsk að best sé að hún borgi fyri alla hina !

JR (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband