Íslendingar eru Demókratar - vilja ekki Repúblíkana

art.obamaor.ap Það þarf ekkert að velkjast í vafa um það; Íslendingar halda, hvað Bandarísk stjórnmál varðar, með Demókrataflokknum. Ef bara Íslendingar væru að kjósa fyrir vestan myndi Repúblíkanaflokkurinn nánast þurrkast út. Og við erum nokkuð sammála Demókrötum; Obama hefur heldur meira fylgi en Hillary.

Í óvísindalegri könnun á afstöðu lesenda bloggsíðu minnar er niðurstaðan neðangreind, en hlutföllin hafa allan tímann haldist svipuð og ástæðulaust að halda þessari tilteknu könnun áfram

Lesandi bloggsins míns myndi í Bandarískum stjórnmálum styðja:
Demókrata - Obama 47,4%
Demókrata - Hillary 35,8%
Repúblíkana - McCain 4,2%
Repúblíkana - annað 2,1%
Ekkert af ofangreindu 10,5%
95 hafa svarað

 

Þessi niðurstaða er mjög samhjóða könnun Gallups nýlega. Þar var íslenska þjóðin spurð um hvern hún myndi vilja sem næsta forseta Bandaríkjanna. Í ljós kom að mjótt er á mununum milli Hillary Clinton (49%) og Barack Obama (48%) sem bítast um tilnefningu Demókrataflokksins hið vestra. Ljóst var þar einnig að Íslendingar vilja fá Demókrata í Hvíta húsið því einungis 3% sögðust myndu kjósa John McCain. Þetta er í raun sama niðurstaða og hjá mér miðað við að þeim sé sleppt sem myndu kjósa "ekkert af ofangreindu". Munurinn er þó meiri milli Obama og Hillary hjá mér, enda má búast við því að menn séu í ríkara mæli en áður að hengja hatt sinn á Obama, nú þegar hann er um það bil að ná tilnefningunni.

Mér finnast þessar niðurstöður segja heilmikla sögu. Meira að segja hægrimenn á Íslandi eru langflestir "liberal" og tengja sig frekar Demókrötum en Repúblíkönum.  Bush- og Cheney-ismi á aldeilis ekki upp á pallborðið hér á landi. Við viljum ekki svoleiðis öfga og mannkynsfyrirlitningu. Ekki satt?

 

P.S. ENN OG AFTUR NÝ OG SPENNANDI KÖNNUN HÉR TIL HLIÐAR! NÚ UM TRÚMÁL!! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband