Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.1.2009 | 12:21
Afsögn Björgvins æpir á Sjálfstæðisflokkinn
Ég og Björgvin G. Sigurðsson vorum samstarfsmenn fyrir áratug eða svo og ég tel mig þekkja hann ágætlega. Afsögn hans kemur mér ekki á óvart. Ef eitthvað er tel ég að þrýst hafi verið á hann um að stíga slíkt skref ekki - fyrr en þá nú. Ég þekki Björgvin af því að vera einarður prinsippmaður og tel mig vita að hugur fylgi þarna sannarlega máli, en að ekki sé um málamyndagjörning að ræða.
Afsögn Björgvins og - væntanlega að hans frumkvæði - fráhvarf forstjóra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar og Jóns Sigurðssonar, æpir á Sjálfstæðisflokkinn um samsvarandi öxlun ábyrgðar. Við blasir að hið minnsta formaður bankastjórnar og formaður bankaráðs Seðlabankans fjúki og að líkindum fjármálaráðherra. Gerist það má segja að forsenda sé fyrir hendi að núverandi ríkisstjórn geti almennt og yfirleitt setið að völdum fram að kosningum. Ef ekki eru engar forsendur fyrir áframhaldandi starfsstjórnun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.
Í þessum "töluðu" orðum eru forkólfar Samfylkingarinnar að funda með Geir heima hjá honum. Gangi þeim vel með erindi sitt...
Viðbót:
Kannski er ég óþarflega jákvæður í garð afsagnarinnar, en mér finnst furðum sæta hversu margir horfa á afsögnina í neikvæðu ljósi. Jafnvel þeir sem eru búnir að æpa lengi og hátt á öxlun ábyrgðar og afsagnir segja að útspil Björgvins sé bara pólitískur loddaraskapur, hann sé bara að hugsa um eigin hag, þetta sé of lítð og of seint o.s.frv. Jákvæðustu raddirnar segja að Björgvin sé "maður að meiru" fyrir að gera þetta.
Kom ákvörðun Björgvins of seint? Færa má gild rök fyrir því að hún hafi mátt koma fyrr, en að mínu mati þá einvörðungu í tengslum við víðtækari uppstokkun í stjórnarsamstarfinu og þá raunar með afsögn allrar ríkisstjórnarinnar í sjálfu sér. Ákvörðun Björgvins kemur hins vegar ekki of seint miðað við að ólgan í samfélaginu er tiltölulega nýrisin upp til hæstu hæða og uppreisnin innan flokks Björgvins er líka nýtilkomin. Það er NÚ sem mælirinn fylltist.
Of lítið? Já. þessi afsögn hefur lítið gildi fyrir hina reiðu þjóð nema hin hliðin á sama peningnum fylgi með. Fjármálaráðherra (ef ekki stjórnin öll), bankastjórn og bankaráð Seðlabankans.
Ég vildi og óska þess að einhverjar þær klásúlur væru til sem leiddu til "afsagnar" manna á borð við Finn Ingólfsson, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ólafs Ólafssonar, Björgólfs Thors og Guðmundssonar, Sigurðar Einarssonar og fleiri mætti nefna. Þarna eru skúrkarnir sem sannarlega eiga að "segja af sér".
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2009 | 11:40
Bloggari leiðir til handtöku svartliða fyrir munnsöfnuð!
Í stórskemmtilegri frétt Fréttablaðsins í dag (öftustu opnu) greinir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður frá því að svartliðinn Þorri Jóhannsson hafi í gær verið handtekinn af lögreglu og færður til yfirheyrslu, vegna tölvupósts sem hann skrifaði mér og ég birti hér á bloggi mínu (enda hafði hann reynt að birta efnið hér). Ég held að það sé rétt sem fram kemur í greininni að þetta sé í fyrsta skiptið sem maður er færður á lögreglustöð til yfirheyrslu vegna tölvupósts (sem síðan leiddi til netskrifa). Sérkennilegt að hafa stuðlað að því.
Ég fjalla um netpóst þennan hér fyrir neðan, en þar kemur fram að ég hafi fengið nafnlausan tölvupóst með töluvert skrautlegu orðalagi og beinum hótunum í garð ráðamanna og að mér fannst óbeinni hótun í minn garð. Égvildi ekki kæra málið formlega, en lét Stefán Eiríksson lögreglustjóra vita af innihaldinu með tölvupósti til hans persónulega. Stefán er vaskur maður og hefur metið það svo að um alvöru hótanir í garð ráðamanna væri að ræða.
Ég vísa til færslunnar fyrir neðan, en vil að öðru leyti bæta því við að nokkru eftir samskiptin við Stefán komst ég að því hver hefði sent mér þessi nafnlausu skrif og reyndist það vera maður sem mér er lítillega kunnugur og ég tel ekki ástæðu til að ætla að hafi fyrir alvöru meint það sem túlka má sem hótanir. Ég hef síðan átt í samskiptum við Þorra (um tölvupóst) og hann þvertekur fyrir illindi í minn garð persónulega og fyrir að hafa í alvöru ætlað að gera ráðamönnum eitthvað.
En að Herði Torfa. Er verið að snúa út úr hans orðum? Bæði og. Upptakan af samtali blaðamanns Mbl.is við Hörð gefur eftirfarandi: "Af hverju er maðurinn að draga þetta út í... allt í einu, veikindi sín". Þessi ummæli hefur blaðamaðurinn snurfussað svo: Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?". Þetta er ekki nákvæmlega haft eftir og má deila um hvort fínpússning blaðamannsins breyti nokkru. Mér finnst hún þó nógu nákvæm til að hafna því, líka í ljósi annarra ummæla hans í samtalinu, að þarna hafi blaðamaðurinn eða aðrir verið að snúa út úr orðum Harðar. Hann á ekki að ströggla með þetta, heldur bæði útskýra betur við hvað hann átti og biðjast afsökunar.Þá verður honum enda fljótt fyrirgefið.
![]() |
Greinilega snúið út úr ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 12:16
Er stjórnmálamönnum treystandi?
Íslendingar hafa alltaf verið draugasinnaðir og trúað á hið óþekkta og út af fyrir sig kemur manni ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon tróni efstur á lista þjóðarinnar yfir stjórnmálamenn með traust. En hann er kannski á toppnum meira fyrir fall annarra en upprisu sína. Hvað sem því líður þá horfir fólk mjög til hans í yfirstandandi upplausn og óáran og algerlega ljóst að hann myndi vart standa sig verr en ríkjandi ráðamenn.
Nú þegar stjórnin riðar til falls og flestir tala um kosningar í vor (apríl-maí) stendur VG vel að vígi fylgislega. Mælist með um 28%. Og ekki nema von að Steingrímur vilji helst kosningar eftir "örfáar vikur". Getur verið að hann vilji síður sjá ný framboð hafa tíma til að spretta fram og skipuleggja sig; framboð sem gætu rænt hann fylgi? Framboð með fólki í forystu sem nýtur jafnvel meira trausts en hann?
Könnun MMR er ekki splúnkuný og nær t.d. ekki utan um hræringar sem kunna að hafa orðið eftir uppreisnina innan Samfylkingarinnar - en mældi áreiðanlega Framsóknarflokkinn í algeru hármarki eftir formannsskipti (og hallarbyltingu þar). Hvað sem því líður er ljóst að uppstokkunarkrafa fólksins sem mótmælir um land allt kemur fram: Traust til stjórnmálamanna hefur minnkað og innan stjórnmálaflokkanna hefur traustið á leiðtoga flokksins minnkað töluvert. Eingöngu gallhörðustu fylgismenn Sjálfstæðisflokksins bera mikið traust til Geirs. Traustið til Ingibjargar Sólrúnar innan Samfylkingarinnar hefur einnig minnkað umtalsvert, en þar flækja veikindi hennar reyndar málið.
Þetta síðastnefnda; ISG er að koma heim í dag (og sjálfstæðismenn funda í Valhöll, þangað sem appelsínugula byltingin streymir núna). Ef niðurstaða hennar og meðráðherra hennar í flokknum verður að fara ekki að eindregnum vilja almennra flokksmanna um stjórnarslit og kosningar þá mun traustið fjara enn meir út. Það hefur aldrei gefist vel að hlusta ekki á grasrótina.
Viðbót: Ég hafði varla sleppt fingrinum af "vista færslu" en að stórtíðindi bárust frá Valhöll, um illkynja æxli í vélinda formanns Sjálfstæðisflokksins og yfirlýsingu hans um frestun landsfundar og vilja til kosninga í byrjun maí. Auðvitað óskar maður heilshugar að báðir formenn stjórnarflokkanna nái fullum bata. Ég er enn á því að þessi ríkisstjórn eigi að stíga til hliðar og ný starfsstjórn að taka við fram að kosningum, en ég á fyllilega von á því að draga muni úr krafti slíkra krafna almennt og að núverandi stjórn fái að fúnkera sem starfsstjórn fram að kosningum. Ég held hins vegar að stjórnarflokkunum sé það óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða sem miðast fyrst og fremst við hagsmuni alþýðunnar og heimilanna og grípa til mannaskipta í ýmsum lykilstofnunum eins og Seðlabankanum og FME. Líkur á slíku hljóta að aukast ef ráðamenn vilja auka fylgi flokka sinna í komandi kosningum.
![]() |
Steingrímur J. nýtur mests trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2009 | 18:33
Svartir Baugsliðar slátra Kompási
Kannski mestu Anarkisma-Svartliðarnir séu Ari Edwald og Jón Ásgeir Jóhannesson? Þeir ganga nú um með brauki og bramli og rífa niður lýðsræðisstofnanir - því gagnrýnin fréttamennska í fjölmiðlum er einn af hornsteinum lýðræðisins. Ari og Jón, íklæddir svörtu, grýta nú eggjum, banönum og gangstéttarhellum að fjölmiðlamönnum og slasa lýðræðið.
Illi heilli eru einkareknir ljósvakafjölmiðlar landsins í höndum hins svarta Baugsveldis og nær allir einkareknir prentmiðlar líka. Sennilega finnur fólk þessa svarta veldis fyrir því að of öflugar fréttastofur undirstofnana sinna kunni nú að vera farnar að finna fyrir of mikilli sjálfstæðisþörf - og sjálfsritskoðun þá að minnka. Sennilega finnst hinum andlitshuldu (þeir sína aldrei sitt rétta andlit) svörtu Baugsverjum því tímabært að grýta uppsagnareggjum í fréttamenn "sína" og fótumroða sjálfstæða hugsun. Þegar búið er að reka Sigmund, Sölva, Jóhannes og Kristinn Hrafns; hvað hugsa hinir? Þegar búið er með ofbeldi að slátra Kompási - taka hinir upp gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð? Eða fara þeir eins og aðrar "ljóskur" að leita að mönnum sem bjarga köttum úr trjám og síðan að segja frá dásamlegum vörum og þjónustu Baugsveldisins? Það skyldi þó ekki vera.
Kompás mátti ekki slátra. Þó ég hefði valið aðrar áherslur þar - meira flett ofan af viðskiptamógúlum - þá hefur þetta verið ómissandi þáttur fyrir gagnrýna umræðu. Ég er rasandi reiður að hinir andlitshuldu svartklæddu Baugsliðar hafi nú grýtt þáttinn í hel.
Ég skora á blaða- og fréttamenn landsins að taka höndum saman gegn þessum svörtu öflum.
22.1.2009 | 13:06
NÝJASTA NÝTT: "Við viljum eyða öllum stjórnvöldum og burt með þingræðið"
(SJÁ VIÐBÓT AFTAST) Fékk tölvupóst áðan frá nafnlausum dóna. Hann fylgir hér að neðan, en þess skal getið, vegna upphafsorðanna, að ég hef engum kommentum hafnað - líkast til kann viðkomandi ekki að setja inn athugasemdir. Rauðlitað og feitletrað er frá mér komið. Líkast til kann þessi einstaklingur það best að kasta gangstéttarhellum? Og teikna upp leiðir að heimilum lögregluþjóna?
![]() |
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2009 kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
22.1.2009 | 11:52
Afþreyingar-Jón Ásgeir á móti fréttamönnum
Brottrekstur Sigmundar Ernis (og Elínar) er, samkvæmt lýsingum hans og annarra, einkum að því miðaður að draga úr gildi og kostnaði við frétta- og fræðslustörf blaða- og fréttamanna fjölmiðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en ýta undir afþreyingarefnið. Burt með upplýsingagildið inn með skemmtanagildið. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnu sem aðrir fjölmiðlakóngar - auðjöfrar sem eignast fjölmiðla - hafa tekið víða um heim. Draga úr lýðræðislegri umræðu og fræðslu en auka hlut aulaþáttanna.
Annað verður ekki skilið miðað við þróunina á Stöð 2/Bylgjunni að undanförnu. Jón Ásgeir og Ari óttast augljóslega of mikla áherslu á fréttir og óttast kannski mest blaða- og fréttamenn sem hafa snefil af sjálfstæði í sér og gætu kannski farið að snúa erfiðum spurningum að eigendum fjölmiðilsins.
Við vorum fyrir nýjum stjórnendum sem hafa ekki reynslu, er haft eftir Sigmundi Erni á DV.is.
22. janúar 2009 kl. 10.11 |
Ég og kona mín, Elín Sveinsdóttir framleiðslustjóri Stöðvar 2, vorum rekin úr vinnu hjá 365 miðlum nú fyrir stundu. Samanlögð starfsreynsla okkar hjá fyrirtækinu er nærri 50 ár. Ástæðan er með öllu óljós. Við söknum ekki þess stjórnleysis sem hér ríkir, en þess heldur góðra samstarfsfélaga.
Þetta er síðasta blogg mitt fyrir miðla í aleigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Baráttukveðjur
-SER.
Það átti ekki að reka Sigmund og Elínu. Það á að reka Ara og það á að reka Jón Ásgeir. Svartliðarnir geta kannski aðstoðað við það, í stað þess að grýta lögregluþjóna?
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 01:21
Finnst Svartliðum sigurinn vondur?
Ég hefði haldið að samþykktin hjá Samfylkingarfélaginu (sem studd er af stjórn Kópavogsfélagsins og fleiri S-félögum) með þeim augljósu breytingum sem í henni felast hefði róað mannskapinn nægilega til að leyfa gleðinni að taka völdin. En ég er hræddur um að róttækustu svartliðarnir hafi aðra stefnu en massinn og hafi þegar allt kemur til alls ekki svo mikinn áhuga á lýðræðislegum lausnum.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 22:36
Grasrótin talar - hún vill út
Þessi fundur Samfylkingarinnar fór eins og best verður á kosið - samhljóða samþykkt um að skora á þingflokkinn að segja stjórnarsamstarfinu upp og boða til kosninga. Maí er í fyrra fallinu en ætti að gefa ráðrúm fyrir bæði ný framboð og lýðræðisleg prófkjör í gömlu flokkunum.
Ég er feginn. Mjög feginn. Ráðherrarnir og þingflokkurinn geta ekki skellt skollaeyrunum við þessu. Svo einfalt er það.
Og svo er Tottenham komið á Wembley. Nice day!
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 15:52
Forstöðumenn hvattir til að vera á varðbergi
"Reynslan hefur sýnt að þegar efnahagsástand versnar eykst almennt hætta á því að misfarið sé með fé stofnana og fyrirtækja. Í upplýsingaritinu Vísbendingar um fjármálamisferli, sem út kom árið 2006, er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að uppgötva slík brot og fyrirbyggja þau".
Í niðurlagi bréfsins segir:
Með þessu bréfi er ekki ætlunin að ala á tortryggni milli manna heldur vill Ríkisendurskoðun stuðla að því að stofnanir hafi góða þekkingu á þeim þáttum sem valda hættu á fjármálamisferli og þeim aðferðum sem nota má til að fyrirbyggja hana.
Texti dreifibréfsins í heild
21.1.2009 | 12:34
Sendum Seðlabankanum (líka) skilaboð
Sá eftirfarandi á blogginu hjá einum ungum Samfylkingarmanni, Arnþóri Sigurðssyni, framhald af sófamótmælum fyrir þau sem komast ekki á Austurvöll og fyrir þau sem vilja ekki gleyma þætti Seðlabankans. Ég sé ekki ástæðu til annars en að taka undir - kannski falla fundarhöld þar líka niður, eins og hjá Alþingi!
Sófamótmæli Andspyrnuhreyfingar alþýðunnar.
Sendum Seðlabankanum skilaboð - áframsendist á sem flesta.
Kæru andspyrnu félagar nú sendum við póst á seðlabankann og til að forðast síur í póstforritum þá verður hver og einn að semja sinn texta í subject.
Enn aðalskilaboðin eru að sjálfsögðu á þá leið að aðalstjórn seðlabankans víki strax til að endurreisa tiltrú umheimsins á okkur sem vitiborinni þjóð.
1. Aðgerðir hefjast á miðvikudaginn 22. janúar kl 14:00 og standa fram til kl 24:00 sama dag en þeir sem ekki geta sent póst á vinnutíma geta sent póst fram til miðnættis sama dag.
2. Eins og áður þá biðjum við ykkur um að senda tíu pósta handhófskennt valið á einhver póstföng sem hér fylgja.
3. Að lokum að senda staðfestingu á póstfangið alspyrna@gmail.com með skilboðunum aðgerðum lokið þetta er gert svo við getum talið hversu margir póstar hafa verið sendir á hverja stofnun svona ef ráðamenn vilja gera lítið úr þessu þá getum við sent upplýsingar til fjölmiðla um fjölda þátttakenda. Aldrei verða gefin upp þau mail sem berast á alspyrna@gmail.com
Skotmörk.
david.oddsson@sedlabanki.is
arnar.freyr.gudmundsson@sedlabanki.is
arnor.sighvatsson@sedlabanki.is
audur.gisladottir@sedlabanki.is
agusta.johnson@sedlabanki.is
eirikur.gudnason@sedlabanki.is
erla.arnadottir@sedlabanki.is
eva.soley.sigurdardottir@sedlabanki.is
gudmundur.bjornsson@sedlabanki.is
ingimundur.fridriksson@sedlabanki.is
sturla.palsson@sedlabanki.is
tomas.kristinsson@sedlabanki.is
tryggvi.palsson@sedlabanki.is
![]() |
Þingfundur fellur niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |