NÝJASTA NÝTT: "Við viljum eyða öllum stjórnvöldum og burt með þingræðið"

(SJÁ VIÐBÓT AFTAST) Fékk tölvupóst áðan frá nafnlausum dóna. Hann fylgir hér að neðan, en þess skal getið, vegna upphafsorðanna, að ég hef engum kommentum hafnað - líkast til kann viðkomandi ekki að setja inn athugasemdir. Rauðlitað og feitletrað er frá mér komið. Líkast til kann þessi einstaklingur það best að kasta gangstéttarhellum? Og teikna upp leiðir að heimilum lögregluþjóna?

"Úr því þetta birtist ekki á blaður bull blogginu þínu færðu þetta persónulega.
 
Það var lögruglan sú hvimleiða skepna sem gekk of langt síðustu nótt.
 
Heldur þú grunnhyggni maður að við viljum skipta um stjórn. Við viljum eyða öllum stjórnvöldum og burt með þingræðið. Stjórnvaldsleysingar vilja virkt þáttökulýðræði en ekki kosningar. Því almenningsálitið hefur aldrei veri'ð til þrátt fyrir skoðanatískuna til að fylla út í andleysi, hugmynda og hugleysi 'islenskra auglýsingapésa.
 
Lögruglan hefur sýnt fádæma hrottaskap og að venju þorir hún aðeins að pynta og oft myrða börn, unglinga og drukkið fólk. Hér þarf niðurrif á grunni því þessi þjóð er ekki siðmenntuð vegna skorts á byltingum í sinni sögu. Nú er hún varnarlaus eftir sjokkþerapíuna, en þeir sem kuisu Samfylkinguna eiga þetta svo sannarlega skilið. Við getur fyrirgefið gróðra og grillhálfvitunum í Hagmsunaflokknum því þeir leyna ekki heimsku sinni sem þeir eru stoltir af. Við viljum ekki sjá ykkur. StóriðjuÖssur fær ekki að lifa til vors. Honum verður ekki einu sinni stillt upp við vegginn eins og varðahundum glæpsamlega ríkisvaldsins, sértsveitarsvínunum. Hann verður skorinn og dreginn sem siðlaus, prinsipplaus loddari, froðusnakkur og lygari. Imbasolla mun fá að hanga. Þið fáið aldrei að gera okkur að álþrælum.
 
Loksins loksins rísa íslensku sauðahæsnin upp. Þjóðin gæti þroskast við þetta og jafnvel kynnst siðferði og réttlæti. Burt með þingræðið og skrílræðið. Það er ekker til að kjósa frekar en fyrri daginn. Ofbeldi þarf að svara með ofbeldi eftir barnaníð sérsveitasvínanna. Byltingin er rétt að byrja og hún þarf að vera blóðug hreinsum blessuðu smáborgarar. Sjáið þið ekki piparsvínin misþyrma og spreyja börnin ykkar smámennsku sinni til yndisauka. 'Islensku lúðarnir eru jafnvel lamdir sjálfir .þótt þeir séu ekki anarkistar né vinstri grænir að eigin sögn.  Burt með glæpsamlegt ríkisvald og varðhunda þess. Stjórnmál eru glæpur gegn mannkyninu. Þeir sem reyna að verja  og slá skjaldborg um lögruglusvínin eru réttdræpir stéttsvikarar og hvítliðar. En sagan sýnir enn einu sinni að kratar eru þeir siðlausustu. Þú átt skilið graut í hausinn sem kratískur sorpblaðamaður. En sjáðu til Friðrik að svínin eru orðin uppgefinn, það eru aðeins til 50 óeiðrarbúningar. Síðast sönnuðu ´silensku hænsnin enn einu sinni í einhveri Baugsfréttabalpðurs skoðanakönnuninni að lögrugla var sú stofnun sem íslenska mellan treysti best 85%. Þetta eru tímar afhjúpunar og við sem vissum þetta erum viðbúinn. Bolsévikar voru fáir svo þeir sem búa í stórum húsum í miðbænum ættu kannski að fara að vara sig. Fólk sem er í stjórnmálaflokkum er efst á útþurrkunarlistanum.
 
Með kveðju
Forni Loftski".
 
NÝJASTA NÝTT
 
Í mig hringdi ágætur blaðamaður á Fréttablaðinu/visir.is áðan og ljóst að umræddur tölvupóstsendandi ("Forni Loftski") ætlar að koma fram í frétt í blaðinu á morgun. Tilefnið var að lögreglan heimsótti hann. Ég svaraði auðvitað spurningum fréttamannsins. Ég hafði eins og fram kemur í kommentum komist að því hver maðurinn er, hann heitir Þorri Jóhannsson, og sent honum tölvupósta án þess að hafa fengið svör.
 
 Áður en þessi frétt er áríðandi að fólk hafi eftirfarandi á hreinu:
 
Eftir að hafa fengið þennan umdeilda tölvupóst sendi ég "reply" með ósk um að hann útskýrði sendingu sína. Ekkert svar barst.
 
Ég sá að maðurinn (sem ég þá vissi ekki hver var) hafði verið að reyna að birta þetta á mínum vettvangi og ákvað því að verða við hans vilja og skrifa heila færslu um efnið.
 
Í kjölfarið, eftir nokkra umhugsun, ákvað ég að kæra málið ekki formlega eða óska sérstaklega eftir rannsókn, heldur brá á það ráð að senda Stefáni Eiríkssyni tölvupóstinn persónulega og lagði málið í hans hendur að meta hvort ástæða væri til einhverra aðgerða, en ekki gat ég horft framhjá hinum miklu hótunum sem fram koma í tölvupósti "Forna". 
 
Eftir það fann ég út nafn mannsins og sagði lögreglunni það, en leitað var frekari upplýsinga hjá mér. Enn vissi ég þó ekki persónuleg deili á einstaklingnum og kveikti ekki á nafninu.
 
Stuttu síðar kom í ljós að Þorri veit hver ég er, enda var hann um skeið með konu í fjölskyldu frúar minnar. Ég hafði hitt hann líkast til tvisvar í boðum og eingöngu farið vel á með okkur. Við þetta róaðist ég nokkuð.
 
En lögreglan ekki og hún fór sem sagt til Þorra að grilla hann. Ef Þorri hefði svarað póstum mínum og útskýrt sitt mál hefðu málin þróast öðruvísi. Ég var mjög tregur að leita til lögreglunnar og gerði það óformlega, eingöngu af því mér fannst rétt að láta vita af innihaldinu. Og nú hefur Þorri loks svarað tölvupóstum mínum og fullvissað mig um að engum illindum væri beint að mér persónulega og helst að skilja að hann hafi bara verið að leika sér.
 
Óska Þorra velfarnaðar.

mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Endemeis viðbjóður er þetta.

Ég ætla að vona að þú hafir haft samband við lögreglu þannig unnt sé að finna þann sem hótar ráðherra morði o.fl.

Annars skáka ofbeldismenn í skjóli mótmælenda og kanski var það hugmynd Harðar frá upphafi.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.1.2009 kl. 13:31

2 identicon

Vá, þessi einstaklingur sem skrifaði þetta er einhver sá mesti vitleysingur sem ég veit um. Þvílík veruleikafirring. Ég bendi honum endilega á að lesa eftirfarandi blogg:

http://stigsson.is/almennt_noldur/Island_Yktasta_land_i_heimi


Sturla (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:32

3 identicon

Ja hérna. Hver eiginlega hefur alið þetta -Forni Loftski"- gerpi upp?

Stefan Asgrimsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Þetta kallast á einföldu máli "að vera ekki heill á geði".  Væntanlega vantar að gera á honum faglegt mat þannig að hægt sé að vista viðkomandi á stofnun.  Kannski er viðkomandi á stofnun en fær að fara í tölvu, hvur veit?  Ég vona amk. að það séu ekki margir svona mikið veikir einstaklingar á ferli.  Þetta er meira en veruleikafyrring, heldur veikindi sem greinilega láta á sér kræla þegar viðkomandi upplifir stjórnleysi.

Bestu kveðjur

Ingimar Eydal, 22.1.2009 kl. 13:36

5 identicon

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé einhver að rugla í þér.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:48

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Á hverju merkir þú það, Óli? Ég finn ekkert í textanum sem gefur til kynna "stríðni" (að rugla í mér). En ég vona samt að svo sé.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 13:59

7 identicon

Ég held að þetta bréf sé bara rugl frá upphafi til enda. Þetta er faldlega eins og að einhver hafi skrifað niður eigin fordóma í garð anarkista.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:11

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vonandi. En telur þú Óli að meðal Svartliðanna/Anarkistanna séu þessi viðhorf ekki við líði, hjá amk sumum þeirra?

Af hverju ætti sá fordómafulli í blekkingarleik sínum að segja: "Stjórnvaldsleysingar vilja virkt þáttökulýðræði en ekki kosningar". Hefði hann ekki sleppt svona tiltölulega jákvæðum punkti, þ.e. að nefna lýðræði til sögunnar?

En ég vona að þú hafir rétt fyrir þér og sért búinn að koma þér upp orange-borða.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 14:17

9 identicon

Anarkistarnir eru ekki ofbeldisfullir. Af öllum mótmælendum myndi ég helst treysta þeim að halda friðinn, sérstaklega þegar Siggi Pönk er þar fremstur í flokki. Ég myndi raða þeim milli fólksins og lögreglunnar ef ég gæti. Þeirra viðhorf til mótmæla koma líka skýrt fram í bókinni sem Siggi tók saman, Borgaraleg óhlýðni og beinar aðgerðir. Menn ættu að lesa þá bók. Það var af mörgu leyti út af þeirri bók sem ég áttaði mig bara á að halda mig heima í gær þegar reiðin út af árás lögreglunnar á mig kvöldið áður blossaði upp.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:32

10 identicon

Þetta er rosalegt.  Ansi hafa nú vopnin snúist í höndum mótmælenda. Atburðir síðustu daga eiga ekkert skylt við mótmæli - þetta eru óeirðir þar sem lögbrot og ofbeldi er sýnt í fréttum og upphafið og réttlætt af mörgum þeirra sem standa að mótmælunum. Meira að segja Álfheiður Ingadóttir og Katrín Jakobs þingmenn VG hafa farið út úr Alþingishúsinu til að skv eigin sögn "styðja við sitt fólk í mótmælunum"  og þar með að hvetja til lögbrota gegn stjórnarskrá, valdstjórninni og lögreglunni.  Nú er nóg komið. Þetta fólk getur varla fengið "kikk" út úr þessu lengur. Eða...?

Soffía (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:53

11 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sá hamagangur sem hefur verið í samfélaginu, kyntur og efldur af fréttaflutningi fjölmiðla og "athygli" fólks eins og ofangreindra þingkvenna, leysir úr læðingi ýmis öfl sem dorma hér og þar á meðal okkar. Menn hafa lent í alls konar hremmingum, á síðustu þrjátíu til fjörutíu árum þess vegna, og nú er það að gusast út. Nú er ruglið orðið svo áberandi að venjulegu fólki, eins og mér og þér, finnst nóg um.

Vogunarbólan hefur gert okkur nógu grimma skráveifu, þó ekki bætist við meiriháttar eyðilegging af hálfu hömlulausra einstaklinga, sem finna skyndilega, auðvelda og (það sem verst er) viðurkennda útrás fyrir innibyrgða gremju sína. Gömul gildi eru við hæfi núna: að fara vel með það sem maður hefur handa á milli.

Flosi Kristjánsson, 22.1.2009 kl. 15:04

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er annaðhvort kjáni eða "troll", nú eða hvort tveggja.

Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 15:05

13 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Svona verður að taka alvarlega.

Mér er satt að segja brugðið við að lesa þetta.

Einar Örn Einarsson, 22.1.2009 kl. 15:23

14 identicon

Ég ætla rétt að vona Lilló að þú hafir látið til þess bær yfirvöld vita af þessu. Þessi einstaklingur þarf prófessjónal hjálp, ekki seinna en strax.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:41

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég skal ekkert segja hvort ég hafi tilkynnt eitt eða annað til yfirvalda. Ég tel mig hins vegar vera kominn með nafn einstaklingsins og tel það ekki vera neinn sem ætti að finna hjá sér þörf að "rugla í" mér í merkingunni stríða mér. En kannski er þetta bara eitthvað exemis kukl í viðkomandi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 16:12

16 Smámynd: Einar Þór Strand

Friðrik þetta er það sem verið er búið að kynda undir, eða heldur þú í alvöru að stjórn VG og samfylkingar muni gera það að verkum að mótmælin og ofbeldið hverfi?

Það eina sem dugar núna er Þjóðstjórn allra flokka eða utanþingstjórn með víðtækt umboð til að koma á vinnufriði.  Meðan þessi hópur ofbeldismanna sem VG og fjölmiðlar hafa verið að hampa gengur laus er ekki hægt að halda frjálsar kosningar því þeir munu skemma þær með ofbeldi.

Einar Þór Strand, 22.1.2009 kl. 17:07

17 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta var nú meira hraðsementið. þorir hún aðeins að pynta og oft myrða börn,Þetta er ekki þess virði að birta nema sem sýnishorn um súrsaðan heila.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 17:08

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fyndið að þú skulir droppa hingað inn, Ævar Rafn. Þegar maður "gúgglar" orðið "lögruglan" koma upp fáein tilvik og þar af tvö af þínu bloggi. Þú átt því þetta hugtak sameiginlegt með "súrsaða heilanum". En notabene ég þykist vita að þetta sé annar en þú. Og takk fyrir innleggið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 17:13

19 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef stundum notað þetta um lögregluna en upprunalega átti þetta að vera nafn á hljómsveit. En það er ekki gaman að eiga neitt sameiginlegt með þessu óféti.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 17:28

20 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þetta hljómar eins og einhver satíra af málflutningi anarkista. Það er ósköp margt sem ég finn mig eiga sameiginlegt við málstað þeirra, en það er nú einu sinni þannig að innbyrðis eðlis- og stigsmunur anarkisma er stórvægilegur. Ýmsir mótmælendanna veit ég að eru s.k. mútúalistar, sú grein anarkisma sem ég vil helst kenna mig við (sjá mutualism á wikipedia) en síðan eru aðrir sem virðast ekki sjá tilgang í neinu nema með ofbeldi. Verst er að fólk vill oft stimpla alla anarkista sem hálfgerða hryðjuverkamenn, bréf sem þetta mun síst koma í veg fyrir það.

Kristján Hrannar Pálsson, 22.1.2009 kl. 18:43

21 identicon

Þessi maður? á nú augljóslega við mjög mikil vandamál að stríða, hefur greinilega alið á gremju og beiskju einhverstaðar í tíma og ótíma.

Þeir "anarkistar" sem ég þekki til (sem eru nokkrir) eru allir friðelskandi og flestir myndu ekki einu sinni gera lambi mein bókstaflega (eru grænmetisætur)

Þetta er fólk sem tekur þátt í aðgerðum og er að berjast gegn því sem það telur óréttlæti og hef ég aldrei heyrt nokkuð í líkingum við hvað þessi maður boðar.

Ja reyndar ekki alveg.. hann segir:  Stjórnvaldsleysingar vilja virkt þáttökulýðræði

Held að flestir geti veaqrið sammála því..

kv

Einar

Einar Rafn Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:48

22 identicon

Góða kvöldið

Mér var bent á þetta bréf, að ég mætti til með að kommenta við það því ég er anarkisti, virkur anarkisti, rek bókaútgáfu og bókasafn og held stöku fyrirlestra um efnið auk þess að leitast við að greina valdníðslu og myndun hennar í umhverfi mínu og vinna gegn henni.

Gluggi maður í sögu anarkismans (um 150 ára löng) rekst maður á dæmi frá um 1880 þegar einstaklingar sem kölluðu  sig anarkista ákváðu með sjálfum sér að myrða góðborgara af handahófi til að skapa óreiðu. Það heitir Terrorismi og hefur aldrei síðan verið verkfæri anarkista.

Þessi gaur sem skrifar þér þarna hefur líklega verið pirraður á fylleríi (sjá kauðalegar ásláttarvillur í bréfinu) en hefur jafnframt einhverntímann lesið sér til um anarkisma í leit að útrás og grundvöll fyrir reiði sinni.

Ég veit um pönkhljómsveit sem skrifaði álíka hótanir um stjórnmálamenn í einum texta en auðvitað var það symbolískt eins og margt annað sem fólk lætur frá sér á alnetinu eða hvar sem er.

En allavega er ég anarkisti með áherslu á félagshyggju og vil meina að það sé samfélagi afar óhollt þegar völd safnast á hendur fárra, (sjá núverandi fjárhalds- og stjórnarkrísu) því leitast ég við að vinna gegn því. Hvað varðar ofbeldi finnst mér andlegur hávaðahernaður á hendur ríkisstjórnar vera gott dæmi um ofbeldi sem bæði lýðræðissinnar og anarkistar ættu að temja sér því svo lengi sem við sitjum uppi með kerfi kjörinna (hrokafullra) fulltrúa verðum við að geta veitt þeim aðhald af fullri hörku. 

Sigurður Harðarson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:25

23 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Anarkismi er mjög vítt hugtak og í raun eina ástæðan fyrir því að ég nota þetta orð er að hér eru samtök til sem skipulega taka þátt í mótmælunum með "aktífisma" af róttækari gerðinni að vopni - og merkja sig samkvæmt því.

Ég var sjálfur mjög hallur undir félagslegan anarkisma fyrir mörgum árum og skrifaði eina eða tvær greinar um þá stefnu. En seinna helltist real-politik yfirmann; það er yfirgnæfandi stuðningur fjöldans við hefðbundnar lýðræðis-leiðir.

Það er fínt að fá tækifæri til að undirstrika; ég er að tala um ofbeldisseggi, ekki eiginlega anarkista. "Normal" anarkistar verða hins vegar að átta sig á að "sumir" eru að koma óorði á hugtakið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 19:37

24 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Friðrik hafa ekki verið til normal sósíalistar í gegnum tíðina? og aðrir sem komu óorði á þá. Auðvitað eru fullt af "anarkistum" sem eru það bara af því það er töff akkúrat núna, en ef þeir hafa fengið sitt pólitíska uppeldi hjá Sigga Harðar (pönk) þá myndu þeir aldrei beita ofbeldi! Ég leyfi mér að fullyrða að Siggi og aðrir anarkistar sem raunverulega ERU anarkistar myndu alldrei senda svona rugl! Mér finnst þetta lykta af annaðhvort unglingum eða hvítliða pakkinu sem eru stöðugt að koma sér inn í mótmælin. Ég varð vitni að því að 4 strákar sem stóðu töluvert fyrir aftan fólk voru að henda rusli í alþingishúsið og lögregluna og einn þeirra segir: Hvað helduru að þau myndu gera af þau vissu að við kjósum allir sjálfstæðisflokkinn? og svo hlógu þeir. Ég fattaði ekki samhengið þá, en eftir stóru gasnóttina þá fór ég að leggja saman tvo og tvo, það eru ýmsir þarna úti að nýta sér ástandið og spurning hvort maður verði ekki með augun og eyrun hjá sér og klagi þannig fólk í lögregluna

Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 06:19

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Um A-istana; sjá komment mitt nú rétt áðan við næstu færslu á eftir þessari. Hér tek ég undir: "það eru ýmsir þarna úti að nýta sér ástandið og spurning hvort maður verði ekki með augun og eyrun hjá sér og klagi þannig fólk í lögregluna".

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 11:51

26 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sjá viðbót við sjálfa færsluna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 18:43

27 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er enginn leikur í þessu. Sérstaklega ekki á þessum tímum.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 19:49

28 identicon

Þakka þér fyrir það, Friðrik. Kannski að blaðamennska sé í örri þróun í þá átt að blaðamenn hringja í bloggara, spyrja þá nokkurra spurninga og þeir síðan greini sjálfir frá málavöxum á bloggi sínu?

Kveðja,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:22

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég veit ekki hver þróunin verður, Jakob Bjarnar, heill og sæll, en í þessu tilviki hafði ég "skúbbað" (so to speak) um tölvupóstinn þennan og skuldaði lesendum mínum framhald málsins. Það var þó ekki fyrst og fremst vitneskjan um blaðafregn, þar sem þú varst svo vinsamlegur að spyrja mig um atriði málsins, sem kveikti á viðbót við færsluna (update), heldur frekar hitt, að ég fékk loks tölvupóst frá Þorra nokkru eftir okkar spjall - og efni hans, öllu jákvæðara í þetta sinn, kallaði á viðbætur mínar.

En rétt er, að Bloggheimar er, ásamt ýmsu öðru í Netheimum, ný vídd í upplýsingagjöf og umræðu og vissulega "nýtt" að viðmælandi blaðamanns "skúbb" hann (so to speak)!

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 02:13

30 identicon

Jájá, Friðrik minn! Mér er svo sem alveg ósárt um þetta "skúbb" sem slíkt, þ.e. að höfundur skrifanna hafi verið Þorri (enda hann ekkert að fara í grafgötur með það) - mér finnst þetta bara umhugsunarinnar virði.

Ég sé annars staðar á síðu þinni að enn eitt klastur af fjölmiðlafrumvarpi sé til vinnslu einhvers staðar í myrkviðum menntamálaráðuneytis. Frú Kolbeins vonar að það verði ekki keyrt í gegn korteri í kosningar og tek ég heils hugar undir það. Mín skoðun er eindregið sú að það sé nákvæmlega engin þörf á sértækum lögum um fjölmiðla. Ekki einu sinni liggur fyrir almennileg skilgreining á því hvað fjölmiðill er. Þróunin er á fleygiferð. Mér sýnist t.d. vel mega skilgreina blogg þitt sem fjölmiðil samkvæmt ýmsum kvörðum sem menn styðjast við þegar hugtakið er skilgreint. M.ö.o. menn eru í einhverri örvæntingu að reyna að setja lög um eitthvað sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað er.

 Annað... mikið skelfilega er mér farið að leiðast þessi síbylja og samsæriskenningar um fjölmiðla. Óundirbyggðar endurtekningar um hversu íslenskir fjölmiðlar eru ægilega glataðar verður maður auðvitað að leiða hjá sér sem hvert annað hundsbit. En samsæriskenningarnar, sem reyndir fjölmiðlamenn ala á, er verra því augljóslega eru þær að hafa þau áhrif að fákunnandi alþingismenn taka mið af því í sínum gölnu hugmyndum um einhver lög um þá. Það liggur nákvæmlega enginn - enginn - vitnisburður fyrir um að ritskoðun á miðlum 365 hjá fyrrum frétta og blaðamönnum þar. Þeir eru fjölmargir. (Nema þessi orð Simma sem sögð voru í geðshræringu skömmu eftir brottrekstur.) Og afskaplega ódýrt er það hjá sumum þeirra, eins og t.d. Guðmundi Magnússyni, að gefa stöðugt undir fótinn með brottrekstur hafi verið af því að viðkomandi voru svona ægilega fríþenkjandi og skoðanir þeirra væru ekki þóknanlegar eigendum. Mér er kunnugt um að allt allt aðrar ástæður lágu fyrir brottrekstri ýmissa þeirra sem hafa látið að því liggja. Hins vegar er erfitt um það að tala því þá eru menn komnir á ákveðið plan sem menn kannski vilja forðast. En ákveðin vísbending má þó vera að t.d. bæði Simmi og Guðmundur voru á þeim tíma sem þeir voru á fullum launum hjá fyrirtækinu að skrifa bækur sem sumum þykir fullt starf. Þetta er því afskaplega ógeðfelldur málflutningur sem menn eins og Björn Bjarnason og ýmsir (t.d. í athugasemdum við aðrar færslur þínar sem og þú) hanga á þegar fjallað er almennt um fjölmiðla

Auðvitað má endalaust ræða um sjálfsritskoðun, að menn bíti ekki í þá hönd sem fóðrar, en menn ættu nú kannski aðeins að líta í eigin barm. Gildir þetta bara um blaðamenn. Og: Verða ekki einhverjir að eiga fjölmiðla? Jú, en bara að þeir séu þóknanlegir ákveðnum öflum. Og menn ætla að kokgleypa það. Nær er að almennar leikreglur gildi en að þær taki eilíflega mið af því hver á í hlut hverju sinni. Hvaða ógeðslega prinsippleysi er það t.d. hjá Sjálfstæðisflokknum að álykta eilíflega um Ríkisútvarpið en halda því samt á allt öðru plani, að því er virðist því ráðherra flokksins heldur um taumana í menntamálaráðuneytinu.

 Kveðja,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:39

31 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvimleitt að lesa svona síendurteknar stafsetningavillur.

„lögruglan“

veit maðurinn ekki að maður segir ðruglan?

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 18:21

32 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fyrirgefðu ég skal muna það Brjánn!

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 18:23

33 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það liggur nákvæmlega enginn - enginn - vitnisburður fyrir um að ritskoðun á miðlum 365 hjá fyrrum frétta og blaðamönnum þar. Þeir eru fjölmargir".

Þetta er alveg rétt hjá þér Jakob, slíkir vitnisburðir eru varla til svo heitið geti. Og einmitt eins og þú nefnir helst að horfa til óbeinna áhrifa sjálfsritskoðunar. Í því sambandi glíma fréttamenn við þá stöðu að vera á milli steins og sleggju; ef þeir fjalla um málefni eiganda síns þá eru þeir ómarktækir og ómerkilegir. Ef þeir fjalla EKKI um málefni eiganda síns eru þeir  ómarktækir og ómerkilegir. No win situation.

En ég hef líka fært til umræðu annars konar "ritskoðun" sem full þörf er að skoða. það er í sjálfu sér ekkert annað en óbein (jafnvel bein) "ritskoðun" þegar fréttastofur/ritstjórnir eru eilíflega reknar á lágmarksmannskap, undir vaxandi framleiðnikröfum, í versnandi tímaþröng og vinnuálagi og undir vaxandi kröfum um "markaðsvænni" fréttir (með afþreyingargildi frekar en upplýsingagildi). Sú ritskoðun sem af svona ástandi leiðir er að minna verður um djúpköfun, um gagnrýna og tímafreka upplýsingavinnu og þar af leiðandi eru fá mál krufin til mergjar - og það líkar kannski einhverjum eigendum fjölmiðla mætavel?

Þá og því aðeins styð ég sértæk fjölmiðlalög að þau snúist umfram allt annað að því að gera fjölmiðlun betri og ritstjórnir/fréttastofur frjálsari.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 21:05

34 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Friðrik, nýjasta dæmið um ritskoðun fjölmiðla er fréttaleysi mbl.is af fundinum í dag. Lengi vel voru aðalfréttirnar að Hörður hefði beðist afsökunar, tölur lögreglunnar um fjölda mótmælenda notaðar, og að Geir væri með fullt starfsþrek. Ég velti td. fyrir mér hvort það sé enginn á mbl sem kunni að telja. En það er á hreinu hvort sem um Mbl eða Fréttablaðið og Rúv (þurfum ekki að ræða DV)  þá er traust almennings á þessum fjölmiðlum komið undir frostmark. Á sama stað og gagnvart þingmönnum og ráðherrum landsins. Það er ekki nóg að fréttamenn segjist lausir undir oki lénsherranna eftir uppsagnir ef þeir spiluðu með fram að uppsögn.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 21:37

35 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ævar Rafn; Fjölmiðlarnir eru allir undir frostmarki hjá þér. Þeir eiga ýmsa gagnrýni verðskuldaða, en vísar þú þarna til einhverra tiltekinna mælinga um traust almennings?

Í síðasta mánuði mældist traustið til fjölmiðla misjafnt eftir fjölmiðlum, en alls ekki undir frostmarki.

Samkvæmt könnun MMR (Markaðs og miðlarannsókna ehf.) í fyrstu viku desember sl. kváðust 62,6% bera mikið traust til Morgunblaðsins. 63,9% kváðust treysta netfréttamiðlinum mbl.is. Til Fréttablaðsins báru 45,2% mikið traust og 29,8% til Viðskiptablaðsins. Til DV kváðust 4,7% bera mikið traust en tæp 69,4% sögðust bera lítið traust til þess blaðs. Til Morgunblaðsins kváðust 10,1% bera lítið traust, en 17,7% báru lítið traust til Fréttablaðsins og 9,8% til Viðskiptablaðsins. 76,7% kváðust bera mikið traust til fréttastofu Sjónvarps RÚV en 49% báru mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2. Hins vegar báru 5,6% lítið traust til fréttastofu Sjónvarpsins en 15,1% til fréttastofu Stöðvar 2.

  Ertu með nýrri tölur eða er þetta bara almennur (og fyllilega leyfilegur) gildisdómur hjá þér?

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 23:16

36 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er bara mín skoðun útfrá fréttaflutningi og ekki fréttaflutningi. En það verður samt athyglisvert að bera saman tölur næsta mánaðar.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.1.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband