Afþreyingar-Jón Ásgeir á móti fréttamönnum

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir  Brottrekstur Sigmundar Ernis (og Elínar) er, samkvæmt lýsingum hans og annarra, einkum að því miðaður að draga úr gildi og kostnaði við frétta- og fræðslustörf blaða- og fréttamanna fjölmiðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en ýta undir afþreyingarefnið. Burt með upplýsingagildið inn með skemmtanagildið. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnu sem aðrir fjölmiðlakóngar - auðjöfrar sem eignast fjölmiðla - hafa tekið víða um heim. Draga úr lýðræðislegri umræðu og fræðslu en auka hlut aulaþáttanna.

Annað verður ekki skilið miðað við þróunina á Stöð 2/Bylgjunni að undanförnu. Jón Ásgeir og Ari óttast augljóslega of mikla áherslu á fréttir og óttast kannski mest blaða- og fréttamenn sem hafa snefil af sjálfstæði í sér og gætu kannski farið að snúa erfiðum spurningum að eigendum fjölmiðilsins. 

“Við vorum fyrir nýjum stjórnendum sem hafa ekki reynslu,” er haft eftir Sigmundi Erni á DV.is. 

22. janúar 2009 kl. 10.11 |
Ég og kona mín, Elín Sveinsdóttir framleiðslustjóri Stöðvar 2, vorum rekin úr vinnu hjá 365 miðlum nú fyrir stundu. Samanlögð starfsreynsla okkar hjá fyrirtækinu er nærri 50 ár. Ástæðan er með öllu óljós. Við söknum ekki þess stjórnleysis sem hér ríkir, en þess heldur góðra samstarfsfélaga.
Þetta er síðasta blogg mitt fyrir miðla í aleigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Baráttukveðjur …
-SER.

Það átti ekki að reka Sigmund og Elínu. Það á að reka Ara og það á að reka Jón Ásgeir. Svartliðarnir geta kannski aðstoðað við það, í stað þess að grýta lögregluþjóna?


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burt með Ara Edwald hann er handbendi þess að ef fréttin er ekki  honum og hans hyski í  hag þá eru menn reknir.....................

Hef engan áhuga á að vera í áskrift lengur af þessari  stöð .

Hvað ætli margir segi upp stöð 2 í kjölfarið á þessari frétt ??   

Lára (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Lára Ómarsdóttir:

Samkvæmt því sem ég hef heyrt í morgun ætlar Stöð 2 að hætta með fréttaskýringaþáttinn Kompás. Þá segir sagan að þeim Kristni Hrafnssyni, Jóhannesi, Inga og hinum starfsmönnum þáttarins verði sagt upp. Í raun segja mér heimildarmenn að það sé að gerast í þessum töluðu orðum!

Í morgun var svo öðru flaggskipi stöðvarinnar sagt upp - Sigmundi Erni sem og konu hans Elínu Sveins.

Hvað tekur nú við á stöðinni?

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég stend alveg gallharður á því að vægi vanabundna fjölmiðla eins og þekktust fyrir 10 árum eða svo hefur algjörlega tapað vægi sínu. Ég sjálfur sæki nánast allt mitt skemmtannagildi og fróðleik í gegnum netið og geri ráð fyrir því að velflest fólk á mínum aldri sé í svipað hvað það varðar.  

Ástæðan er einmitt hlutir eins og sést berlega með þessum brottrekstri. Færum fréttamönnum er bolað frá væntanlega vegna þess að þeir eru ekki yfirmönnum sínum að skapi. Ekki vegna þess að þeir eru lélegir í faginu heldur vegna þess að þeir spegla ekki skoðannir yfirvaldsins. Ég tel að þetta hafi verið alvarleg mistök og virkileg veruleikafirring sem búi þarna að baki. Það er byltingarástand í samfélaginu. Sjálfur þekki ég fólk sem er að missa aleiguna sína og fjöldagjaldþrot blasa við svo mörgum sem ég tengist að ég get ekki annað en reiðst fyrir þeirra hönd. Fjölskylda mín er búin að tapa um 30 milljónum vegna hrunsins. Ég hef þegar heyrt af því að landsbankinn laug að fólki um 70% krónur voru í íslenskum peningum en var það um 0.1 % þegar hrunið varð og er sá peningur með öllu tapaður hjá karli föður mínum. Með öðrum orðum þá var þarna um hreint og klárt brot að ræða en ekkert hefur verið fjallað um þetta er einfaldlega vegna þess að það er allt brjálað í samfélaginu. 

Sem sagt LOKSINS eru ALVÖRUFRÉTTIR að gerast hérna ... en ekki langvarandi GÚRKUTÍÐA ÁSTAND og bregðast þessir snillingar við með þeim hætti að AUKA AFÞREIGINGARGILDIÐ en fækka blaðamönnum.

Einu fréttirnar sem ég treysti eru veðurfréttir. Allar aðrar fréttir, sama hvaðan þær koma, hef ég alltaf varnagla á og geri ég ráð að þannig sé það með vel flesta á aldur við mig. Það skiptir engu máli hvaðan þær koma.... Með fullri virðingu þá finnst mér blaðamenn alveg jafn samsekir og margir polítikusar í þessu hruni með því að halda kjafti við vissar aðstæður og t.d ekki gagnrína bankanna með krefjandi spurningum þegar húsnæðisbólan skall á og þegar þeir komu með offorsi inn á íbúðarmarkaðinn. 

Til að mynda  var ég orðin rauður af reiði yfir húsnæðisbólunni á sínum tíma

-Afhverju í ANDSKOTANUM FJALLAÐI ENGIN FJÖLMIÐILL UM ÞETTA með neinum afgerandi hætti ?

Afhverju var ekki rætt um það með meira um hvað var að gerast. Þetta var mesta kjaraskerðing íslandssögunnar. Fólk sem var að koma úr námi var með minni tekjur en ég sem vann þá sem bréfberi ef það fjárfesti í sinni fyrstu íbúð.  

. ÁStæðan fyrir því að blaðamenn héldu kjafti var mjög augljós. Þú lemur ekki á hendina á þeim sem brauðfærir þig. 


Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Með fullri virðingu þá finnst mér blaðamenn alveg jafn samsekir og margir polítikusar í þessu hruni með því að halda kjafti við vissar aðstæður og t.d ekki gagnrína bankanna með krefjandi spurningum þegar húsnæðisbólan skall á og þegar þeir komu með offorsi inn á íbúðarmarkaðinn".

Blaða- og fréttamenn hafa fyllilega viðurkennt meðvirkni sína, bæði á borgarafundi og innbyrðis fundum hjá stéttinni. Það er fullur hugur í mörgum þeirra að gera betur. Það er hins vegar erfitt eftir uppsagnir og hagræðingar og herta afþreyingarstefnu. 

Ég skil líka vel þá tilhneigingu að sækja sér frekar upplýsingar á Netið. Mér finnst reyndar að fjölmiðlamenn (ekki síst brottreknir) eigi að taka sig saman um fréttamiðlun á einmitt Netinu. Eitthvað er farið að örla á því.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 13:24

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Gott ef blaðamenn viðurkenna upp á sig sökina... því þetta VAR SVO AUGLJÓST.

Manneskja sem ég þekki innan fjölmiðlahrærigrautsins viðurkennir þetta sjálf góðfúslega. T.d að sá sem auglýsir hjá blöðum fær jákvæðari og meiri umfjöllun hjá blaðinu en aðrir. Þegar húsnæðisbólan skall á voru bankaauglýsingar tröllríðandi öllu í samfélaginu. Algjörlega óþolandi smeðjuleg lygi sem mér hrís hugur við að hlusta á í dag eða sé þær með komindískum augum. Þá steinhélt blaðamannastéttin kjafti og ef eitthvað er þá var sífellt verið að réttlæta hækkandi húsnæðisverð. Ég er fjarri því að vera hagfræðingur en ég sá strax að þetta myndi aldrei ganga og að bankarnir væru að ræna venjulegan almúgamann gríðarlegum tekjum. 

á sama tíma var jákvæð umfjöllun um bankanna. Allt var í boði bankanna. Lífgsglæðamarþonnið í boði Glittnis og Bankamenn voru búniar að "kaupa" friðþægingu listamanna með því að stiðja þá fjárhagslega.  Það lá við að konan sem ég myndi reyna við á næsta bar væri Í BOÐI GLITTNIS, svo mikil var ágegegnin hjá þessu pakki. 

Mér finnst að ... Atvinnulausir blaðamenn eigi að taka sig saman og stofna netmiðil þar sem unnið er að rannsóknarblaðamennku varðandi bankahrunið.  Þeir hafa ekkert betra við tíman sinn að gera því flestir þeirra fá ekki vinnu neinsstaðar.

Nóg er af heimildarmönnum til að grafa uppi og betra er að nýta atvinnuleysið í eitthvað uppbyggilegt en að bora í nefið. 

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband