Fésbók og blogg

Ég var að skrá mig inn í Fésbókarvíddina. Ég er svolítið kvíðinn að ganga út í hið óþekkta og myndi þiggja öll góð ráð um hvað beri að forðast, þannig að þessi vídd taki ekki af mér öll völd og tíma. Ég er nervös að þurfa kannski í tíma og ótíma að vera að hafna "vinum" og gleyma að svara ávörpum til mín og svekkja þannig fólk og gleyma fólki sem ég vil vera í vinskap við o.s.frv.

Ég ætla að stíga hægt og varlega inn í þessa veröld. Bloggið hefur eiginlega verið mér nóg, en ég hef fylgst með frúnni dunda við sína Fésbók og séð að hún er í sambandi við meðal annars ættingja mína í USA og vini Stulla sonar okkar heitins o.s.frv. og það höfðar auðvitað til mín.

En jafnframt vil ég ekki að Fésbók ásamt bloggi taki of mikla orku og tíma. Ég þarf að sinna annarri vinnu og áhugamálum; kennslu, skriftum, músík, afastrák og fjölskyldu hans, enska boltanum, lesa bækur og margt fleira mætti telja upp. Inn á milli verður maður víst að sofa og borða. Og taka sér smókpásu úr því maður er enn með þá synd í farteskinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Lestu þetta eftir systur mína og umræður þar á eftir

http://elfur.blog.is/blog/elfur/entry/793073/ 

Hún er meira en tvæ vetra í þessum málum 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 16:20

2 identicon

Þetta er einfalt mál, hættu að reykja og notaðu tímann á fésinu, algjört vinn - vinn.

G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fésbókin er botninn! Þangað erum við komin! Beware!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Jagast um pólitík hérna, rækta vinskap á Fésbókinni.

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 19:58

5 identicon

Heill og sæll; Friðrik Þór, sem þið Kristján - Sigurður Þór - Flosi, og önnur, hér !

Margt; má að spjallsíðu garfi (bloggi) finna, en þá fyrst kastar tólfunum, léti ég, gamaldags og íhaldssamur, glepjast, af enn meiri tíma þjófi, sem Fésa bókar skottan kynni, frá mér að taka.

Geld varhug nokkurn; við því stássi öllu, piltar.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband