Færsluflokkur: Bloggar

Moggabloggari #1

 Eftir alls konar trakteríngar, stæla, tilraunir, stólpakjaft, ögranir, hreinskilni, krassandi fyrirsagnir, heitar umræður - you name it - tókst mér loks að ná langþráðu markmiði, að komast í fyrsta sætið á "vinsældarlista" Moggabloggsins. Hafði áður náð silfri og bronsi nokkrum sinnum.

Rétt að taka fram að ég hef ekki talað gegn eigin sannfæringu (eða blekkt í þeim skilningi), en stundum skrifað með örlitlum ýkjum og í krassandi stíl. Ég segi þetta lesendum ekki til vansa (hvað lestrarsmekk varðar); en þeir vilja gjarnan krassandi stíl og heitar umræður. Það er prýðilegt. Mér tókst líka að forðast klám, kynlíf, útlendar stórstjörnur og ofbeldi að mestu. Held ég hafi ekki nefnt Mækul Jakkson á nafn.

Kannski ég fari núna í smá sumarfrí...

50 vinsælustu bloggarnir síðastliðna 7 daga

SætiHöfundurSlóðVikuinnlitVikuflett.Gestir/dagIP-t./dag

Skrítið fólk er (oftast) skemmtilegt

Ég hef yfirleitt gaman af skrítnu fólki, í merkingunni fólki sem er ekki eins og fólk er flest!

Ég hef sömuleiðis gaman af því að tala við fólk sem er ekki sömu skoðunar og ég. Ég ber þannig virðingu fyrir svo gott sem öllum sem ekki eru sömu skoðunar og ég í pólitík. 

En þegar kosningar nálgast er eins og losni úr búrum og hælum sérkennilegur flokkur einstaklinga, sem ástundar skítkast og annan óþverraskap undir nafnleynd - vegur að fólki úr launsátri og eitrar andrúmsloftið með stæku hatri. Þetta er alls ekki bundið við eina stjórnmálaskoðun eða einn stjórnmálaflokk. Og mig grunar að þetta séu tiltölulega fáir veikir einstaklingar sem noti mörg dulnefni. Reyndar þora sumir að koma með ansi mergjaðan óþverraskap undir nafni - það er þó skárra.

Ég skora á alla bloggara sem fá þessi nafnlausu skítakomment við færslur sínar að henda öllum viðbjóði út og setja bann á IP-tölur viðkomandi. Ég hef aðeins tvisvar séð mig knúinn til að gera slíkt, en mig grunar að það gæti orðið oftar núna í aðdraganda kosninga.


Fésbók og blogg

Ég var að skrá mig inn í Fésbókarvíddina. Ég er svolítið kvíðinn að ganga út í hið óþekkta og myndi þiggja öll góð ráð um hvað beri að forðast, þannig að þessi vídd taki ekki af mér öll völd og tíma. Ég er nervös að þurfa kannski í tíma og ótíma að vera að hafna "vinum" og gleyma að svara ávörpum til mín og svekkja þannig fólk og gleyma fólki sem ég vil vera í vinskap við o.s.frv.

Ég ætla að stíga hægt og varlega inn í þessa veröld. Bloggið hefur eiginlega verið mér nóg, en ég hef fylgst með frúnni dunda við sína Fésbók og séð að hún er í sambandi við meðal annars ættingja mína í USA og vini Stulla sonar okkar heitins o.s.frv. og það höfðar auðvitað til mín.

En jafnframt vil ég ekki að Fésbók ásamt bloggi taki of mikla orku og tíma. Ég þarf að sinna annarri vinnu og áhugamálum; kennslu, skriftum, músík, afastrák og fjölskyldu hans, enska boltanum, lesa bækur og margt fleira mætti telja upp. Inn á milli verður maður víst að sofa og borða. Og taka sér smókpásu úr því maður er enn með þá synd í farteskinu.


Bloggari leiðir til handtöku svartliða fyrir munnsöfnuð!

 Í stórskemmtilegri frétt Fréttablaðsins í dag (öftustu opnu) greinir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður frá því að svartliðinn Þorri Jóhannsson hafi í gær verið handtekinn af lögreglu og færður til yfirheyrslu, vegna tölvupósts sem hann skrifaði mér og ég birti hér á bloggi mínu (enda hafði hann reynt að birta efnið hér). Ég held að það sé rétt sem fram kemur í greininni að þetta sé í fyrsta skiptið sem maður er færður á lögreglustöð til yfirheyrslu vegna tölvupósts (sem síðan leiddi til netskrifa). Sérkennilegt að hafa stuðlað að því.

Ég fjalla um netpóst þennan hér fyrir neðan, en þar kemur fram að ég hafi fengið nafnlausan tölvupóst með töluvert skrautlegu orðalagi og beinum hótunum í garð ráðamanna og að mér fannst óbeinni hótun í minn garð. Égvildi ekki kæra málið formlega, en lét Stefán Eiríksson lögreglustjóra vita af innihaldinu með tölvupósti til hans persónulega. Stefán er vaskur maður og hefur metið það svo að um alvöru hótanir í garð ráðamanna væri að ræða.

Ég vísa til færslunnar fyrir neðan, en vil að öðru leyti bæta því við að nokkru eftir samskiptin við Stefán komst ég að því hver hefði sent mér þessi nafnlausu skrif og reyndist það vera maður sem mér er lítillega kunnugur og ég tel ekki ástæðu til að ætla að hafi fyrir alvöru meint það sem túlka má sem hótanir. Ég hef síðan átt í samskiptum við Þorra (um tölvupóst) og hann þvertekur fyrir illindi í minn garð persónulega og fyrir að hafa í alvöru ætlað að gera ráðamönnum eitthvað.

En að Herði Torfa.  Er verið að snúa út úr hans orðum? Bæði og. Upptakan af samtali blaðamanns Mbl.is við Hörð gefur eftirfarandi: "Af hverju er maðurinn að draga þetta út í... allt í einu, veikindi sín". Þessi ummæli hefur blaðamaðurinn snurfussað svo: „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?". Þetta er ekki nákvæmlega haft eftir og má deila um hvort fínpússning blaðamannsins breyti nokkru. Mér finnst hún þó nógu nákvæm til að hafna því, líka í ljósi annarra ummæla hans í samtalinu, að þarna hafi blaðamaðurinn eða aðrir verið að snúa út úr orðum Harðar. Hann á ekki að ströggla með þetta, heldur bæði útskýra betur við hvað hann átti og biðjast afsökunar.Þá verður honum enda fljótt fyrirgefið.


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband