12.6.2008 | 10:05
Er Svarthöfði þá "Idol" trúleysingja?
Það uppátæki trúleysingjanna í Vantrú, að láta "Svarthöfða" (úr Star wars) marsera kolsvartan og illúðlegan á eftir skraut- og kjólklæddri skrúðgöngu þjóðkirkjupresta, var auðvitað fyrst og fremst bráðfyndið og meinlaust grín. Hinir geistlegu verða að geta tekið svona gríni, enda verða þeir að viðurkenna að þessi skrautkjólasýning er í nútímanum... segjum skopleg.
En spurningar vakna um leið hvort lesa megi eitthvað sérstakt og annað en grín út úr uppátæki trúleysingjanna. Hvert er svarið við spurningunni: Af hverju Svarthöfði? Af hverju þessi kolsvarti og grimmi fulltrúi illra afla Stjörnustríðanna?
Jú, jú, þarna vafra skrautklæddir prestar og biskupar um í kjólum, með skrítna kraga og annað pjatt og punt, þeir ganga um með mismunandi djúpan hátíðar- og helgislepjusvip og þar er aðallega verið að halda í heiðri gamlar hefðir - "kristna arfleifð". En ef frá eru taldir stöku geistlegir menn, sem hóta á stundum helvítisvist í brennisteinsfnyki, þá eru prestarnir og biskuparnir almennt og yfirleitt góðir menn og konur, sem vilja vel. Ekki einu sinni "Svartstakkarnir" í Þjóðkirkjunni geta í alvöru talist "harðir" og hótandi (sumir, kannski). Pjattið og puntið er vel meint þótt gamaldags og úr sér gengið sé. Á milli mismunandi yfirdrifinna embættisverka eru prestarnir og biskuparnir fyrst og fremst venjulegir og oftast vel yfir meðallagi góðir og hjálplegir borgarar.
En af hverju er Svarthöfði Stjörnustríðanna mótvægi trúleysingjanna í gríninu? Er ekki hætt við að þegar hláturinn þagnar þá standi Svarthöfði eftir sem ímynd eða "Idol" trúleysingjanna í Vantrú? Ótvíræður fulltrúi illra afla? Andskotans í neðra? Er ekki hætt við því að Svarthöfði verði "lógó" trúleysingja, svona óvart, í hugum margra?
Trúleysingjar segja stundum að trúaðir dýrki draug eða drauga-þrenningu reyndar. Þegar kirkjuþing kemur saman í haust eiga trúleysingjarnir frekar, í áróðursskyni, að senda draug á vettvang. Til dæmis hinn góða Casper. Þeir (ég er ekki á meðal þeirra) vilja væntanlega ekki að eftir standi, að þegar fólk hugsar um trúleysi þá komi hinn illi Svarthöfði upp í hugann, er það?
Svarthöfði vakti lukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég er að spá í að láta sjá mig í einhverju súpergaura outfitti, spiderman hugsanlega :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:24
Ég spjallaði við fólk um þetta áður en að það áttaði sig að ég vissi eitthvað meira um málið og enginn átti erfitt með að fatta brandarann.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:29
"Jú, jú, þarna vafra skrautklæddir prestar og biskupar um í kjólum, með skrítna kraga og annað pjatt og punt, þeir ganga um með mismunandi djúpan hátíðar- og helgislepjusvip og þar er aðallega verið að halda í heiðri gamlar hefðir - "kristna arfleifð"".
..... ritar vefskrifarinn..... hér að ofan ....
En þegar talað er um karla með frottehandklæði og viftureim á hausnum og kerlingar í lituðum lökum - sumar með rimlagardínur að auki - verður allt vitlaust hér ... og menn sakaðir um fordóma (... þeir hljóta þá að vera svokallaðir "fordónar")
"Gvöð" hvað "málfrelsið" er undarlegur hlutur.....
Af hverju ekki að láta prestana í friði og senda "Fartveider" á "frottehandklæðiskarlana"? .. fengjum við þá á okkur "hryðjuverk"? .. eins og Danir vegna örfárra saklausra teikninga?
Er ekki eitthvað "perulaga" á ferðinni hér?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:56
Brandarinn er fínn Óli, eins og ég sagði. En síður ef hann er sagður margoft. Þá verður hann þreyttur og þess vegna mikilvægt að skipta um fígúru þegar kirkjuþing kemur saman í haust. Brandarinn er fínn, Óli, en munu trúleysingjar hlæja með þegar þeir verða að hlátrinum loknum kallaðir "hinir illu Svarthöfðar"?
Þegar Richard Dawkins gerir grín eða hæðist að trúarbrögðunum (guðs-trúnni) líkir hann guði gjarnan við draug eða "anda" (genie). Hann og fleiri hafa talað um jafnmikil líkindi á tilvist "lítilla grænna (manna)" og guðs. Gera grín og tala um "the pie in the sky" osfrv. Grínið verður betra ef draugur eða marsbúi mæta á kirkjuþingið í haust, frekar en að Svarthöfði verði sendur aftur, eins og Matti Ásgeirs hefur nefnt.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 11:06
Af hverju að gera lítið úr trú annara? Þetta var vissulega skondið að sjá en hins vegar finnst mér að báðir hóparnir ættu að sýna hvorum öðrum umburðalyndi. Nú veit ég ekki hvort Vantrú standi fyrir hið ílla í samfélaginu eða hvort þeir voru bara að gera lítið úr hefðum kristinnar trúar með uppátækinu. Um páskana voru trúleysingjar með uppákomu þar sem þeir voru að spila eða eitthvað álíka. Ef þeir væru samkvæmir sjálfum sér þá ættu þeir bara að mæta í vinnuna en sjálfsagt finnst þeim gott að fá fríið þótt það sé til komið vegna kristinahefða í samfélaginu.
Ég las grein á vef þeirra svarthöfðamanna um umburðarlyndi þeir ættu kannski að iðka það sem þeir boða sjálfir.
Guð blessi heimilið.
Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:12
Eflaust væri gagnlegt ef Heimir myndi lesa greinarnar sem fjalla um umburðarlyndi (þetta er það fyrsta í þessum lista).
Sagði ég það?
Æi já, ég sagði að hann ætti örugglega eftir að sjást einhverntíman aftur. Það finnst mér líka sennilegt. En ég held að Svarthöfði ætlai sér ekki að verða fastagestur á presta- og kirkjuþingum. Það má ekki segja sama brandarann of oft.
Ég vona að héðan í frá dugi fólki að sjá presta í skrúða til að brosa, því það er náttúrulega frekar hlægilegt.
Matthías Ásgeirsson, 12.6.2008 kl. 11:41
Svona flottum búningum fylgir gjarnan einhver ofurmáttur. Við eigum auðvitað að varðveita þessar hefðir. Ekki viljum við að allir fara að ganga í Maófötum? Sammála því sem þú segir um presta, þeir eru flestir góðlegir, alveg eins og starfsfólkið á bensínstöðvunum.
Júlíus Valsson, 12.6.2008 kl. 12:29
Það er ákveðin ímynd uppi um kreddufasta presta Þjóðkirkjunnar og þeir kallaðir Svartstakkar, yfirleitt í fremur neikvæðum tón. Ég er fyrst og fremst að nefna að trúleysingjar gætu fengið á sig viðurnefnið Svarthöfðar. Það er kannski í stakasta lagi? Nei, í "guðanna bænum" sendið draug eða Marsbúa næst....
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 12:35
Heimir eigum við að umbera það að hér sé sóað þúsundum milljóna í ríkistrú... æ dónt think só.
Ríkiskirkjan stendur frammi fyrir því að velja íslenska ríkið með mannlegu siðgæði og janfréttislögum VS guðsríki ... og hvað boðorðin 10 eða eitthvað.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:05
Ég skil ekki þessa menn sem eru trúleysingjar að geta ekki unnt okkur hinum þess að trúa. Hvers vegna þurfa þeir að agnúast út í okkar trúarbrögð, hvers vegna geta þeir ekki haldið sig að sínum trúarbrögðum, þ.e. trúleysinu?
Mér þykir þetta ekki snúast um trúleysi heldur umburðarleysi og frekju.
Reglulega kjánaleg hegðun.
HP Foss, 12.6.2008 kl. 14:46
HP Foss, prófaðu að heimfæra athugasemd þína á ríkiskirkjuna.
Friðrik, það skiptir engu máli hvað við gerum - alltaf eru einhverjar neikvæðar raddir. Sem betur fer sjá flestir húmorinn við þennan svarthöfðagjörning. Þeir sem láta þetta pirra sig eru yfirleitt ákafir stuðningsmenn ríkiskirkjunnar.
Matthías Ásgeirsson, 12.6.2008 kl. 15:43
Hp Foss skilur ekki dæmið, hann sér bara að hann sjálfur er þjóðkirkjugaur og allir sem eru ekki á sama máli og hann eru að agnúast og pirra hann.
Við erum bara að pirra þjóðkirkjufólkið þegar okkur þykir leitt að allt snýst í kringum kirkjuna þeirra, að okkur þyki leitt að prestlingarnir þeirra vaði í grunnskóla, að setning alþingis sé þjóðkirkjudæmi, að þjóðsöngur íslendinga snúist 100% um þjóðkirkjuguðinn.....
Sorry að við skulum pirra þig svona mikið HP og með svona ómerkilegum jafnréttis & mannréttindamálum
Fyrirgefðu að við séum svona frekir og kjánalegir
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:00
Pirringur hlýtur að vera í hug þess sem pirrast. Þess vegna ætti enginn að geta pirrað neinn annan en sjálfan sig. Sumir og sumt virðist til þess gert að REYNA að pirra en svo RÆÐUR maður ÞVÍ líka SJÁLFUR hvort maður tekur "áskoruninni" um að pirrast.
Sumum kann að finnast þessi athugasemd pirrandi, en það er þá líka hans pirringur, döh
Beturvitringur, 12.6.2008 kl. 17:10
" Er ekki hætt við því að Svarthöfði verði "lógó" trúleysingja, svona óvart, í hugum margra?"
Af hverju tala allir eins og að Vantrú og það sem þau gera og segja sé hægt að heimfæra upp á alla trúleysingja? Mér fannst þetta sniðugt uppátæki hjá Vantrú en það fer alveg afskaplega í taugarnar á mér í umræðunni núna og reyndar oftast hérna á blogginu að það er eins og fólk haldi að félagið sé fulltrúi allra trúleysingja.
Egill Óskarsson, 12.6.2008 kl. 18:40
Það er auðvitað ókurteist af mér að geta þess ekki skilmerkilega að trúleysingar eru klofnir og mynda hið minnsta tvö félög, Vantrú og SAMT (Samtök trúlausra). Það er því til hið minnsta tvennskonar trúleysi og Svarthöfði bara fulltrúi annars félagsins. Ætli Hulk sé ekki fulltrúi hins félagsins?
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 21:04
Ég verð að hryggja grínleikarana í Vantrú að líklega eru þeir að eyða púðri sínu á dauða fugla. Ef þeir eru að berjast gegn trú á Guð er ástæðulaust fyrir þá að beina spjótum sínum að þjóðkirkjunni.
Þjóðkirkjan hefur lýst því yfir að hún er ekki kristin, með því að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra. Hún fer ekki eftir orði Guðs og er þar með hætt að vera kristin kirkja.
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 22:36
Hvenær sagði nefndur guð þetta um samkynhneigða? Við hvern sagði hann þetta? Notaði hann orðin "staðfest samvist"? Talaði hann um "samkynhneigða"? Í hvernig búningi var hann klæddur þegar hann sagði þetta? Var hann í sandölum? Var skeggið snyrt eða ósnyrt? Var hann í kufli, með kraga? Var heilagi andinn með honum? Komst þetta í blöðin?
Ég segi bara svona...
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 23:35
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð. (3. Mósebók 18:22)
Þetta sagði Guð á dögum Móse. Ég var ekki viðstaddur og veit því ekki hvernig Guð var klæddur.
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 23:51
PS Ég veit ekki hvaða blöð voru gefin út á dögum Móse og hvort þetta var birt í þeim, en þetta komst allavega í Biblíuna, helgirit kristinna manna.
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 23:53
Friðrik, SAMT er bara lítill spjallhópur innan Siðmenntar.
En ég held að málið sé ekki það að sumir trúmenn telji Vantrú tala fyrir alla trúleysingja, heldur halda þeir að allir trúleysingjar sem tjá sig séu þar með orðnir meðlimir í Vantrú (amk verð ég meira var við það).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2008 kl. 00:26
Meðal annarra orða: Þykir prestunum - og biskupnum - ekki alveg sjálfsagt að agnúast út í trúleysi og trúleysingja. Verður þá ekki umburðarlyndið að vera á báða bóga?
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 00:28
Hjalti: Ég hef ekkert nema gott eitt um Siðmennt að segja og vitaskuld eru fæstir trúlausra í "militant" stellingum gagnvart trúarbrögðum (allavega skipulögðum). Sjálfur tel ég mig ekki geta sannað eða afsannað nokkuð í trúarlegum eða ekki-trúarlegum efnum og umber allar lífsskoðanir og trú en leggst þó gegn öfgum, kreddum, bönnum og öðru sem gengur í berhögg við almenna og viðurkennda skynsemi og siðferði. Flestir trúlausra eru, geri ég ráð fyrir, á móti skipulögðum trúarbrögðum og ég er gagnrýninn á þau. En ég hef ekki fundið í neinum kenningum trúlausra óræka sönnun gegn því að "eitthvað" sé til - sem þeir ekki skynja og geta ekki mælt. Mér finnst satt að segja frekar þröngsýnt að berjast um of gegn iðkun trúar. Ég gerði það áðurfyrr en hætti því. Mér nægir að trúarbrögð/trúfélög og önnur lífsskoðanafélög njóti fyllilega jafnréttis.
Og Sigurður Þór: Vitaskuld hafa fulltrúar forréttindatrúfélagsins á Íslandi veist að trúlausum og oft algerlega að ástæðulausu. Því miður fer trúfélag þetta oft villur vega. Önnur skipulögð trúarbrögð gera það líka. Þegar best lætur heyrist sem minnst í trúfélagi þessu af nuddi og nagi. Sem breytir því ekki að sumir trúleysingja hafa uppi mjög hatramman áróður uppi og honum er í áróðursskyni varpað yfir á trúlausa almennt.
Og Theódór. Samkvæmt tilvitnuninni má kona þá leggjast með konu sem karlmaður væri og þá væntanlega fá staðfesta samvist? Jafnvel giftast? Það er ekki gott í efni þegar Þjóðkirkjan telst ekki kristin lengur, að mati TN. Svo virðist sem kynhneigð ráði því hvort þú ert kristinn eða ekki. Kynhneigð af öllum hneigðum. Ég hélt það væri trúhneigð.
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 01:08
Við berjumst ekki gegn því að fólk iðki sína trú - það má gera það í friði fyrir okkur. En þegar það fer að boða trú sína viljum við veita mótvægi, sama hvaða hindurvitni er um að ræða.
Það nægir mér líka nokkurn vegin (ég vil líka veita mótvægi við boðun). En það er afskaplega langt í land.
Nú ertu farinn að apa upp eftir biskup. Hvaða hatrammi áróður er það?Matthías Ásgeirsson, 13.6.2008 kl. 01:42
Finnst ykkur ég vera með hatramman áróður?
Ef ég er mað hann þá er það eingöngu vegna ruglsins og yfirgangsins, liðin er sú tíð þegar enginn mátti segja neitt vegna kristni á íslandi og faktískt í öllum heiminum.
Áróður minn er eins og sykurhúðaður miðað við áróður trúaðra.
Ég get sem betur fer ekki klofnað því ég er einn :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 08:55
Við höfum, Matti, farið í gegnum þetta áður, líklega í trúmálaskorpu minni í desember síðastliðnum. Ég hygg að ég hafi nefnt að ég sjálfur yfirfæri ekki yfir á Vantrú per se að sumir trúleysingjar séu við eða fyrir ofan strikið í umræðunni um trú. Mig minnir endilega að ég hafi nefnt þig sérstaklega fyrir málefnalegan málflutning. Að öðru leyti er kannski ástæða til að rifja upp eftirfarandi úr nefndum skrifum mínum:
"Það gildir um bæði trúaða og trúleysingja að drjúgur meirihluti í báðum hópum er myndaður af sanngjörnu og hófsömu fólki, sem nálgast sannfæringu sína án þess að hatast við nokkurn mann eða gera hinum aðilanum upp skoðanir með ósannindum og ýkjum. Á jaðri beggja hópa er hins vegar ofstækisfólkið.
Ofstækis-trúleysingjar eru ekki á nokkurn hátt skrárri en öfgatrúarfólkið (innan þjóðkirkjunar jafnt sem utan hennar). Ofstækis-trúleysingjar auðsýna trúarþörf fólks hina mestu fyrirlitningu og hatast við fólk sem trúir á hið yfirnáttúrulega. Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna Ofstækis-trúleysingjar leggja svona mikla áherslu á að rakka niður trú fólks. Ég er ekki að tala um sjálfsagða rökræna umræðu um gildi trúarbragða og hlutverk þess í samfélaginu; ég er að tala um þá froðufellandi fordóma Ofstækis-trúleysingja sem eru bókstafstrúar á að ekkert yfirnáttúrulegt sé til og að það eigi að vinna í því að afmá hvers konar trúarstarfsemi. Mér virðist að í umræðunni um stöðu trúmála í landinu sé öfgaöflunum í báðum kreðsum að vaxa fiskur um hrygg, því miður, en viðhorf hins breiða fjölda fara fyrir ofan garð og neðan.
Vil taka það fram að sjálfur er ég hvorki trúaður í merkingu skipulagðra trúfélaga né trúleysingi. Tilheyri hvorki þeim hópi sem segir að Guð sé til né þeim sem segir að Guð sé ekki til. Tel alls ósannað að annað viðhorfið teljist sannað og hitt ósannað. Ég er fyllilega sáttur við að vera leitandi sál og alls ekki óhamingjusamir með að hafa ekkert "konkret" fundið. Ég hef ekki hugmynd um hvort Guð sé til og þá hvort hann er t.d. gráhærður öldungur í hvítu laki og með sandala á fótum. Ég get ekkert fullyrt um að Guð sé ekki til og raunar get ég allveg séð fyrir mér að öll lífsorkan í alheiminum myndi til samans "líkama" einhvers konar fyrirbæris, sem allt eins má kalla Guð. Eða Albert. Þess vegna Jón eða Jónu".
Ég meira að segja "stofnaði" ný trúarbrögð í lok umræðunnar og tilefndi sjálfan mig Guð (seinna stofnaði ég líka Anti-Rúsínufélagið en það er annað mál):
"Ég held því fram að nútímavísindi hafi sannað tilvist Lífsorku, sem mín vegna má kalla Guð (eða eitthvað annað). E=MC2 felur í sér þessa sönnun. Allt er afstætt og víddirnar óramargar. Við skynjum aðeins lítinn hluta. Með stjörnukíkjum sjáum við langt út í geim og sjáum þar stjörnur og vetrarbrautir. Með smásjám sjáum við smæstu (?) öreindir og frumur. Í báðum tilfellum erum við að sjá það sama í ansi ólíkum stærðum.Öreindirnar allar inni í okkur sjálfum mynda til samans búk, eins og við vitum. Inni í mér eru örverur sem hafa á tilfinningunni að eitthvað æðra sé til – og það er ég. Ég er Guð þessara örvera. Og ég og þið hafið á tilfinningunni að þarna úti sé eitthvað æðra til, eitthvað sem myndar samanlagðan massa þeirrar lífsorku sem við skynjum. Ég boða að stjörnurnar myndi vetrarbrautir, að vetrarbrautirnar myndi líkama og það sé líkami þeirrar lífsorku sem ég nefni Guð (eða eitthvað annað). Sá Guð er síðan kannski örvera í enn öðrum Guð..".
Og einnig sagði ég, sem rifja má upp:
"Það er trúarofstæki að halda fram einni blýfastri kenningu en hafna öðru alfarið en hafa á sama tíma enga áreiðanlega og réttmæta sönnun fyrir máli sínu. Þetta gera öfgamenn hinna ýmsu trúarbragða og trúleysingja og ekki á nokkurn hátt að vænta að út úr rökræðum slíkra öfgamanna komi nokkur niðurstaða eða málamiðlun.Öfga-kristnir eru á hinni einu réttu skoðun og við hin endum í helvíti. Öfga-Múslimar eru á hinni einu réttu skoðun og við villutrúarfólkið á leið til helvítis. Öfga-Trúleysingjar finna hjá sér þörf til að kalla trú heimsku og bábilju og segja "híí á þig" og "við endum dauð og förum hvergi!". Biblían, Kóraninn og Dawkins segja en aðrir eiga að þegja.Að öðru jöfnu er kristið fólk, íslamskt fólk og trúleysingjar hið besta fólk. Langflestir geta rætt saman í mesta friði. Óskandi er hins vegar að öfgafólkið nái einn góðan veðurdag að festa bönd á hatur sitt út í trú annarra eða trúleysi. En hinir hófsömu á Íslandi hafa að undanförnu gerst sekir um að færa sig upp á skaftið með ýktum viðbrögðum við eðlilegri umræðu og gjörðum. Hér get ég nefnt til sögunnar þá línu forystumanna Þjóðkirkjunnar að kirkjan sé undir einhvers konar árás, það sé verið að svipta þjóðinni dýrmætum kristnum arfi og gott ef ekki taka af því þjóðsönginn, krossinn í fánanum og jafnvel trúarlega frídaga".
Þeir eru til, og ég hygg að þú virðurkennir það, Matti, sem djöflast á trúuðu fólki. Já, DocktorE, þú gengur stundum ansi langt, en, nei, ert sjaldan beinlínis hatrammur, meira svona meinfýsinn, storkandi og stríðandi. Nóg sagt í bili!
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 09:25
Friðrik: "Það er auðvitað ókurteist af mér að geta þess ekki skilmerkilega að trúleysingar eru klofnir og mynda hið minnsta tvö félög, Vantrú og SAMT (Samtök trúlausra). Það er því til hið minnsta tvennskonar trúleysi og Svarthöfði bara fulltrúi annars félagsins."
Já, trúlausir eru annaðhvort í Vantrú eða SAMT (Siðmennt). Nákvæmlega. Takk fyrir það. Mikilvægt að hafa það á hreinu hver er í hvaða klíku innan hvaða liðs í trúarbragðaumræðunum.
Kannski er þetta kverúlantismi í mér en það fer samt sem áður í taugarnar á mér að þurfa í sífellu að svara fyrir þá ímynd sem fólk hefur af Vantrú eða Siðmennt (sem er reyndar alveg ótrúlega oft furðulega vitlaus) þegar fólk kemst að því að ég er trúlaus.
"Sem breytir því ekki að sumir trúleysingja hafa uppi mjög hatramman áróður uppi og honum er í áróðursskyni varpað yfir á trúlausa almennt."
Nákvæmlega. Og leiðinlegt að segja það en ég held að bloggfærslur þar sem einhver gerir athugasemdir við eitthvað sem Vantrú eða Siðmennt gera og yfirfærir það viljandi eða óviljandi yfir á alla trúlausa með orðalagi hjálpi einmitt ekki til.
Egill Óskarsson, 13.6.2008 kl. 15:46
Vil taka fram að ég hef reyndar ekki orðin var við hatramman áróður frá Vantrú eða Siðmennt. Vantrúarmenn eru oft beinskeittir, en hatrammir eru þeir ekki miðað við margt annað í umræðum um trúmál, s.s. margt af því sem fólk leyfir sér að segja um múslima.
Egill Óskarsson, 13.6.2008 kl. 17:08
Þetta er sjálfsagt rétt, Andrés, en á svo sem við um mörg ef ekki flest félög. Yfirleitt er minnihluti virkur og stundum mjög lítill minnihluti.
Þið báðir: Mér finnst Siðmennt vera að gera mjög góða hluti og yfirleitt nálgast lífsskoðanir sínar með ábyrgð og skynsemi að vopni. Fermingar samtakanna og nú síðast borgaralegar útfarir eru í fúlustu alvöru áfangar sem komast í sögubækurnar. Athafnirnar eru fallegar og sneisafullar af innihaldi og hátíðleika.
Þessar athafnir eru ákaflega mikilvægur valkostur. Annar sonar minna valdi kirkjulega fermingu en hinn borgaralega og báðar athafnir gerðu það sem máli skipti; voru inntaka barns yfir í samfélag fullorðinna. Útfarir þekki ég því miður mætavel, en engar borgaralegar. Mér finnst ástæða til að nefna að lúterskir prestar geta verið afar frjálslegir sumir hverjir eða sveigjanlegir með útfararformið. Þeir eru flestir hverjir fyrst og fremst góðar manneskjur - og fyrir efahyggjumann skiptir það mestu. Búningurinn er ekki aðalatriðið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.6.2008 kl. 00:21
"Annars hef ég grun um að flestir trúlausir séu það sinnulausir um sitt trúleysi að þeir nenni hvorki að tilheyra Vantrú né Siðmennt."
Það eitt að vera trúlaus í dag er meiri afstaða til trúar en meirihluti þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni hafa nokkurn tíman haft, fyrir utan kannski sunnudagaskóla og í kringum fermingu held ég.
Ég held að margir trúleysingjar hafi bara enga þörf fyrir því að hópast saman um trúleysið, ekki frekar en að þeir nenntu í rauninni að taka þátt trúfélögum áður en þeir áttuðu sig.
Friðrik, Siðmennt er að gera marga fína hluti og hefur hingað til staðið sig vel í erfiðri hagsmunabaráttu. Mér finnst útfaradæmið mjög gott framtak en ég er efinst um ferminguna. Nógu asnalegur gerningur er hún fyrir í kristninni sem einhvers konar redding á því að skíra ungabörn, sem mér finnst fáránlegt því ég get ekki skilið að einhver trúi því í alvöru að þau hafi einhverjar syndir sem þarf að hreinsa þau af. Ég skil samt þörfina fyrir þetta.
Egill Óskarsson, 14.6.2008 kl. 01:19
Þetta var auðvitað bráðfyndið. Krakkarnir hafa örugglega haft mikinn áhuga á þessu uppátæki. Örugglega spáð í hvað Star Wars væri að gera í kirkju með prestum.
Er ekki sagt að George Lukas höfundur Star Wars, hafi lesið Biblíuna á meðan hann samdi söguna?
Marinó Már Marinósson, 14.6.2008 kl. 01:38
Flestir trúfrjálsir sem ég þekki til eru ekki hjarðdýr þó eru margir hverjir sem finna sig þvingaða til þess að mingla sig saman til þess að standa uppi í hári trúarhópa sem vaða yfir allt og alla í þjóðfélögum um allan heim.
Á næstu árum þá er ég alveg viss um að trúfrjálsir munu sameinast til þess að aftra hinni miklu ógn sem okkur öllum stendur af skipulögðum fíflalátum.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.