Kastljós verður sýknað í Jónínu-málinu

Ég trúi ekki öðru en að í Jónínu-málinu svokallaða verði Kastljós sýknaði. Að í dómsmálinu sem Jónína Bjartmarz höfðar, með nöfnum sonar og tengdadóttur, þá verði réttmæti umfjöllunar Kastljóss staðfest. Ég trúi þessu vegna þess að ég fylgdist vel með vinnslu þessarar umfjöllunar, þótt ég hafi ekki komið með beinum hætti að henni. Ég er sannfærður um að í þessari umfjöllun hafi fjölmiðillinn gætt faglegra sjónarmiða og byggt á eins vandaðri upplýsingaöflun og tök voru á, og að fjölmiðillinn hafi gegnt skyldum sínum eðlilega við að veita stjórnvöldum aðhald.

Fyrr féll úrskurður í Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sem kom mér verulega á óvart, en svo virðist sem sumt fólk sjái í umfjölluninni óvild og þá væntanlega af persónulegum toga, í garð ráðherrans fyrrverandi og fjölskyldu hennar. Siðanefndin virtist með öðrum orðum trúa því að umsjónarmaður Kastljóss hafi gengið um með óvildarhug í garð viðkomandi fyrrum ráðherra, hafi viljandi farið með rangfærslur gagngert til að gera viðkomandi ráðherra tortryggilegan og í því skyni „látið undir höfuð leggjast að afla grundvallarupplýsinga í viðkvæmu máli“. Siðanefndin fór þá ólíkindaleið að taka kærumálflutning fyrrum ráðherrans sem lög á bók en rök Kastljóss voru að engu höfð og lutu þau þó að grundvallarreglum fagsins. Þó verður að undirstrika að siðanefnd BÍ „sakfelldi“ aðeins vegna hluta kæru ráðherrans fyrrverandi og tók undir aðhaldshlutverkið. Ég hygg síðan að flestallir sanngjarnir einstaklingar taki undir að afgreiðsla allsherjarnefndar á viðkomandi umsókn um ríkisborgararétt hafi EKKI verið eðlileg. Kastljós stóð sig þarna vel í vandasömu máli, aflaði góðra upplýsinga og hafði áreiðanleg gögn og heimildir sér að baki. Umfjöllunin var réttmæt og að langstærstum hluta áreiðanleg – t.d. stendur óhaggað eftir að allsherjarnefnd þingsins sveigði af hefðbundinni braut umsókna um ríkisborgararétt til að þóknast tilteknum umsækjanda og gætti þá ekki jafnræðis milli umsækjenda. Það er grafalvarlegt mál fyrir fjölmiðla- og tjáningarfrelsið ef dómstólar sakfella Kastljós. Það myndi bitna með sorglegum hætti á réttmætu aðhaldi fjölmiðla að kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.
mbl.is Krefjast miskabóta upp á 3,5 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara málið það að Jónína er ekki í "réttum" pólitískum flokki? - hún er jú í Framsóknarflokknum.  Það var a.m.k. engin tilviljun að þetta mál var tekið upp rétt fyrir kosningar.  Var kannski Samfylkingin með í spilinu?  Var Helgi Seljan hlutlaus í þessu máli?  Fékk Kastljósið upplýsingar um þetta mál með vafasömum hætti?  Eiga ekki mál sem tekin eru fyrir í allsherjarnefnd að vera trúnaðarmál?  Hvar er hlutleysið í þessu?  Hefði málið kannski komið upp á yfirborðið ef um meðlim af t.d. Samfylkingunni hefði verið að ræða?? 

Guðmundur E. Sigurpálsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:19

2 identicon

Ég vona allavega að Kastljósið verði sýknað. Hvað lækna peningar hjá þessu fólki? Þetta var réttmæt fréttaskýring hjá Kastljósi, við almenningur áttum rétt á henni. Hvað varðar miskabæturnar ,,,,, þá finnst mér þær fégræðgi.

Bubbi og Geiri fengu milljón hvor að mig minnir fyrir einhver orð sem um þá var látið falla á riti , en hvað fá fórnarlömb ofbeldis og nauðgana? Frussshhh

Í þessu máli var verið að tala um klíkuskap. Mikið skelfilega hlýtur þessu fólki að líða illa yfir þessu, verr en fórnarlömbum ofbeldis.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vertu ekki of viss um sýknun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Þetta mál pirraði mig mikið á sínum tíma (og gerir enn)

ég hafði verið að reyna að fá atvinnuleyfi fyrir manneskju, utan Evrópusambandssvæðinu, sem bjó yfir kunnáttu og reynslu sem ekki var í boði hérlendis.

ég hafði farið eftir þeim leiðum sem fyrir mig var lagt með vægast sagt litlum árangri ( enn þann dag í dag)

ég fór með málið til umboðsmanns alþingis í september 2007, en hann hefur ekki fengið þau gögn , frá félagsmálaráðuneytinu, sem hann þarf til að úrskurða í málinu, þrátt fyrir marg ítrekaðar ítrekanir.

á meðan aðrir fengu flýtimeðferð ekki bara á atvinnuleyfi heldur ríkisborgararétt.

Hér er ferlið sem ég hafði þá farið í frekar reiðilegum tón.

Bogi Jónsson, 13.6.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka innleggin, nema steypuna úr Guðmundi Sigurpálssyni, sem sýnir mikla vanþekkingu á eðli samfélagsmála og fjölmiðlunar.

Fjölmiðlar flytja tíðindi og kryfja mál í samræmi við þær upplýsingar sem liggja fyrir og aflað er. það skiptir engu máli hvernig upplýsingarnar koma svo fremi sem þær séu réttar. Guðmundur er einstaklega vitlaus ef hann heldur að ritstjórn Kastljóss sé eitthvað uppsigað við Framsókn frekar en aðra. Þess utan snérist þetta mál fyrst og fremst um gjörðir allsherjarnefndar þingsins, en ekki gjörðir ráðherrans fyrrverandi, og í allsherjarnefnd voru fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu að höndla með málið. Meðal annars var fjallað um gjörðir fulltrúa Samfylkingarinnar og þær dregnar í sama ljós og gjörðir fulltrúa annarra flokka. Þetta er lykilatriði, Guðmundur: Kastljós hélt engu fram um að Jónína hefði gert eitthvað vafasamt, þótt tengsl viðkomandi umsækjanda við ráðherrann kunni að hafa haft áhrif á allra-flokka-fulltrúa allsherjarnefndarinnar. Tókstu ekki eftir því, Guðmundur, að fulltrúi Samfylkingarinnar, Guðrún Ögmundsdóttir, var í Kastljósinu, alveg til jafns við fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í nefndinni? Fór það framhjá þér? Eða er um valkvætt minni að ræða?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Evert S

já furðuleg klíka það, þeir sem veitu ríkisborgararéttin voru allir æi öðrum flokkum en Jónina, svo má spyrja hvort siðanefnd blaða manna hafi ekki tekið tilit til þess að Kastljós hafði engin haldbær gögn. Kastljós fór langt út fyrir eðlileg mörk án þess að hafa fyrir því sannanir. Mér finnst líka furðulega að Guðrún Ögmunds og Bjarni ben séu strengja brúður Jónínu, nema þá að þau hafi staðið á bak við þetta allt bæði veitingu ríkisborgararéttar og ummfjölun kastljós, það hefði jú getað verið rökrétt skýring ef þau hefðu verið hrædd við Framsóknarflokkin í kostningum, sem þau voru örugglega ekki. þess vegna er eina skýringin óvild starfsmanna Kastljós og röng umfjöllun.

Evert S, 13.6.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Kastljósmenn voru afar ókurteisir og fóru út fyrir öll velsæmismörk blaðamennskunnar í þessum þætti. Það kemur þeim í koll.

Júlíus Valsson, 13.6.2008 kl. 20:33

8 Smámynd: Bogi Jónsson

Fyrirgefið.

mér brást aðeins bogalistinn á að setja inn rétta slóð

en hér er sú rétta

Bogi Jónsson, 13.6.2008 kl. 21:15

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú fyrirgefur Evert en ég skil ekki bofs hvað þú ert að reyna að segja. Heldur þú virkilega að einhver hafi verið hræddur við Framsókn í síðustu kosningum??? Flokkurinn var í rúst! Fylgislaus og algerlega laus við að valda ótta nokkurs manns. Umfjöllun Kastljóss var EKKI um Framsóknarflokkinn og Jónínu (nema þá óbeint), Evert, reyndu að skilja það. Umfjöllunin snérist um að allsherjarnefnd þingsins mismunaði umsækjendum um ríkisborgararétt. Einn Sjálfstæðismaður, einn Framsóknarmaður og einn Samfylkingarmaður. Hugsanlega til að þóknast samþingsmanni.

Kastljós hafði vissulega algerlega fullnægjandi gögn og heimildir og furðulegt að sjá öðru haldið fram. Enda snérist málflutningur lögfræðings Jónínu - nei afsakið sonar hennar og tengdadóttur - fyrir dómi ekki um skort á gögnum heldur þvert á móti var reynt að gera mál úr því að gögnin umræddu hafi verið illa fengin. Evert; hugsaðu málið.

Júlíus: Ert þú einn af þessum mönnum sem vilja að fréttamenn þéri þingmenn og ráðherra? Ertu einn af þeim sem fannst Sindri Sindrason hjá Stöð 2 dónalegur við forsætisráðherra í dag? Eiga fjölmiðlar að beygja sig og bukta fyrir ráðamönnum? Spyrja bara þægilegra spurninga? Júlíus?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 23:37

10 identicon

Ef Kastljós verður ekki sýknað þá missi ég neðri kjálkann niður á gólf.
Málið liggur slétt fyrir mér og bara öllum sem ég hef talað við um málið.
Þegar ég sá að þetta lið var að fara í mál með milljónakröfur hugsaði ég upphátt: Vá þetta lið kann sig akkúrat ekki neitt.

Ekki veit ég hvar hann Júlíus náði í tímavél en komment hans virkar eins og hann hafi verið í helli í a.m.k. 30-40 ár

DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Jónína Bjarta brosti breitt alveg þangað til Helgi Seljan fór að skammast og benda á þessa fáránlegu flýtimeðferð.  Alveg sama hvað þessir gjörspilltu valdsmenn á Alþingi segja þá var þessi flýtimeðferð ekki í neinu samræmi við tilefnið.  Hér var hvorki um að ræða góða íþróttakonu fyrir íslenska landsliðið né sérvitran landflótta Bandaríkjamann.  Nei, heldur bara sæta skvísu á skólaaldri frá Gutemala.  En stóri brandarinn í þessu máli er samt sú fullyrðing Jónínu að nefndarmönnum hafi verið gjörsamlega ókunnugt um tengsl þessarar stelpu við Jónínu.  Ég hef alltaf haldið mikið upp á Jónínu þrátt fyrir Framsóknargeninn en með þessu máli og reyndar Íraksmálinu er hún bara blautur skeinipappír í mínum augum.

Björn Heiðdal, 14.6.2008 kl. 07:51

12 Smámynd: Júlíus Valsson

Friðrik, hvernig myndir þú bregðast við ef einhver sæti um þig og það fyrsta sem hann segði við þig væri t.d.: "Frikki minn! Hvenær ætlarðu eiginlega að hætta að blogga þessa andsk. vitleysu?". Væri þetta góður inngangur að samtali? Það er ekki innihaldið heldur umbúðirnar í þessu tilviki sem pirruðu Geir og fleiri. Ég held að flestir ætlist til þess, að blaðamenn sýni viðmælendum sínum almenna kurteisi. Að vera beinskeyttur og ákveðinn er allt önnur Ella.  

Júlíus Valsson, 14.6.2008 kl. 12:47

13 Smámynd: Júlíus Valsson

Dómarinn hefur síðasta orðið. Í dómsölum þýðir ekkert að vera með dónaskap. E.t.v. er þar síðasta vígi kurteisinnar?.

Júlíus Valsson, 14.6.2008 kl. 14:31

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Né, en það gildir.

Júlíus Valsson, 14.6.2008 kl. 15:12

15 Smámynd: Evert S

Friðrik, ég sagði að "það hefði jú getað verið rökrétt skýring ef þau hefðu verið hrædd við Framsóknarflokkin í kostningum, sem þau voru örugglega ekki." þannig að ef þú hefðir lesið mitt komment þá hefði ég ekki þurft að skýra þetta út fyrir þér. ég hef þvert á móti séð að kastljós hafi lagt annað en vafasöm gögn.

Evert S, 14.6.2008 kl. 18:05

16 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég trúi ekki öðru en að Kastljósið verði sýknað. Að öðrum kosti er verið að vega að frelsi fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku á Íslandi.

Stjórnmálamenn verða að þola það að störf þeirra séu undir smásjá fjölmiðla.

Svala Jónsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:10

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Og ég sagði, Evert, að ég skyldi ekki bofs í því sem þú værir að reyna að segja. Þannig að misskilningur af minni hálfu er auðskýranlegur. Sú fullyrðing að Kastljós hafi ekki haft haldbær gögn og sannanir er þvæla og enn vitlausara að óvild hafi ráðið för.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 16:43

18 Smámynd: Evert S

Kastljós hefur ekki getað sýnt fram á að gögnin sín ýni fram á´það sem þeir hafa sagt, það eru jú staðreyndir þess vegna tók siðanefnd blaðamanna  á málinnu eins og þeir gerðu og þess vegna munu dómstólar dæma stefnendum í hag. þetta eru staðreyndir, ekki blaður

Evert S, 15.6.2008 kl. 17:51

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Evert; ég horfði á þessi gögn með eigin augum. Ég fylgdist með vinnslu málsins. Helgi Seljan, Sigmar Guðmundsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og yfir þeim Þórhallur Gunnarsson unnu málið faglega í hvívetna. Ég var þarna. Hvar varst þú? Úti að aka?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 21:03

20 Smámynd: Evert S

Friðrik. ertu´þá að segja að siðanefnd blaðamanna hafi verið stjórnað af stjórnmálamönnum?????

Evert S, 15.6.2008 kl. 21:06

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, Evert, ekki veit ég hvernig þér kemur það til hugar, að nefndinni hafi verið stjórnað. Ég er hins vegar að segja að siðanefndin hafi farið villur vegar, sbr. sérstaka færslu mína um það á sínum tíma, þann 24. júní í fyrra:

Siðanefnd blaðamannafélagsins fór villur vega í gær – að því er virðist lét nefndin froðufellandi fyrrum ráðherra rugla sig í ríminu og trúa því að umsjónarmaður Kastljóss hafi gengið um með óvildarhug í garð viðkomandi fyrrum ráðherra, hafi viljandi farið með rangfærslur gagngert til að gera viðkomandi ráðherra tortryggilegan og í því skyni „látið undir höfuð leggjast að afla grundvallarupplýsinga í viðkvæmu máli“. Siðanefndin fór þá ólíkindaleið að taka kærumálflutning fyrrum ráðherrans sem lög á bók en rök Kastljóss voru að engu höfð og lutu þau þó að grundvallarreglum fagsins.

Hvað er siðanefnd að hugsa? Fyrst er þó að árétta að siðanefndin að mínu viti umfjöllunina í heild og telur þannig hlut Sigmars Guðmundssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í lagi og umfjöllunina og niðurstöðurnar í heild; hin dapra niðurstaða lýtur eingöngu að fyrsta þættinum 26. apríl. Samanburður milli texta þess þáttar og umfjöllunar siðanefndar vekur upp furðu. Siðanefndin segir þannig Kastljós/Helga ekki hafa aflað upplýsinga, sem þó eru sérstaklega tíunduð í viðkomandi umfjöllun. Siðanefndin segir einnig Kastljós/Helga hafa fullyrt um hluti sem ekki var gert! Það er eins og siðanefndin hafi bara lesið greinargerð kærandans, ráðherrans fyrrverandi.

Fréttamál þróast. Í þessu tilfelli var ítarlegra upplýsinga aflað með stuðningi í gögnum og áreiðanlegum heimildum. Siðanefnd virðist taka undir formælingar ráðherrans fyrrum um fjórar alvarlegar staðreyndavillur – sem siðanefnd dirfist að kalla „rangfærslur“ (fær orðalagið væntanlega frá ráðherranum fyrrverandi) – og úrskurðar í raun út frá því. Þetta eru einfaldlega RANGFÆRSLUR hjá siðanefndinni og hún á að skammast sín. Að hámarki má tala um eina staðreyndavillu og hún breytti engu um aðalatriði málsins og hún beindist ekki að neinu leyti að kærandanum, ráðherranum fyrrverandi.

Kastljós/Helgi, rétt reins og Sigmar og Jóhanna, og við hin, stóð sig vel í vandasömu máli, aflaði góðra upplýsinga og hafði áreiðanleg gögn og heimildir sér að baki. Umfjöllunin var réttmæt og að langstærstum hluta áreiðanleg – t.d. stendur óhaggað eftir að Allsherjarnefnd þingsins sveigði af hefðbundinni braut umsókna um ríkisborgararétt til að þóknast tilteknum umsækjanda og gætti þá ekki jafnræðis milli umsækjenda. Og við hliðina á þessari vitneskju er ráðherraúrskurður siðanefndarinnar grafalvarlegur.

Daginn eftir sagði ég og eftirfarandi:

Það er rétt að árétta og undirstrika í því sambandi að siðanefndin tók undir fréttagildi málsins og "sýknaði" umfjöllunina að mestu leyti - hin vonda "sakfelling" beindist að einum þætti af fjórum (þeim fyrsta) og að einum fréttamanni af þremur (Sigmar Guðmundsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölluðu líka um málið, drógu það í land og að niðurstöðu). Fréttastofa Sjónvarpsins var kærð líka en að sjálfsögðu "sýknuð". Og það er líka rétt að halda til haga að siðanefndin horfði einfaldlega framhjá fjölmörgu í langhundinum hennar Jónínu sem kallaðist kæra til siðanefndar...

... Um siðanefndina vil ég segja: Úrskurðir hafa oft verið gagnrýndir og stundum hefur maður verið sammála og stundum ósammála. En þessi úrskurður hefur algera sérstöðu og lýtur að algerum grundvallaratriðum fagsins. Þetta er vondur, óvandaður og hættulegur úrskurður. Það er full þörf á því að gera undantekningu á annars ágætri reglu um að siðanefndarmenn tjái sig ekki um úrskurði sína. Nú verður að koma skýring, nánari rökstuðningur. Það er höfuðnauðsyn. Ég vil skilja hugrenningar siðanefndarinnar, því úrskurðurinn er óskiljanlegur. Ég krefst skýringa - ellegar afsagnar siðanefndar. Í fúlustu alvöru. Um leið vil ég fá upplýst hvernig endurskoðun siðareglna miðar og hlakka til að sjá hvort fram muni koma einhver þau atriði sem koma munu í veg fyrir sambærilegt slys og nú hefur átt sér stað

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 21:16

22 Smámynd: Evert S

Vönduð vinnubrögð segir þú hér má sjá hvað siðanefnblaðamanna segir,

Úr úrskurði siðanefndar:
"Af fyrsta þætti þessarar umfjöllunar, 26. apríl, má greinilega sjá að ekki hefur verið aflað nægilegra upplýsinga til gefa rétta mynd af málinu. Fréttamaðurinn virðist ekki hafa kynnt sér hvernig með umsóknir um ríkisfang sé farið. eginreglan er sú að dómsmálaráðherra hefur heimild að lögum til að veita íslenskan ríkisborgararétt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Uppfylli umsækjandi ekki öll skilyrðin, getur hann sent umsókn sína til allsherjarnefndar sem afgreiðir slíkar umsóknir tvisvar á ári. Hvorki var gerður greinarmunur á þessum tveimur ólíku leiðum né aflað upplýsinga um það hversu seint umsóknir geti borist.

Upplýsingar um fjölda umsækjenda voru rangar á þessu stigi og auk þess var blandað saman umsóknum sem lagðar voru fram á haustþingi og vorþingi. Umfjöllunin gaf því til kynna að fleiri umsóknum hefði verið hafnað en raunin var.

Þá var orðalag mjög misvísandi varðandi umfjöllun Útlendingastofnunar um málið. agt var að hún hefði eindregið lagst gegn því að umræddur einstaklingur fengi ríkisborgararétt, þegar umsóknin fékk sömu afgreiðslu og aðrar umsóknir þar sem ekki voru uppfyllt öll þau skilyrði sem sett voru fyrir því að dómsmálaráðherra geti veitt ríkisborgararétt.

Í umfjölluninni kom fram að fá ef nokkur dæmi væru til um að fólk sem ekki hefði dvalið nema stuttan tíma á landinu fengi ríkisborgararétt. Fyrir því eru þó mörg fordæmi, samkvæmt upplýsingum sem síðar komu fram. Ekkert í gögnum málsins bendir til að kærandi hafi reynt að hafa áhrif á afgreiðslu allsherjarnefndar á umræddri umsókn.

Siðanefnd telur að þegar þessi atriði eru metin í heild hafi umfjöllunin verið röng og misvísandi og til þess fallin að gera kæranda tortryggilegan. Þetta á einkum við um upphaf umfjöllunarinnar, í pistli Helga eljan 26. apríl. Rangfærslurnar voru leiðréttar smám saman en lituðu engu að síður alla umfjöllunina. Fréttamaður lét undir höfuð leggjast að afla grundvallarupplýsinga í viðkvæmu máli. Þau vinnubrögð brjóta í bága við 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands, en þar segir svo: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“

Úrskurður:

Ríkisútvarpið og Helgi eljan teljast hafa brotið 3. grein siðareglna. Brotið er alvarlegt.

Reykjavík, 15. júní 2007



Kristinn Hallgrímsson, Hjörtur Gíslason, Jóhannes Tómasson, alvör Nordal, igurveig Jónsdóttir "

svo væri ágætt að þú komir ekki með fullyrðingar um að maður hafi ekki kynnt sér eitthvað málið eða sé bara úti að aka nema þú sért viss um að svo sé svo málinn verði ekki rekinn ofan í þig eins og hér er gert

Evert S, 15.6.2008 kl. 21:19

23 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú virðist, Evert, rugla saman siðareglum BÍ og lögum þessa lands. Að siðanefndin hafi komist að niðurstöðu um að tiltekin atriði í umfjöllunin eins fréttamannsins (af þremur) hafi "verið röng og misvísandi og til þess fallin að gera (Jónínu Bjartmarz) tortryggilega(n)" er mjög umdeilanleg túlkun en hefur ekkert með lög eða dómstóla að gera.

Það er nánast í hverju einasta fréttamáli unnt að finna einhverja hnökra, en allt annað mál að yfirfæra á þá tilbúna ósk um að gera einhvern tortryggilegan. Í þessu máli er það alger þvæla að heil ritstjórn hafi unnið að því að koma pólitísku höggi á einn tiltekinn stjórnmálamann. Það er einfaldlega út í hött. Hvers vegna í ósköpunum ætti Kastljós að vera svo í nöp við þennan tiltekna stjórnmálamann að vilja henni svo illt að brjóta fagleg prinsipp til að koma á hana höggi? Í máli þar sem þungamiðjan fólst í gjörðum þriggja annarra stjórnmálamanna úr þremur stjórnmálaflokkum?

Þú hefur ekkert rekið ofan í mig Evert. Dómsmál er allt annars eðlis en siðanefndarmál. Í dómsmálinu verður spurt um tjáningarfrelsið og hvort tveir einstaklingar (ekki Jónína) hafi orðið fyrir skaða/miska. Ef Hæstiréttur (ekki undirréttur) kemst að niðurstöðu um að Kastljós hafi skaðað þetta fólk með umfjöllun sinni þá skal ég endurskoða hvort eitthvað hafi verið rekið ofan í mig. Af dómstólum en ekki þér.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 22:23

24 Smámynd: Evert S

Þú hefur haldið því framm að þessir tilteknu fréttamann hafi unnið af fagmennsku, samkvæmt úrskurðu siðanefndar er ljóst að þeir hafi ekki unnið af fagmennsku það er það sem var rekið ofan í þig.

Ég hef hvergi sagt að þeir hafi unnið svona af íllum ásetningi, ég tel allt eins að kappið hafi frekað ráðið ferðinni en forsjóninn hjá þeim, en þó svo hér hafi verið um mistök að ræða þurfa þeir að bera ábyrgð á vinnu sinni og löginn eru skýr og tel ég nokkuð víst að bæði í hérðai og hæstarétti verði kjastlós dæmt sekt.

Við skulum ræða það þegar dómar hafa fallið, þar sem við munum ekki fá niðurstöðu í það mál okkar á milli, en ég hef kynnt mér þetta mál nokk vel og tel ég að það séu umtalsvert meiri líkur á að kastljósið hafi hlaupið þarna á sig og verði látið svara til saka.

Ábyrgð fjölmiðla er mikil og verða þeir að passa sig á að hlaupa ekki með eitthvað af stað nema geta staðið við allt 100% og á það við í öllum málum þessu sem og öðrum.

Evert S, 15.6.2008 kl. 22:34

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Og ég var að segja að ég sé í grundvallaratriðum ósammála siðanefndarúrskurðinum og það er því ekki hægt að reka hann ofan í mig.

Vitaskuld mun Kastljós bera ábyrgð á umfjöllun sinni frammi fyrir dómstólum. Kastljós og ég hér eigum það sammerkt að koma fram undir nafni og bera þannig ábyrgð á orðum sínum. Ekki þú. Hver er Evert S? Hvað ábyrgð ber einstaklingurinn með þetta "nafn" sem vill ekki upplýsa hver hann er?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 22:40

26 Smámynd: Evert S

ahaaahaa

Evert S er mitt nafn og því er ég hér að koma fram undir nafni og ber fyllilega ábyrgð á því sem ég segi.

Ertu að reyna að gera lítið úr mér og mínum málflutningi með því að rengja nafn mitt?

Evert S, 15.6.2008 kl. 22:50

27 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, ég er að spyrja hver þú sért. Það heitir enginn "Evert S". En þú hefur vitaskuld fullan rétt á því að upplýsa ekki þitt fulla og rétta nafn. Ég virði þínar skoðanir og tek glaður þátt í þessum skoðanaskiptum. Ef ég væri í alvöru drullufúll og hefnigjarn myndi ég einfaldlega fjarlægja komment þín og banna IP-töluna - eða beita bragðvondum meðulum eins og að tala um stafsetninguna þína og biðja þig um að nota leiðréttingarpúkann. En það kemur mér ekki til hugar. Ég græði akkúrat ekkert á því að reyna að gera lítið úr þér. Þvert á móti.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 23:37

28 Smámynd: Evert S

ég heiti samt Evert S. og ef það dugar þér ekki þá geturðu smelt á höfundarupplýsingar á minni heimasíðu. 

Evert S, 15.6.2008 kl. 23:59

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það gerði ég að sjálfsögðu (ertu að reyna að gera lítið úr mér?) og þar komu ENGAR upplýsingar fram um höfundinn. hefur þú, á síðustu mínútum, hins vegar sett inn:

"Ég er Hafnfirðingur og heiti Evert S. Jensson".

Til hamingju með það. Og ég sé að við höfum báðir áhuga á flugmálum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 00:21

30 Smámynd: Evert S

Þessar upplýsingar voru þarna en höfðu dottið út, hvers vegna veit ég ekki.

Ó já ég hef áhuga á flugmálum og sérstaklega flugöryggismálum

Evert S, 16.6.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband