16.5.2008 | 20:32
(Mogga)bloggarar III.b: Mistök lagfærð
Mér urðu á hrapaleg mistök við vinnslu síðustu færslu minnar og sé mér ekki annað fært en að grípa hér til lagfæringar. Eftir allt sem á undan er gengið er með öllu óskiljanlegt að mér hafi orðið á svona klaufaleg mistök. Er ég enda sjálfum mér sárreiður.
Ég gleymdi sem sagt að tengja færsluna við frétt í því skyni að hámarka mögulegan lestur færslunnar. Eins og ég hafði boðað vegna umfjöllunarinnar um (Mogga)bloggið þá hugðist ég viljandi tengja þær færslur við mest lesnu innlendu frétt mbl.is hverju sinni, hver svo sem hún væri (og bið Moggabloggið afsökunar á þeirri táknrænu gjörð).
Ég verð því að grípa til endurbirtingar. En í stað þess að kópera og peista hingað inn dettur mér í hug að bara vísa ykkur á færsluna hér fyrir neðan - það er fljótlegra fyrir mig.
Kannski dugar þessi lagfæring mér til að komast yfir Jens Guð þrátt fyrir allt? Eru ekki örugglega allir að lesa um harmleikinn í Bakkatjörn?
Harmleikur á Bakkatjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Vefurinn | Breytt 17.5.2008 kl. 23:15 | Facebook
Athugasemdir
Sko, nú er ég að sigla almennilega framúr Jens Guð. Og Gurrý heldur sér til hlés í sjöunda sætinu. Fimmta sætið here I come! Metjöfnun. Svo fer maður að gera eitthvað annað, auðvitað.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:31
Nú svo ... þú gerir mistök líka ?
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 21:43
Jú, jú, Brynjar. Mýmörg í gegnum tíðina. Lesendum er bent á að ég leiðrétti Brynjar um smávegis á síðunni hans. Kíkið endilega á hana.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:46
HEI KOMON... ég sagði þetta í spaugi um þig.... .... þetta er það sem kallast "vægur" rasismi í garð blaðamanna.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 22:40
Hluti athugasemdar minnar á bloggsíðu Brynjars:
"Auðvitað er margt til í því að þessi frétt sé "kjánaleg" og hið sama er oft sagt (t.d. í USA) um fréttir af björgun katta úr trjám.
Aftur á móti er það mæld niðurstaða að akkúrat þessi frétt var mest lesna innlenda fréttin á mbl.is. Og það þýðir að líklega hafa tugþúsundir landsmanna viljað lesa um grimmu örlög þessara álftaunga. Að mörgu leyti ertu að glíma við þennan kjána-fjölda, Brynjar, ef miðað er við að fjölmiðlar eigi að endurspegla áhugamál fjöldans.
En fjölmiðlar geta auðvitað tekið sjálfstæða ákvörðun um að láta svona frásagnir eiga sig. Mér finnst mest um vert að fjölmiðlar eins og Mogginn séu fjölbreyttir og geri allt í senn; upplýsi, fræði og skemmti og að í fréttaflutningi sé hvergi slegið af við að sinna skyldu fjölmiðilsins gagnvart lýðræðislegri umræðu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að Mogginn sé augljóslega að gleyma sér þótt ein og ein "kjánaleg" frétt sé í blöndunni. Ekki nema fyrir liggi að Mogginn hafi þurft að sleppa einhverri "alvöru" frétt í staðinn".
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 22:47
Ég svaraði þér á hinni síðunni.
Í Fyrsta lagi var ég ekki að fussa yfir því að fólk læsi þessa frétt heldur frekar pirra mig yfir því fólki sem er drápshneikslað yfir því að mávar skuli éta fuglsunga.Í öðru lagi þá sagði ég einnig að þessi grein væri fín til dæmis til Bloggfærslu því hún skapaði umræður. Perónulega tek ég alltaf þann pól í hæðina þegar ég les fréttir sem mér finnst vera t.d dulin auglýsing eða svo innihaldslaus eins og mér fannst þessi frétt að hæðast að þeim rétt eins og ég gerði.
Mér finnst hálfkæringslegar fréttir um fáranleika tilverunar lang skemmtilegastar eða skondnar staðreyndir eins og að fjórðungur bandaríkjamanna geti ekki bent á eigið land á landakorti.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 23:21
þú getur nú bara ekki gert neitt rétt Friðrik ha? nei smá spaug. Ef þið viljið vita það þá heyrði ég um þessa frétt gegnum blogg en ekki á mbl, ef þetta var mest lesna fréttin þá er nú bara eitthvað að heldur betur bara mín skoðun, en þégar ég sá fyrirsögnina "harmleikur á bakkatjörn" og las fólk úthúða mávum þá taldi ég að eitthvað hroðalegt drápsæði hefði átt sér stað, svo kíkti ég á fréttina og þá var hún hálf svona skrítin, einsog þetta með að útséð væri um það að álftahjónin kæmu upp ungum þetta árið... ég á kött sem hefur drepið allavega 3 fugla, og ég jarðaði þá alla, og er meiraðsegja með grafreit útí garði - ætti ekki að skrifa um það frétt?
en já, það góða er auðvitað að harmleikurinn var enginn, mávarnir eru saklausir og dýrin í skóginum vinir.
halkatla, 16.5.2008 kl. 23:29
Úbs. Einhver mistalning hefur augljóslega átt sér stað. Ekki bara náði ég ekki 5. sætinu heldur hrundi ég niður í það sjöunda. Weird! O, jæja. C´est la vie.
1. Áslaug Ósk Hinriksdóttir aslaugosk.blog.is 16.688 33.824 1.950 1.688
2. Jóna Á. Gísladóttir jonaa.blog.is 13.272 21.784 1.667 1.432
3. Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is 12.182 17.364 1.583 1.390
4. Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is 10.673 22.870 1.250 1.102
5. Jens Guð jensgud.blog.is 7.636 14.810 958 888
6. Guðríður Haraldsdóttir gurrihar.blog.is 7.151 14.175 873 749
7. Friðrik Þór Guðmundsson lillo.blog.is 7.045 12.249 901 802
8. Viðskrifarinn vidskrifarinn.blog.is 6.062 7.660 809 668
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 00:25
Ég er svo vankaður og latur við að lesa blogg að umræðan um vinsæl blogg hefur farið framhjá mér. Reyndar ekki alltaf en á þessum árstíma er háannatími hjá mér. Ég rek litla heildsölu, Aloe Vera umboðið. Sel sólkrem frá Banana Boat og fleiri góðum merkjum. Það eru fáir að spá í sólvörn á Íslandi yfir vetrartímann en þetta hellist yfir á vorin.
Í kvöld fékk ég tvær upphringingar þar sem mér var bent á að Friðrik Þór væri að etja kappi við mig á vinsælalista Moggabloggsins. Friðrik, ég ætla að það sé létt verk. Ég er fjarri tölvu mest af degi þegar ég er upptekinn við að fylla á hillur hjá apótekum og heilsubúðum.
Þar fyrir utan er ég ekki upptekinn af vinsældalistanum. Vissulega er gaman að einhvejir lesi bloggið mitt. Bloggið mitt er þó fyrst og fremst eintal við vini og ættingja. Ég er með músíkdellu á háu stigi og þykir afskaplega gaman að eiga skoðanaskipti við bræður mína og systrasyni - sem einnig eru með músíkdellu - og mína bestu vini.
Mér þykir mun skemmtilegra að eiga áhugaverða umræðu um músík en skora hátt á vinsældalista. Líka þykir mér gaman að benda þessum nánu ættingjum mínum og vinum á sitthvað sem er áhugavert til umræðu.
Á tímabili var bloggið mitt númer 2 yfir flestar heimsóknir. Það kitlaði hégómagirnd mína og ég íhugaði að skella inn klámfenginni færslu til að ná 1. sætinu. En að betur íhuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki tilgangur minn með bloggi. Þess vegna bloggaði ég í það skipti ekki í nokkra daga til að leyfa "traffíkinni" að dala.
Ég er ekki að segja að það sé ekki gaman að vera ofarlega á vinsældalista bloggsins. Það er gaman. En það er meira gaman að eiga skoðanaskipti um áhugamálið sem í mínu tilfelli er rokkmúsík. Þar fyrir utan hef ég gaman af skoðanaskiptum um pólitík. Ég er í Frjálslynda flokknum og það gustar um okkur þessa dagana. Ég er harðlínu anti-rasisti, ég styð Ólaf F. í borgarstjórn, er einbeittur fyrir baráttu gegn því að flugvöllur fari úr Vatnsmýri og er heitur gegn kvótakerfinu.
Jens Guð, 17.5.2008 kl. 00:54
Hvað er með könnunina þína var svona rosalega erfitt að bæta við tveimur liðum að þú gast ekki látið það flakka nema sem "annað lið" suðurnesin eru partur af landinu GRINDAVÍK OG KEFLAVÍK eiga öruggleg eftir að gera gott mót þótt ég sé sjálfur skagamaður.
Kv .
Björn Júlíus Grímsson, 17.5.2008 kl. 02:38
þið takið bloggið alltof alvarlega mínir kæru
halkatla, 17.5.2008 kl. 09:04
Jens; ég var nú bara að keppa við þig í plati en þá einna helst til að vekja athygli á sjálfum mér í þessari bloggtilraunastarfsemi minni. Nú er þeim tilraunum lokið, því lofa ég; held þetta ekki lengur út að kljást við vinsældarlistann. Það kostar ómældan tíma og streð að komast þarna upp og halda sér þar við. Hvern og einn einasta dag hjá sumum og svara athugasemdum. Kommentera hjá öðrum o.s.frv. Að öðru leyti vísa ég til annarra skrifa minna hér um bloggið og þeirrar grundvallarniðurstöðu að svokallaður vinsældarlisti skipti þegar upp er staðið litlu máli, við hliðina á hinu að bloggarar hafi eitthvað merkilegt að segja. Þakka þér fyrir innleggið Jens og afsakaðu ónæðið.
Rétt er að undirstrika að "vinsældarlisti" er óheppilegt orð í sjálfu sér. Fjöldi heimsókna er mæling á því hve margir lesa eða skoða færslur viðkomandi, en ekki endilega hvort fólki líkar vel það sem það sér.
Björn Júlíus fær hjartnæma afsökunarbeiðni frá mér. Ég taldi mig hafa sett öll úrvalsdeildarliðin á listann og svo áttu öll "neðrideildar"félög að vera saman þar fyrir utan. Á einhvern óskiljanlegan hátt hafa Keflavík og Grindavík dottið út af listanum. Það er fjarri að ég hafi gert þetta viljandi og lýsi enda yfir að könnunin er ónýt hjá mér og ég mun taka hana út seinna í dag þegar ég hef betri tíma. Sorrý. Einna helst held ég að þetta hafi verið Önnu Karen að kenna.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 10:44
piff.. ég er í 297 sæti held ég :D
annars er ég búinn að fatta afhverju gísli litli fuglamorðingi blés ekki í herlúðra og léti útrýma sílamáfum við þessa upplognu frétt af Bakkatjörn.. Bakkatjörn er ekki í Rvk.. heppnir sílamáfarnir þar.....
Óskar Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 11:23
Aldrei vanmeta Bold and the Beautiful ...
Heheheheheh, þú mátt sko alveg fara uppyfir mig á miðnætti í kvöld. Kv. Gurrí (ekkiert Ý-kjaftæði)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 11:39
Það vantar 1 valkost í þessa könnun hjá þér, ég held ekki með neinu liði; horfi ekki á neinar íþróttir
DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:23
Verpa ekki svanirnir bara aftur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 14:20
Sæll sá þessa færslu hjá kollega þínum áðan. Veit ekki hvort sneiðin er til þín heheh
Bjánaleg sjálfhverfa bloggara
Hvað í ósköpunum á allt þetta vein og væl eiginlega að þýða ? Bloggheimur getur verið mjög skemmtilegur. En muna að þetta er ekki raunheimur.
Þrátt fyrir þessa fyrirsögn legg ég til að þeir sem eru kommnir með bloggið á heilann fari út úr húsi og hætti að heimskast yfir því hvað margir lesa þá í hvert skipti, gera bjánalegar og gjörsamlega ómarktækar kannanir og þjást yfir skorti á athygli almennt.
Það var svona framferði sem rústaði vef Blaðamannafélags 'Islands á sínum tíma. Nú eru sumir sökudólgarnir komnir hingað og byrjaðir á sama háttalagi.
Segi bara Ekki meir, Ekki meir -og alls ekki aftur.
Þeir taka þetta vonandi til sín sem eiga það.
Kristín Dýrfjörð, 17.5.2008 kl. 16:16
Þú ferð ekki að gefa þig í vinsældablogginu. Ég er rett farinn að skilja keppnina sem er ekki síður spennandi en keppni í 30 km skíðagöngu eftir að ég náði að skilja af hverju skíðagangan er spennandi. Það lærði ég í Noregi. Auðvitað.
Dunni, 17.5.2008 kl. 19:53
Það er skemmtilegur lókal patríotismi, sem endurspeglast í stuðningi við íþróttafélögin, þetta fylgir okkur jafnvel alla ævi, með þeirri undantekningu að flestir halda með því íþróttafélagi sem börnin þeirra keppa í. Eru ekki Þingholtin Valshverfi eða nær áhrifasvæði KR þangað?
Sigurður Þórðarson, 17.5.2008 kl. 20:19
Nei, frú Kristín, sneiðin Hildar Helgu er ekki til mín, það getur ekki verið. Ekki eyðilagði ég press.is.
Gangi þér vel í kapphlaupinu Henry/Promecius og Dunni, jú ég gef eftir í téðu hlaupi - kominn með hlaupasting. Nú tekur eðlilegt blogg við; stöku sinnum þegar mikið liggur við þá varpa ég fram færslu. Ég var vanur að kalla svona langar og viðburðasnauðar skíðagöngur "Tíu þúsund kílómetra" göngur.
Sigurjón; áhrifasvæði KR nær víða. Ég hef aldrei búið í Vesturbænum; KR-veiran í mér kom inn í mig í barnæsku, en margir af bestu vinum pabba og mömmu voru harðir KR-ingar. Meðal annars "Steini Klaki" og einn allra besti markmaður Íslands fyrr og síðar, Heimir Guðjónsson. Hins vegar spilaði ég með Þrótti sem unglingur og seinna eitthvað í fjórðu deildinni gömlu með ÍR. Synir mínir tóku mig til fyrirmyndar og urðu áhangendur bæði KR og Tottenham.
Hitt er annað mál að könnunin er ógild/ónýt. Ég gleymdi að setja tvö úrvalsdeildarlið í sýnilega pottinn; Keflavík og Grindavík (eða að þau hafi dottið út tæknimála vegna, því ég veit ekki af hverju ég ætti að hafa gleymt þessum liðum, þar sem ég miðaði við að hafa öll úrvalsdeildarliðin þarna en neðrideildarlið saman sem "annað") og er miður mín og ætla að fjarlægja könnunina. Á morgun.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 21:24
Þetta eru skemmtilegar pælingar og eiginlega öfuggt farið með okkur. Ég var í glímu í KR sem unglingur og naut þjálfunar Sigtryggs (sem vann ) og er honum og KR ævinlega þakklátur fyrir margar góðar stundir og frábæran félagsskap. En ég bý í Heimunum og krakkarnir mínir ólust upp í Þrótti og Ármann og þannig fékk é Köttarabakteríuna. Þetta er sum sé ekki einhlítt með eggið og hænuna.
Sigurður Þórðarson, 17.5.2008 kl. 22:40
Þú hefur örugglega unnið margar glímur fyrst þú lærðir hjá "Sigtryggi vann". Pólitísku glímurnar ganga hins vegar ekki eins vel hjá þínu liði. Magnús Þór fallinn á hælkrók-últra-hægri til dæmis og borgarstjórinn kominn út fyrir keppnishringinn eftir sniðglímu á lofti - á sjálfum sér!
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 22:56
Sæll Friðrik, ég tek undir með þér að Sigtryggur var mikill glímukóngur og lærimeistari, sem ég ber ólíkt meiri virðingu fyrir en flestum ef ekki öllum pólitískum glímumönnum, sem ég þekki. Í öllu falli er mér ekki ljóst hverjir eru "mitt lið" í pólitísku tilliti. Ég er heldur ekki viss um að glíma sé endilega sú íþrótt sem hægt er að líkja stjórnmálaátökum við, nær væri að tala um hráskinnsleik, þar sem menn eru ýmist einir eða í samvinnu. Ég á mér þá hugsjón að kvótakeflið verði afnumið og þegnarnir sitji við sama borð þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda landsins (þ.m.t. fiskimiðanna). Þess vegna stóð ég að stofnun Samtaka um þjóðareign og lagði Frjálslynda flokknum síðar lið mitt. Ég lít ekki svo á að ég sé í liði, ég er einfaldlega að styðja málstað. Ef einhver annar flokkur tæki þessi mál upp á sína arma væri ég fyrsti maður til að fagna því og væri ekki endilega að skipta um lið þó ég styddi hann. Annars finnst mér hráskinnsleikur með allra skemmtilegustu íþróttum á að horfa. Glímufélagið Ármann tók að sér að endurvekja þessa fornu íþrótt fyrir u.þ.b. 10-15 árum og sakna ég þess að hafa ekki slíka kappa í röðum okkar kvótaandstæðinga.
Sigurður Þórðarson, 18.5.2008 kl. 00:05
Hefðir þú ekki átt að styðja sama lið og Friðrik heitinn Þorvaldsson?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:14
Sæll frændi. Ætti ég þá ekki að vera Framsóknarmaður? En ég get upplýst þig um að ÍA hefur í efstudeildarkeppninni iðulega verið númer tvö hjá mér. Friðrik afi Þorvaldsson fór í nokkur skipti með mig (og fleiri) á völlinn og hann reyndi auðvitað að beina mér á réttar brautir. Og ekki dró hann úr áhuga mínum, því það er þekkt um allan frændgarðinn hvað hann lét fjörlega á fótboltaleikjum. Litlir drengir þurftu að passa sig á handasveiflum og öðrum sviptingum míns annars sallarólega afa, blessuð sé minning hans. Og ömmu; við megum ekki gleyma ömmunum! Afar vont að gleyma ömmum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 00:20
Mér er það minnistætt að pabbi talaði við gamla manninn á vellinum og þar fór ekki á milli mála hvaða lið hann studdi satt er það. Ég hef alltaf stutt ÍA - ekki vegna þess (þó það spillti ekki fyrir) heldur vegna móðurættarinnar sem er af Skaganum. Merkilegra þótti mér við hann afa þinn, og þótti mikið til um, að hann ætti Akraborgina með manni og mús. Ég sagði það öllum sem heyra vildu að bróðir hennar langömmu, sem þá var reyndar öll, ætti Akraborgina. Ég man jafnvel þegar ég uppgötvaði að það var ekki alskostar rétt - það voru svipuð vonbrigði og að komast að því að jólasveinninn væri vafasöm persóna.
En hvernig var það - þóttist þetta lið ekki vera Framsóknarmenn? Einhvernveginn hefur mér alltaf skilist að hún langamma hafi t.d. verið töluvert vinstra megin við Framsókn. En þú veist nú auðvitað betur um þau mál hvað varða hann afa þinn.
Kveðja
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:47
Já Friðrik afi var framkvæmdastjóri Akraborgarinnar (Skallagríms hf) um mjög langt árabil. Þau störf leiddu hann og Helgu til Reykjavíkur, en hann var auðvitað alltaf sami Borgnesingurinn og Mýramaðurinn. Og ég hygg að tilfinning þín sé rétt; á sínum yngri árum var afi skilst mér með margar sósíalískar taugar, en tengdist síðan samvinnutaugum Framsóknar - sem í þá daga voru nokkuð meira við vinstri kant miðjunnar; eins konar verkalýðsflokkur sveitaalþýðunnar.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 00:58
Já og nei. Hvað er Bolur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 11:05
Ó. Vissi ekki af því, fyrir mína tíð hér. Hvernig gekk hjá honum? Kannski er hann "Viðskrifarinn" í dag?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.