Færsluflokkur: Vefurinn

Moggabloggari #1

 Eftir alls konar trakteríngar, stæla, tilraunir, stólpakjaft, ögranir, hreinskilni, krassandi fyrirsagnir, heitar umræður - you name it - tókst mér loks að ná langþráðu markmiði, að komast í fyrsta sætið á "vinsældarlista" Moggabloggsins. Hafði áður náð silfri og bronsi nokkrum sinnum.

Rétt að taka fram að ég hef ekki talað gegn eigin sannfæringu (eða blekkt í þeim skilningi), en stundum skrifað með örlitlum ýkjum og í krassandi stíl. Ég segi þetta lesendum ekki til vansa (hvað lestrarsmekk varðar); en þeir vilja gjarnan krassandi stíl og heitar umræður. Það er prýðilegt. Mér tókst líka að forðast klám, kynlíf, útlendar stórstjörnur og ofbeldi að mestu. Held ég hafi ekki nefnt Mækul Jakkson á nafn.

Kannski ég fari núna í smá sumarfrí...

50 vinsælustu bloggarnir síðastliðna 7 daga

SætiHöfundurSlóðVikuinnlitVikuflett.Gestir/dagIP-t./dag

Skrítið fólk er (oftast) skemmtilegt

Ég hef yfirleitt gaman af skrítnu fólki, í merkingunni fólki sem er ekki eins og fólk er flest!

Ég hef sömuleiðis gaman af því að tala við fólk sem er ekki sömu skoðunar og ég. Ég ber þannig virðingu fyrir svo gott sem öllum sem ekki eru sömu skoðunar og ég í pólitík. 

En þegar kosningar nálgast er eins og losni úr búrum og hælum sérkennilegur flokkur einstaklinga, sem ástundar skítkast og annan óþverraskap undir nafnleynd - vegur að fólki úr launsátri og eitrar andrúmsloftið með stæku hatri. Þetta er alls ekki bundið við eina stjórnmálaskoðun eða einn stjórnmálaflokk. Og mig grunar að þetta séu tiltölulega fáir veikir einstaklingar sem noti mörg dulnefni. Reyndar þora sumir að koma með ansi mergjaðan óþverraskap undir nafni - það er þó skárra.

Ég skora á alla bloggara sem fá þessi nafnlausu skítakomment við færslur sínar að henda öllum viðbjóði út og setja bann á IP-tölur viðkomandi. Ég hef aðeins tvisvar séð mig knúinn til að gera slíkt, en mig grunar að það gæti orðið oftar núna í aðdraganda kosninga.


(Mogga)bloggarar III.b: Mistök lagfærð

 Mér urðu á hrapaleg mistök við vinnslu síðustu færslu minnar og sé mér ekki annað fært en að grípa hér til lagfæringar. Eftir allt sem á undan er gengið er með öllu óskiljanlegt að mér hafi orðið á svona klaufaleg mistök. Er ég enda sjálfum mér sárreiður.

Ég gleymdi sem sagt að tengja færsluna við frétt í því skyni að hámarka mögulegan lestur færslunnar. Eins og ég hafði boðað vegna umfjöllunarinnar um (Mogga)bloggið þá hugðist ég viljandi tengja þær færslur við mest lesnu innlendu frétt mbl.is hverju sinni, hver svo sem hún væri (og bið Moggabloggið afsökunar á þeirri táknrænu gjörð).

Ég verð því að grípa til endurbirtingar. En í stað þess að kópera og peista hingað inn dettur mér í hug að bara vísa ykkur á færsluna hér fyrir neðan - það er fljótlegra fyrir mig.

Kannski dugar þessi lagfæring mér til að komast yfir Jens Guð þrátt fyrir allt? Eru ekki örugglega allir að lesa um harmleikinn í Bakkatjörn?

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband