27.7.2009 | 00:23
Moggabloggari #1
Eftir alls konar trakteríngar, stæla, tilraunir, stólpakjaft, ögranir, hreinskilni, krassandi fyrirsagnir, heitar umræður - you name it - tókst mér loks að ná langþráðu markmiði, að komast í fyrsta sætið á "vinsældarlista" Moggabloggsins. Hafði áður náð silfri og bronsi nokkrum sinnum.
Rétt að taka fram að ég hef ekki talað gegn eigin sannfæringu (eða blekkt í þeim skilningi), en stundum skrifað með örlitlum ýkjum og í krassandi stíl. Ég segi þetta lesendum ekki til vansa (hvað lestrarsmekk varðar); en þeir vilja gjarnan krassandi stíl og heitar umræður. Það er prýðilegt. Mér tókst líka að forðast klám, kynlíf, útlendar stórstjörnur og ofbeldi að mestu. Held ég hafi ekki nefnt Mækul Jakkson á nafn.
Kannski ég fari núna í smá sumarfrí...
50 vinsælustu bloggarnir síðastliðna 7 daga
1. | Friðrik Þór Guðmundsson | lillo.blog.is | 12.034 | 16.792 | 1.590 | 1.460 |
2. | Jenný Anna Baldursdóttir | jenfo.blog.is | 11.071 | 18.578 | 1.362 | 1.218 |
3. | Einar Sveinbjörnsson | esv.blog.is | 10.208 | 16.045 | 1.302 | 1.104 |
4. | Lára Hanna Einarsdóttir | larahanna.blog.is | 7.776 | 12.792 | 957 | 878 |
5. | Áslaug Ósk Hinriksdóttir | aslaugosk.blog.is | 7.680 | 11.995 | 900 | 831 |
6. | Hilmar Hafsteinsson | hilhaf.blog.is | 6.744 | 8.466 | 896 | 809 |
7. | Ómar Ragnarsson | omarragnarsson.blog.is | 6.690 | 10.539 | 869 | 791 |
8. | Páll Vilhjálmsson | pallvil.blog.is | 6.211 | 10.426 | 742 | 682 |
9. | Jón Valur Jensson | jonvalurjensson.blog.is | 5.971 | 10.217 | 743 | 676 |
10. | Arnar Guðmundsson | gumson.blog.is | 5.619 | 8.025 | 725 | 599 |
11. | Ólína Þorvarðardóttir | olinathorv.blog.is | 5.270 | 10.748 | 692 | 648 |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ertu pínu að monta þig minn kæri? En það er gott til þess að vita að þjóðmálaumræða er enn vinsælt sport á meðal þjóðarinnar.
Kristín Dýrfjörð, 27.7.2009 kl. 00:31
Til hamingju með árangurinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.7.2009 kl. 00:37
oh þú ert svo frægur!!! Núna get ég farið að neimdroppa og allt :D
Krassandi eða ekki krassandi...fólk nennir greinilega að lesa það sem þú hefur til málanna að leggja
Heiða B. Heiðars, 27.7.2009 kl. 00:44
Eins langt og það nær - til hamingju.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.7.2009 kl. 00:55
Monta er ekki rétta orðið. Ehhhh.... bara fagna árangri. Já, já, kannski þarf stundum leikræna tilburði, en það er í lagi meðan málefnið er í forgrunni, sannfæringin er ærleg, enginn skaðaður og almennileg/töluverð umræða fæst.
En hvað sem öðru líður þá hef ég síðustu vikuna fengið um 1.600 gesti til að heimsækja bloggið mitt daglega að meðaltali. Ég held að það sé meiri lestur en þegar ég var blaðamaður á Alþýðublaðinu hérna í gamla daga!
Friðrik Þór Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 02:17
Til hamingju með verðskuldað toppsæti!
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2009 kl. 02:19
Til hamingju, vona að þú haldir upp á þetta með stæl. Annars skrítinn listi, enginn stebbifr.
Steinarr Kr. , 27.7.2009 kl. 08:47
Til hamingju með þennan merka árangur. Það er alltaf kíkt á þig, þó ekki sé maður alltaf sammála. Þannig skapast umræða.
Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2009 kl. 09:02
Til hamingju númeró únó.
Algjörlega verðskuldað.
En ég segi eins og Steinarr: Enginn Stebbi Fr. What is?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 09:29
Góður
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 09:48
Til hamingju með þennan ..ágæta árangur
Ragnheiður , 27.7.2009 kl. 10:11
Per se er ég lang vinsælastur... ég birtist hvergi en næ samt að hala inn ~200 heimsóknir á dag....;)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 10:20
Til hamingju með þetta Friðrik Þór. Þú ert beittur og velþjálfaður penni sem svíður undan og kannt að ögra lesendum og fá þá til ,,að leggja við hlustir".
Jón Baldur Lorange, 27.7.2009 kl. 10:51
Friðrik, þú verðskuldar vísu,
vinsælastur og hýr.
En svona í kreppunnar krísu,
kannski er innihaldsrýr!?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 10:51
Til hamingju Friðrik.
Ég hef verið í fríi síðustu vikur og lítið sem ekkert skrifað, svo það er varla furða að lesturinn minnki.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.7.2009 kl. 11:32
Gaman að þessu
Sigurður Þórðarson, 27.7.2009 kl. 11:41
Til hamingju með það. Ég ætla svo sem ekki að draga úr vímunni, en þegar ég sinnti kennslu þá varð ég aldrei sæll þegar svo vildi til að vera kosinn í vinsældakosningu nemenda! 50 vinsælustu bloggin eru ekki endilega þau læsilegustu! kv gb nr 36
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:47
Ég er bara öfundsjúkur
Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 11:59
Auðvitað "græðir" maður á því að Stebbi Fr. er í fríi! Og Lára Hanna eitthvað að slaka á. Enginn er betri en "andstæðingurinn" leyfir.
Víst eru margar vísur góðar
en vondar stökur nefnast leir,
nema þær sem eru óðar
og alltaf kallast Magnús Geir.
Friðrik Þór Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 12:00
Stebbi sem tengir í allar fréttir og endursegir þær... hahahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:31
Það var lagið Friðrik Vinsæli, ekki síðra INNIHALD í þessari en minni! En varstu "óstuddur við klambrið"?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 16:20
Nokkur blogg eru með sinn eigin teljara og misræmið á milli teljara mbl.is og þeirra teljara er vægast sagt merkilegur en til lukku með árangurinn, ég náði hæðst í fimmta sæti í fyrra en það var áður en þeir ákváðu að þjóðskrártengja fréttir við blogg sem er bara djók.is, ef þeim væri alvara þá hefði þessi miðill átt að kennitölutengja blogg við fréttir.
Nafnið Guðmundur Jónsson hefur sem dæmi 11.4% vægi en vægið á nafni sem heita Jón Sigurðsson hefur 1.42% svo að skrifa undir nafni úr þjóðskrá gefur engan veginn rétta mynd af höfundi nema kennitala sé undir, nema vægið sé 100% það er að segja að viðkomandi eigi ekki alnafna.
Sævar Einarsson, 27.7.2009 kl. 20:34
Merkileg skepna þessi mannskepna! Sigurvegari í Moggabloggi? Vinsælastur í Moggabloggi? Ég held að sumarfrí væri bara vel við hæfi. Njóttu þess!
Björn Birgisson, 27.7.2009 kl. 21:31
Er ekki rétt að koma sér til Ísafjarðar aftur, Björn?
Magnús Geir; ég notaði sama aðstoðarmanninn og þú.
Friðrik Þór Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 21:44
Tja, varla NÁKVÆMLEGA sama haha, nema jú ég notaðist auðvitað óbeint við ÞIG!
En fékk alt í einu þá hugmynd, að kannski hefði þinn betri helmingur komið við sögu, veit þó hreint ekki hvers vegna!?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 23:20
Ísafjarðar? Hvað svo sem til að gera á þeim ágæta stað?
Björn Birgisson, 27.7.2009 kl. 23:34
Nei, nei, Magnús Geir, minn betri helmingur stundar ekki ljóðagerð. Ég á hins vegar skúffur fullar. Ein vel troðin skúffa er reyndar full af samstarfsverkefnum fyrri parta og botna, en að öðru leyti klambra ég saman hjálparlaust. Hér er ein sem liggur á milli "leirs" og "Magnúsar Geirs":
Ormarnir, þeir þrífast best
í þurrum gröfum.
Hafa mettir klárað mest
af mínum öfum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.