5.4.2009 | 14:08
"Mér finnst að fjölmiðlar eigi að skoða...."
Á því er ekki nokkur vafi að hlutverk fjölmiðla í samfélagsumræðunni er gríðarlega mikilvægt. Undir eðlilegum kringumstæðum eru fjölmiðlar í lykilhlutverki við að afla upplýsinga og miðla þeim og þá ekki síst í því skyni að veita stjórnvöldum og öðrum valdaöflum virkt aðhald. Jafnframt má það ljóst heita að fjölmiðlar á Íslandi hafi ekki staðið undir þessum mikilvæga hlutverki og þurfa að standa sig til mikilla muna betur.
En þetta hlutverk fjölmiðla má ekki draga úr samskonar hlutverki almennings og einstakra "spilara" innan og utan kerfisins. Það viðkvæði er allt of algengt að menn varpa ábyrgðinni á upplýsingaöflun í þágu almennings yfir á fjölmiðlana. Sérstaklega um þessar mundir. Staða fjölmiðla er afleit eftir hrunið. Fjölmiðlar berjast í bökkum, skera niður og segja upp sínu besta og reyndasta fólki. Nú sem aldrei fyrr verður almenningur sjálfur að safna upplýsingum og miðla þeim. Viðhorfið um að fjölmiðlar eigi að skoða þetta og hitt gengur aðeins upp að vissu marki. Almenningur og félög og samtök hans hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum. Það er ekkert sem stöðvar Jón og Gunnu frá því t.d. að beita upplýsingalöggjöfinni og sækja sér upplýsingar sjálf. Sá hluti almennings, sem telur sig ekki kunna að biðja "kerfið" um gögn og upplýsingar ætti að kynna sér leiðbeiningaskyldu stjórnvalda. Þess utan er "þarna úti" urmull vel hæfra og greindra einstaklinga sem ekkert stöðvar nema þeir sjálfir. Þeir eiga ekki að bíða eftir fjölmiðlum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Með leyfi; hvaða fjölmiðlar? Hvað er fjölmiðill? Ef átt er við útvarp sjónvarp og blöð (markaskráin undanskilin) eru þeyr eingöngu tæki hagsmunaafla sem eiga hagsmuni sem lítt stangast á. Hvaða mál hafa íslenskir fjölmiðlar upplýst? Kanske tvö á sl. 50 árum á móti 20000 sem þeir hafa beinlínis þaggað niður. Og þessi tvö urðu upplýst vegna hagsmunaárekstra eins fjölmiðils við annan. Flestir fréttamenn eru stjórnmálamenn. Agnes Bragadóttir er stjórnmálamaður fyrst og fremst. Allflestir fréttamenn á RÚV eru stjórnmálamenn. Flestir þeirra gætu fullyrt eins og félagar þeirra að N-Coreu að gerfitunglið svifi á braut um Jörð. Stöð tvö er þó heiðaleg sérstaklega Ísland í dag.
Sambandi við einstaklingana sem eiga að "sækja sér upplýsingar sjálf". Ríkisvaldið hefur á nægum úrræðum gegn þeim. Lögreglu og skattrannsóknarstjóra sem dæmi.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.4.2009 kl. 21:57
Jónar og Gunnur sem starfa í banka búa e.t.v. yfir dýrmætustu upplýsingunum. Eins og Kristinn Hrafnsson benti á í Silfrinu þá er vel fylgst með því fólki. Það er kannski meira að pæla í að halda vinnunni en upplýsingalöggjöfinni. Hörmuleg staða sem enginn á að vera í. Þess vegna þarf að afnema bankaleyndina í snatri fyrir kosningar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 08:21
Óttalega bullar þessi Kristján. Hann veit nákvæmlega ekkert um það sem hann er að tala! Það er mjög auðvelt að velta sér upp úr endalausum samsærum um að allir séu að svíkja. Æ, nóg er nú samt!
Þorgrímur Gestsson, 6.4.2009 kl. 15:52
Þorgrímur! Nefndu dæmi.
Hér eru fáein: Hvað meinti ofur syfjaður fréttastjóri RÚV þegar hann sagði í borgarstjórnarkosningunum þegar R-Listinn vann "Við erum búin að tapa borginni"? Og síðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði nokkru í Norðausturkjördæmi frá síðustu tölum: "Við töpum" og leit á varafréttastjórann. Þarf ég að minna á Moggann, Agnesi, mannskaðann á vestfjörðum 1995 ofl. ofl. Má ég nefna að allar rannsóknarnefndir á vegum hins opinbera hafa skilað nógu sennilegri lygi til að fjölmiðlar hafa þagað. Ég hef marghringt á alla fjölmiðla með fréttir. Langoftast hafa fréttamenn sbarað: "Þetta er góð frétt, en ég held að ekki sé stemming fyrir þessu núna".
Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.