Samtökin "Davíð heim"

Vill ekki einhver stofna með mér samtökin "Davíð heim"?

Ekki heim til mín þó!

Í samtökunum geta verið tvær deildir. Þeir sem vilja Davíð aftur "heim" í pólitíkina eru í annarri deildinni, en þeir sem vilja að hann fari á eftirlaun heim til sín og klappi skógarköttum og semji ljóð og leikrit í hinni deildinni. Skemmtinefnd getur skipulagt reiptog milli deilda. Davíð dæmir auðvitað.

Á meðan getur venjulegt fólk tekist á við þjóðarvandann.


mbl.is Man ekki eftir símtali við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég fagna svona samtökum, sjálf myndi ég velja seinni deildina.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 12:12

2 identicon

Mæli með þriðju deild fyrir þá sem hafa manninn á heilanum. Þeir þurfa mikla endurhæfingu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

OK, Elín. Þú leiðir þá deild.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 12:58

4 identicon

Þín samtök. Þín deild.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, Elín, þín deild, hver sem þú ert. Þú áttir hugmyndina, ef þig skyldi kalla.

Ekki getur þú átt við að ég hafi Davíð á heilanum. Fyrir utan þessa og síðustu færslu hef ég ekki skrifað um Davíð sérstaklega svo mörgum færslum skiptir. Var næstum búinn að gleyma karlinum, svei mér þá. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 13:17

6 identicon

Sammála Elínu. Ég þarf endurhæfingu. Helst Reykjalund í nokkrar vikur. En Reiptog er útúr myndinni. Verður að vera kíló eða fótbolti því liðin verða mörg og ekkert eitt reipi dugar.

Ég pant leiða nýja deild = K15 ( við sundin blá )

jónína (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:19

7 identicon

Nei, Friðrik. Ekki mín deild og ekki þín deild. Ég er efnislega sammála þér. Mér þykir brýnt að venjulegt fólk fái næði til að leysa þau vandamál sem blasa við. Davíð er vissulega hluti af vandamálinu en of margir einblína á hann að mínu mati. Mér þykir t.d. mjög mikilvægt að bankaleynd verði aflétt en þá - einhverra hluta vegna - leysist umræðan um það mál upp í umræður um Davíð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:37

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rétt, Elín, nema hvað að í þessu tiltekna máli er ekki hægt að ræða afléttingu bankaleyndar án þess að ræða.... tiltekinn seðlabankastjóra hvers nafn ég nefni ekki hér, því hestar styggjast og gætu hlaupið fyrir bíla!

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tilgangslaust að vera að eyða öllu þessu púðri í Davíð - það fer allt of mikil orka í að ergja sig á manninum - sumir þola ekki svörin sem hann gefur hættum þá að spyrja hann

Jón Snæbjörnsson, 5.12.2008 kl. 14:53

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef aðeins að málið væri svo einfalt, Jón. Davíð hnerrar og þá fá allir kvef. Ef enginn spyr hann þá prumpar hann...

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 15:17

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð hluti af vandamálinu! Bull og vitleysa. En hann gæti vel orðið hluti af lausn vandans. Hann fær mitt atkvæði í pólitík, en ekki til þess að sitja áfram sem Seðlabankastjóri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 16:01

12 Smámynd: Mofi

Það er þörf á svona samtökum en ég tek undir með þér, ekki heim til mín :)

Mofi, 5.12.2008 kl. 16:02

13 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Senda hann bara heim til min.  Kallin er nú skemmtilegur á meðan hann er ekki að stjórna neinu, auk þess þá getur hann ekki valdið neinum skaða hér.

Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2008 kl. 16:42

14 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég vill endilega að Davíð Oddson bjóði sig fram í næstu kosningum. Það væri fróðlegt að fá það á hreint hvort að þessari þjóð er viðbjargandi.

Rúnar Sveinbjörnsson, 5.12.2008 kl. 17:53

15 identicon

Ég held að fólk ætti að hætta að einblína á Davíð hann gefur okkur alltaf langt nef og alltaf hlaupum við upp til handa og fóta. Hættum því látum sem hann sé ekki til því hann þrífst á athyglinni

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:25

16 identicon

Ég er of mikill dýravinur til að óska slíkri bölvun á blessuð dýrin, skógarkettina, að vera klappað af Yfir-Kommúnistanum og Haftastjóranum undir Svörtuloftum.  Hann á ekki að fá að koma nálægt litlum, saklausum kisulórum.   Over my dead body!

Bara norður og niður með karlálftina - sem lengst í burtu frá okkur hinum.

Malína (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:34

17 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Davíð er topp maður, sem sýnir bara best á því að þegar hann talar hlustar þjóðin, afhverju vegna þess að Davíð Oddsson segir sannleikann, Davíð ég þakka þér allt.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.12.2008 kl. 21:41

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þessi hérna limra:

Eitt sinn var stormandi stjarna,

stjórnaði lýðrnum a-tarna,

er núna talinn

aleinn og kvalinn

og ætti að fara svo gjarna...

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 23:22

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

er um...

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 23:23

20 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Guðjón Þórðarson að sjálfsögðu!

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 23:25

21 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég legg til að það verði "heim" í merkingunni sumarbústaður, hundur, ritvél og heitur pottur. Þar gæti hann setið við skriftir og gefið út safaríkar gamansögur, enda húmoristi hinn mesti. Það má hann eiga.

Haraldur Hansson, 6.12.2008 kl. 01:06

22 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það myndi bjarga helling að ég bara fengi Dabba "heim til mín" takk. Hann er glúrinn kokkur, húmoristi og spjall góður með endæmum, svo held ég að hann sé líka glúrinn briddsari og það er gaman að spila bridds, það væri ekki verra að fá Jón Steinar í heimsókn líka hann kann víst bridds nokkuð vel, ég gæti örugglega lært hellling af þeim og ég hef líklega nægann tíma til að spila eftir áramótin þegar uppsögnin  mín tekur gildi..........á einhver gott spilaborð til að leggja í púkkið?

Sverrir Einarsson, 6.12.2008 kl. 01:59

23 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Er virkilega til svona fólk.... Sumir sem svara hér  talar um að þegar Davíð talar þá hlusti allir, já... auðvita get ekki beðið eftir næstu sápuóperu frá honum. Hefur fólk virkilega ekki  tekið eftir  því  að  í  hvert  skipti sem maðurinn opnar muninn  þá  sekkkkkur  hann  dýýýýpra,  það er  hræðilega  vandræðalegt að hlusta á hann  og  það  sorglega  er  að  hann  tekur ekki eftir því og greinilega fjöldinn allur af fólki. Og ein talar um hvað hann sé skemmtilegur (húmoristi), og af því að hann er svona skemmtilegur þá er hann al vitur!!! og getur ekki gert misstök ??? hvar er sammasem merki þar á milli???  Ég hélt bara að það væri ekki hægt lengur að koma mér á óvart, þegar Davíð er annars vegar, hélt að ég væri búin að sjá allt, greinilega ekki Af hverju segir maðurinn ekki bara af sér, það er 90% þjóðarinnar sem vill hann burt, þetta ástand er orðið svo pínlegt bæði fyrir hann og þjóðina að það nær ekki nokkurri átt.

Sigurveig Eysteins, 6.12.2008 kl. 03:55

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þjóðin var ekki í jafnvægi þegar skoðanakönnunin var gerð um Davíð. Svo þegar fólk nær áttum, þá sér það ljósið í Davíð á ný

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 04:36

25 Smámynd: Beturvitringur

Halim heim!

Beturvitringur, 6.12.2008 kl. 05:00

26 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Já já..... enn og aftur er allt þjóðinni að kenna, við höfum ekki rökhugsun þegar við erum í ójafnvægi, endemis bull og vitleysa er þetta í þér maður (Gunnar) er það ekki bara rökhugsunin hjá þér sem er ekki í lagi..... Ég er farin að sofa til að koma rökhugsuninni í lag hjá mér, ég er vist ekki í lagi, nýjustu fréttir, ég er alltaf að læra.

Sigurveig Eysteins, 6.12.2008 kl. 05:01

27 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ertu samt alveg viss Friðrik Þór, að þú viljir ekki fá Davíð heim til þin ?  Það yrði nú soldið gaman að hlusta á ykkur tuða saman -í beinni...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 08:38

28 identicon

Þetta er skemmtileg hugmynd hjá þér, Frissi. Ég er í þeirri deildinni sem vill fá hann aftur í stjórnmálin. Hann hefur að vísu staðið sig afburða vel í Seðlabankanum, líklega eina stjórnvaldið sem hefur staðið vaktina og mun koma langbest út þegar öll kurl verða til grafar komin. Þessi ríkisstjórn er gersamlega handónýt enda er Samfylkingin ekki stjórnhæfur flokkur og mannval Sjálfstæðisflokksins er ekki fullnægjandi. Ég vona að það verði kosið í vor og þá vil ég Davíð á þing. Hann er eini maðurinn á Íslandi sem getur, þorir og vill. B

Baldur Hermannsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:37

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Þjóðin var ekki í jafnvægi þegar skoðanakönnunin var gerð um Davíð". Þetta er einhver skemmtilegasta en jafnframt sorglegasta fullyrðing sem ég hef nokkurn tíma lesið á blogginu og þótt víðar væri leitað.

Hildur Helga; við Dabbi myndum líkast til "tuða" lengi um þá skemmtilegu staðreynd að pabbi hans bjó í húsinu mínu í einhver ár áður en hann dó (1977). Ég hef reyndar ekki fundið fyrir anda hans hér og þá meina ég að hér er ró og friður. Gæti stafað af því að í minni íbúð bjó um langt árabil séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur og því er allt hér svo þrautblessað og laust við órólega anda...

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 21:10

30 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað með næstu Menningarnótt ?  Eða Listahátíð ?

Þegar fólk keppist um að bjóða á viðburði heima í stofu hjá sér ?

Vonandi ert þú með stofu sem rúmar nokkra helmassaða lífverði -auk ykkar Davíðs, fjölskyldunnar, gesta -og órólegra anda sem kynnu að fylgja með þetta kvöld.

---------------------- 

Gott svo þetta með "andlegt jafnvægi þjóðarinnar".   Frábær skýring á óhagstæðri niðurstöðu skoðanakönnunar -og bara hverju sem er... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 22:33

31 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ólafur Ólafsson gæti hvíslað mörgu góðu í eyru Davíðs. Eitt sinn sagði Ólafur: Það á að koma og kemur einhverntíma sá tími að dramblætis- og stórmennskumælir karlmannanna verður fullur, og niðurlægingar- og ánauðartími kvenfólksins tekur enda.”

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband