ALLT fer undir teppið og við borgum ALLT

Því meir sem tíminn líður til einskis, því meir sem menn í ábyrgðarstöðum sverja af sér ábyrgð, þeim mun sannfærðari verð ég að sekir menn muni sleppa, að verðmæti okkar fari í súginn og að það verði setta á axlir alþýðu landsins í núverandi og komandi kynslóðum að borga - að axla ábyrgðina!

Hvarvetna finnst mér blasa við að þetta verði lexía málsins. Ráðagerðir um hvítbók, um sérstakan saksóknara, um rannsóknir á hinu og þessu - allt kemur þetta allt of seint til framkvæmda. "Útrásarvíkingarnir" munu sleppa og hafa haft nægan tíma til að fiffa með eignir og skuldir. Pólitískir ráðamenn sleppa við að axla ábyrgð. Ráðherrar þessarar og síðustu ríkisstjórna munu sleppa við ábyrgðina. Bankastjórn og bankaráð Seðlabankans munu sleppa. Stjórnendur og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins munu sleppa. Ekkert af þessu liði fær nema í mesta lagi áminningu. Enginn mun tapa pening og æru nema Jón og Gunna. 

Engu mun skipta þótt fjölmiðlar geri sitt besta við að bæta upp fyrir sofandaháttinn undanfarinna ára. Harðar fréttir fjölmiðla virðast enda ekki hreyfa við sekum og ábyrgum aðilum hið minnsta.

Að þessum svartsýnu orðum sögðum held ég í jólabloggpásu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veldur sá er varar - það á vel við þig og þín skrif, Friðrik Þór. Algjörlega sammála þér annars og því sem þú hefur sett hér á bloggið þitt. Sjáum nú bara hvernig dönsk yfirvöld brugðust við varðandi þennan Hannes Smárason þeirra, heitir hann ekki Bagger eða eitthvað svoleiðis? Þeir létu hann ekkert komast upp með kjaftæði, eltu hann yfir meira en hálfan hnöttinn þar til hann sá sitt óvænna. Hann fær ekki nokkurra mánaða séns til að snúa öllum staðreyndum sér í hag og eyða sönnunargögnum, eins og hér þykir gott og gilt. Getum við komist undar blóðugri byltingu, eða verðum við hreinlega öll að flýja land?

Ellismellur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:02

2 identicon

Legg til ad vid skylum Islandi aftur til Danmerkur, tha yrdu sumir anaegdir eda hvad ?

A badum attum (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, ekki danir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 20:50

4 identicon

ERU FORMENN VERKALÝÐS OG LÍFEYRISSJÓÐA ÞEIR SEKU?
Eftir töluverða skoðun hjá mér, þá er mér það ljóst að sakfelling embættismanna er kannski ekki alveg rétt, ef maður skoðar hvernig forkólfar verkalýðs og lífeyris hafa farið með pening völd. Þegar bankarnir tóku að rísa í einkaeign þá var nokkuð ljóst hvaðan raunverulegir peningar komu , þeir komu frá mér og þér semsagt lífeyrissjóðum okkar. Peningar eru völd og valdið er hjá lífeyrissjóðum okkar en þeir hafa sett peninga inní þessar stofnanir banka og verið þar eins og sést stæðstu hlutahafar.Ekki nóg með það, þeir eru í öllum öðrum félögum líka sem hafa verið áberandi í viðskiptalífi okkar. Það sem ég á við er að þessir peningar sem koma úr okkar sjóðum eru raunverulegir peningar semsagt pappír sem vísar í málm. Það var akkúrat það sem vantaði til að geta hafið svona gríðarlega útrás , og eftir það erum við nánst bara að tala um tölur á pappír sem eins og ljóst er að vísa ekki í málm. Sjáanlegt er hverjir hófu þetta það eru forkólfar verkalýðs með lífeyrissjóði okkar að vopni, því til staðfestingar hvernig þetta gengur fyrir sig leynt og ljóst. Lítið dæmi um hótun frá Bónus á sínum tíma , þeir ætluðu að taka fólk sitt úr VR þetta var á þeim tíma þegar það vantaði peninga og viti menn það sloknað jafn fljótt á þessari umræðu eins við var að búast. Mikið að fjármunum hafa runnið til þeirra feðga á undanförnum árum eins og við getum séð í ársreikningum . Hver stjórnar? Það  er góð spurning , en hvað ef það eru lífeyrissjóðirnir sem stjórna því hvergi eru alvöru peningar í umferð nema þar því þeir eru til þar. Allar aðgerðir stjórnvalda miðast við að nota þessa peninga því það er auðveldast og allir eru vinir þarna uppi og ekki þarf að spyrja aðra.Ekki er hægt að sjá með öllu hvernig skuldabréfa eign lífeyrissjóða er en eitt get ég sagt þér þeir þola ekki skoðun. Fyrir hrun bankanna þá voru þessir sjóðir og forkólfar tilbúnir að rétta bankakerfið við en ekki kom til þess sem betur fer, nú á að ná í þessa aura aftur til að rétta atvinnulífið við og þeir ætla líka að aðstoða okkur en bara með því formi að þegar íbúðir okkar eru runnar okkur úr greipum þá eru þessir góðu strákar tilbúnir að leigja okkur aftur. Tel ég því að ef við náum þessari forustu þá er hægt að breyta lífeyriskerfi okkar og stöðva þetta og þá eru völdin úr höndum ríkisstjórnar. Bennt skal á að það tók ekki nema sex virka daga að fá fram kosningu í 28 þúsundmanna félagi. Þetta er fljótasta leið okkar til að brjóta þetta peningavald sem öllu stjórnar. Ég er ekki viss að fólk almennt geri sér grein fyrir þessu og að allt þetta sull hafi byrjað hjá okkur semsagt verkalýðs og lífeyrissjóðum okkar. Ekki er annað að sjá en fallið sé mikið enda var gaman hjá þessu fólki meðan á því stóð. Má það teljast gott ef samanlagt tap allra sjóða okkar er ekki stærra en 400 milljarðar og alltaf erum við að tala um verkalýðs og lífeyrissjóði okkar.
Hversvegna ekki bankaalþýðu því við erum alltaf að lána bönkum landssins sem þýðir að þeir eru bara milliliðir og hverjir eru góðir skuldara það erum við hin almennu sem erum bæði guðhrædd og haldin þrælsótta þannig að lang flest okkar standa í skilum og getum vísað í steinsteypu.. Þessir peningar eru jú okkar og ættu þeir að vera okkur til góðs en ekki til þessa að spila póker daglangt.

lúðvík lúðvíksson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:27

5 identicon

Því miður stefnir allt í þessa átt sem þú lýsir.Allir ráðamenn voru innviklaðir ásamt

börnum eða tengdabörnum.R listaliðið var í SPRON með stofnfjárhluti ( Össur og Ingibjörg, Árni Þór etc ), fjármálaráðherrann í Byr,Ágúst Einarsson í DV útrásinni, Kjartan í Landsbankanum ásamt fóstursyni Haarde, eiginkonan höfð með í FL-Group,Illugi í Glitni.Stjórnarandstaðan ( Framsókn ) í Kaupþingi og grasrótin líka ( Gift) Þegar litið er yfir sviðið virðist raunar sem Davíð Oddsson sé  sá eini sem ekki var keyptur beint eða óbeint.

Eftir stendur að áfram eru allir á sínum stað nema 3 bankastjórar og 10 bankaráðsmenn.Siðblindan er orðin svo viðvarandi að enginn stjórnmálamaður þekkir neitt annað og meirihluti kjósenda ekki heldur.Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert

er að láta frá sér fréttatilkynningar um hitt og þetta.Svo þegar fólk kannar sannleiksgildi þeirra þá hefur bara ekkert verið gert.

kv.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Einar trúir þú því að aumingja Davíð sé saklaus, hvað núna með árvakur??

Guðrún Indriðadóttir, 7.12.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Þau eru oft góð hjá þér bloggin en þarna hittir þú naglann á höfuðið,svona verður þetta vegna þess að alþýða þessa lands gerir ekkert nema geispa

Gunnar Þór Ólafsson, 7.12.2008 kl. 22:20

8 identicon

Já, þetta er rétt hjá þér Friðrik Þór. Var að lesa flokksráðssamþykkt VG. Þar var hvergi minnst á rannsókn. Bara skuldbreytingar hjá fyrirtækjum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:23

9 identicon

Þér tekst vel að orða það sem almenningur er að hugsa. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fólk mætir til mótmæla, það veit að það á að hylma yfir með hinum seku. Það varð ljóst strax þegar einn af stjórnendum gamla bankans var gerður að bankastjóra þess nýja og byrjaði á að hreinsa upp eigin skuld. Annar fyrrum bankastjóri settist að á horninu á móti og hóf hreinsunarstörf, beintengdur við tölvukerfi bankans, önnum kafinn á delete takkanum og breytandi dagsetningum. Ráðherra/maki fær niðurfellda hundruð milljóna skuld og heimtar allt uppá borðið - þegar allt er uppá borðinu - og fjölmiðlar þagna.

En þetta er bara toppurinn á ísjakanum.

Almenningur þarf að taka þúsunda milljarða lán og borga til baka með vöxtum. Á meðan munu frú Tortilla og mr. cayman skála í kampavíni í snekkju sinni, og hlægja sig máttlaus af fíflunum sem borga reikninginn þeirra. Hvaða stjórnmálamenn skyldu mæta í það partý?

sigurvin (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:41

10 identicon

Davíð er a.m.k. saklaus af því að hafa átt hagsmuni af bankahringekjunni, átti ekki

bréf í bönkunum, sonurinn var ekki forstöðumaður á fyrirtækjasviði né konan í stjórn FL Group.Raunar var hann eini maðurinn sem gagnrýndi ofurlaunin í verki; tók út inneign sína í Kaupþingi þegar stjórnendur ákváðu að launa sig með ofurlaunum.Fulltrúi verslunarmanna í stjórn Kaupþings sagði ekkert og hélt bara áfram að partíast með þessum stjórnendum sem á endanum keyrðu þjóðfélagið í þrot.Sem á m.a. eftir að skila sér í lokaútrásinni: miklum landflótta en héðan flytja

sennilega 70.000 til 90.000 einstaklingar á næstu tveimur árum.Það er sá hópur sem ekki hefur notið neins af spillingunni.

kv.

Einar

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:53

11 identicon

Það er allt of langt síðan ég hef lesið bloggið þitt Lillo. Þú og Gunnar Rögvaldsson eruð mínir menn í bloggheimum. Það á ekkert að vera að skafa utan af þessu og fyrst að ekki var hægt að lenda Baugsmálinu hvað þá með þennan haug af efnahagsbrotum. Þeir munu aldrei taka í gegn nema lítinn hluta af þessu. Svona rétt til þess að kaupa sér frið.

Ef þú verður vakandi kl 7. þá verðum við Bjarni Harðar hjá Markúsi með innlegg í þetta annars fáránlega ástand bankaleyndar og valdatafls manna og kvenna í þinginu.

Um leið vil ég fá að vekja athygli á eftirfarandi samkomu í hádeginu á morgun. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta mál að hika ekki við að mæta:

Einhliða upptaka gjaldmiðils  framkvæmd á Íslandi og reynsla Ekvador

8. desember 2008 milli kl. 12:00 og 13:30

Hagfræðideild HÍ - Málstofa í efnahagsmálum

Alonso Perez, efnahagsráðgjafi forseta Ekvador

Fyrirlesturinn fjallar um aðdraganda hruns gjaldmiðils og bankakerfis Ekvador sem leiddi til þess að gjaldmiðlinum var skipt út fyrir bandaríkjadollar.

Ennfremur verður farið yfir framkvæmd aðgerðarinnar og þann efnahagslega viðsnúning og fjármálalega stöðugleika sem Ekvador náði í kjölfar aðgerðarinnar.

Að síðustu verður farið yfir þau atriði sem Ísland þarf að hafa í huga, lagalega og fjármálalega, ef Ísland kýs að velja þessa leið.

Fundarstjóri er Ársæll Valfells

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Staður: Háskóli Íslands - Hátíðarsalur, Aðalbygging

sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 03:38

12 identicon

Davíð á eftir að kjafta frá, hann situr öruggur út af því sem hann veit þess vegna þorir engin að reka hann. Útrásarliðið kemst líklega undan nema að Davíð kjafti frá og það strax og vona ég að hann láti ríkisstjórnina ekki stoppa sig í að koma baugsgrúbbu og fleiri grúbbum í fangelsi þar sem þeir eiga heima. Þetta er eina vonin að Davíð kjafti því sem hann veit

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:40

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Verð auðvitað að skjótast hingað inn til að þakka fyrir umræðuna. Held ég "peisti" líka inn efni tölvupósts þar sem ég var áðan að tjá mig um sendingu vinar míns:

"Að sjálfstæðismenn hafi staðið gegn samkrulli Geysis green og OR er einhver ljótasti brandari sem ég hef séð um langt skeið - og hef ég séð þá marga. Að Samfylkingin hafi staðið í fararbroddi fyrir því að afhenda OR/REI einkaaðilum er bókstaflega út í hött!
 
Að rótin að Hruninu Mikla liggur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki liggur í augum uppi. Þeir hönnuðu og skópu þá bólu sem sprakk. Ríkisstjórnir DO, HÁ og GHH 1991-2007 höfðu "blue print"-ið "Kokkabók Hannesar Hólmsteins" í höndunum og kvöldverðurinn reyndist óætur með öllu. Ábyrgð Samfylkingarinnar er að hafa ekki brugðist við, hafa ekki sinnt eftirlitinu. Það sem gerði slíka vinnu erfiða er það verklag og lagaumhverfi sem smíðað hafði verið utan um eftirlitið (FME, Seðlabankann og á öðrum sviðum Samkeppniseftirlitið). Með frjálshyggju(manninn) DO í Seðlabankanum og frjálshyggjudrenginn Jónas Fr, Jónsson Magnússonar í FME gerðist það ekki sem þurfti að gerast. Að undið væri ofan af nýfrjálshyggjunni og siðmenntaðri vinnubrögð tekin upp.
 
Að einhver meint tengsl milli Samfylkingarinnar og Baugs hafi skipt einhverjum sköpum fyrir það hvernig fór er auðvitað bull og kjaftæði. Algert aukaatriði. Höfuðpaurarnir í Hruninu eru óvandaðir og alþjóðlegir nýfrjálshyggju-kapítalistar. Fyrri ríkisstjórnir skópu þeim umhverfi að vinna eftir. Fyrri ríkisstjórnir skópu hið svokallaða "eftirlit". Samfylkingin er meðsek um að hafa ekki stöðvað skrímslið sem þessar fyrri ríkisstjórnir skópu.
 
Hannes Smárason er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í "kokkabók Hannesar Hólmsteins" (KHH).
Jón Ásgeir Jóh. er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Bjarni Ármannsson er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Hreinn Loftsson er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Björgólfarnir eru skilgetin afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH...
 
áfram mætti telja. Þetta eru allt Sjálfstæðismenn. Með þeim í helmingaskipta-spillingunni síðan framsóknarmenn eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson og fleiri. Af þeim 30-50 "athafnamönnum" sem rústuðu landi og þjóð er mér vitanlega ekki einn einasti Samfylkingarmaður. Þetta er Valhallargengi. Ríkisstjórnum síðustu áratuga hafa sjálfstæðismenn stýrt að mestu og að mestu með framsóknargutlið sér við hlið. Sjálfstæðismenn hafa að mestu setið í forsætisráðuneytinu, sem er yfirráðuneyti efnahagsmála. Sjálfstæðismenn hafa að mestu setið í fjármálaráðuneytinu. Framsóknarmenn hafa að mestu setið í bankamálaráðuneytinu. Þetta sér og skilur þjóðin - enda sést sá skilningur í skoðanakönnunum. Þar endurspeglast andúðin á KHH og afleiðingum hennar.
 
Sjálfstæðismenn óg Framsóknarmenn skópu þá löggjöf sem var svo meingölluð að Baugur slapp að mestu í dómsmálinu. Mönnuðu rannsóknar- og ákæruvaldið og dómarasætin. Sjálfstæðismenn óg Framsóknarmenn skópu þá löggjöf þar sem það telst "venjulegur bisness" en ekki fjársvik að stórir hluthafar steli af minni hluthöfum. 
 
Baugur er skilgetið afkvæmi Valhallar...

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 14:34

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Menn sem flokkast undir stórglæpamenn samkvæmt lögum ríkja eins og USA og Great Britain ganga lausir hér, af því að fyrrverandi nýlendan Ísland vantar lagaramma. Þetta gat upplýsist í Baugsmálinu svo kallaða. Þingheimur allur hefur haft tíma til að stoppa í það en áhuginn er lítill. Meðan svona gallar eru í Íslenska kerfinu hvernig geta við ætlast til að hlutbréfaviðskipti geti gengið upp hér í framtíðinni. Það þarf ekki ekki að biðja fyrir þjóðinni um Jólinni, biðjum heldur fyrir þjófsnautunum. 

Júlíus Björnsson, 8.12.2008 kl. 14:42

15 identicon

Sæll Friðrik, það gengur auðvitað ekki að fara í jólafrí rúmum hálfum mánuði fyrir jól. Á hverskonar kjörum ertu eiginlega? Mig langar að benda á að það var verið að dæma fyrrverandi hreppstjóra/sveitarstjóra Grímseyjar í átján mánaða fangelsi fyrir að slugsa með nokkrar milljónir. Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti.

Kveðja

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:58

16 identicon

Pistill Björns Bjarnasonar 22. nóvember 2003:

Styrkur Davíðs - vandræði Gunnars Smára - samsærið og Borgarnesræðan.

22.11.2003

Auðvelt er að leggja mat á hæfileika manna eftir því, hvernig þeir bregðast við gagnvart flóknum og vandasömum verkefnum. Davíð Oddsson þurfti eins og aðrir að bregðast við fimmtudaginn 20. nóvember, þegar hann frétti af kaupréttarsamningnum til Sigurðar Einarssonar stjórnformanns og Hreiðars Más Sigurðsstonar, forstjóra Kaupþings/Búnaðarbanka (KB).

Davíð sagði frá því í samtali við Stöð 2 föstudaginn 21. nóvember, að sér hefði orðið svo mikið um þessi tíðindi, að hann hefði setið fram eftir nóttu í skrifstofu sinni í stjórnarráðshúsinu og velt fyrir sér, hver viðbrögð sín skyldu verða. Þau voru einnig skýr og afdráttarlaus.  Hann fordæmdi þessa meðferð á fé KB og tilkynnti í útvarpsviðtali um hádegið, að hann ætlaði að taka inneign sína, 400 þúsund krónur úr bankanum. Þegar fréttir bárust síðan af því, að þeir Sigurður og Hreiðar Már hefðu sagt sig frá hinum ámælisverða samningi og semja ætti við þá að nýju, taldi Davíð þeim hollt að hafa í heiðri, það sem Hallgrímur Pétursson yrkir í Passíusálmunum um iðrun Júdasar:

Undirrót allra lasta

ágirndin kölluð er.

Frómleika frá sér kasta 

fjárplógsmenn ágjarnir

sem freklega elska féð,

auði með okri safna,

andlegri blessun hafna

en setja sál í veð.

Nefndi Davíð erindið í viðtali við Morgunblaðið og las það einnig í hádegisfréttum hljóðvarps ríkisins laugardaginn 22. nóvember. Að ganga svo rösklega og skipulega til verks sýnir, að Davíð hefur ákveðið að láta ekki neinn velkjast í vafa um afstöðu sína í þessu máli frekar en öðrum, þar sem hann tekur af skarið. Við blasir, að hin einarða afstaða hans hafði gífurleg áhrif og er ekki neinum vafa undirorpið, að KB sá fram á brotthvarf fjölmargra viðskiptavina, ef afstöðu Davíðs og allra, sem eru honum sammála, hefði verið sýnt skeytingarleysi.

Raunar á eftir að koma í ljós, hvort nokkru sinni verður bættur skaðinn vegna þessa frumhlaups meðal stjórnenda KB, því að heilbrigð dómgreind, tilfinning fyrir umhverfi sínu og almenn kurteisi í garð annarra eru meðal höfuðkosta farsælla bankamanna, en allt þetta var að engu haft af hálfu æðstu stjórnenda KB í þessu máli. Við gagnrýninni er ekki brugðist af hógværð hin iðrandi manns. Sigurður Einarsson ræðst af offorsi á forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur viðskipatráðherra, en þó sérstaklega á Davíð. Segir gagnrýni þeirra „hneyksli“, sakar Davíð um „einelti“. Í Morgunblaðinu laugardaginn 22. nóvember segir Sigurður orðrétt:

„Það er mjög undarlegt að ráðamenn þjóðarinnar leyfi sér að ráðast á einkafyrirtæki með þessum hætti sem gert er. Það þekkist hvergi annars staðar, nema hugsanlega í Rússlandi og einhvers staðar í Afríku. Það gengur algerlega fram af mér að ráðherrar og æðstu ráðamenn reyni að stuðla að því að koma stærsta banka landsins í vandræði.“ Og í Morgunblaðinu segir ennfremur: „Hann [Sigurður] segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda hverjar ástæður ummæla ráðamanna eru.“

Af þessum ummælum verður ekki ráðið, að Sigurður hafi neina tilfinningu fyrir þeirri reiðiöldu, sem fór um allt þjóðfélagið vegna þessa máls. Hann skilur ekki, hvers vegna menn telja nauðsynlegt að sporna við fæti, þegar fréttist af þessari ráðstöfun á fé KB. Skírskotun til Rússlands er næsta kaldhæðnisleg í ljósi þess, sem þar er að gerast um þessar mundir vegna hneykslunar á framgöngu kaupenda ríkisfyrirtækja við einkavæðingu þeirra.

Vandræði Gunnars Smára

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins og útgefandi DV, hefur brugðist við því, sem nú er að gerast í íslensku viðskiptalífi á einkennilegan hátt. Þessir miklu atburðir eru stærri en eru á valdi hans að ræða á hlutlægum forendum, einnig hefur hann beinna hagsmuna að gæta og beitir sér í samræmi við það.

Gunnar Smári hefur reiðst mjög umræðum um það, hvort nauðsynlegt sé að setja hér nýjar reglur um eignarhald á fjölmiðlum, eftir að húsbændur hans og eigendur Fréttablaðsins og DV eru teknir til við að seilast til áhrifa innan Norðurljósa, eftir að Kaupþing/Búnaðarbanki og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrir hönd Baugs, tóku að ráðskast með eigur Jóns Ólafssonar.

Davíð Oddsson svaraði spurningum Álfheiðar Ingadóttur, varaþingmanns vinstri/grænna, um eignarhald á fjölmiðlum á alþingi miðvikudaginn 19. nóvember. Viðbrögð Gunnars Smára voru meðal annars þau að spyrja í Fréttablaðinu föstudaginn 21. nóvember, hvers vegna hann [Gunnar Smári] ætti ekki að leita pólitísks hælis í Norður-Kóreu. Í grein Gunnars Smára segir síðan meðal annars:

„Við aðdáendur opinna og frjálslegra samfélaga fögnum auðvitað aukinni fjölbreytni og eflingu samkeppni milli fjölmiðlanna. En ekki Davíð. Hann lætur eins og frekur krakki sem er ósáttur við gang leiksins og vill breyta reglunum til að hjálpa sínu liði; setja lög á andstæðingana og styrkja Moggann úr ríkissjóði.“

Hér rekst hvert á annars horn. Í huga Gunnars Smára er það til marks um aukna fljölbreytni, að hann sé ritstjóri eins dagblaðs og útgefandi annars og húsbændur hans á þeim bæjum leggi einnig undir sig sjónvarpsstöð með tveimur rásum og nokkrar hljóðvarpsrásir. Að halda því fram, að Davíð hafi lagt til ríkisstyrk við Morgunblaðið er einfaldlega lygi.

Einn morguninn mátti heyra sérkennilegt viðtal við Gunnar Smára í hljóðvarpi ríkisins, þar sem hann sagði fráleitt að lög giltu um fjölmiðlastarfsemi í öðrum löndum og ekki kannaðist hann við það, að eigendur hefðu áhrif á stefnu eða skrif blaða í sinni eigu.  Allar voru þessar fullyrðingar hans rangar. Lög eru um eignarhald á fjölmiðlum í mörgum löndum. Íhlutun fjölmiðlaeigenda og afskipti af eign sinni er viðfangsefni greina, bóka og ævisagna hér á landi og um heim allan. Auk þess notaði Gunnar Smári auðvitað tækifærið til þeirrar eftirlætisiðju sinnar að vera með skítkast í garð Davíðs Oddssonar.

Forsíður Fréttablaðsins afsanna nú dag eftir dag kenningu ritstjórans Gunnars Smára um áhrif eigenda á fréttastefnu blaða sinna. Stjórnendur blaðsins vita, að þeir geta gengið fram af lesendum sínum, án þess að eiga hið sama á hættu og Kaupþing/Búnaðarbanki, að fólk mótmæli með því  taka peninga sína úr vörslu bankans. Það getur enginn sagt upp Fréttablaðinu, því að menn fá það sent, hvort sem þeim líkar betur eða verr og fjárhagsleg afkoma ræðst af því, hve mikið eigendurnir vilja auglýsa í blaðinu. Auðvitað auglýsa þeir hvergi á síðum blaðsins neitt, sem kemur þeim illa; síst af öllu á forsíðunni eins og dæmin sanna.

Forsíða Fréttablaðsins laugardaginn 22. nóvember einkennist af málsvörn fyrir Sigurð Einarsson: Segja Davíð hafa lagt sig í einelti. Þetta er aðalfyrirsögnin. Í Morgunblaðinu segir í aðalfyrirsögn á forsíðu sama dag: Falla frá kaupréttinum vegna harðrar gagnrýni. Daginn áður, föstudaginn 21. nóvember, var lítill eindálkur á forsíðu Fréttablaðsins um kaupréttarsamning þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðar Már.

Samsærið og Borgarnesræðan

Páll Vilhjálmsson ritar grein í Morgunblaðið laugardaginn 22. nóvember undir fyrirsögninni:  Samsæri Baugs og Fréttablaðsins. Telur Páll, að ritstjórn Fréttablaðsins og eigendur Baugs hafi orðið sekir að samsæri í vor þar sem blygðunarlaust var reynt að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar til að þagga niður í gagnrýni á Baug. Þurfi í umræðu um sterka stöðu Baugsauðhringsins á fjölmiðlamarkaði að halda til haga vinnubrögðum auðhringsins. Fréttablaðið sé viljugt verkfæri forráðamanna Baugs og fari lítið fyrir blaðamannsheiðri og fagmennsku í ritstjórn blaðsins. Samsærið hafi verið um að koma höggi á forsætisráðherra og verið langt handan þess sem talin sé eðlileg blaðamennska.

Þegar Páll víkur að þessu rifjast einnig upp fyrri Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forsætisráðherraefnis Smafylkingarinnar, í febrúar síðastliðnum.

Páll ræddi einmitt þessi sömu mál í athyglisverði grein í Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. mars síðastliðinn, þegar samsærið gegn Davíð var tekið að skýrast, eftir að Davíð fór í frægt útvarpsviðtal við Óðin Jónsson að morgni mánudagsins 3. mars til að svara árásum Fréttablaðsins.

Í tilefni af þeim atburðum öllum skrifaði ég í Morgunblaðið  laugardaginn 8. mars 2003:

„Ástæðulaust er að gleyma „frétt“ Fréttablaðsins. Bestu úttekt á henni gerði Páll Vilhjálmsson hér í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag. Orð Páls verða ekki vegin og metin á þeirri forsendu, að hann sé handgenginn Davíð Oddssyni með sama hætti og til dæmis ég, sem hef lengi átt með honum samleið í Sjálfstæðisflokknum og verið ráðherra í ríkisstjórn hans. Páll hefur látið að sér kveða á vettvangi Samfylkingarinnar. Hann segir „frétt“ Fréttablaðsins geta hafa verið skrifaða af almannatengli á launum hjá Baugi. Páll segir síðan:

„Til að flétta Baugsmanna gengi upp þurfti utanaðkomandi aðstoð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar bauð sig fram sem nytsaman sakleysingja þegar hún í alræmdri Borgarnesræðu í febrúar bar blak af þrem nafngreindum fyrirtækjum sem tæplega eru fyrirmyndardæmi um atvinnurekstur, svo ekki sé meira sagt, og ásakaði forsætisráðherra fyrir að leggja fyrirtækin í einelti. Eitt þeirra er Baugur og annað Norðurljós/Jón Ólafsson.““

Fyrir þá sem muna ekki lengur eftir efni Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur má rifja upp, að þar dró hún taum þriggja fyrirtækja Baugs, Norðurljóas og Kaupþings, af því að á þau væri hallað af Davíð Oddssyni forsætisráðherra og mátti auðveldlega draga þá ályktun, að hún teldi Davíð koma ómaklega fram við fyrirtækin.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:30

17 identicon

Hvað hefðu „sumir“ sagt hefði Seðlabanki Íslands eða Fjármálaeftirlitið komið í veg fyrir opnun IceSave-reikninga Landsbanka Íslands í Hollandi sl. vor á grundvelli þjóðarhagsmuna?

Hefði það verið eitthvað á þá leið sem ritað var á síður Morgunblaðsins 22. nóvember 2003 af Sigurði nokkrum Einarssyni (sbr. pistil B.B. hér að ofan)? :

„Það er mjög undarlegt að ráðamenn þjóðarinnar leyfi sér að ráðast á einkafyrirtæki með þessum hætti sem gert er. Það þekkist hvergi annars staðar, nema hugsanlega í Rússlandi og einhvers staðar í Afríku. Það gengur algerlega fram af mér að ráðherrar og æðstu ráðamenn reyni að stuðla að því að koma stærsta banka landsins í vandræði.“

Hefði slík íhlutun ekki verið túlkuð sem einelti og ofsóknir og það í landi þar sem allt var honkídorí?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:36

18 identicon

Og Egill Helgason íhugað að flytja úr landi - bugaður og vonlítill !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:37

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég kem inn úr pásunni til að biðja Viðskrifarann vinsamlegast um að sleppa því að gera bloggið mitt að ruslakistu fyrir óra Björns Bjarnasonar. Þetta er hrein og bein misnotkun á aðstöðu annarra. Hann má setja þetta inn á sitt eigið blogg mín vegna. Síðasta sort er auðvitað að Björn Bjarnason skrifi óra út frá órum Páls Vilhjálmssonar - neðar er vart hægt að komast.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 17:13

20 identicon

Af hverju órar í Birni Bjarnasyni en ekki órar t.d. hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Össuri „það eru milljarðar í þessu" Skarphéðinnssyni?

Er Borgarnesræðan margfræga þá eitthvað úr ruslakistu Samfylkingarinnar?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:18

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Að rótin að Hruninu Mikla liggur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki liggur í augum uppi. Þeir hönnuðu og skópu þá bólu sem sprakk. Ríkisstjórnir DO, HÁ og GHH 1991-2007 höfðu "blue print"-ið "Kokkabók Hannesar Hólmsteins" í höndunum og kvöldverðurinn reyndist óætur með öllu. Ábyrgð Samfylkingarinnar er að hafa ekki brugðist við, hafa ekki sinnt eftirlitinu. Það sem gerði slíka vinnu erfiða er það verklag og lagaumhverfi sem smíðað hafði verið utan um eftirlitið (FME, Seðlabankann og á öðrum sviðum Samkeppniseftirlitið). Með frjálshyggju(manninn) DO í Seðlabankanum og frjálshyggjudrenginn Jónas Fr, Jónsson Magnússonar í FME gerðist það ekki sem þurfti að gerast. Að undið væri ofan af nýfrjálshyggjunni og siðmenntaðri vinnubrögð tekin upp.
 
Að einhver meint tengsl milli Samfylkingarinnar og Baugs hafi skipt einhverjum sköpum fyrir það hvernig fór er auðvitað bull og kjaftæði. Algert aukaatriði. Höfuðpaurarnir í Hruninu eru óvandaðir og alþjóðlegir nýfrjálshyggju-kapítalistar. Fyrri ríkisstjórnir skópu þeim umhverfi að vinna eftir. Fyrri ríkisstjórnir skópu hið svokallaða "eftirlit". Samfylkingin er meðsek um að hafa ekki stöðvað skrímslið sem þessar fyrri ríkisstjórnir skópu.
 
Hannes Smárason er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í "kokkabók Hannesar Hólmsteins" (KHH).
Jón Ásgeir Jóh. er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Bjarni Ármannsson er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Hreinn Loftsson er skilgetið afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH.
Björgólfarnir eru skilgetin afkvæmi þeirrar uppskriftar sem finna má í KHH...
 
áfram mætti telja. Þetta eru allt Sjálfstæðismenn. Með þeim í helmingaskipta-spillingunni síðan framsóknarmenn eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson og fleiri. Af þeim 30-50 "athafnamönnum" sem rústuðu landi og þjóð er mér vitanlega ekki einn einasti Samfylkingarmaður. Þetta er Valhallargengi. Ríkisstjórnum síðustu áratuga hafa sjálfstæðismenn stýrt að mestu og að mestu með framsóknargutlið sér við hlið. Sjálfstæðismenn hafa að mestu setið í forsætisráðuneytinu, sem er yfirráðuneyti efnahagsmála. Sjálfstæðismenn hafa að mestu setið í fjármálaráðuneytinu. Framsóknarmenn hafa að mestu setið í bankamálaráðuneytinu. Þetta sér og skilur þjóðin - enda sést sá skilningur í skoðanakönnunum. Þar endurspeglast andúðin á KHH og afleiðingum hennar.
 
Sjálfstæðismenn óg Framsóknarmenn skópu þá löggjöf sem var svo meingölluð að Baugur slapp að mestu í dómsmálinu. Mönnuðu rannsóknar- og ákæruvaldið og dómarasætin. Sjálfstæðismenn óg Framsóknarmenn skópu þá löggjöf þar sem það telst "venjulegur bisness" en ekki fjársvik að stórir hluthafar steli af minni hluthöfum. 
 

Baugur er skilgetið afkvæmi Valhallar...

... rétt eins og Björn Bjarnason.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 17:29

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað með liðið sem segist alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn en kýs svo oft Samfylkinguna. Ætli það séu ekki sumir ný-frjálsir Anti-DO þar á meðal.

Júlíus Björnsson, 8.12.2008 kl. 17:52

23 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Friðrik Þór,

ég er mjög sammála þér í þinni bloggfærlsu. Því miður óttast ég að allir hinu seku sleppi. Við, hinir almennu borgarar sem stöndum ætið skil, þurfum að borga brúsann. Ég óttast að margir munu gefast upp á lýðræðislandinu Íslandi og flytja til útlanda. Sjálfur velti ég því fyrir mér, en vil þó jarma aðeins lengur.

Þú hefur skyldum að gegna, jólafrí getur þú tekið seinna, áfram með gagnrýnt blogg.

Jörmum í kór. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.12.2008 kl. 22:12

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta liggur nú bara í augum uppi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband