Davíð endilega aftur í pólitíkina!*

 Davíð Oddsson kemur á fund viðskiptanefndar.

Þetta er þyngra en tárum taki. Davíð virðir meinta bankaleynd meir en þjóðarhagsmuni og embættismaðurinn neitar að svara brýnum spurningum yfirmanna sinna, kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Vill ekki upplýsa þjóðina um meinta vitneskju sína um hvers vegna Brown og Darling settu á ísland hryðjuverkalög. Hafi hann þá á annað borð nokkuð meint það sem hann sagði á fundi Viðskiptaráðs á dögunum.

Og hótar svo þjóðinni þeirri refsingu að "koma" aftur í stjórnmálin verði hann rekinn.

Ekki nema von að Geir sé í vandræðum með karlinn.

Morgunblaðið boðar viðtal við karlinn. Hversu krefjandi verða spurningarnar? Verður hann spurður að því hver eða hverjir séu hinir vernduðu - því bankaleynd er ætlað að verja einhverja hagsmuni, ekki satt. Hagsmunir hvaða aðila eru svona mikið ofar hagsmunum þjóðarinnar, sem eins og kunnugt er undirbýr málshöfðun vegnabresku hryðjuverkalaganna. Hverja setur Davíð ofar þjóðinni?

*ég breytti fyrirsögninni. Ég vil DO aftur í pólitíkina og helst auðvitað með eigin flokk. Ég held að það gæti orðið gaman.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

58. gr. laga um fjármálafyrirtæki (161/2002)er skýr:

58. gr. Þagnarskylda.
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.

Ljóst má vera að Davíð Oddson er löghlýðinn maður sbr. ofangreint.

60. gr. sömu laga segir hins vegar:

60. gr. Samþykki viðskiptamanns til miðlunar trúnaðarupplýsinga.
Heimilt er að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn sem um getur í 58. gr. að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut á. Í samþykki skal koma fram til hvaða upplýsinga það tekur, til hvaða aðila er heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum er miðlað.

Það mætti spyrja hvort einhver fréttamaður (sé þá einhver almennilegur eftir) inni Davíð Oddsson eftir því hvort til greina komi að hann óski eftir því hjá viðkomandi aðila/aðilum að þeir samþykki að aflétta bankaleynd vegna þessa máls. 

Að öðrum kosti verður Alþingi að breyta lögum svo Davíð Oddssyni sé heimilt að segja frá - en á þá að aflétta bankaleynd gagnavart öllu og öllum eða koma með ný lög á færibandi eftir hentugleika hverju sinni?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:53

2 identicon

Skil ekki vandamálið hjá Geir og Ingibjörgu. Þau breyta lögum dag og nótt. Geta þau ekki líka breytt lögunum varðandi bankaleyndina?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

En hverjir eru viðkomandi viðskiptamenn sem nú njóta verndar hins löghlýðna?

Og hvað skal um mann segja sem á opinberum fundi segir efnislega: Ég veit allt um málið sem varðar mikilvægustu þjóðarhagsmuni, gerir sig breiðan og slær sér á brjóst - en bætir ekki við að hann vilji ekki opinbera vitneskju sína og megi það ekki vegna bankaleyndar? 

Og hvað með "fleiri samtöl" sem hann á fundi Viðskiptaráðs sagði að "mættu birtast"? Varða þau bankaleynd?

Er eitthvað til sem trompar bankaleynd? Er það þá ekki helst brýnir almannahagsmunir?

Hér er fróðleg klausa úr lögum um fjármálaeftirlit (87/1998):

"13. gr. Þagnarskylda.
Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.

Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.

Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.

Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila".

Enn fróðlegri er þessi klásúla úr lögum um Seðlabankann (36/2001):

"35. gr. Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt".

Viðskiptanefnd þingsins ætti kannski að óska eftir dómsúrskurði vegna þjóðarhagsmuna?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vissu lögfróðir þetta ekki fyrir um bankaleyndina?  Það að Davíð beitti henni: réttlætist af alvarleika málsins. Var um hryðjuverkainnárs að ræða: í því tilviki að óeðlileg bankastarfsemi getur valdið ótöðugleika og þennslu sem endar með efnahagslegu hruni heillar þjóðar.  Það er gott að vera íslenskur auðmaður í dag.

Ekki gátu Breskir bankar almennt hækkað innlánsvexti?

Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Auðvitað vita þingmenn af bankaleynd, en í umræddri viðskiptaráðsræðu (tilefni heimsóknarinnar til viðskiptanefndar þingsins) sagði Davíð einmitt EKKERT um að vitneskja sín varðaði bankaleynd. Þingnefndin gat ekki einhliða ályktað að vitneskja Davíðs varðaði bankaleynd þegar Davíð útskýrði ekki eðli sinnar vitneskju!

Hann sagðist vita af hverju Brown og Darling settu hryðjuverkalögin. Á hverju hvílir þar bankaleyndin sem þingmennirnir gátu sagt sér fyrirfram? Á síðan bankaleyndin að gilda ef erlent ríki setur á okkur hryðjuverkalög og ógn steðjar þannig að þjóðarhagsmunum? Sættir þingið sig við slíka forgangsröðun?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 14:07

6 identicon

Maðurinn drullar yfir Alþingi og þjóðina líka.

Þetta er hámark hrokans og vitfirringarinnar !

Ber fyrir sig bankaleynd og gefur Alþingi og þjóðinni puttann !

Alþingi ætti nú þegar að setja lög sem afnema bankaleynd tímabundið af seðlabankastjóra varðandi þetta tiltekna mál og jafnframt lög sem leysa seðlabankastjórnina alla frá völdum nú þegar.

En ég held að það myndi samt engu breyta, því að hans mati er hann algerlega hafinn yfir allt þetta hyski, bæði þingið og þjóðina.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:55

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

mbl.is:

Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis... bendir á að í ræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs hafi Davíð jafnframt getið þess að ýmis atriði málsins lytu ekki bankaleynd. „Þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að hann feli sig á bak við bankaleynd í þessu atriði. Það er raunar alveg óþolandi,“ segir Ágúst Ólafur. Sér hefði þótt hreinlegra og betra að Davíð upplýsti um vitneskju sína. „Þetta er ekki einkamál hans heldur varðar hagsmuni þjóðarinnar og stjórnvalda.“

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 14:57

8 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Viðbrögð Davíðs á fundi viðskiptanefndar í morgun og hótun um endurkomu í pólitík skiluðu

10 % styrkingu á Íslensku krónunni, er hægt að biðja um meira. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 4.12.2008 kl. 16:25

9 identicon

Rökrétt viðbrögð viðskiptanefndar alþingis er að sjá til þess að Davíð Oddssyni verði veitt vernd þannig að það hafi ekki afleiðingar fyrir hann þótt hann rjúfi bankaleynd.

Ef Davíð Oddsson neitar að tjá sig, jafnvel þótt hann sé undanþegin bankaleynd, þá hlýtur að mega siga lögreglunni á hann.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:26

10 identicon

Krónan farin að styrkjast í andstöðu spámanna vinstri manna. Hvað hefur Davíð gert af sér?

Palli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:27

11 identicon

Með ólíkindum hvað fólk er auðtrúa því sem kemur fram í fjölmiðlum. Hafa ekki fjölmiðlar lagt Davíð í einelti og svo dansa stór hlut þjóðarinnar með! 

Palli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:29

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hættu að gelta, Hannes.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 17:41

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskiptanefnd þingsins ætti kannski að óska eftir dómsúrskurði vegna þjóðarhagsmuna?

Allt sem þarf til að hreinsa umræðuna: finnst mér.

Júlíus Björnsson, 4.12.2008 kl. 18:13

14 identicon

Já, þetta er þyngra en tárum taki. Og allir spila með. Svona vinnur Davíð. Athyglissýkin er orðin yfirþyrmandi svo mörkin milli starfsins og pólitískra hugsjóna eru orðin brengluð, plús lögfræðiþekking. Þessi bankaleynd sem hann ber fyrir sig er ekkert nema útúrsnúningur. Veri hann velkominn í stjórnmálin að nýju, verst fyrir hann sjálfan. Það eru aðrir tímar nú en þegar hann var forsætisráðherra þ.e. í pólitísku landslagi. Er ekki sagt að tvisvar verður gamall maður barn. Davíð segist bara vera sextugur, þetta gæti samt átt við hann.

Nína S (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:11

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sérlega æfðar og afgerandi yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr "Kraganum" í fréttum í kvöld voru afar athyglisverðar. Jón Gunnarsson þessi kemur ekki með yfirlýsingar um uppstokkun í ríkisstjórninni og útafskiptingar í Seðlabanka og FME án þess að hafa back-up og "leyfi". Eitthvað er í bígerð.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 00:22

16 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Hann Davíð kann listina að rugla menn í ríminu,sérfræðingur í að halda mönnum á tánni.

Er ekki komin tími til að hætta að eyða öllu púðri í slíka menn og einbeita sér í því að finna forystu fólk sem gætu sameinað þjóðina í einu markmiði.það er að segja að koma okkur upp úr skítnum!

Konráð Ragnarsson, 5.12.2008 kl. 09:11

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jú, Konni, en við gætum þurft að leita lengi til að finna slíkt fólk, því miður, eftir það sem á undan er gengið. Ef það fólk kemur ekki fljótlega fram, annað hvort innan eða utan núverandi stjórnmálaflokka (eða á báðum stöðum) þá er það fólk sennilega ekki til.

Við þurfum á pólitískum uppskiftum að halda, en ekki má kjósa of fljótt. Það þarf að gefa nýju fólki tíma til að skipuleggja sig og ný framboð og það þarf að gefa "gömlu" flokkunum tíma til að halda sem opnust prófkjör þar sem stuðningsfólk fær að endurnýja forystuna (uppstilling er ávísun á lítt breytta eða óbreytta mönnun). 

Bæði utan og innan flokka þarf að hvetja efnilegt fólk til að bjóða sig fram til starfa í þagu þjóðarinnar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband