25.11.2008 | 13:17
Borgaraleg óhlýðni G. Péturs
Ég var auðvitað að vona að G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður Sjónvarpsins hefði verið með leyfi RÚV í farteskinu þegar hann ákvað að birta á bloggi sínu umrætt myndskeið af tilraun hans og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, fyrrum fréttamanns Stöðvar 2, til að taka viðtal við Geir H. Haarde með "alvöru" krítískum spurningum. Það eru auðvitað vonbrigði að svo hafi ekki verið og að ég hygg borðleggjandi að G. Pétur hafi því gerst brotlegur við siðareglur blaða- og fréttamanna og innanhússreglur RÚV.
Ég hygg hins vegar að G. Pétur skili þessum gögnum ósköp glaður og sáttur í bragði. Hann hefur áreiðanlega tekið ákvörðun um borgaralega óhlýðni með þessum gjörningi sínum og víst er að myndskeiðið sýndi okkur ágætlega ofan í hrokafullan hugarheim forsætisráðherra - því það var akkúrat ekkert óeðlilegt við krítíska og krefjandi spurningu G. Péturs sem Geir stöðvaði og fór í fýlu út af. Það er ætlast til þess að blaða- og fréttamenn spyrji harðra og krítískra spurninga; þeir eiga að grípa þær spurningar sem liggja í loftinu og þótt menn spyrji hart er það ekki endilega vegna persónulegra skoðana, heldur eru "devil´s advocate" spurningar mjög algengar í fréttamennskunni.
Myndskeiðið sýnir ágætlega að ráðamönnum er meinilla við að svara krefjandi og hörðum spurningum. Þá dreymir kannski um dásamlega en liðna tíð þegar ráðherrar voru þéraðir af sjónvarpsfréttamönnum, sem báru bara upp spurningar sem ráðherrarnir sjálfir höfðu gaukað að þeim!
Mér finnst aukinheldur rétt að fólk hafi það í huga að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gjarnan níðst á G. Pétri í gegnum árin. Davíð gaf tóninn í þeim efnum, lagði línuna; hreytti ónotum í G. Pétur fyrir þá sök eina að fyrr á ferli sínum hafði G. Pétur starfað á Þjóðviljanum! Ég var vitni að því og ég held að Geir hafi þarna ekki viljað vera minni maður en Dabbi Pabbi.
Skamm, skamm G. Pétur fyrir að nota efni í eigu RÚV í heimildarleysi. Þú braust siðareglur! En takk.
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hvar getur maður séð þetta viðtal á netinu?
Sigurður M Grétarsson, 25.11.2008 kl. 13:39
http://gpetur.blogspot.com/
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 13:44
Ég er mest hissa á að það skuli yfirleitt vera til eitthvert gagn hjá blaða- og fréttamönnum með tengingu við "SIÐA"-eitthvað. Það er óralangt síðan að vottur af siðferði fannst í íslenskri blaðamannastétt.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:20
Ég geri ráð fyrir að Halldór Þessi halldórsson sé sami maðurinn og heldur úti bloggi sem "skrifstofumaður í Hafnarfirði" (http://xstrax.blog.is/blog/xstrax/). Ég held að sá náungi ætti að tala sem minnst um siðferði, miðað við þau meiðyrði sem hann lætur út úr sér.
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 14:27
Sæll Friðrik, þetta er forvitnilegt myndskeið og sögulegt í ljósi seinni atburða.
Hér er svo linkur yfir á Youtube; ef G. Pétur neyðist til að taka það af síðunni sinni að skipan Páls.
http://www.youtube.com/watch?v=E3zqtGWEc8U
Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:40
Meiðyrði?? O, jæja! Skyldi það orð hafa sömu merkingu í máli íslenskra blaða- og fréttamanna og okkar hinna? Auðvitað hef ég nýtt afar lýsandi orðaforða þegar ég hef fest fyrirlitningu mína, sérstaklega á DV-pakkinu, á blað eða vef í gegnum tíðina. En líklega heitir það bara meiðyrði þegar einhver grípur til slíks við að lýsa "Eiríks- og Reynishyskinu" eða einhverju álíka; en auðvitað alls ekki þegar þessir sömu kónar lýsa öðrum! Ég veit líka vel, að það er ekki gott að alhæfa um heila stétt fólks; en það er bara þannig að þeir sem eru líklega alvöru blaðamenn, velja að þegja um vandlætingu sína yfir hinum, þó þeir staðfesti það samt við mig svona persónulega og prívat. Þeir sömu verða því að fá "mykjuskammtinn" þar til þeir ákveða að nóg sé komið og endurreisa SIÐFERÐI íslenskrar blaðamannstéttar. En! Meiðyrði?? "Bring it on!"
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:22
"Bring it on"?? Ég þarf þess ekki. Þú gerir það sjálfur, Halldór.
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 15:37
En til hvers var GéPétur að setja bísað efni á vefsíðu sína núna?
Var GéPétur bara að reyna að koma Haarde og Sjálfstæðisflokki illa?
Tók GéPétur líka efni með Ingibjörgu Sólrúnu?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:33
Legg til að Viðskrifarinn beini þessum spurningum til G. Péturs.
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 19:00
Gott hjá G.P.
Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 19:45
Sammála framsögumanni (og G. Pétri) um að aðalglæpurinn hafi verið að þjóðin fékk ekki að sjá þetta strax.
Bláskjár hefur sjálfsagt lögin sín megin, en blaðamenn hafa stundum fengið verðlaun (jafnvel Pulitzer?) fyrir að brjóta lög í þágu lýðræðis.
Takk, G. Pétur, ég ætla ekki að lýsa neinu fatva á Bláskjástjóra, en skömm sé þeim sem nota hann sem varðhund.
Kveðja
Einar G. Torfason
Einar G. Torfason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:45
VG Pétur hagar sér eins og óþægur krakki í myndbandinu, það hnusar í honum og það liggur við að hann kjökri. Hann býður Geir upp á að segja nei við spurningunni sem Geir þiggur og gengur á braut - VG Pétur niðurlægir sjálfan sig í myndbandinu, ekki Geir.
sg (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.