Hver er munurinn á fullveldisafsali til IMF og ESB?

 

Ég er að vísu ekki með svarið á reiðum höndum og væri gaman að fá hér upp skoðanaskipti um þetta. Mér finnst þessi "fárviðrisskýrsla" IMF vera ofboðslega auðmýkjandi. Mér finnst eins og að þarna sé talað um óvita eða óþekka krakka. Eins og að einhver Barnaverndarnefnd sé að skrifa skýrslu um ástand á óregluheimili, þar sem fimm áföll dundu yfir; 1. foreldrarnir drykkfelldir, 2. karlinn lamdi konuna (eða öfugt), 3. börnin stálu úr búð, 4. elsta dóttirin, enn ólögráða, komin í neyslu og farin að selja sig og 5. elsti sonurinn, enn ólögráða, orðinn handrukkari.

 Svo er að skilja að okkur hafi verið nauðugur einn kostur, að fá svimandi upphæðir að láni hjá IMF og einstökum ríkjum. Þessir okkar lánveitendur kúguðu okkur til að semja um Icesave og undirgangast á þriðja tug skilmála. Samt hef ég ekki séð þessu líkt við fullveldisafsal. Er ekki IMF að skrifa auðmýkjandi skýrslur um okkur og erum við ekki að beygja okkur og bukta fyrir þeim og einstökum kúgunarríkjum? Hefur fullveldisafsal þá ekki átt sér stað?

Ef svarið er já, væri gott og gagnlegt að heyra og lesa: Hver er munurinn á þessu fullveldisafsali og hinu sem gagnrýnendur reikna með að eigi sér stað ef Ísland gengur í ESB? Ég er ekki ESB-sinni, en mér finnst rétt að svar við þessu fáist. Er munurinn kannski fyrst og fremst sá að IMF óskar ekki eftir fiskkvóta í íslenskri efnahagslögsögu?


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Bíddu bara. IMF á eftir að leika okkur grátt. Þeir taka ekki fiskinn okkar í fyrstu atrennu, en við þurfum að leita til þeirra aftur fljótlega.

Vil svo benda á nýja færslu á bloggi mínu um vaxtaokur.

Diesel, 26.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég ætla mér ekki í langt mál um það hvort að "letter of intent" til IMF sé fullveldisframsal eður ei.  Tel þó að svo sé ekki.

Eins og málið hefur verið sett fram er "the letter of intent" Íslensk smíði, áætlun sem samþykkt var af IMF.

Það er þó ljóst að "samningurinn" við IMF hefur upphaf og endi, það er hins vegar ekki meiningin með "Sambandið".  "Sambandsaðild" er ekki hugsuð sem "tilraun" til t.d. 4ja ára.

Þar er sjálfstæðisframsalið varanlegt.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 14:30

3 identicon

"Samkomulagið" um Iceslave var kúgun að hálfu ESB.  ESB hafnaði öllum kröfum Íslenskra stjórnvalda um lagalega meðferð þessa máls og ríkistjórnin gugnaði. Og ríkið ætlar að samþykkja 640 miljarða skuldaviðurkenningu handa Íslenski þjóð vega þess að einkafyrirtæki (LÍ) varð gjaldþrota.

Það er deginum ljósara að Íslensk stjórnvöld hafa ekkert umboð þjóðarinninar til að samþykkja slíka þrælasamninga vegna skulda fjárglæpamanna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki umboð til þess að svipta alþýðu Íslands ærunni.

Varðandi IMF, er það sama ljóst að ef einhver einasti vafi liggur á því að skert fullveldi þjóðarinnar hljótist af skilyrðum samninganna, að þá er umboð stjórnvalda fyrir hönd þjóðarinnar ekki fyrir hendi.  

Samtsem áður situr ríkisstjórnin sem fastast og ætlar sér að samþykkja þetta allt. Er ekki kominn tími til aðgerða?

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Er munurinn þá aðallega varanlegt afsal á móti tímabundnu afsali? En hversu djúp og langvarandi verða áhrif hins tímabundna afsals?

Mér virðist að stefna IMF og skilmálar muni viljandi gera ráð fyrir miklum áföllum; fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga og uppboðum, miklu atvinnuleysi, miklum niðurskurði hins opinbera og áfram mætti telja. Hversu óvaranleg eru áhrifin og afleiðingarnar af þessu? Líklega fást ekki svör við því nema með biturri reynslunni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 16:40

5 identicon

Svo getur auðmjúkur almenningur keypt skýrsluhörmungina af sjóðnum fyrir heila 18 Bandaríkjadali sbr. eftirfarandi:

"The documents listed below have been or will be separately released.
Letter of Intent sent to the IMF by the authorities of Iceland *
Technical Memorandum of Understanding*
*Also included in Staff Report
The policy of publication of staff reports and other documents allows for the deletion of market-sensitive
information.
Copies of this report are available to the public from
International Monetary Fund • Publication Services
700 19th Street, N.W. • Washington, D.C. 20431
Telephone: (202) 623-7430 • Telefax: (202) 623-7201
E-mail: publications@imf.org • Internet: http://www.imf.org
Price: $18.00 a copy
International Monetary Fund
Washington, D.C."

Ætli Seðlabankinn sé að brjóta höfundarréttarlög á IMF með því að lauma skýrslunni á vefsíðu sína þar sem skýrslan er greinilega höfundarréttarmerkt? ... Það eru jú bara „krúkks“ á skerinu er það ekki, en svona eru skrifin merkt:

"(© 2008 International Monetary Fund November 2008
IMF Country Report No. 08/362
)"

En ekki var Darling - Brown fyrr búinn að berja okkur Íslendinga í buff með hinum 26 EU-löndunum en Darling sendi Evrópusambandinu bréf og sagði að nú yrði að breyta reglum - ekki gengi að Bretland yrði að standa við ámóta og Íslendingar hefðu þurft að „þola“.

Það er makalaust hvað þögnin um það bréf hefur verið mikil hér. !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:03

6 identicon

"En ekki var Darling - Brown fyrr búinn að berja okkur Íslendinga í buff með hinum 26 EU-löndunum en Darling sendi Evrópusambandinu bréf og sagði að nú yrði að breyta reglum - ekki gengi að Bretland yrði að standa við ámóta og Íslendingar hefðu þurft að „þola“." Skv. Viðskrifaranum

Manni verður öllum lokið við að heyra þetta. Draga ber þetta bréf rækilega fram í sviðsljósið og það strax.

Íslendingar verða nú að standa upp og krefjast þessa að okkar hlutur verði réttur í þessu máli . Við getum ekki setið undir þessu óréttlæti. 

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:37

7 identicon

Mín athugasemd hefur eiginlega ekkert að gera með málefnið en sumt kemst bara ekki í fréttirnar á Íslandi!

Útrásar víkingarnir eru enþá að miðað við þessa grein í sænska blaðinnu "Dagens Industri"

http://di.se/Avdelningar/Artikel.aspx?ArticleID=2008\11\26\313367&sectionid=undefined

Högni Arnarson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:41

8 identicon

Straumur = Bjöggar !

Skollinn að þeir feðgar hafi ekki tekið sitt hafurtask árið 2007 og farið .... enn betra hefðu þeir ekki komið til baka á sínum tíma - afleiðingarnar - seiðið, sem við nú súpum á, en þetta sagði MBL um Björgólf litla og orð hans fyrir einu og hálfu ári:

//
"Viðskipti | mbl.is | 8.3.2007 | 17:06

Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands


Björgólfur vísaði þarna til reglugerðar, sem fjármálaráðherra setti nýlega um veitingu heimildar til færslu bókhalds og samninga ársreiknings í erlendum gjaldmiðli. Þar er m.a. sett það skilyrði fyrir því að heimild sé veitt til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli að viðkomandi gjaldmiðill teljist vera starfrækslugjaldmiðill félagsins sem í hlut á, en starfrækslugjaldmiðill er samkvæmt reglugerðinni sá gjaldmiðill sem vegur hlutfallslega mest allra gjaldmiðla í viðskiptum félags eða samstæðu og meginhluti viðskipta félags eða samstæðu fer fram í. Þá þarf að leita umsagnar Seðlabankans ef lánastofnun sækir um heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli.

Björgólfur Thor sagði í ræðu sinni, að Ísland hefði verið góður staður til að byggja upp öflugan fjárfestingabanka. Nú þegar Straumur-Burðarás væri að komast í þá stöðu að geta raunverulega farið að takast á við kröfur, sem gerðar séu til alþjóðlegra fyrirtækja, verði skyndileg sinnaskipti hjá stjórnvöldum á Íslandi.

„Slíkar fyrirvaralausar breytingar knýja fyrirtæki á borð við Straum-Burðarás til að kanna möguleika á að færa félagið til annarra landa. Til greina koma bæði Bretland og Írlandi þar sem í boði er 12,5% tekjuskattur til 10 ára að lágmarki. Að auki fæst meira traust á starfsumhverfi bankans þar sem bankasagan er í þessum löndum lengri og viðurkenndari, reynslumeira fjármálaeftirlit og síðast en ekki síst alþjóðlegur gjaldmiðill.

Fjármagn streymir nú á leyfturhraða á milli borga, landa og heimsálfa. Alþjóðleg fjármálaviðskipti, þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þvert á öll landamæri kaupa og selja, sameina og taka yfir, lána og endurlána, fjármagna og endurfjármagna og þar fram eftir götum, aukast dag frá degi, enda einn helsti vaxtabroddur viðskiptalífs og aflvaki hagvaxtar í heiminum í dag. Íslensk stjórnvöld ráða litlu um gang þeirra viðskipta, þau ráða því einu hvort íslensk fyrirtæki geti tekið þátt í þeim og skapað Íslendingum störf á þeim vettvangi. Við í stjórn Straums-Burðaráss höfum tekið ákvörðun um að bankinn okkar mun taka þátt í þeim viðskiptum af fullum krafti," sagði Björgólfur."

Við vitum nú hvað þeir feðgar gerðu við Landsbanka Íslands, land og þjóð !

Ætli bækur þess gamla seljist vel fyrir jólin?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:55

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að þú sért með þetta á hreinu.  ESB er varanlegt en IMF er bara lánapakki sem við getum borgað upp eða neitað að taka við.  Það sem fæstir hugsa um er hvert ESB stefnir.  Er þetta nýtt Sovét eða Rómarríki?

Björn Heiðdal, 26.11.2008 kl. 19:20

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir það fyrsta er þetta svo engan veginn sambærilegt. Það er leitun að málaflokki í dag innan aðildarríkja Evrópusambandsins sem sambandið hefur ekki yfirráð yfir að meira eða minna leyti og þeim fækkar sífellt. Mér er ekki kunnugt um að afskipti IMF séu nándar nærri eins víðfem og hvað þá að þau séu þannig að við getum ekki komizt undan þeim þegar við viljum.

Við getum afþakkað aðstoð IMF hvenær sem er í raun, fáum þá bara ekki meiri peninga lánað. En þú hleypur ekki út úr Evrópusambandinu svo glatt. Raunar er í dag ekki einu sinni gert ráð fyrir þeim möguleika að ríki geti gengið þaðan út.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 21:29

11 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Kóngarnir í LÍÚ Þéna meira á IMF en ESB!!!!!!!!!

Konráð Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Miðað við sögu IMF þá ætti auðvitað fólk að vera miklu meir á varðbergi ganvart því heldur en ESB.

Reyndar hef ég aldrei skilið þessa paranoju gagnvart ESB.  Það er eins og sumt fólk hafi aldrei komið til Evrópu.  Faktískt er fólk bara frjálst þar og hefur býsna gott víða - ég hef séð það með eigin augum !

Nú, ef maður kemur fólki niðrá jörðina og fær það til að samþykkja að margt sé nú býsna gott í ESB, þá er bara hörfað í næsta vígi - það stefnir í það í framtíðinni að það verði einræðisríki ! Segir fólkið þá.

Og jú, samkv. því sem eg hef séð er einmitt gert ráð fyrir að hægt sé að ganga úr ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 21:47

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Hvar get ég séð frétt eða umfjöllun um bréf er Darling seni ESB viðvíkjandi tryggingum innistæðna ? (ég hef alveg misst af þessu)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. Fann smá umfjöllun um bréfið:

"Chancellor Alistair Darling used the pre-Budget report to reveal he had written to the European Commission to ask for a full review of banking compensation rules that govern member countries.

Mr Darling warned that the Government could not always be expected to help out British customers of foreign banks, such as internet savers with the collapsed Icelandic bank Icesave.

"At times of stress, depositors need to know who will compensate them," he said. "The British taxpayer cannot be expected to be the guarantor of last resort. I have asked for a review of these regulatory arrangements, which will report to me in the spring."

(Telegraph)

Hann er beisikallí að biðja um endurskoðun um hvernig tryggingum viðvíkjandi innistæðum sé háttað í aðildarlöndunum og er þá með atburði undanfarið í huga.

Bréfaskriftir hans virðast skiljanlegar við fyrstu sín.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband