Mistök Valgerðar - Mistök Bjarna

Þetta er auðvitað með eindæmum bæði klaufalegt og illkvitnislegt hjá Bjarna Harðarsyni að hafa ætlað að koma af stað fréttaflutningi af óánægju Framsóknarmanna með Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi bankamálaráðherra. Aðferðafræði Bjarna er í raun gamalkunn í pólitískri togstreitu manna, flokka á milli og innan flokka. Dreifa einhverju neikvæðu um óvininn!

Hitt er annað mál að bréf Framsóknarmannanna frá Varmahlíð er réttmæt gagnrýni á Valgerði og fjallar um hlut hennar í hruninu mikla. Og þar erum við að tala um MIKLU STÆRRI OG HROÐALEGRI MISTÖK en Bjarni greyið gerði sig sekan um. Valgerður var bankamálaráðherra um árabil í ríkisstjórn hvers mistök í bankamálum hafa nú kostað þjóðarbúið hundruðir milljarða króna. 

Í allri umræðunni að undanförnu hefur Valgerður nánast sloppið með nokkra ákúru og er hún þó einhver allra mesti "sökudólgurinn", þar sem það kom í hennar hlut að framkvæma bankastefnu Davíðs, Geirs og nýfrjálshyggjuliðsins. Selja bankana á "slikk"í hendur Bjögganna og annarra auðjöfra sem kunnu ekkert með banka að fara nema til andskotans. Fyrir þetta ætti Valgerður auðvitað að vera búin að segja af sér fyrir lifandis löngu - og þá hefði Bjarni ekki þurft að gera þessi mistök. En Valgerður sér auðvitað ekki sína stóru sök frekar en flestir aðrir sem eiga mestu sökina, bera mestu ábyrgðina á hruninu.

Það er satt að lymska Bjarna og refsskapur er ekki til fyrirmyndar, en skaðar þjóðina mest lítið; aðallega hann sjálfan og Valgerði eitthvað smá, kannski. Bankamálaráðherratíð Valgerðar hefur hins vegar skaðað þjóðina ómælanlega mikið. Hún ekki bara einkavinavæddi bankana,  heldur afnam hún bindiskylduna, hjálpaði við að koma Davíð í Seðlabankann og stuðlaði að hörmulegu Fjármálaeftirliti.

Við hlið Valgerðar er Bjarni saklaust fermingarbarn.


mbl.is Bjarni íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nær væri að Valgerður hypjaði sig en Bjarni. Hann var raunar bara að sinna þegnskyldu með afar, afar klaufalegum hætti.  Innihald bréfsins er það sem ætti að vera að ræða hér.

Ég er ekki vilhallur Bjarna í skoðunum svona yfirleitt, en í ótímabæru Evrópuþvaðrinu, þá stend ég með honum. Það tal allt eru varphljóð á milli Samfylkingar og samvinnuflötur í plotti um að rjúfa þing og leggjast saman í sæng. Völ er það sem Samfó vill og ekkert annað. Framsókn vill komast að til að fela áratuga skítaslóð sína í stjórnsýslunni. Reka og ráða og hagræða. Það brennur illa undir þeim núna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammvinnuflötur milli Framsóknar og samfylkingar....völd eru það sem samf. vill... 'Atti að standa. Manður skrikar á lyklaborðinu þegar hjartað ræður för.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Í allri umræðunni að undanförnu hefur Valgerður nánast sloppið með nokkra ákúru og er hún þó einhver allra mesti "sökudólgurinn", þar sem það kom í hennar hlut að framkvæma bankastefnu Davíðs, Geirs og nýfrjálshyggjuliðsins. Selja bankana á "slikk"í hendur Bjögganna og annarra auðjöfra sem kunnu ekkert með banka að fara nema til andskotans. Fyrir þetta ætti Valgerður auðvitað að vera búin að segja af sér fyrir lifandis löngu...."

Hvað með Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni??? 

Hvað var hann búinn að einkavinavæða áður en Framsóknarflokkurinn kom til samstarfs.  Var Valgerður ekki að vinna eftir þeirri forskrift sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fyrir??  Er þetta ekki billega skautað yfir sviðið að kenna Valgerði um ???  Hvað um Geir og Davíð???

Benedikt V. Warén, 11.11.2008 kl. 10:21

4 identicon

Bjarni hefur sett ný viðmið með ákvörðun sem hann tók strax.

Hvernig gengur þeim eða þeirri næstu að „sitja“ ?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:36

5 identicon

EN .... eftir stendur gagnrýnin á Valgerði og nú þarf hún að svara henni ... ekki satt !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nú skil ég ekki alveg, Benedikt. Að valgerður framkvæmdi "bankastefnu Davíðs, Geirs og nýfrjálshyggjuliðsins" segir allt sem segja þarf um hver hafi mest ráðið ferðinni. En samábyrgðin er augljós og útvaldir Sjálfstæðisflokksins fengu Landsbankann og útvaldir Framsóknarflokksins fengu Búnaðarbankann. Alger samábyrgð.

Þú hefur augljóslega ekki lesið blogg mitt að staðaldri og allt í fína með það, en annars vissir þú að Davíð, Geir og Co hafa fengið vænar sneiðar frá mér. Kannski varstu heldur fljótur á þér að ýta á "senda" þarna (Framsóknarveiki?).

Þegar ég segi að Valgerður ætti frekar að segja af sér en Bjarni þá er það fyrir sakir sem eiga ekkert síður og í raun miklu heldur við um Davíð og Geir. Ráðherrar Samfylkingarinnar eiga sinn skammt líka en ekkert á við höfuðsyndir ríkisstjórna Davíðs með Valgerði í bankamálaráðherrastólnum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 10:40

7 identicon

Er búið að gleyma Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, Borgarnesræður ISG eru mér í (óljósu) minni. Báðar. Hvað það kemur málum þessum við er mér illskiljanlegt, en ég er notla ekki eins djúpur og þessi Viðskrifari. Olli ISG einhverju samfélagshruni með ræðu í Borgarnesi, sem stjórnarandstæðingur? Var hún ekki einmitt að vara við vitleysunni í Valgerði og Co sem voru í síðustu ríkisstjórn?

Var glæpur ISG sá að hún sagði eitthvað vont um Davíð og slag hans við Baug? Mig grunar það.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 11:59

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Friðrik... ég ætti kanski að segja af mér sem bloggari...

Ég verð að gera þá játningu að ég les bloggið þitt ekki daglega, en það gleður mitt liltla (framsóknar-)hjarta að þú skulir hafa uppgötvað að þeir Geir og Davíð eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. 

Það er hins vegar sitt hvað orsök og afleiðing.  Það er hægt að fallast á einkavæðingu bankanna (sem ég reyndar var á móti), en eins og spilaðist út því er annað mál.  Það óásættanlegur gjörningur, sem tæplega er á ábyrgð þess sem skrifaði undir samning um að selja bankana. 

Það er eins og að draga byssusala til ábyrgðar fyrir það eitt að selja einhvejum lögráða einstaklingi byssu, sem hann notar síðan til óhæfuverka.

Benedikt V. Warén, 11.11.2008 kl. 12:03

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skrifaði þá Valgerður blessunin undir og framfylgdi gerningnum gegn betri vitund Benni?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 12:33

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eirir greinilega á vistabandahugsununinni og húsbóndahollustunni hjá framsókn. Allir skulu viljalaus verkfæri húsbóndans. Segir sig náttlega sjálft.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 12:36

12 identicon

Pólitíkin í landinu er í alkuli og ef "anonymous" bréfið hans Bjarna er dæmi um hvernig unnið er hér í pólitík, undirferli og launsáturvíg, þá er ekki nema von að ástandið sé eins og það er. Í lýðræðisþjóðfélagi þurfa hlutirnir að liggja uppi á borðinu til að hægt sé að fjalla um þá af viti. Til dæmis þurfa eignatengsl þingmanna og ráðherra að vera ljós og í raun opinber plögg. Átti Inga Jóna hlutabréf í FL-Group? og þá óbeint eiginmaður hennar, Geir Haarde? Hverjar eru eignar þessara forystuhjóna í íslenskri pólitík. Steingrímur Sigfússon hefur ekki ljáð máls á því að hróflað sé við kvótakerfinu, mesta ójafnaðarmáli Íslandssögunnar. Hann á kvóta, ekki mikinn segir hann; fjölskyldan á þetta og þetta er "bara eitthvað smáræði". En dugar það ekki til að gera hann óhæfan til að sjá til sólar í málinu?

Það þarf að víðar að moka út og brenna niður fjós en hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki?

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:49

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er eins og mig grunti, Benedikt; Framsóknarmenn voru viljalaust verkfæri Íhaldsins. Ekki meira um það!

Já, Bárður, hlutirnir eiga að vera uppi á yfirborðinu í lýðræðissamfélögum. Hitt er annað mál að í pólitíkinni hafa vafasamar áróðursgjörðir tíðkast frá fyrstu tíð.Sem blaðamaður í aldarfjórðung þekki ég það mætavel hvernig pólitíkusar hafa með ýmsum ráðum reynt að hafa áhrif á fréttir og fréttamat. Sem fyrrum blaðamaður flokksmálgagna get ég og staðfest að það gerist jafnt innanflokks og milli flokka, ef ekki frekar. Vanir menn passa sig betur en Bjarni. Hann er gamall blaðamaður og þekkir þetta áreiðanlega mjög vel líka, en er klaufi á póstforrit sýnist mér.

Mér sýnist svona fljótt á litið að fjölmörg komment við þessar 4-5 "Bjarnafréttir" leiði í ljós að hneykslanin beinist ekkert síður og jafnvel frekar að Valgerði og Guðna. Held að honum verði fljótar fyrirgefið en þeim. Mistök Bjarna kostuðu samfélagið enda ekki neitt, heldur þvert á móti; skemmtilegur þingmaður er fokinn og varaþingmaður hans er ekki skemmtilegur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 14:06

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Sreinar.  Ég veit ekki til þess að Valgerður hafi verið á móti sölu bankanna, mér er það til efs.  En stundum verða menn að gera hluti, sem mönnum hugnast ekki vel, þegar vinna á með öðrum, það gildir jafnt í pólitík sem og á öðrum vetvangi. 

Samfylkingin kemst hins vegar upp með það að vera stöðugt í andstöðu við talsmann ríkisstjórninnar, jafnvel nýkomnir af ríkisstjórnarfundi.  Dæmi, þegar Össur talaði við fréttamenn um að breski flugherinn væru óvelkominn að sjá um eftirlit í lofti núna í byrjun aðventu.  Geir kom af sama fundi og sagði að það mál hefði ekki einu sinni verið rætt á fundinum. 

Þetta er dæmi um að gera eitthvað gegn betri vitund.  Annað hvort Geir eða Össur voru að segja ósatt.

Benedikt V. Warén, 11.11.2008 kl. 14:46

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það var lagið Benedikt; beina athyglinni annað. Sagði Össur í viðkomandi sjónvarpsviðtali fyrir utan ráðherrabústaðinn að málið hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundinum og hann væri að tjá niðurstöðu fundarins? Held ekki.

 Andstaða Framsóknar gegn einkavæðingu bankanna var ENGIN í reynd, svo fremi sem flokkurinn fengi að ráðstafa einum banka gegn ráðstöfun Íhaldsins á hinum. Svoleiðis var það. Jón Kristjánsson var duglegur að standa gegn einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum, en allt rann eins og smér í gegn hjá Valgerði.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 14:54

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Ekki meira um það"...  bloggar þú hér að ofan Friðrik.  Taldi þar með að sagan væri öll af þinni hálfu um þetta má, en vildi bara svara Jóni Steinari.  Tel það kurteisi að svara framkomnum spurningum. 

Sé ekki glæpinn að vilja selja bankana, úrvinnslan var hins vegar "horror" svo vægt sé til orða tekið.  Eins og kom fram hér að framan var ég ekki sammála sölu bankanna.  Ég var einnig mjög ósammála að selja Símann, en nú er ég víst að beina umræðunni í aðra átt, -eða hvað?

Ef þú vilt fara í einhverja hártogun um hvað Össur sagði hvar og hvenær í andstöðu við Geir, geturm við tekið upp þann þráð.  Við getum einnig skoðað stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík annarsvegar og það sem þingmenn flokksins segja úti á landi. 

Samfylkingin hefur nefnilega tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Benedikt V. Warén, 11.11.2008 kl. 15:54

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nú, hefur Samfylkingin tungur tvær? Eflaust. Ég hélt hins vegar að við værum að tala um hinar mörgu tungur Framsóknarflokksins; tungu Bjarna, tungu Valgerðar, tungu Guðna, Biskupstungur o.s.frv. Eru þessar tungur samhljóma? Aldeilis fjarri.

Hártogun með Össur? Ég man eftir þessu viðtali. Hann sagði þar sína ótvíræðu skoðun á því hvort Bretar ættu að koma til loftvarna. Hann lýsti sinni skoðun ekki sem niðurstöðu eða ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Þetta skiptir máli af því þú segir að hann hafi sagt ósatt. Hann sagði ósatt efhann kvaðst vera að lýsa afstöðu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði EKKI ósatt ef hann kvaðst vera á þessari skoðun persónulega. Ég kalla þetta ekki hártogun.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 16:13

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skrifaði um þetta á nákvæmlega sömu nótum og þú gerir og birti bréfið sem um ræðir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:42

19 identicon

Við meigum samt ekki gleyma því í öllu fjarðafokinu að Bjarni er gersemi og Valgerður hin mætasta kona og öll gerum við mistök. Þau munu og bæði átta sig áður en yfir lýkur að stærstu mistökin voru að ganga ekki í EU og taka ekki upp evru fyrir margt löngu. Fyrir fimm til tíu árum síðan. Held hins vegar þeir munu seint átta sig á því Davið, Geir og co. Mistök Bjarna og Valgerðar eru smámunir miðar við mistök þeirra sem kosið hafa Sjálfstæðisflokknn síðustu áratugi og þar með kosið yfir okkur hörmungarnar.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:13

20 identicon

Bjarni Harðarson var eini trúverðugi málsvari Framsóknarflokksins sem eftir var á Alþingi Íslendinga. HAnn hafði aldrei tekið þátt í margra ára spillingarsukki og hrörnunar skeiði þessa annars gamalreynda flokks. Um hann léku ferskir og nýjir vindar breyttra og bættra starfshátta og einhverra alvöru hugssjóna.  

Hann reyndi svo sannarlega af öllum mætti að endurreisa löngu fallinn þjóðleg félagshyggju gildi Framsóknar til vegs og virðingar á ný. Honum varð að vísu aðeins á í messunni í vinnubrögðum gagnvart einum þingmanni eigin flokks sem er blóðug uppfyrir axlir af spyllingu og syndaregistri gagnvart þjóðinni og afskræmingu Framsóknarstefnunnar.

Samanburðurinn við Bjarna Harðarsson er sko bara smá kusk áhvítflibbann miðað við allar þær höfuðsyndir sem Valgerður og gamla Halldórs klíkan hefur á samviskunni gagnvart eigin Flokki og ekki síst allri þjóðinni.

Bjarni þú ert maður af meiru. Vona nú að þegar aðeins leyfarnar af Halldórs klíkunni eru eftir í þingmannaliði flokksins að þá hafir þú nú að endingu sagt skilið við þennan gjörspillta, vonlausa og deyjandi flokk Framsóknarflokkinn.

 Þú átt nefnilega heima í miklu betgri félagsskap og þar áttu líka fullt erindi hvar sem það verður !

Að endingu Friðrik Þór hafðu mikla þökk fyrir mjög greinargott og fræðandi blogg hér á þinni öflugu og mikið lesnu heimasíðu. 

Þú ert sannarlega rannsóknarblaðamaður í allra fremstu röð !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:30

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gott hjá þér Lára Hanna! Veit ekki hvað annað ég get sagt um málflutning þinn!!

Björn; tek heilshugar undir með þér.

Gunnlaugur; þakka ítarlegt komment. Við erum í grófum dráttum samdóma, nema hvað ég er algerlega ósammála um að ég sé hér að ástunda rannsóknarblaðamennsku. Ég er bara af litlum krafti að rífa smá kjaft...

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 20:14

22 identicon

Guði sé lof að einhver í Framsókn þorði að segja satt. Jafn vel þótt óvart væri. Takk Bjarni!

Það væri óskandi að þingmenn annarra flokka sem eiga jafna aðild að klúðrinu, gerist jafn sekir og Bjarni, það er að segja frá: komi fram fyrir skjöldu og opinberi syndir þær sem þeirra flokkar fela fyrir almenningi.

Hvenær ætlar stjórnin öll að víkja? Hvernig getur hún rannsakað eigin klúður og flokkanna, sem eru þarna enn.

Þurfum við ekki að víkja þessu liði frá og reyna að fremsta megni að skipa rannsókn sem er ópólitísk og ekki skyld bankamönnum og útrásarvíkingum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:19

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þurfum við ekki að víkja þessu liði frá og reyna að fremsta megni að skipa rannsókn sem er ópólitísk og ekki skyld bankamönnum og útrásarvíkingum.

Jú það þurfum við svo sannarlega að gera..en við höfum ekkert vald og allur okkar þrýstingur og vilji eru algerlega hundsuð af stjórnnvöldum sem ætla ekki að lufta sínum feita rassi upp úr valdastólunum. Við erum algerlega valdalaus..fyrr en við fáum að kjósa og skipta þessu óforskammaða fólki út. Því miður..hrokinn er allsráðandi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 21:45

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir þetta hjá þér Friðrik. Nú síðast í kvöld reyndi hún eftir að hafa verið auðsveip ambátt í liði Davíðs og Halldórs í tæp sjö ár að þvo af sér ábyrgðina. Kannski kemur fjótlega sá tími þegar fólk hrópar: Bjarna aftur inn og hin út!

Ómar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 23:48

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af því ég var hér að ræða Stóra-Bjarnamálið ætla ég að halda mér ögn lengur með það og kannski úr óvæntri átt.

Mín reynsla er að einmitt margir stjórnmálamenn reyna að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun og dæmi Bjarna langt í frá að vera einangrað. Í rannsókn Katrínar Pálsdóttur meðal blaða- og fréttamanna kom þetta fram:

"... 68 prósent segjast mjög eða fremur sjaldan hafa verið beðnir um að koma stjórnmálamönnum og þeirra málum á framfæri. 10 prósent blaða- og fréttamanna segjast mjög oft eða fremur oft hafa fengið beiðni frá stjórnmálamönnum um að koma þeim og málum þeirra á framfæri. 22 prósent segjast stundum hafa fengið beiðni frá stjórnmálamönnum um að koma þeim og málum þeirra á framfæri. Af þessu má lesa að nokkur samskipti eru milli stjórnmálamanna og blaða- og fréttamanna, þar sem samtals 32 prósent þeirra hafa fengið slíka beiðni, í þremur flokkum svara, mjög eða fremur oft og stundum" (úr MBL-viðtali). 

Sannleikurinn er auðvitað sá að margir stjórnmálamenn eru í "kontakt" við marga blaða- og fréttamenn. Uppúr slíkum tengslum verða mjög margar fréttir til. Bjarni Harðarsson er "gamall" blaðamaður og þekkir þessi tengsl. Ég geri ráð fyrir að hann hafi talið brýnt að sjálft málefnið kæmist í umræðuna en að það skipti ekki í rauninni máli hver kæmi því á framfæri - til fjölmiðla og til almennings (kjósenda). Út úr sendingu Bjarna átti auðvitað að koma e.k. fréttaflutningur um óánægju tvímenninganna í Varmahlíð og vænti ég fleiri Framsóknarmanna með frammistöðu Valgerðar Sverrisdóttur.

Upplýsingarnar sjálfar eru réttmætar, er það ekki? Að rótin að rótin að fjármálakrísunni og bankahruninu á Íslandi (umfram það sem annars staðar hefur gerst) liggur í verkum ríkisstjórna síðustu ára, ekki síst fyrir tilstillan Valgerðar og Halldórs - að mati þessara og sjálfsagt fleiri Framsóknarmanna. Þeir sögðu (bísað af síðu Láru Hönnu):

"Heil og sæl Valgerður, 

Þú varst ögn önug út í okkur flokksbræður þína yfir því að við minntum á, í bréfi 9. okt. s.l.að í þinni ráðherratíð sem viðskiptaráðherra voru bankarnir einkavæddir.

Það verður þó varla fram hjá því litið að á því ferli öllu berð þú mikla ábyrgð ásamt því regluverki sem bönkunum var ætlað að starfa eftir. Og minnast má þess að lengi vel var það stefna Framsóknarflokksins að selja ekki bankana og als ekki Símann og margir framsóknarmenn munu enn vera á þeirri skoðun.

Nú er úti ævintýr og bankarnir komnir aftur í þjóðareign. Nauðsynlegt er að spyrja hvað hefur þjóðin haft upp úr sölu bankanna og hvað mun hún kosta hana? Fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu þjóðum í heimi. Þjóðartekjur á mann með því besta sem þekktist. Þegnarnir yfirleitt efnahagslega sjálfstæðir og lífskjör hvergi jafnari en hér á landi. Ofurlaun þekktust ekki.

Hvernig er svo ástandið í dag, sem einkavæðingin skilur eftir? Allir bankarnir komnir í þrot. Af eljusemi og dugnaði höfðu þeir safnað erlendum skuldum er nema tólf til þrettánfaldri ársframleiðslu þjóðarinnar. Allt sparifé okkar, sem var í vörslu þeirra var í uppnámi. Setja varð neyðarlög að næturlagi til þess að tryggja spariféð og eðlileg bankaviðskipti í landinu.

Mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á íslenska þjóð. Okkur finnst því að þú mættir gjarnan hugleið hvaða áhrif þinn félagslegi og pólitíski framgangur hefur haft fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn. Og hvað um KEA og SÍS? Spyrja má hversu mikið landsbyggðin hefur liðið fyrir hrun Samvinnuhreyfingarinnar.

Síður en svo ætlum við þér alla ábyrgð á einkavæðingunni og afleiðingum hennar þótt þú kæmir þar verulega við sögu og margir bera ábyrgð á þróun samvinnumála hér á landi.

Framsóknarflokkurinn átti sinn góða þátt  í uppbyggingu þess samfélags, sem hér náði að þróast á öldinni sem leið. Það samfélag byggði á blönduðu hagkerfi, sem hafnaði öfgum kapítalisma, sem boðaði að markaðurinn ætti að ráða öllu í heimi hér, jafnt og alræðissósíalisma var hafnað.

Með formensku Halldórs Ásgrímssonar hefst raunasaga Flokksins, sem endaði með fylgishruni. Halldór klifaði látlaust á því að breyta þyrfti stefnu Flokksins. Hann skipaði framtíðarnefnd. Jón Sigurðsson var ,, kallaður” til þess að hafa umsjón með þess ari  stefnumótun, ásamt Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni, sem afþakkaði reyndar þetta boð.

Í þessari nýju stefnu fólst m.a. þetta: 
1.  Í stað þess að standa vörð um sjálfstæði Íslands og fullveldi átti að gangast undir ESB- valdið í Brussel.
2. Í stað hins blandaða hagkerfis skyldi innleiða ,,frjálst” markaðshagkerfi líkt og í Bandaríkjunum og ESB.
3. Ísland átti að verða ,,alþjóðleg” fjármálamiðstöð og skattaparadís.
4.  Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, átti að vera forsend þess að flokkurinn næði fylgi í þéttbýlinu.
 

Allt var þetta í algjöri andstöðu við þau lífsviðhorf og gildismat þess fólks sem Flokkurinn sótti fylgi sitt til. Enginn studdi Halldór formann og þessa nýju stefnu af meiri alúð en þú, að okkur finnst. Þótt annar hver kjósandi hafi yfirgefið Flokkinn heldur þú áfram á braut, sem leiddi hrun yfir Flokkinn og hörmung yfir þjóðina. Ástandið hefði þó verið sýnu verra ef vilji ykkar Halldórs og fyrirmæli um að leggja Íbúðarlánasjóð undir bankanna hefðu ekki verið hundsuð af ágætum flokksbræðrum okkar, Árna Magnússyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Enda nutu þeir, að við höldum, stuðnings annarra þingmanna Flokksins.

 

Þú innleiddir tilskipun ESB um raforkumál, sem kostar fólkið í landinu hundruð miljóna á ári hverju. Og þú orðaðir það svo fallega að þetta gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu orkugeirans.

Og nú rekur þú áróður sem mest þú getur fyrir aðild að ESB og reynir að fiska málinu fylgi í gruggug vatni svo ekki sé meira sagt. Því til viðbótar hefur þú og sumir af þínum  fylgismönnum talað niður gjaldmiðil hagkerfisins, nokkuð sem er mjög alvarlegt mál.Þá viljum við lýsa undrun og óánægju okkar yfir framgöngu þinni gagnvart sitjandi formanni Framsóknarflokksins. Við munum ekki annað eins".

  Bjarni sjálfur tapaði þessari orrustu, en það er augljóslega í gangi eða framundan mikið stríð innan Framsóknarflokksins (eins og hjá fleirum, auðvitað; þetta eru þannig tímar). Varmahlíðarkórinn hljómar ekki falskur í mín eyru.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband