Hvað segir Inga Jóna hans Geirs?

 Nú er deilt um gjörðir Hannesar Smárasonar hjá FL group. Agnes Bragadóttir blaðamaður Moggans hefur upplýst um að því er virðist borðleggjandi lögbrot Hannesar. Þetta hlýtur að sæta lögreglurannsókn.

Í því sambandi vantar ekki vitnin með vitneskjuna. Fyrst þrír og svo aðrir þrír stjórnarmenn FL sögðu sig úr stjórn FL að sögn vegna misgjörða og lögbrota Hannesar. Svo hrökklaðist forstjórinn, Ragnhildur Geirsdóttir, frá með 120 milljón króna þagnar-plástur fyrir munninum, ef ég skil Agnesi rétt.

 Áréttað: Stjórnarmenn í FL Group gengu úr stjórn, að því er virðist í mótmælaskyni, vitandi af hegningarlagabroti - en gerðu ekkert annað með það. Fóru ekki til löggunnar með vitneskju sína. Meðal þessara stjórnarmanna var eiginkona þáverandi fjármálaráðherra, núverandi forsætisráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir. Er þetta boðlegt? Þarf ekki að spyrja þessar manneskjur um hvers vegna þær hylmdu yfir lögbrot? Er ekki rétt að fjalla um þetta örlítið, en láta frekar eiga sig að fjalla um sömu eiginkonu og setu hennar í einhverju uppstríluðu listaapparati sem litlu sem engu skiptir?

Kannski fjölmiðlar sjái ekki ástæðu til að taka þetta fyrir. En rannsóknar- og ákæruvaldið hlýtur að hafa á þessu svakalegan áhuga. Er það ekki Björn?


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Markverðar spurningar félagi!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.11.2008 kl. 15:22

2 identicon

Verður nóg fyrir IJÞ að halda að nægjanlegt verði að vísa til fyrri yfirlýsingar hennar frá sínum tíma.

Það gengur ekki að „bísa“ og halda svo að með því að „afbísa“ þá sleppi maður fyrir horn - bara ef maður nær að skila áður en löggan kemur.

Að ákveða að horfa í hina áttina eftir að maður hefur séð óhæfuna gengur ekki - ja - eða hvað?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

visir.is:

"Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra telur að þar til bærum yfirvöldum beri að rannsaka það hvort ólöglega hafi verið staðið að flutningi á þremur milljörðum króna úr FL Group fyrir þremur árum. Þetta sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á fréttum helgarinnar og síðustu viku. Benti hann á að því hefði verið haldið fram að menn hefðu tekið þrjú þúsund milljónir úr almenningshlutafélagi og vísaði Bjarni þar til fregna af meintum ákvörðunum Hannesar Smárasonar, stjórnarformanni FL Group, að lána Pálma Haraldssyni þrjá milljarða til að kaupa flugfélagið Sterling.

Þá benti Bjarni einnig á fregnir af því að starfsmenn Kaupþings hefðu fengið felldar niður ábyrgðir vegna hlutabréfakaupa í félaginu. Sagðist hann beina fyrirspurnum til iðnaðarráðherra því það háttaði svo til að makar tveggja ráðherra kæmu hér við sögur. Þar átti hann við Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu forsætisráðherra, sem sat í stjórn FL Group, og Kristján Arason, eiginmann menntamálaráðherra, sem vinnur hjá Kaupþingi. Vísaði Bjarni til þess að menntamálaráðherra hefði sagst vilja alla hluti uppi á borði og spurði hann því Össur hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að tryggja það.

Össur svaraði því til að hann að teldi skoða yrði af þar til bærum yfirvöldum og rannsakað hvort þrír milljarðar króna hefðu verið teknir í heimildarleysi út úr hlutafélaginu FL Group. Ef tilefni væri til ákæru yrði hún væntanlega lögð fram. Hins vegar væru menn saklausir uns sekt væri sönnuð.

Þá vísaði hann til þess að dómsmálaráðherra hygðist brátt leggja fram frumvarp um embætti sérstaks saksóknara sem ætti að skoða aðdraganda hruns bankanna. Þetta væri hluti af þeirri allsherjarrannsókn sem þingheimur væri sammála um að ráðast í. Ekkert ætti undan að draga og allt ætti að koma upp á borðið, sama í hvaða stöðu menn væru".

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 17:25

4 identicon

EN .......... af hverju var þetta ekki gert á sínum tíma ........ þegar óskapnaðurinn og Baugsútmoksturinn úr flugfélaginu stóð yfir?

Er afsakanlegt að þagað hafi verið yfir þessu  og eða þögnin keypt fyrir ríflega 100 milljónir?

Hverjir eða hverjar koma til með að vilja ekki tjá sig um málið?

Rétt er að benda á skrif Andrésar Magnússonar um þetta á síðunni www.andres.blog.is

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:42

5 identicon

Sæll Friðrik, gætir þú sent þessar frétt til útlendu pressunnar, nú verðum við að segja heiminum frá spillingunni.

takk,

Árni

Árni Haraldsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:39

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er nú ekki frétt Árni, heldur einmitt ábending til fjölmiðla, lögreglu og annarra um að rétt væri að rabba aðeins við Ingu Jónu og Co. Held að við ættum þess utan að íhuga þessi mál betur sjálf frekar en að gera útlendingum þau skiljanleg, því við virðumst kjósa spillingarliðið yfir okkur kosningar eftir kosningar - ekki satt?

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband