Blaðamenn gegn Berlusconi Íslands

Jón Ásgeir Jóhannesson er orðinn eins og fjölmiðlamogúlarnir Murdoch og Berlusconi. Það eru menn sem eiga allt of mikið af fjölmiðlum og hafa allt of mikil áhrif á verkefnaval og áherslur fjölmiðla. Blaða- og fréttamenn hljóta auðvitað að fagna því ef þessar nýjustu hræringar styrkja viðkomandi fjölmiðla, en jafn innilega ber þeim að afneita beinum og óbeinum áhrifum stóreigandans á ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna.

Menn eins og Murdoch og Berlusconi hafa afgerandi áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sinna. Það verður með ráðum og dáð að stöðva slíka tilhneigingu hér á landi. Blaða- og fréttamenn verða beinlínis að gera sér far um að passa upp á að eigandinn og fyrirtækjasamsteypa hans fái hið minnsta jafn mikið aðhald og krítíska umfjöllun og önnur fyrirtæki og einstaklingar. Fjölmiðlar 365 og Árvakurs mega ekki detta í þann fúla forarpytt að taka upp stefnu Landsbanka-Bjögganna og Baugs. Á ritstjórnarfundum ber blaða- og fréttamönnum þessara miðla að standa gegn ritstjórum og fréttastjórum sem vilja hlífa þessum stóreigendum. Þeir hafi í huga hvers vegna menn á borð við Bjöggana og Jón Ásgeir leitast við að eiga fjölmiðla - það er ekki vegna þess að þeir skili miklum arði. Það er ekki vegna lýðræðisástar. Það er vegna valda og áhrifa.


mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Áttu virkileg von á því að það gerist, að "maðurinn á gólfinu" skrifi "óþægilega" um eigenda þess fyrirtækis sem hann þyggur laun frá og eigi á hættu að missa vinnuna?

Ég er ekki farinn að sjá það gerast því ekki getur hann bara gengið inn á nærstu ritsjórnarskrifstofu og sótt um vinnu, það eru jú ekki svo margir fjömiðlar hér óháðir, ruv er ekki óháðara en hinir, þar ræður ríkjum þrælsóttinn við sjálfstæðisflokkinn, þó svo að yfirborðskendrar sýndarmensku gæti þar stundum.

Ekki bölva ég mínum vinnuveitanda, né mótmæli, samt er ég ekki alltaf sammála þeim. Ég vil  halda vinnunni, ekki síst í árferði eins og nú ríkir.

Vildi að fleirri úr þinni stétt tjáðu sig um málið, er einhver sérstök ástæða kannski fyrir að svo er ekki?

ps ertu ekki annars blaðamaður? tja spy sá sem ekki veit.

Sverrir Einarsson, 2.11.2008 kl. 16:00

2 identicon

Hingað til hefur þetta verið þannig að sami maðurinn hefur búið til hljómsveit, gefið hana út, spilað hana í útvarpinu sínu og gefið henni 5 stjörnur í blaðinu sínu.

Sami maðurinn síðan rakkað niður og/eða gengið framhjá öðrum listamönnum sökum þess að hann hefur ekki af þeim tekjur. Þarna er ekki spurt um tónlistarmenntun þeirra sem fara með umfjallannir, þykir aukaatriði.

Þetta þykir kannski léttvægt, en þegar maður vinnur sér til hnífs og skeiðar með músikstörfum, þá er þetta langt frá því að vera léttvægt mál.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vona að vinstri menn og þjóðin öll minnist við þetta tækifæri andstöðu Samfylkingarinnar og forsetans gegn fjölmiðlalögunum.

Hvernig var það, vann ekki maður Ingibjargar fyrir Baugsmiðil á þessum tíma og dóttir forsetans?

Það vantaði ekki að þjóðin var sammála vinstri vitleysunni í það skiptið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sverrir; jú ég er blaðamaður en ekki starfandi sem slíkur. Ég stend í hægindum við hliðarlínuna og ríf kjaft. Blaða- og fréttamenn eiga vissulega erfitt, hver fyrir sig, að vera í "stjórnarandstöðu" gagnvart eiganda fjölmiðilsins, en ég er ekki að tala um andstöðu per se, heldur að eitt skuli yfir alla ganga; sannleikurinn. Þjónusta við almenning ekki eigendur. Það er erfitt fyrir einstaka blaða- og fréttamenn að standa gegn óeðlilegum tilburðum, en sameinaðir eru blaðamenn sterkt afl á ritstjórnunum.

Guðbjörn; mér finnst það geysilega vitgrannt að kenna fjölmiðlalagaandstöðunni við einhverja vinstrimennsku. Það voru geysilega margir á móti þessum lélegu tilburðum Davíðs, halldórs og félaga. Fjölmargir fagmenn og fræðingar; ekki bara vinstrimenn. Einkum fyrstu eitt og tvö frumvörpin voru einfaldlega óásættanleg.

En þetta nenni ég ekki að ræða við mann sem heldur að það hafi skipt einhverju máli í stöðunni að eiginmaður I. Sólrúnar hafi starfað á tilteknum vinnustað (við þýðingar og fleira slíkt) eða dóttir forsetans. Alltént ef andstaðan var "vinstri vitleysa" þá var hún skömminni skárri en sú hægri vitleysa sem nú hefur rústað samfélaginu. Guðbjörn má eiga þá vitleysu eins og hún leggur sig!

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 18:21

5 identicon

Ég er bara alveg hættur að skilja. Jón Ásgeir að kaupa upp fjölmiðja landsins. Væri ekki nær að hann notaði þessa peninga í eitthvað annað en að kaupa sér enn eitt leikfangið? Til dæmis hefði hann getað gengist við ábyrgð sem stór hluthafi í Glitni. Ég bjóst frekar við eignaupptöku hjá honum en þessu. 

En ég held það hafi verið slæmt að fjölmiðlalögin skyldu hafa verið stoppuð á sínum tíma og get ekki ímyndað mér að Samkeppnisstofnun láti þessi viðskipti núna ganga eftir.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:51

6 identicon

Hvað var lélegt við fjölmiðlalögin?

Ef lögin hefðu orðið að lögum hvað hefði gerst?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:25

7 identicon

Hins vegar er þetta síðasta fjömiðlastönt flott, þ.e. hvernig á örfáum dögum hefur tekist að koma allri athygli frá kónunum, sem komu landinu í þetta líka klandur og dengja henni allri á .......

Svo er talað við þá hvern af öðrum sem bjargvætti framtíðarinnar ! Makalaust.

En ætli nafnið nú ónefnanlega rati á ungabörn í framtíðinni?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:30

8 identicon

Þetta er maðurinn sem lét Glitni fara á hausinn. Búinn að fá sér nýtt leikfang.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvaða fjölmiðlalög er Viðskrifarinn að tala um? Fyrsta frumvarpið? Annað frumvarpið? Þriðja frumvarpið? Lögin sem forsetinn neitaði að skrifa undir? Viðskrifarinn telur líklega að forsetinn hafi tekið ákvörðun sína bara að gamni sínu eða til að hvekkja einhverja. Kannski til að þóknast Baugi.

Fjölmiðlalögin átti að setja til að forða einsleitni og samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla. Það átti bara að gera það á þann hátt sem myndi klekkja á fjölmiðlum í eigu Baugs og Co. Fjölmiðlalögin urðu ekki að lögum en undanfarið hefur ríkt eindæma fjölbreytni í Íslenskri fjölmiðlun. Þar til núna. Nú fyrst má fyrir alvöru fara að tala um brýna nauðsyn á fjölmiðlalögum, svo fremi sem Davíð og Halldór koma þar hvergi nærri og náið samráð sé viðhaft við fagmenn í fjölmiðlastéttinni. Þar sem meginstefið er að tryggja sjálfstæði ritstjórna og styrkja aðhaldsríka fréttamennsku. Markmið fjölmiðlalaga á ekki að vera að knésetja fjölmiðla, heldur styrkja þá og helst auðvelda útgáfu fjölmiðla með ívilnunum.

Fjölmiðlasambræðingur Jóns Ásgeirs og Baugs varð þá fyrst ógnvænlegur að hann innbyrti Árvakur. Og með hliðsjón af því sem að öðru leyti er að gerast í samfélaginu þá er full þörf á því að fjöldi einstaklinga og lögaðila komi sér saman um nýjan sjálfstæðan fjölmiðil, t.d. dagblað sem sendir út veffréttir og gefur út krítískt vikublað að auki.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 23:38

10 identicon

stofnum blað.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:42

11 identicon

klukkan er 24.57 og fyrir utan þig Lillo og mig, þá hefur ekki borist komment inn á þennann þráð frá því kl. 21.30.

3 1/2 tími

Er möguleiki að hér gæti maður heyrt saumnál detta?

sandkassi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 01:00

12 identicon

Mér sýnist fólki vera ofboðið. Það kom að því. Hvað ganga menn langt í krafti auðs og valda?

Þeir eru rétt að byrja.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband