19.10.2008 | 11:29
Já, en.... HVERS VEGNA??
Fréttaskýring Agnesar Bragadóttur í Sunnudagsmogganum er afar athyglisverð og lærdómsrík, en skilur eftir sig að minnsta kosti eina stóra spurningu: Hvers vegna í ósköpunum? Þetta hlýtur að vera fyrri hluti og von á seinni hlutanum bráðlega, þar sem leitast verður við að svara þessari stóru spurningu.
Niðurstaða fyrri hlutans er nefnilega klár; Fulltrúar Seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna, Alþjóðagreiðslubankans í Basel (Sviss) og seðlabanka Bretlands, Danmerkur og Svíþjóðar höfðu samráð um að kafsigla og yfirgefa Ísland. Meintir "vinir" sviku litla Ísland.
Heimildamannasafn Agnesar mynda enda einhliða sjónarhorn; þetta eru viðmælendur úr Íslenska bankaheiminum og að sögn viðmælendur meðal stjórnvalda og eftirlitsstofnana á Íslandi. Allt innlendir meintir sökudólgar; bankamenn sem fóru offari og stjórnvöld og eftirlitsstofnanir sem brugðust með því að grípa ekki tímanlega til aðgerða og viðhafa almennilegt eftirlit.
Ég dreg þessa heimildarmenn í sjálfu sér ekki í efa. Þeir horfa á málin frá sínu sjónarhorni og segja sjálfsagt samviskusamlega frá. En það vantar algerlega hina hlið málsins; sjónarhorn fyrrnefndra alþjóðastofnana og fyrirtækja. Það HLÝTUR að koma í framhaldinu. Þarna er enda enginn sem útskýrir hvers vegna ákveðið var með samráði að fara svona illa með litla Ísland.
Það örlar reyndar á margframkominni mögulegri skýringu; að Íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt og lausafjárstaða þess allt of lítil. "Bankamenn sjá það nú" og að þeir hefðu átt að hægja á sér 2006!
En það útskýrir ekki af hverju þessar alþjóðastofnanir tóku fyrst vel í beiðni um hjálp en höfðu svo samráð og snarsnérust við. Hví? Hví?? Hinir Evrópsku og Bandaríski seðlabankar ákváðu að yfirgefa Íslendinga "sem hafi orðið Íslenska bankakerfinu að falli". Hvers vegna í ósköpunum?
Hvers lags eiginlega var þetta skuggalega samráð "vina" okkar, bankaheimsins og stjórnvalda viðkomandi ríkja? Ekki taka seðlabankar svona afdrifaríka ákvörðun um að yfirgefa og sökkva Íslandi án samráðs við og blessunar pólitíska valdsins í þessum ríkjum!?
Í seinni hluta fréttaskýringarinnar hlýtur Agnes/Mogginn að krefja þessa aðila um svör og það hreinskilin og heiðarleg svör - ekki almennt bla bla. Hvernig stendur á þessari árás á Ísland? Ísland var í vanda, en meðvituð ákvörðun virðist hafa verið tekin með samráði um að hjálpa ekki Íslandi heldur láta landið fara í þrot. Gerði Ísland eitthvað af sér sem var ófyrirgefanlegt? Réttlæti offors og græðgi 20-30 auðjöfra á Íslandi að allri þjóðinni yrði með samtakamætti steypt í glötun?
Þekkjandi Agnesi þá hlýtur hún að vera þegar byrjuð á seinni hlutanum. Er það ekki?
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
Það er líka spurning hvort þessi blaðamennska Agnesar sé ekki gerð til að beina spjótum sínum frá sínu fólki með því að búa til ímyndaða óvini utanlands.
Kjósandi, 19.10.2008 kl. 12:11
Af hverju ætli Alistair Darling hafi sagt "You have to understand that the reputation of your country will be terrible" við Árna Mathiesen skömmu áður en undirmenn hans, þ.e. Darlings, stöðvuðu rekstur Kaupþings í Bretlandi?
Hér er um hreina og klára staðhæfingu að ræða.
Angus (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:27
Sko,..............hótum úrsögn úr Nató, gefum í skin að við ætlum okkur ýmislegt með Rússana, og sjáum svo hvað gerist. Ef ekkert gerist, nú, þá eru Rússarnir bara fínir.
Guðni Ólason, 19.10.2008 kl. 12:37
Þessi kenning Agnesar um samsæri seðlabankanna er allfjarstæðukennd.
Og reyndar runnin beint undan rifjum D.O.
Árásir alþjóðlegra auðhringja gegn fjármálakefi landa eru hins vegar þekktar.
Í gein sem Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifaði í The N.Y. Times í mars s.l. segir hann frá því að D.O., seðlabankastjóri Íslands telji að auðhringir bruggi slíkt samsæri gegn Íslandi. Hann leggur í sjálfu sér ekki dóm á þær ásakanir, en segist ætla að fylgjast með gangi mála.
Ég vek athygli á því að víða í bloggheimum er vitnað til greinar Krugmans sem hefði hann sett þarna fram eigin kenningu um samsæri gegn Íslandi. Hið rétt er að hann vekur athygli á staðhæfingum D.O. um að slíkt sé í uppsiglingu.
Hafi um slíkt samsæri verið að ræða hefði hins vegar ekki tekist að hrinda því í framkvæmd nema vegna þess að í bankakerfinu voru alvarlegar veilur og það þess vegna galopið fyrir árásum af slíkum toga.
Sérstaklega í ljósi þess að D.O taldi slíkt samsæri í uppsiglingu þykja mér yfirlýsingar hans í Kastljósþættinum fræga undarlegar, þar sem honum mátti vera ljóst að vel væri fylgst með orðum hans af erlendum aðilum.
Hrunið var ráðamönnum bankamálum sjálfum að kenna, ekki vondum köllum í útlöndum.Það voru þeir sem stóðu ekki vörð um bankana, heldur leyfðu þeim að þenjast út erlendis án þess að gera viðeigandi varúðarráðstafanir.
Hverjum var það að kenna? Þeim sem fengu Agnesi það verkefni að skrifa þessa grein.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:41
Þessi samsæriskenning er bara rugl!
Það vill engin þjóð eiga viðskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.
Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3
Þeir hafa verið tilbúnir með aðstoð í margar víkur en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum.
Enginn vill lána áhættufíklunum pening.
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast á ný fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
Rússarnir eru á sömu skoðun.
Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!
Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!
Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?
RagnarA (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:27
Hvers konar er þetta eiginlega?
Fyrir rétt rúmum 6 árum var Landsbanki Íslands seldur (ráðandi minnihluti) til félags í eigu m.a. dæmds fjárglæframanns og sonar hans. Þessi banki er einn þriggja banka í einkaeigu, sem nú hafa komið landi og þjóð í hremmingar af þeirri stærðargráðu að hugur venjulegs íslendings nær ekki að ná ... og ekki má gleyma Gordon nokkrum Brown og hans Darling félaga.
Hvað kemur næst? Veðurlagi á landinu Davíð að kenna?
Hér fóru ribbaldar mikinn í "bankaheimi" studdir duglega m.a. af Samfylkingunni (Baugsmenn) og hafa nú skilið þjóðina eftir á köldum klaka - heldur betur.
Hvar eru Björgólfur eldri og yngri og hvar er "elskan" hann Jóhannes? Og hver eru allir hinir?
Ætli það sé Davíð að kenna að ekki "náist" í þá?
Heldur er þetta dapurt ástand þjóðar en er það Davíð að kenna?
Hann ásamt mörgum fleirum stóð fyrir frelsi - frelsi sem svo fáir misnotuðu með þessum skelfilegu afleiðingum fyrir alla Íslendinga.
En svo má ekki gleyma Brown - hann gekk frá okkur þegar auðvelt var að koma á okkur höggi.
Davíð að kenna? Hlýtur að vera - Daví burt og allir koma og kyssa á bágtið.
Hvílíkt og annað eins !
Jónas (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:55
Og aumingjans Davíð stóð skelfdur hjá og fékk ekki rönd við reist? Er það það sem þú ætlast til að við lesum út úr kommenti þínu Jónas?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 16:43
Agnes er þekkt fyrir vöndu vinnubrögð í rannsóknarfréttamennsku sinni. Er það ekki annars. Svo virðist sem heimildarmenn hennar séu brennnuvargarnir sem söfnuðu í brennuna. Svokallaðir brennuforinjgar eins og þeir voru kallaðir á Eskifirði í gamla daga sem sendu okkur guttana til að stela tunnum og dekkjum, kössum og hefilspænum til að gera brennuna sem glæsilegasta.
Í dag er brennuefnið hins vegar framleitt á Alþingi, í stjórnarráðinu og Seðlabankanum þar sem það var geymt og vel þurrkað fyrir brennuna sem ný teygir loga sína til himins.
PS. Það var smá slys á Brittania Stadium í dag.
Dunni, 19.10.2008 kl. 17:08
Davíð Oddsson var formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnaði einkavinavæðingunni.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandií þeirri áhættu sem sem fylgdi bankastarfseminni.
RagnarA (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:26
Agnes er náttúrlega aðeins að vinna fyrir sinn flokk, samkvæmt sinni sannfæringu og flokkslínu. Glætan að hún fari að rengja upplýsingar sinna yfirboða og leita víðar fanga eða vera með aðra uppreisnartakta.
Ég tek hér með til baka fyrri efasemdir um greindarvísitölu hennar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:29
Agnes er reyndur og verðlaunaður blaðamaður og ég leyfi mér að stóla á að hún sé þegar farin af stað að safna upplýsingum og kommentum frá þessum ljótu samsærisdjöflum, fyrrum vinum, sem leyfðu sér þá ósvinnu að yfirgefa Ísland og láta landið sökkva. Annað er ekki faglega verjandi eftir þessa fréttaskýringu. Hún er augljóslega bara fyrri hlutinn. Ég sé fyrir mér að hún sé sveitt að hringja og senda tölvupósta. Ef ekki hún, þá einhver annar, því það samsæri sem sagt er frá (eða samantekna ráð) er "stóra hneykslið" samkvæmt greininni og OF STÓRT FRÉTTAMÁL til að láta eiga sig og staðar numið.
"...hvort þessi blaðamennska Agnesar sé ekki gerð til að beina spjótum sínum frá sínu fólki með því að búa til ímyndaða óvini utanlands"? Það má reyndar ekki gleyma því að bæði hjá Agnesi og öðrum undanfarnar vikur hefur komið skýrt og greinilega fram og allir sammála um að mestu skúrkana sé að finna hér innanlands. Í fréttaskýringu Agnesar er fyrst og fremst vitnað í "viðmælendur í bankageiranum" og þeir fá að viðra sínar kenningar og afsakanir. Þegar Agnes viðrar útskýringar alþjóðastofnananna fá "viðmælendurnir í bankageiranum" væntanlega að heyra þær vammir og skammir sem þeir, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hér eiga skilið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 17:42
Friðrik, væntanlega er þessi frétt mbl.is stórgölluð. Aðeins stiklað á stóru. Mér hefur svo sem ekki sýnst blaðmennskan beysin á þessari síðu.
Vonandi er það rétt hjá þér að þetta sé aðeins fyrsti hlutinn í greinaflokki um þetta efni og blaðamanni mbl.is láist að taka það fram. Því eins og þetta er sett fram í fréttinni lítur það út eins og Agnes kokgleypi þessar "innlendu" skýringar um árás erlendis frá.
Því miður sagði ég nýlega upp Mogganum og hef því ekki lesið greinina. Hef verið lasin um helgina og ekki haft rænu á að útvega mér helgarblöðin. Ég ætti kannski að gera það. Mér skilst að það sé líka gott viðtal við Dorrit Moussaieff í helgarmogganum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:48
Agnes hefur sýnt og sannað að hún kokgleypir ekki neitt - svo einfalt er það nú!
Agnes tekur ekki heldur við skipunum frá núverandi eða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins.
Í þessari grein skýrir hún einungis samviskusamlega frá því, sem hún varð áskynja. Ég er ekki efins um að hún mun kafa eins langt og hún kemst ofan í þessi mál. Það er ábyggilega margt, sem mun koma á óvart þegar komið er langt ofan í djúp óreiðuhafsins.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 18:31
Gréta Björg; ég er furðu lostinn á að þú skulir hafa treyst þér til mikilla ályktana út frá útdrætti mbl.is eingöngu. Hvernig getur þú sagt, án þess að hafa lesið sjálfa fréttaskýringuna: "Þessi kenning Agnesar um samsæri seðlabankanna er allfjarstæðukennd. Og reyndar runnin beint undan rifjum D.O."? Ég myndi í þínum sporum lesa fyrst og tjá þig svo.
Hvað sem því líður tek ég undir: "Hrunið var ráðamönnum bankamálum sjálfum að kenna... Það voru þeir sem stóðu ekki vörð um bankana, heldur leyfðu þeim að þenjast út erlendis án þess að gera viðeigandi varúðarráðstafanir". Stóra málið sem ég er svo hugsi yfir er: Af hverju vildu þessar alþjóðastofnanir allt í einu alls ekki koma til hjálpar, eftir vinsamlegar móttökur í fyrstu? Hvaða eðlisbreyting varð á einhverjum tilteknum tímapunkti sem breytti vinsemd í óvinsemd?
Slíkt virðist hafa gerst vel fyrir einhver orð Davíðs Oddssonar eða símtal Mathiesen og Darling. Af fréttaskýringunni virðist mega rekja það til samráðs milli einkum Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bretalands (Englandsbanka). Hvaða upplýsingar komu fram sem snarsnéru "vinunum"?
Þessi afstöðubreyting hlýtur að tengjast öðru og fleiru en alkunnum sannindum um að bankakerfi Íslands hafi verið orðið of stórt og lausafjárstaðan kolómöguleg. Slík svör geta ekki verið tæmandi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 18:38
Varðandi efni færslu minnar: Í fréttum Sjónvarpsins áðan kom fram stórmerkileg lýsing á því að svo virðist sem öll ríkisstjórnin (ráðherrar beggja flokka) sé orðin sammála um að leita til IMF en skilja mátti að þetta væri erfiðleikum bundið vegna andstöðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra!
Altso - hvað er hér eiginlega á seiði? Veit DO eitthvað sem við hin öll vitum ekki?
Nú skilst mér að IMF sé reiðubúinn að veita okkur lánsliðsinni án íþyngjandi skilyrða og á 4% vöxtum, eins og við viljum og þurfum barasta - hvað er þá vandamálið? Var IMF kannski samkvæmt DO potturinn og pannan í samsærinu mikla gegn Íslandi - en ekki er minnst á aðkomu IMF hjá Agnesi. Hún verður að bæta IMF við viðmælendalista sinn.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 19:34
Kannski að DO sé búinn að horfa á Zeitgeist myndirnar eins og svo margir. Ég verð reyndar að segja að ég er skíthrædd við IMF eftir það áhorf. Ef bara brot af þeirri umfjöllun á við rök að styðjast þá erum við einfaldlega "fucked". Kannski verða skilyrðin ekkert mjög hörð núna en hvað gerist eftir nokkur ár þegar og ef við lendum í greiðsluerfiðleikum með þetta lán?
Geri mér samt grein fyrir að IMF er eina ráðið úr því sem komið er. Því miður.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.10.2008 kl. 19:52
Hugsanlega getur einhver tekið að sér að „lúlla“ hjá Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri IMF, og þá fáum við mögulega betri kjör.
Það má híns vegar draga í efa að seðlabankastjóri dugi til þess arna.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/18/imf_stadfestir_rannsokn_a_strauss_kahn/
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:04
Það sem ég hafði fyrir mér um að þessi kenning væri runnin undan rifjum DO var þessi pistill Pauls Krugman í The N. Y. Times. Þar sem ég leit á frétt Mbl. sem e-k. úrdrátt á meginatriðum í grein Agnesar.
En auðvitað er glannalegt að treysta slíku, þegar blaðamennskan á vefsíðu Mbl.is er ekki beysnari en svo að fjallað er þar um svartamarkaðsbrask sem fréttnæman, en þó sjálfgefinn hlut, og þar að auki upplýst um að slíkt hafi verið auglýst á vefsíðunni, en eins og allt sæmilega upplýst fólk á að vita er slík verslun ólögleg (þess vegna nafnið).
Játa upp á mig sök í þessu, það er að segja að treyst fréttin á mbl.is væri vel unnin og færi með rétt mál.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:47
Ég gerðist meira að segja svo óforskömmuð að skrifaði færslu um samsæriskenningar. Sem að meginuppistöðu er þetta komment mitt hér. Og jú reyndar enn án þess að hafa lesið greinina sjálfa. Sem ég hef nú gert ráðstafanir til að fá í hendur.
Bloggsíðan mín er langt í frá að vera ein þeirra mest lesnu, ef marka má innlita-tölur og komment. Ef svo væri hefði ég sjálfsagt ekki lagt í svona færslu án þess að vera búin að lesa greinina frá orði til orðs. Enda fjalla ég ekki um hana í smáatriðum (skiljanlega), heldur það megiþema hennar sem lagt er upp með í frétt mbl.is, það er að segja að hún byggi á samsæriskenningu um að seðlabankar erlendis hafi haft samráð um að koma fjármálum Íslands á knér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:56
Er ekki bara einfalda skýringin sú að enginn vill lána skuldara sem gefur út yfirlýsingar um að hann muni ekki standa við skuldbindingar + áróður Gordons Brown innan ESB? Hugsa að Spaugstofan hafi farið ansi nálægt sannleikanum í gærkvöldi í atriðinu um símtal GH við IMF:
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:00
Til viðbótar: Reyndar er það Agnes sjálf sem skrifar fréttina á mbl.is, svo henni ætti að vera sæmilega treystandi til að draga saman meginatriði greinar sinnar - það var svona eftir á að hyggja það sem ég hafði fyrir mér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:05
Ég get verið sammála því að ef til vill hafi verið um eins konar "samsæri" seðalabanka að ræða, þó ég vilji heldur nota orðið "samráð" í þessu tilviki. Þing ESB er nýafstaðið, þar var GBrown mættur til að tala máli Breta.
Orðið "samsæri" nota ég frekar um eitthvað sem búið er að vera að plotta til lengri tíma og fyrirfram, með ákveðið markmið í huga.
Kannski liggur hundurinn grafinn í þessum mismundo skilningi á orðum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:09
Afsakið hvað ég á mörg komment hér í röð, en mér datt bara sífellt eitthvað nýtt í hug eftir að ég þrykkit á senda!
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:11
Útdráttur er alltaf bara útdráttur. Það er alltaf eitthvað sem dettur útfyrir og ekki hafa allir sömu sýn og Agnes á hver aðalatriðin eru. Ég til dæmis varð að lesa fréttaskýringuna sjálfa til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi alþjóðastofnanir útskýrðu þar sinnaskipti sín. Svo var ekki, en það hlýtur að koma.
IMF er pottþétt engin fyrirmyndarstofnun, sbr. ströng skilyrði um frjálshyggjuvæðingu víða um heim. Lán með 4% vöxtum ÁN SKILYRÐA er hins vegar boðlegt. Enda hljótum við að renna í öfuga átt héðanaf, þ.e. frá frjálshyggju til samfélagsgilda af manneskjulegri sort.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 21:20
Friðrik, vitaskuld var ég líka búin að lesa færsluna þína og draga ályktanir mínar út frá henni þegar ég skrifaði kommentið, þar sem þú greinilega varst búinn að lesa sjálfa fréttaskýringuna og sagðir undan og ofan af hvað væri rætt í henni og hvað ekki!
Vonandi ert þú blaðamaður sem treystandi er að fari með "rétt" mál? (Að svo miklu sem leyti sem það er mannlega mögulegt, þess vegna gæsalappir).
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:30
Þú vilt kannski kíkja á þennan pistil minn þar sem ég reyni að gera mér grein fyrir orsökum fyrir afstöðu Breta til okkar þessa dagana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:39
Les pistilinn við tækifæri, Gréta. Þú ert vissulega búin að setja inn ansi mörg komment, en það er mér að meinalausu að mestu og hefur þann kost að þessi umræða er komin í "heitar umræður"! Þú átt 12 af 26 kommentum - ert enn undir 50%...
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 21:44
Má vera að eitthvað sé til í þessari samráðskenningu...
...en minni á að Stalín sá óvin í hverju horni síðustu árin á valdatíma sínum...
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:09
Finnst engum það merkilegt, í þessari fréttaskýringu Agnesar, að hún birtir yfirlýsingu Seðlabankans í heild sinni sem hluta af fréttaskýringunni en fjallar að öðru leyti ekkert um hana?
Það er ekki Agnes eða neinn viðmælenda hennar sem talar um samráð þessara vondu seðlabanka útí löndum. Þetta samráð er bara í yfirlýsingu Seðlabankans. Mér finnst Agnes vera að draga verulega úr gildi þessarar yfirlýsingar með því að birta hana svona, það er eins og hún sé að biðja lesandann um að draga eigin ályktanir en vill ekki sjálf stíga skrefið til fulls og gagnrýna Davíð. Það er jú bannað.
En það er rétt hjá þér Friðrik, auðvitað þarf að upplýsa af hverju þessar stofnanir skiptu svona um skoðun - ef það var þá það sem gerðist.
Einnig þyrfti að upplýsa hvenær það gerðist. Samkvæmt yfirlýsingu Seðlabankans hófust samskiptin í mars á þessu ári sem gefur mönnum nægan tíma til að bregðast við með margvíslegum hætti.
Loks vil ég benda á það að sögur af drykkjumennsku Davíðs eru margfrægar og vissulega hafa komið upp tilfelli þar sem alþjóð hefur séð til hans á opinberu fylleríi. Langvarandi áfengisneysla leiðir til alvarlegra geðrænna vandamála, þ.m.t. ofsóknarbrjálæðis. Má ekki ræða þetta heldur? Eða er í lagi að drukkinn seðlabankastjóri sé hringjandi í fyrirtæki útí bæ til að láta þau vita af því að hann ætli að leyfa þeim að fá gjaldeyri?
Brynjólfur Þorvarðsson, 19.10.2008 kl. 23:52
Ég sé ekki ástæðu til að fjarlægja þetta komment þitt Brynjólfur, en leyfi mér að andmæla þessu tali þínu um meintan drykkjuskap og meinta geðröskun hjá Davíð. Mér er óljúft að taka upp hanskann fyrir Davíð og geri það ekki glaður, en þú ert ekki að færa neinar sönnur eða gild rök fyrir þessu. Það er í prýðilegu lagi að fjalla um slík vandamál hjá "opinberum persónum" og ekki síst mönnum með völd, en þá verða menn að hafa eitthvað í höndunum. Þú færir eingöngu fram "margfrægar" "sögur" og bætir einu ósönnuðu/óstaðfestu slúðri við um símhringingar mannsins.
Hafir þú eitthvað annað en gróusögur og slúður er í himnalagi að tala um hvaðeina sem hindrar t.d. seðlabankastjóra frá því að sinna starfi sínu skilmerkilega á launum hjá þjóðinni. Annars lætur þú slúðrið halda sér í heitu pottunum.
... mér er svakalega óljúft að verja Davíð, það vita allir sem þekkja mig, en...
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 00:09
Ég á eftir að lesa grein Agnesar í heild sinni en Gréta þú ert nú ansi hlutdræg í þessu máli miðað við það sem ég hef séð eftir þig.
Ég sé ekkert athugavert við samsæriskenningu hvað þetta varðar enda er ekkert annað en beinir hagsmunir Gordon Brown sem útskýra yfirlýsingu hans. Hér var einfaldlega verið að fella gengið utan frá. Bretland er stór viðskiptaaðili Íslands og er því hagur þeirra af gengishruni hér ómældur.
Ásamt því að forða því að við færum í öryggisráðið enda Ísland óþekkur bandamaður með sjálfstæða hugsun. Ásamt því að veikja samningstöðu okkar við ESB. Svona mætti lengi telja.
Samsæri, tja einhver stjórnar því, og það eru Bretar sjálfir. Þeir hafa kverkatak á ýmsum þjóðum sem þeir snúa upp á höndina á þegar svo ber undir.
Þetta er mín samsæriskenning Lillo, hope you like it-:)
p.s. á sjálfur eftir að lesa grein Agnesar og fer í það á morgunn þar sem að moggadraslið mitt liggur en frammi í anddyri
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 02:35
Gunnar, áttum við einhvern tíma séns í öryggisráðið?
Ég held ekki.
Mér er líka slétt sama þó við töpuðum. Sé meira eftir peningunum sem fóru í þetta asnalega framboð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 03:22
Jú það held ég að hafi verið alveg raunhæfur möguleiki, en ekki eftir aftöku Gordon Brown á bankakerfinu hérna. Land sem stendur illa fjárhagslega á lítið erindi þangað inn.
Ég sé alls ekki eftir peningunum og mér er ekki sama, ég held að sæti í ráðinu hefði styrkt okkar stöðu okkar í mörgum málum. En við hefðum ekkert endilega haldið lengi út að vera þar innandyra sem er svo annað mál.
Svo ég tali nú aðeins meira um samsæriskenningar.
Samsæri er þegar 2 eða fleiri aðilar hafa samráð um að þvinga fram vissa niðurstöðu sem er þeim í hag. Aðferðin er yfirleitt mjög einföld, raunar einfaldari en flest það sem við ræðum um hér á blogginu.
En þótt samsærið sé sáraeinfalt, svo einfalt að 10 ára barn getur hugsað það upp og framkvæmt það (það gera reyndar mörg börn alla daga sér til leiks og skemmtunar) þá þíðir það ekki að auðvellt sé koma upp um komplottið.
Samsærið er samt til staðar, og það er jafn einfalt og laust við að vera upphugsað af neinni snilligáfu, eins og afraksturinn er annars stórkostlegur og lýsir sér í gjaldþroti íslensks bankakerfis.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 03:49
Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið
Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !
Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:24
Robert Z. Aliber, prófessor emeritus við háskólann í Chicago, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að það beri enginn traust til núverandi ríkisstjórnar og seðlabanka (Íslands); það treysti þeim enginn til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán.
Þetta er harður dómur Aliber, en virðist byggja á mistökum síðustu ríkisstjórnar (á árunum 2005-06, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks). "Nú vita (núverandi stjórnvöld) ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld," segir Aliber.
Samkvæmt þessu virðist samráðið mikla erlendis hafa snúist um að menn teldu Íslendinga vera heimsk og skilningsvana börn í efnahagsmálum. Almennilegt fólk hafi þá allt í einu áttað sig á þessu! En "ríkisstjórnin og seðlabankinn virðist ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hiki við að lána þeim peninga".
Annað hvort hefur Aliber rétt fyrir sér og við sjáum ekki eða skiljum hversu ofboðslega vitlaus við erum eða Aliber (og aðrir) hafi óréttmætar forsendur til að segja okkur svona ofboðslega vitlaus og getulaus.
Þetta eru skuggalegar lýsingar mannsins. Þótt margir hér hafi verið duglegir að tala um og vara við skuldasöfnuninni og undirstöðuskorti á útrásinni og að auðurinn væri fyrst og fremst á pappírnum þá held ég að enginn hafi ályktað sem svo að við værum eiginlega vitlausari en ómálga börn!
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 09:20
Þetta er nú bara óábyrgt tal af prófessornum og varla honum til framdráttar meðal kollega sinna.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:38
Friðrik, það er rétt hjá þér að slúðursögur verða seint annað en slúðursögur, sérstaklega þegar enginn vilji er til að skoða þær nánar. Þetta er eitt af þeim málum sem ekki má tala um í samtímanum - en skyldi þetta verða skýring sagnfræðinga framtíðannar á ótrúlegu stjörnuhrapi DO?
En mér finnst þú mistúlka herra Aliber hér á undan. Hann sagði alls ekki að Íslendingar væru "heimsk og skilningsvana börn" í efnahagsmálum. Hann sagði að stjórnendur seðlabanka og ríkisstjórnar væru ófær um að skilja hvað ætti að gera.
Kommentið með símaskrána merkir einfaldlega að einstaklingar valdir af handahófi, án nokkurrar reynslu eða sérþekkingar, gætu líklega ekki staðið sig verr en Davið og Geir. Það býst enginn við að "almenningur" hafi sérþekkingu á þessum málum. En seðlabankastjóri eða forsætisráðhera? Jú, það er hægt að gera þá kröfu að þeir viti hvað þeir eru að gera.
Ertu vísvitandi að misskilja það sem Aliber er að segja? Mig grunar að svo sé ekki, þú hefur bara ekki lesið þetta nógu vel.
Aliber er í raun að svara spurningunni sem var ósvarað hjá Agnesi: Af hverju? Af hverju snérust útensku Seðlabankarnir á móti okkur? Svarið er augljóst: Vantraust á stjórn íslenska Seðlabankans og íslenska ríkisins. En þar sem það er stjórn Seðlabankans sem stóð í samskiptum við þessa útlendinga í þessu máli þá er það líklegast þangað sem vantraustið beinist.
Tilkynning Seðlabankans frá því í morgun er athyglisverð, enn er verið að væla í erlendum seðlabönkum að bjarga okkur. Er það að virka? Hefur einhver lesið "skýringuna" sem breska fjármálaráðuneytið gaf út á föstudag að beiðni DO? Ég lasa hana og hló.
Þessi "skýring" er brandari, dæmigerður breskur háðsleikur. Þetta skjal skýrir ekkert sem gæti hjálpað okkur núna en réttlætir aðgerðir breskra yfirvalda og staðfestir lagalega stöðu þeirra.
Á Svörtuloftum halda menn enn að þeir geti sjarmerað útlenska seðlabanka til að leyfa litla götustráknum Íslandi að sleppa frá öllum skuldum og fá áfram að taka út úr hraðbankanum innistæðulaus, rúinn lánstrausti og trúverðugleika. En úti sitja menn og hrista hausinn, hlæja og ýta þessu út af borðinu óskoðað.
Brynjólfur Þorvarðsson, 20.10.2008 kl. 10:09
Þetta með DO er einhver misskilningur hjá þér Brynjólfur. Ég þykist vita að blaða- og fréttamenn hafi reynt að skoða nánar sögur um þetta sem þú nefnir. En hafi ekki fengið neitt óyggjandi í hendur og því ekki sett neitt á prent! Hefur þú heyrt talað um tillitsemi í viðkvæmum málum, að valda ekki óþarfa sársauka og að birta ekki óstaðfestar fréttir?
Ég skil ekki af hverju þú telur mig misskilja Aliber. Ég legg það út frá hans orðum það sem ég vill - ég má hafa minn skilning á hans orðum: Hann talar um okkur eins og við séum ómálga börn, punktur.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 10:29
Brynjólfur, hvar finn ég þessa "skýringu" DO sem þú talar um?
Tillitssemi í viðkvæmum málum hlýtur að eiga sér takmörk þegar um þjóðarhag er að tefla!
Eitthvað hefur heyrst í bloggheimum um "landráð af gáleysi". Er slíkt ekki refsivert, á að þegja slíkan ofsaakstur í hel? Slys vegna ofsaaksturs á þjóðvegum er það að minnsta kosti!
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 11:06
"Tillitssemi í viðkvæmum málum hlýtur að eiga sér takmörk þegar um þjóðarhag er að tefla!"
Áttu þá við Greta að það liggi fyrir nægilega staðfestar heimildir um meinta ofdrykkju og geðröskun DO sem réttlæti fréttaskrif? Eða á að fara út með þetta óstaðfest í nafni þjóðarhags? Í blaða- og fréttamennsku gilda ekki bara landslög heldur siðareglur.
"Landráð af gáleysi" er ekki til í löggjöf. Annað hvort landráð eða ekki landráð.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 12:18
Friðrik, ég hef ekki hugmynd um það, enda er ég hvorki blaðamaður né fréttasnápur.
Hins vegar hef ég starfað í heilbrigðisgeiranum og er kunnugt um það að læknum er heimilt að rjúfa þagnarskyldu ef hann kemst að glæpsamlegu athæfi eða hverju því sem kann að ógna almannaheill.
Held að slíkt hið sama hljóti að gilda um blaðamenn?!
Þessu um landráðin sló ég bara fram sem skensi, auðvitað eru bara landráð landráð eða ekki.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:49
Friðrik, ég held að þú hafir lesið þetta vitlaust. Alibert segir hvergi að við (íslenska þjóðin) séum eins og ómálga börn. Hann segir að ráðamenn landsins séu vitleysingar og hafi minni skilning á alþjóðafjármálum en meðalmaðurinn af götunni.
Ég veit ekki hvort þú hefur lesið umfjallanir um stjórnartíma Nixons svo dæmi sé tekið, þótt hann hafi nú litið út fyrir að vera ekki alveg með fulla fimm á meðan á stjórnartíð hans stóð þá kemur í ljós, eftirá, að hann var í raun miklu verri! Það var eins gott að hann var ekki forseti á meðan á Kúbudeilunni stóð.
Það þykir leyfilegt í sagnfræði í dag að eigna Alexander mikla ofdrykkju og að hinir dæmigerðu fylgikvillar hennar hafi leitt af sér stórfurðulega hegðun hans síðustu árin áður en hann dó. Mér vitanlega er bara einn íslenskur stjórnmálamaður á nútíma sem hefur verið greinilega drukkinn við embættisverk og að fréttir af því hafi ratað í fjölmiðla oftar en einu sinni. Hversu oft hefur verið þagað?
Greta, yfirlýsing breska fjármálaráðuneytisins var birt á mbl.is og á ft.com, ég geri ráð fyrir að hún sé líka á vefsíðu þeirra. Því miður tók ég ekki afrit!
Brynjólfur Þorvarðsson, 20.10.2008 kl. 13:04
Greta; samlíking þín hvað lækna varðar gengur ekki upp. Læknir sem rýfur trúnað við skjólstæðing sinn í þágu almannahags gerir það með óyggjandi læknisfræðilegar sannanir eða óyggjandi fagleg rök í hendinni. Á sínum tíma taldi þekktur og virtur læknir sig hafa slíkar upplýsingar til að bera um ráðherrann Jónas Jónsson frá Hriflu að hann viðraði áhyggjur sínar með opinberum hætti (Stóra bomban).
Mér vitanlega hafa blaðamenn EKKERT í höndunum sem staðfestir eða stendur undir rökstuddum grun um að DO sé ofdrykkjumaður og geðsjúklingur svo varði getu hans til sinna opinberu starfa. Vitaskuld fara blaða- og fréttamenn ekki út með slíkt nema með eitthvað pottþétt í höndnum. Það er ekki þöggun! Það er ekki að þegja yfir "glæpsamlegu athæfi". Meðan ekkert fast er í hendi eru landslög og siðareglur virt!
"Greinilega drukkinn við embættisverk" oftar en einu sinni? Ef þið, Greta og Brynjólfur, hafið óyggjandi upplýsingar í höndunum sem staðfesta að Davíð sé vegna ofdrykkju og/eða geðröskunar ófær um að sinna sínu mikilvæga starfi, þá farið þið til lögreglunnar með kæru og ósk um opinbera rannsókn. Fjölmiðlar myndu áreiðanlega segja frá því. Af stað með ykkur!
Mér finnst skelfilegt að þurfa að standa í þessari varnarbaráttu fyrir Davíð. Á sínum tíma (1983 eða 84) skúbbaði ég að DO hefði rekið ræstingarkonu fyrir að nota símann á skrifstofu hans. Ég treysti mér til þess af því að ég hafði eitthvað í höndunum. Ég hefði sleppt því ef upplýsingarnar hefðu bara verið slúður upp úr heitu pottunum. Ég er enginn Davíðs-aðdáandi en ég brýt hvorki landslög né siðareglur til að koma höggi á hann.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 13:33
Hvað viltu endilega spyrða mig við slíkar fréttir um drykkuskap, Friðrik? Hef ég orðað það einu orði að ég hafi vitneskju um slíkt?
Hins vega má öllum ljóst vera sem sjá vilja að DO hrjáir valdasýki, ofsóknarbrjálæði (paranoia) sbr. "samsæri" seðlabankanna erlendis, og mikilmennskubrjálæði sbr. að segja ekki af sér embætti þó ljóst sé að hann er vanhæfur, ekki aðeins hér á landi, heldur öllum sem einhverju ráða í fjármálakerfi heimsins. Þó ekki sé allt þetta uppáskrifað af geðlækni, mér vitanlega.Hann hefur komist hjá því vegna skjaldborgarinnar sem sífellt er slegin í kringum hann af velunnurum þjóðarinnar (þetta síðasta er háð, ef einhver fattar það ekki).
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:48
Af því, Greta, að þú gefur í skyn að læknar eigi að rjúfa þagnarskyldu sína og talar um landráð af gáleysi. Ég túlkaði það svo að þú værir í raun að taka undir málflutning Brynjólfs þótt með óbeinum hætti hafi verið. Ef svo er ekki þá bið ég þig að afsaka.
Aftur á móti styður það minn skilning að nú talar þú um "sýki" (valda-) og "brjálæði" (-ofsóknar) hjá DO. Það eru ákveðin einkenni, en líklega hefur þú ekki sömu orsakirnar í huga og Brynjólfur.
Og svo það fari ekki á milli mála þá styð ég kröfur um að Davíð víki. Hvað sem öllu öðru líður þá hygg ég að hann njóti ekki lengur trausts til að gegna þessu mikilvæga starfi og best fyrir þjóðina að hann fari að gera eitthvað annað, eins og að semja ljóð, leikrit og smásögur. Hann ætti kannski að endursemja "Opinberun Hannesar".
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 15:04
Jú, reyndar ýjaði ég að því sem Brynjólfur sagði berum orðum.Fyrir því áliti hef ég engar beinar heimildir, en mér finnst að ráða megi margt af orðum hans og gjörðum (og því sem hann gerir ekki), sér í lagi þessa dagana. Auk þess sem maður hefur heyrt ýmsan orðróm, sem ég tek svo sem ekki mikið mark á, einum og sér.
En það þarf reyndar ekki annað en að horfa á þessa mynd af manninum til þess að sjá að eitthvað muni geta verið til í því sem Brynjólur segir og að það er eitthvað mikið að...að það er eitthvað að manninum, maður sem lítur svona út er ekki vel frískur, það þarf engan speking til að sjá það:
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 15:42
Heirðu Gréta þú ertkominn út tóma dellu með ályktannir á getgáttur ofan, óstaðfestur orðrómur og skáldskapur hægri vinstri.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:00
Ég nenni ekki að eltast lengur við þessar óviðeigandi drykkjusögur. Maður þarf ekki að vera spekingur til að vita að ein ljósmynd er eitt augnablik og ansans ári margar ljósmyndir sem misheppnast. Ég er 100% viss um að í fórum Gretu séu til myndir sem sýna hana eða ástvini hennar ekki allveg tipp-topp í framan, ef það er þá ekki búið að eyða þeim.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 17:26
...myndunum það er að segja!
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 17:34
Ég hafði heldur ekki hugsað mér að dragast inn í slíkar sögur hér, það varst þú sem dróst mig út í þessa vitleysu, Friðrik, með því að eigna mér slíkar í sameiningu við Brynjólf. Ég hef ekki lagt slíkar sögur í vana minn.
Það eina sem ég sagði var að Stalín var, eins og öllum sem kynnt sér hafa mannkynssöguna, var haldinn paranoju á háu stigi síðustu æviár sín...
Hins vegar bakka ég ekkert með það að mér hefur fundist Davíð líta illa út undanfarin ár, eða alveg síðan hann veiktist alvarlega hér um árið. Og er á þeirri skoðun að þá hefði hann átt að draga sig í hlé.
Þess utan stend ég við það að mér þykir sú háttsemi hans að troða sér inn í Seðlabankann án þess að hafa til þess faglega kunnáttu bera vott um drottnunargirni. Sorrý, ef ég hef móðgað einhvern eða gengið fram af mönnum með því að láta uppskátt um þessa skoðun mín.
Svo er ég hætt umræðum um þetta mál.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:54
P.s. Orðið Paranoia hefur verið þýtt með ofsóknarbrjálæði, sem er alls ekki heppileg þýðing, þó ég hafi notað það hér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:58
Ps.ps. Ekki skirrðust blaðamenn við að gera sér mat úr veikindum Ólafs F. hér um árið. En þar er sjálfsagt ólíku saman að jafna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 18:00
Ég vil að endingu bæta því við að mér þykir mjög fyrir því að hafa dregist á þennan hátt inn í þessa umræðu um drykkjusögur af Seðlabankastjóra. Ég hafði aldrei hugsað mér að fara út í að ræða persónu hans svo náið sem raunin hefur orðið, þar sem ég alla jafna geri mér far um að gæta hófs í ræðu um menn og málefni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 19:21
Ekki fara á taugum, Greta Björg, þetta er allt í lagi, þú sleppur réttu megin við mörkin. Ég má aftur á móti til með að ráðleggja þér að spyrja sjálfan þig: "Er ég búin að segja allt sem ég ætlaði að segja?" áður en þú ýtir á "senda". Komment eftir komment eftir komment kemur ekkert sérstaklega sannfærandi út - kannski ertu of msn-vædd.
Ég ætla ekki að "draga þig út í" frekari umræðu um geðheilsu manna, en sé ástæðu til að mótmæla orðum þínum um að blaðamenn hafi ekki skirrst "við að gera sér mat úr veikindum Ólafs F. hér um árið" - þar er vissulega ólíku saman að jafna. Blaðamenn voru ekki að velta sér upp úr veikindum Ólafs á óviðeigandi hátt eða bera upp á hann einhverja geðveiki eða -röskun. Fyrir lá að hann hafði átt við þunglyndi að stríða og megin umræðan laut að því hvort hann hefði heilsu (almennt) til að standa undir tæpu meirihlutasamstarfi, í ljósi þess að hann hefði engan varamann fyrir sig sem styddi viðkomandi meirihluta. Kannski voru einneða tveir sem nálguðust málið öðruvísi, en fyrst og fremst var þetta fagleg stjórnsýsluleg nálgun: Fellur meirihlutinn ekki við fyrstu veikindi Ólafs, ef upp koma?
Getur þú bent mér á eitt einasta tilvik um að blaðamenn hafi "velt sér upp úr" veikindum Ólafs á óviðeigandi hátt, þannig að það laut að öðru en lífslíkum meirihlutans? Þá er ég auðvitað að tala um hefðbundna blaða- og fréttamennsku, ekki einhverja "þjóðarsál" á útvarpi Sögu eða annað þvíumlíkt.
Ef þú svarar þessu, mundu þá: Eitt vel ígrundað og tæmandi svar, en ekki kippu af hugdettum og pé-essum!
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 21:23
já já Gréta þú ert nú helv. skemmtileg og alls ekki taka þessu of alvarlega. Ég varð samt að skjóta á þetta.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:36
Á sama hátt og þú segir að menn hafi spurt sig hvort Ólafur F. hefði heilsu til að standa í viðamikilli stjórnun hljóta menn í dag, eftir að stjórnunaraðferðir D.O. hafa brugðist svo gjörsamlega sem raun ber vitni, hljóta menn að spyrja sig að því hvort það beri vott um siðferðisþroska og heilbrigða hugsun að ætla sér að sitja áfram í stöðu Seðlabankastjóra, í stað þess að segja af sér.
Bendir það ekki einmitt til að eitthvað (nokkrir möguleikar hafa verið nefndir hér að framan) sé að manninum að hann þverskallast svo sem raun ber vitni við að viðurkenna svo einfalda staðreynd að honum brást bogalistin, og rýma til fyrir öðrum?
Er nokkur furða að fólk spyrji þeirrar spurningar Og reyni að geta sér þess til hvað komi til, bæði hvers vegna honum hafi mistekist svo hrapallega og ennfremur hvaða hvatir knýi hann til að sitja áfram?
Mér finnst það satt að segja, miðað við mannlegt eðli, að sögusagnir og getgátur fái vængi við þessar aðstæður.
Þar sem þessi færsla þín fjallar um grein A.B. um samsæriskenningu seðlabanka heimsins gagnvart landinu ætla ég ekki að blanda Ó.F.M. frekar í þessa umræðu, þó þér sé auðsjáanlega mikið í mun að verja heiður blaðamanna, þinn, Agnesar og annarra í hvívetna. Jafnvel í þeim mæli að andsvör við bloggfærslu þinni snúast upp í það að taka upp hanskann fyrir skrifum kollega þíns.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:51
* = Mér finnst það satt að segja eðlilegt, miðað við mannlegt eðli, að sögusagnir og getgátur fái vængi við þessar aðstæður.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:54
tja, nei. Ekki alveg. Hitt er annað mál að þín skoðun er sú að Davíð eigi að fara frá og það á vissulega rétt á sér.
Ég er ekki sammála þér og er ekki á því að Davíð hafi gert nein mistök. Glitnir var t.d. gjaldþrota, það er frekar einfalt mál. Bankar hafa verið að falla víða og þegar það gerist þá er ekkert annað hægt að gera en að taka þá niður og í hvelli.
En að bankakerfið hrynji í framhaldi, það er einsdæmi og mjög óeðlilegt.
Það má fantasera Gréta undir hvaða kringumstæðum sem er, jafnvel á prenti þegar að svo þjóðþekktur einstaklingur á í hlut, svo lengi sem það er þá gert undir þeim formerkjum, spekúlasjónir og pælingar.
Vandamálið er samt að það er ekki til þess fallið að komast að rót málsins nema að takmörkuðu leyti. Eins og málin standa þá sitjum við á púðurtunnu sem á eftir að springa. Kreppan mun lenda á okkur eftir nokkrar vikur í formi vöruskorts, uppsagna, gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga, uppsögn kjarasamninga ásamt því að hér verða sett lög .
Ég bjó í nokkur ár í einskonar banalýðveldi hvað efnahag varðar. Þegar ég var nýfluttur þangað féll gengið á 2-3 vikum um ca. 250%.
Þegar að þetta gerðist þá vissi maður ekkert við hverju var að búast. Helstu afleiðingarnar fólust í andlegri líðan fólks en kreppan gekk yfir mun hraðar en maður bjóst við.
Það sem ég get sagt er að það skiptir miklu máli núna að fólk sýni stillingu og bíði þetta ástand af sér.
Þá hjálpar ekki að mála skrattann á vegginn heldur frekar að vinna og hugsa út frá staðreyndum. Samsæriskenningin mín er t.d. bara kenning þangað til hægt er að sanna hana. Skemmtileg kannski, sérstaklega þar sem hún ásakar engann með nafni. En bara fantastisk kenning og því skáldskapur.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:52
Gunnar,
Þú ert sem sagt ósammála mér, Alþjóðagjaldeyrssjóðnum og erlendum seðlabönkum um að peningastefna Seðlabanka Íslands, sem DO er í forsvari fyrir (ásamt 2 öðrum bankastjórum sem minna hafa verið í sviðsljósinu, þar sem yfirleitt hefur það verið DO sem hefur komið fram fyrir hönd bankans), hafi verið röng?
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:02
Nei, ekki leggja mér orð í munn. Ég er ósammála því að Davíð sé sökudólgurinn í þessu máli eins og ég hef sagt.
"DO" Davíð Oddsson er ekkert í "forsvari" fyrir peningastefnuna hér og stjórnar henni ekki.
Það er aftur á móti alþingi íslands, allir 60.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:09
Davíð er ekki sökudólgur, heldur ber hann ábyrgð á þeirri stefnu sem Seðlabanki Íslands hefur fylgt undanfarin ár, ásamt meðstjórnendum sínum.
Þess vegna ber honum, eins og málum er komið, að víkja, trúlega meðstjórnendum hans einnig.
Alþingi Íslands mun verða stokkað upp í næstu kosningum. Eins og þú líklega veist er kosið á 4 ára fresti, nema til stjórnarslita komi innan þess tíma. Þá mun þjóðin láta í ljós álit sitt á verkum þingmanna og veita þeim brautargengi til þingsetu sem hún ber traust til.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:31
Það verður að gera skýran mun á þingmanni annars vegar, sem er pólitísk staða, og embættismanni ríkisins, sem er það ekki (eða á ekki að vera það). Þetta vill mönnum oft gleymast.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:33
nei nei, ég er einmitt að benda þér á þennann greinarmun. Seðlabankinn er bara reiknivél.
Það þíðir ekkert að kenna embættum um ranga stefnu þar sem að þeim er sett sú stefna ofan frá. Þú hlýtur að sjá það manneskja.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:43
Það er reyndar ekki Alþingi, heldur ríkisstjórn landsins sem ber ábyrgðina á fjármálastefnunni í stjórn landsins.
Gunnar, þú segir Seðlabankinn er bara reiknivél.
Þetta er ekki rétt hjá þér.
Eftirfarandi má lesa á vefsíðu Seðlabankans í kaflanum "Stjórn og skipulag Seðlabankans":
"Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans, sem eru ekki falin öðrum að lögum, þ.m.t. um stefnuna í peningamálum."
Ber Davíð enga ábyrgð?
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:08
Það er rétt að Davíð Oddsson er sjúkur maður.
Móðir mín sem sem er hjúkrunarfræðinur hefur margoft bent á þetta.
Hann var skorinn upp vegna sjúkdóms í skjaldkirtli fyrir nokkrum árum.
Skert starfsemi skjaldkirtils þarf að bæta upp með lyfjagjöf.
Þetta hefur einnig áhrif á blóðþrýsting og andlegt ástand.
Maðurinn er ekki nema sextugur en hefur úlits manns sem gæti verið á áttræðisaldri.
Það má leiða líkur að því að bræðiskastið sem Davíð Oddsson fékk þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun hafi stafað af truflunum á starfsemi skjaldkirtils.
Þess eru mörg dæmi í sögunni að sjúkir valdhafar hafa steypt þjóðfélögum í glötun.
RagnarA (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:12
Alþingi ber ábyrgðina góða mín, enda stjórnarandstaðan ekkert að hafa áhyggjur af þessum málum að öllu jöfnu.
Minnihlutinn ber ekkert síður ábyrgð enda hefur enginn af þessum þingmönnum barist fyrir neinum breytingum á lagaumhverfi viðskipta. Hér hafa menn sofið á verðinum, þrátt fyrir aðvaranir m.a. Davíðs.
Það er ágætt hjá þér að kynna þér vefsíðu Seðlabankans, en ekki taka þaðan eina setningu úr samhengi og ætla þér að útskýra mál þitt. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneyti sem er embætti Stjórnarinnar.
Hitt er annað mál að þú ert augsýnilega að reyna að koma höggi á Davíð Oddsson með málflutningi þínum. Ef ég væri þú þá myndi ég skoða fleiri hliðar á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Persónulega ber ég fyllsta traust til þeirra sem fara með stjórnartaumana í dag og held að það yrði sannkölluð katastrofía ef einhverjir aðrir færu með málin um þessar mundir.
Annars nenni ég ekki að ræða þessa vitleysu frekar við þig þótt þú sért ágæt.
Davíð er flottur!
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:26
Ég þarf að fara að koma ykkur saman í boxhring, Greta og Gunnar.
Gunnar hefur rétt fyrir sér með það að lögformlega er Alþingi (löggjafarvaldið) yfir ríkisstjórninni (framkvæmdavaldinu). Gunnar hefur hins vegar rangt fyrir sér þegar hann segir: "Davíð er flottur"! Hann er löngu hættur að vera flottur. og til hans má jú rekja upphafið og þróunina sem leiddi til ófarnaðarins; nýfrjálshyggjunnar, hömluleysisins og eftirlitsskortsins. Má í því sambandi nefna afnám bindiskyldu bankanna. Það má og á að gagnrýna hann fyrir ýmislegt og af nógu að taka og ekki nokkur þörf á að krydda það með fjálglegu tali um geðheilbrigði hans. Efasemdir um faglega getu hans og stjórnun í Seðlabankanum eru nægar og réttmætar án þess.
En Gunnar minn Waage - þingmennirnir eru 63 en ekki 60. Nema þú teljir einhverja þrjá þeirra ekki til alvöru þingmanna. og væri þá gaman að heyra hvaða þremenningar það eru. Og Greta hefur rétt fyrir sér þegar hún segir að Seðlabankinn sé meira en reiknivél - þar er töluverð völd að finna.
Hins vegar er alger óþarfi að einbeita mótmælum að honum. Augljósir sökudólgar eru miklu, miklu fleiri og sumir miklu, miklu meiri.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 00:44
jú ég veit þeir eru 63 Lillo-:) Ég hef samt ekkert rangt fyrir mér að Davíð sé bara flottur-:). Ég veit samt að við erum ekki sammála um það.
Við Gréta erum nú að taka hér svona round 2 því við vorum að rífast um sama hlutinn annars staðar. Bara hressandi.
En jú það þarf að dreifa athyglinni aðeins.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:49
Völdin í Seðlabankanum eru samt ekki meiri en svo að Alþingi getur sett Seðlabankastjóra af.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:50
Enda er Alþingi efst í goggunarröðinni, Gunnar! Eða á að vera það - í raun er ríkisstjórnin valdamest (framkvæmdavaldið), en eins og menn vita er ríkisstjórnin "bara" framkvæmdastjórn Alþingis.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 00:55
annars er það fyndna í þessu að Greta hefði haft mig undir fyrir löngu síðan ef hún hefði talað um bindiskylduna
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:59
Af hverju er ævinlega farið að nota neikvætt orð eins og "sökudólgur" ef reynt er að ræða ábyrgð manna á verkum sínum? Er ekki kominn tími til að hætta þessari sandkassahugsun og fara að fullorðnast?
Mér finnst reyndar þetta orðaval segja sitt, líkt og það sé í rauninni aðeins verið að finna blóraböggul, eða að það standi til að refsa einhverjum. Afsögn er ekki refsing, hún er einfaldlega afsögn, hvorki meira né minna.
Jú, Alþingi ber víst sameiginlega ábyrgð á peningastefnunni, þó mér þyki það undarlegt, þar sem það er ríkisstjórnin sem ákvarðar hana. En svona er þetta víst, þetta byggist á samábyrgð þingmanna og því að ríkisstjórnin starfar í umboði Alþingis. Já. Það er rökrétt.
Ef þingmenn geta farið fram á að þing sé rofið séu þeir fullkomlega ósáttir við störf ríkisstjórnarinnar, sem starfar í umboði þeirra, því ætti forsætisráðherra þá ekki að krefjast afsagnar Seðlabankastjórnar sem hefur orðið ber að afglöpum, þar sem hann skipar hann? Jú, þar sem forsætisráðherra er yfir hann settur og þarf að samþykkja vissa þætti þeirrar peningastefnu sem hann mótar þá er hann auðvitað með því að láta hann fjúka á vissan hátt að lýsa frati á eigin störf ekki satt? Þar af leiðir að hann styður bankastjórn fram í rauðan dauðann - loksins nær þetta inn hjá mér. Fyrirgefið að ég hugsa upphátt (eða á skjá, öllu heldur).
Ég veit þó alla vega að skipstjóra sem myndi sökkva skipi vegna rangs mats á aðstæðum og vankunnáttu (svo ég taki nú dæmi úr Spaugstofunni) væri sagt upp í hvelli (kæmist hann lífs af) þó svo að skipafélagið og stjórn þess beri ábyrgð á störfum hans út á við. Og einmitt þess vegna, því annars væri orðspor skipafélagsins í hættu...ekki satt? Þó svo að framkvæmdastjóri félagsins hafi stutt hann og mælt með honum á alla kanta...úpps, verður hann þá næstur?
Jæja, greyin mín, ég er farin að sofa áður en ég missi mig í svefngalsa.
Í restina langar mig þó að segja honum Gunnari mínum litla að ég las miklu meira en akkúrat þessa einu setningu á vefsíðu Seðlabankans, bara svo honum sé kunnugt um það...
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:28
allir dús, þá segi ég góða nótt
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 01:37
Sporin hræða.
Það voru margir sem fylgdu Hitler fram í rauðan dauðann.
Ég hvet fólk til að lesa fréttir og mynda sér sjálfstæða skoðun.
Dæmi um hugsunarhátt sumra sjálfstæðismanna í dag birtist t.d. í skrifum
þessa drengs sem fær námskostnað sinn greiddann af opinberu fé.
"að forsætisráðherra haldi áfram að tala beint við okkur um ástandið og að
við bregðumst ekki traustinu og gerum það sem í okkar valdi stendur".
Sjá
http://www.gislimarteinn.is/?p=61
Hann segir að þegnarnir eigi ekki að bregðast trausti foringjans.
Þetta minnir á Þýskaland Hitlers. "Mein Führer über alles"
Persóna Davíðs Oddssonar skiptir engu máli lengur.
Hans verður minnst í annálum sem versta skíthæl Íslandssögunnar.
Mikilvægast er að koma honum frá til að hægt sé að bjarga verðmætum
og byggja upp landið.
Hann þvælist fyrir björgunarstarfinu.
Allir sérfræðingar í efnahagsmálum eru sammála um þetta.
Hver dagur sem tapast kostar þjóðina hundruð milljarða.
RagnarA (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 07:18
Titill þessa bloggs var spurningin "Hvers vegna". Svarið er í rauninni löngu komið, "vegna Davíðs Oddssonar".
Mistök Seðlabankans eru ótrúleg og það fer enginn að halda því fram að Seðlabanki undir stjórn DO geri annað en það sem DO vill. Gunnar Waage getur haldið því fram að valdið sé hjá Alþingi í einhverjum tækilegum skilningi - það breytir því ekki að ákvarðanir eru teknar í Seðlabankanum, DO tekur þær ákvarðanir og afleiðingarnar eru hrein og klár hörmung.
Nú í morgun var síðasta klúðrið að koma í ljós og svo langt frá því það síðasta. Seðlabankinn er allt í einu núna að fatta að þeir voru að tapa 350 - 700 milljörðum króna á bankaklúðrinu. Þessi "litlu" mistök virðast ætla að setja afganginn af bönkum og sparisjóðum landsins á hausinn líka.
Og þetta eru hrein og klár mistök, klaufaskapur upp á fjárlög íslenska ríkisins. Hversu langt getur einn maður sokkið? Kreppu-Davíðs verður minnst svo lengi sem Íslenska er töluð, á stalli með Glámi og Trampe greifa.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 09:03
Stemningsmenn,,,
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:55
Gunnar, þú ert væntanlega ekki að vísa til norska orðsins "stemningsmenn" sem merkir "stefnuvottar". Svo eru til "stemmningsmenn" sem notað er yfir menn sem kunna að gera sér glaðan dag.
Þú vildir væntanlega koma einhverjum skilaboðum frá þér, þú mættir kannski tala skýrar?
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 10:13
nei fyrir alla muni seinni skilgreiningin, ekki veitir af að gera sér glaðan dag.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:19
Já það segirðu satt, Gunnar, en mundu samt að öl er böl. Það rifjast upp fyrir manni, nú þegar JBH er aftur kominn á kreik, gömul auglýsing úr Matthildi:
"Eigum fyrirliggjandi í miklu magni áfengisböl, þjóðarböl, alheimsböl, böl, heimilisböl, Hanniböl."
Og svo önnur:
"Flokkakljúfur sjálfrar náttúrunnar. Hanniböl."
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 10:22
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:26
ég skal muna það, er hér með svona mexíkanskt mjólkurkaffi og góða filterslausa sígarettu, það er nú búið að banna manni flest annað núorðið og held ég því dauðahaldi í þennann löst minn:)
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:27
Annars var nú skemmtileg fylleríissaga af JBH þegar hann flúði stormasamt lífið í þinginu og réði sig á ísfisktogara sem gerður var út héðan í Reykjavík. Lét sig semsagt hverfa.
Til að gera langa sögu stutta þá kom hann allri áhöfninni á fyllerí og silgdu þeir kringum landið í 2 vikur án þess að setja pokann út í eitt einasta skipti. Heilmikið mál að ná berserkjunum aftur í land þótt útgerðin lægi á línunni bölvandi og ragnandi:)
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:35
Jamm. Ég var nú að hugsa, það mátti gera grín að drykkjunni hjá Hannibal (þar var Davíð sjálfur á ferð), það má tala um drykkjuna hjá Jóni Baldvin syni hans og segja sögur af því. Hvað hefur breyst?
Talandi um Dabba, mér skilst að greinin í WSJ fyrir helgi hafi gert stólpagrín að honum.
Á baksíðu Fréttablaðsins er grein eftir unga stulku (man því miður ekki hvað hún heitir) þar sem hún líkir Geir við hann Ólaf Ragnar úr dagvaktinni. Þetta er jú efni í meiriháttar grínþátt!
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 13:32
ja var ég að því? Ég talaði um aðila að nafni JBH. Nú. Síðan vill svo til að þetta er sönn saga og var áhöfnin 12 hásetar, skipstjóri, stýrimaður, annar stýrimaður, loftskeytamaður og kokkur. Þetta er rakið:).
Nú til þess að bæta gráu ofan á svart þá urðu í framhaldi af þessum fylleríistúr þar sem dallinn rak nær stjórnlausann umhverfis landið, töluverðar hræringar í ríkisstjórn og J kom út sem sigurvegari.
En hver er JBH? Persónulega hefur mér alltaf fundist þetta mjög skemmtileg saga, raunar svo skemmtileg, líka þar sem að hún er sönn, að ég hef ætíð talið JBH þennann túr til tekna, og aldrei fundist hann vera minni maður þótt hann hafi skemmt sér eins og sannköluðum íslendingum sæmir.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:45
Brynjólfur, ég fatta ekki hvað WSJ er...? Washington Sunday Journal...?
Vill þá ekki líka svo til að einhverjar af sögunum um Dabba eru sannar...? Svona á sama máta. Þessar "alveg sönnu" sögur eru nú margar og þjóðsögurnar líka.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:56
tehe
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:50
Greta: Wall Street Journal, nefndur eftir de Waal stræti í Nýju Amsterdam.
Gunnar, ég ætla ekki að fara að bera út einhverjar sögur um Dabba þó ég þykist vita að þær séu sannar. Við höfum, eins og þú bendir á, ákveðið þol fyrir því að menn sletti úr klaufunum og geri smá skandala einstaka sinnum.
Þó ég hafi aldrei verið hrifinn af DO sem stjórnmálamanni þá bar ég virðingu fyrir honum sem borgarstjóra og síðar forsætisráðherra. Hann var sagður röggsamur og taka vel í hugmyndir sem honum þótti vit í , framtaksamur maður og allt það.
En stjarnan dalaði, sögur af skapofsaköstum sem voru orðnar allt of algengar (og eru enn að koma í ljós), geðvonskustjórnmál þar sem stofnanir eru lagðar niður í illsku, stórmennskutilhneigingar og einvaldstilburðir. En loks fór hann í Seðlabankann og maður gat andað léttar.
Svo hrynur allt í kringum hann, hver mistökin á fætur öðrum - ekki bara DO að kenna, Geir á sinn part í því ölllu saman. En upphafið að endinum voru mistökin með Glitni.
Af hverju voru þetta svona mikil mistök? Samverkandi þættir, hugsa ég, aðferðin sjálf var mjög frumleg og mér vitanlega hefur engin önnur ríkisstjórn farið þessa leið, að neyða menn til að afhenda 75% eigna sinna á 20% af skráðu verði. En það hefði kannski sloppið ef erlenda bankakerfið hefði enn haft einhverja tiltrú á íslenska Seðlabankanum og íslenskum stjórnvöldum - á DO og Geir.
Sú tiltrú var ekki til staðar, hún hrundi í kjölfar sníkjuferðar DO sem hófst í mars síðastliðnum. Stórkarlalegar aðgerðir vanhæfra manna er ekki til þess fallin að vekja tiltrú erlendra Seðlabankastjóra. En Geir og DO gerðu sér enn ekki grein fyrir því sem var að gerast, og ef marka má orð Geirs þá var allt í himnalagi eitt sunnudagskvöldið, allt á uppleið. Einhverjar frumlegar björgunarhugmyndir sem unnið hafði verið með alla helgina og kostaði hundruðir manna svefnlausar nætur átti að hafa afstýrt málum..
Sólarhring seinna var búið að flytja stórhamfararæðuna og setja neyðarlög um yfirtöku innlenda hluta bankakerfisins með það að markmiði að flýja frá erlendum skuldum þess. Bretar áttuðu sig strax á hvað var að gerast, viðtalið við DO í Kastljósinu var bara staðfesting. Japanir voru að átta sig í morgun þegar íslenska ríkið neitaði að greiða vaxtagreiðslu af láni eins bankans. Íslendingar ætla ekki að standa við skuldbindingar sínar, segja Japanir og eru hissa. Haldið þið að þeir ætli að lána okkur peninga?
Þetta er einsdæmi í hinum vestræna heimi, einsdæmi í hagsögunni, að fara út í svona aðgerðir. Engin þjóð hefur fyrr né síðar gert það sem íslenska ríkisstjórnin ákvað að gera. Hverjir ákváðu þetta og fundu upp á því? Davíð og Geir.
Reyndar held ég að hugmyndin sé Davíðs: Hann útskýrði hana í Kastljósinu. Við setjum bankana á hausinn en höldum ríkissjóði skuldlausum, sagði hann. Svo "átta menn sig" á því að þarna er skuldlaus ríkissjóður, nánast skuldlaus þjóð, góðar útflutningstekjur og þá verður allt gúddí aftur! Barbabrella, sagði Seðlabankastjóri og hreykti sér af. Þvílikur barnaskapur!
Þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Þeir vita enn ekkert hvað þeir eru að gera, nánast daglega gerast atburðir sem sýna það svart á hvítu. Við erum enn á strandstað, skipið er að liðast í sundur, þjóðin er í ballsalnum að reyna að átta sig - og í fjörunni þvælist fyrir skipstjóri og fyrsti stýrimaður, svo vitlausir að þeir gætu eins verið blindfullir.
En sá sem er sýnu vitlausari, sem gerir sýnu fleiri mistök, er DO. Hann var ekki svona - hann var slæmur en ekki gjörsamlega kolvitlaus. Hvers vegna?
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 17:29
já, við erum bara ósammála. Þannig verður það bara að vera.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:56
Þessi auðvitað langt í frá hlutlausa klausa úr DV er athyglisverð í ljósi síðustu yfirlýsingar frá DO þar sem mjög mikið er tönglast á því að Seðlabankinn íslenski hafi hegðiað sér nákvæmlega eins og Seðlabankar erlendis. Hann er greinilega kominn í nauðvörn kallinn:
"Þá hefur og komið í ljós að hann klúðraði bón Seðblankans um lán frá Ameríkumönnum með því að bankinn skilgreindi ekki til hvers lánið átti að fara, og réði barnaskapur bankastjórans og reynsluleysi því að lánið fékkst ekki. Nú síðast berast af því fregnir að Davíð hafi með vitlausri lánastýringu gert Seðlabankann gjaldþrota þar sem hann hefur tapað margföldu eigið fé bankans á vitlausum lánastyringum."
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 17:57
Hvers vegna?
Skapofsaköstin og veruleikafirringin, mikilmennskutaktarnir geta skýrst af truflunum í starfsemi skjaldkirtils (eins og móðir RagnarsA benti á), samfara ótæpilegri neyslu áfengis og skapgerðarbrests, sem leiða má getum að að séu að einhverju leyti til staðar í gengum. Fjórðungi bregður til föður. Þó eflaust finnist einhverjum ósmekklegt að hafa orð á því á því hér. Það verður svo að vera.
Davíð vitnaði til ömmu sinnar sem hann ólst að hluta til upp hjá í Kastljósviðtalinu. Það er ég viss um að gamla konan hefur verið alin upp í þeim anda sem tíðkaðist að allt heiðarlegt fólk greiddi skuldir sínar (og safnaði helst ekki skuldum). Þó svo Geir hafi vitnað til hennar, þá er ég viss um að henni myndi vera brugðið hefði hún verið hér stödd til að verða vitni að talnaspeki barnabarnsins.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:08
Genum, ekki gengum. Hélt ég væri búin að lesa þetta yfir. Ég er víst orðin lesblind.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:09
Úff, ég andaði alls ekki léttar þegar hann fór í Seðlabankann, þá fyrst setti að mér ugg.
Annars hef ég heyrt sögu frá fyrstu hendi um óstjórnlega frekju og yfirgang í manninum strax í háskóla. Grandvör kona sem var á staðnum sagði mér hana. Svo þetta hefur verið til staðar allan tímann, þó færi úr böndum síðar og kastar tólfunum núna.
Það sem ég hef alltaf átt erfitt með að skilja er þáttur Geirs, sem manni virðist mikill geðprýðismaður, hvernig hann virðist umbera og láta stjórnast af svona persónu. En kannski er það einmitt svo að háttprúðum einstaklingum hætti til að láta þá freku stjórna sér? Skil þetta ekki. Hefði einmitt haldið að hann fylltist andúð á svona tilburðum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:17
Já Greta, það er merkilegt með hann Geir greyið. Annars segir mamma (sem man vel eftir foreldrum og öðrum ættingjum Dabba) að þar hafi verið fleiri en einn sem urðu svona léttskrýtnir? Þú varst nú að ýja að því líka hérna, með genin.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 18:58
Here is what i demand ! if you feel the same, feel free to copy/paste this all over
I am Icelandic and I am proud of my nationality. I do not let anyone tell me where I should sit or stand and I will not be forced to go against my better judgement. Therefore I am free.
I now watch the so called friendly allies shun my nation with insults and to top it off the Icelandic government seems to be stunned! Now is the time for Icelanders to stand up and fight back and send a message to the international community and our fake friendly "friends" by termination all diplomatic avenues with our fake allies. Let's start with the United States of America, which deliberately excluded Iceland, when they made deals to help the other Scandinavian nations and a few European neighbours with substantial currency influx.
Then United Kingdom followed by declaring and using a terrorist provision in their laws against Landsbankinn, after, mind you, that the Icelandic Financial Supervisory Authority had taken over the business of running the bank. Gordon Brown´s actions have had far reaching repercussion's on the international level. It will take the Icelandic nation years to regain it´s trust and business reputation. Business relationships that we have nurtured and built over the years are in ruins due to these actions. No one can truly fully comprehend the damage, that caused a chain reaction that all but destroyed the only remaining solvent bank "Kaupthing".
Now it is time for the Icelandic government to show some national pride and stop allowing it´s nation, it´s people to be trampled under the heals of our fake "friends", that have done little but insult the nation and our integrity. I would like Iceland to declare it´s independence from the NATO alliance no later than now! That NATO let us down is an understatement, they just sit around discussing the situation, and scratching their heads, while our international funds and assets are turning to dust.
It is my believe that we should apply for alliance with PfP (Partnership for Peace). NATO, is ruled by two nations, the United States and the United Kingdom — the same two countries that now attempt to destroy an independent sovereign nation. These two are behaving like dictators, behaving like they rule the world. The arrogance is shameful to watch. But the fact that we as a nation are under their dictate (NATO) shames us. We would be better set as members of the PfP, in fact we have better friends in those ranks, friends such as, Ireland, Finland and Sweden who are members of the PfP. (click here for more information)
The governments of the UK and the USA humiliated Iceland during a pivotal and critical moment, and that is unacceptable by any standards. What if, instead of Iceland, it would have been Finland or Sweden who would be in our circumstances, would Gordon Brown have used the same tactics on them? No! He would not have dared! The PfP would have taken extreme action against the UK for such a deed, in fact the UK would have been sued for economic war against a sovereign nation and a member of the UN and NATO. ??Gordon Brown did in fact attack a defenceless nation, a nation within the same international alliance as the UK, in the process as mentioned before, causing more damage to Iceland, while at the same time buying himself the temporary adulation of the British public. According the UK media, the current atmosphere in Britain is the one of pride in Gordon Brown for his attack on a small unarmed nation with a population of 320 thousand. Indeed the UK media does a fine job of continuing humiliating our small country, it does the British proud, as it would any bully.
My fellow Icelanders! Our engine is running on fumes! I demand an immediate resignations from the NATO alliance. Furthermore the United Kingdom must be sued for perpetrating what can not be called anything other than an "economic act of war" against a sovereign nation, demand that they will be made to answer to higher court and pay billions of pounds in damages for said aggression.
If you take a good look at PfP (click here), you will be able to read for your self how NATO is slowly, but surely, making it´s way into the Russian backyard by allowing membership to former Soviet countries into the NATO alliance. Don´t be fooled into thinking that NATO is a friendly alliance to Iceland, look at the result of this so called friendship — the friendship is a fake.
The new NATO members are: Poland, member since 1999, along with the Ukraine. In 2004 Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Roumania, Slovakia and Slovenia became the new members of NATO. Whom do you think this will best serve strategically? The United States perhaps? You would be right if you thought that. Look at what they are currently doing in Poland. This is the beginning of the "New World Order" planned and executed by the United States! I, myself, refuse to be enslaved by this alliance, what about you?
Sævar Einarsson, 21.10.2008 kl. 19:25
Ekki er nú öll vitleysan ein's !
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.10.2008 kl. 19:28
Seggðu!
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.