Hver sagði hvað í utanríkismálanefnd?

Utanríkismálanefnd Alþingis kom víst saman í gærdag til að "fara yfir stöðu mála í samskiptum Breta og Íslendinga". Við kjósendur fáum auðvitað ekki að fylgjast með slíkum umræðum kjörinna fulltrúa. Fengum náðarsamlegast að fylgjast með fundi heilbrigðisnefndar á dögunum, sem markaði tímamót, en utanríkismálanefnd er víst ekki við hæfi kjósenda.

Nefndir þingsins eru almennt og yfirleitt lokaðar kjósendum, þ.e. óbreyttum almenningi. Umræður þar koma okkur almennt ekki við og við kannski ekki talin hafa vitglóru til að fylgjast með nefndarstörfum. Ekki dettur þinginu heldur í hug að bjóða upp á rannsóknarnefndir, hvað þá slíkar nefndir sem starfa fyrir opnum tjöldum, þar sem hægt væri að sjá nefndarmenn grilla til dæmis útrásarvíkinga um hvernig og hvers vegna þeir settu þjóðina á hausinn. Kannski hjálpar ekki að útrásarvíkingarnir geta svarað: Þið leyfðuð okkur að gera þetta og gerðuð engar athugasemdir. Kannski.

Ég er engu nær við að reyna að átta mig á afstöðu Íslands gagnvart Bretum Browns. Er það lína Össurar? Geirs? Hvað sagði Steingrímur Joð á fundinum sem krafðist að yrði haldinn? Ræddi nefndin framkomu við venjulega Íslendinga víða erlendis og viðbrögð við því? Megum við fá að heyra?


mbl.is Utanríkismálanefnd kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Hvað kemur okkur við hvað gerist á nefndarfundunum. Miðað við hvernig nefndarvinna skilar sér í raun út í samfélagið gera menn varla mikið annað á fundunum en að spila lönguvitelysu.  Hver sigurvegari er í því flókna spili kemur mér ekkert við.

Dunni, 18.10.2008 kl. 13:11

2 identicon

"How now brown cow"

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband