Ekki bara tvö pör af frambjóðendum

Það er kannski ósköp eðlilegt þannig séð, en samt. Allar fréttir hérlendis um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum gefa sterklega til kynna að kjósendur vestra hafi bara um að velja annað hvort parið; Obama-Biden eða McCain-Palin. Staðreyndin er sú að ekki færri en átta pör eru í framboði, þar af tvö sósíalísk!

Ralph Nader "neytendafrömuður" er enn að og býður sig nú fram með einhverjum sem heitir Matt Gonzales og þeir skrá sig sem óháða frambjóðendur. Frambjóðendur fyrir "Socialism & Liberation Party" eru Gloria La Riva í forsetann og Eugene Puryear. Fyrir "Socialist Workers Party" bjóða sig fram James E. harris og kona með kunnuglegt eftirnafn; Alyson Kennedy. Á vegum "Libertarian Party" koma Bob Barr og Wayne A. Root. Flokkur að nafni "Constitution Party" býður fram Chuck Baldwin og Darrell L. Castle og loks má nefna frambjóðendur "Green Party", tvær konur; Cynthia McKinney og Rosa Clemente. 

Enginn af þessum "minni spámönnum" fær að komast að í sjónvarpskappræðum og fjölmiðlar vestra virðast hunsa þá að mestu. Frægastur er auðvitað Ralph Nader, sem oft hefur boðið sig fram og er gjarnan skammaður fyrir að taka atkvæði af Demókrataflokknum. En hvert þessara "sér"framboða er líklegt til að fá slatta af atkvæðum (en hlutfallslega fá) og einhver tækifæri til áróðurs og áhrifa á málflutning hinna stóru. Vildi bara nefna þetta.


mbl.is Síðustu sjónvarpskappræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært varaforsetaefni og agalegur forsetaframbjóðandi demokrata á móti ágætis forsetaefni en vonlausu varaforsetaefni rebublikana. Báðir kostirnir slæmir, er það ekki þannig oftast?

Ég skil semsagt er Ralph Nader svona "Friður 2000" -:)

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er svo sem allveg rétt hjá þér. Ég geri ráð fyrir því að 1. valkosturinn hjá þér eigi við Demókrata og í mínum huga eru þeir "að jafnaði" eins og betri helmingur Sjálfstæðisflokksins, þ.e. nokkurs konar hægri-kratar.

Mér finnst þú reyndar gera óþarflega lítið úr Nader; hann hefur fengið þvílíkt að atkvæðum að í jöfnum kosningum milli stóru flokkanna hefur hann skert möguleika Demókrata. Og stundum hafa "þriðju flokkar" náð töluverðu fylgi og á það til dæmis við um, ef mig misminnir ekki, Georg Wallace og Ross Perot.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú varst ekki kominn inn þegar ég svaraði Kristni, Gunnar. Geri ekki athugasemd við álit þitt á aðal-frambjóðendunum, en vil nefna að Nader er nú meira en vonlaust Ástþórs-framboð. Meira eins og að Jóhannes Gunnarsson og Dr. Gunni sameinuðust í einni stórvirkri neytendamálapersónu. Fáir efast um að Nader gerði mikið gagn fyrir mörgum árum síðan, einkum í þá átt að auka öryggi bifreiða og annarra samgöngutækja.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 16:11

4 identicon

ertu sem sagt ad segja ad Obama se agalegur og McCain agaetur... og svo Biden frabaer? (turfum ekkert ad tala um Palin) ma eg spyrja ertu buinn ad fylgjast med tessari kosningabarattu og bullinu sem vellur uppur McCain?

held tu turfir ad skoda malid aftur vinur:)

by i bna (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég geri nú heldur ráð fyrir því að "by i bna" sé að beina orðum sínum að mati Gunnars Waage, enda er ég ekki með sama mat og Gunnar þótt ég hafi ekki gert athugasemdir við mat hans. Persónulega tel ég Obama-Biden framboðið hafa yfirburði á öllum sviðum framyfir McCain-Palin, en hefði viljað sjá Clinton-Obama ticket.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 16:43

6 identicon

svona lala, verð að viðurkenna að þjóðmálin eru svo sem ofan á hjá manni þessa dagana. Ég held að Palin hafi kannski ekki verið svo góður kostur. Biden finnst mér góður en Obama svona sjónvarpsklerkur. Hann verður fyrsti svarti forsetinn en ég held að það verði hans helsta afrek. Ber reyndar ekki traust til hans.

En ég tek undir Clinton-Obama dæmið hjá Lillo, en með Obama sem vara.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband