Kirkjan í upphæðum

Þeir sem þekkja til mín vita að ég hef í gegnum árin verið óspar á gagnrýni á Þjóðkirkjuna (Ríkiskirkjuna) og önnur trúfélög skipulagðra trúarbragða. Ekki síst þegar ég var í forsvari fyrir Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju. Nú er komið upp mál fyrir dómi sem ýtir undir þá ímynd að kirkjan sé "í upphæðum" - Kirkjan telur sig eiga rétt á meira en 100 milljónum króna vegna afnota Landsvirkjunar af vatnsréttindum í landi Valþjófsstaðar. Ætli Landsvirkjun þyrfti ekki að breyta þessum vatnsréttindum í vínréttindi til að afvegaleiða hempufólkið?

Í sjálfu sér þarf enginn að efast um að Þjóðkirkjan eigi eins og aðrir landeigendur kröfur á Landsvirkjun ef og þar sem Landsvirkjun er að sölsa undir sig eigur og réttindi. En í þessu máli ætti Þjóðkirkjan að óska eftir frestun á frekari málflutningi vegna málsins meðan mesta ólgan og krísan er að líða hjá. Svo gæti farið að krafa Þjóðkirkjunnar verði krafa á "gjaldþrota" ríki. Að ríkið, sem er þjóðin, megi til með að nota fjármuni sína í annað en að borga fyrir vatnsréttindi. Þjóðkirkjan mætti einnig íhuga að ríkið getur náð þessum fjármunum auðveldlega til baka, t.d. með því að lækka sóknargjöldin og/eða skerða framlög í fjárlögum. Held að það væri reyndar óvitlaust, en Þjóðkirkjan ætlar út í nýjar fjáröflunarleiðir!

Ég sit í stjórn Breiðavíkursamtakanna. Eins og menn muna vafalaust deildu samtökin hart á ríkisvaldið (forsætisráðuneytið) fyrir nánasarlegar tillögur um bætur í drögum að frumvarpi. Undir eðlilegum kringumstæðum væru samtökin nú að herja á Geir og félaga um stórbætt frumvarp og hraða afgreiðslu á boðlegum bótum. En samtökin átta sig fullkomlega á því að slík barátta verður líkast til að bíða um sinn, jafnvel hið minnsta í 2-3 mánuði og hugsanlega til vorþings Alþingis. Bótamálið er jafn brýnt og áður, en samtökin kunna sig og víkja tímabundið meðan við tökum öll saman á Kreppuskrímslinu ógurlega. Óskandi væri að Þjóðkirkjan kynni sig líka.


mbl.is Kirkjan krefur ríkið um milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kallinn minn kirkjur hafa alltaf hugsað um sjálfar sig fyrst og fremst.... guddi er líka alveg svakalega ókurteis og heimtufrekur, hann vill fá sitt og ekkert múður, guddi er jú fyrirmynd þjóðkirkju

DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, Doc, þetta segir sig kannski sjálft. Mátti til með að tjá mig og kannski einkum að koma á framfæri þessu með vatnsréttindin og vínréttindin...

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það er eitthvað voðalega lítið "kristilegt" við þjóðkirkjuna skv. ritningunum

Þjóðkirkjan ( sem ætla mætti að væri eign þjóðarinnar ) ætti að sleppa því að þyggja alla styrki og sjá um sig sjálf. Ríkið getur innheimt sóknargjöldin fyrir kirkjuna en ekki krónu meira af skattpeningum trúaðra og ótrúaðra takk!  Eignir kirkjunnar hverskonar ætti að þjóðnýta.  

5 milljarðar á ári í þetta batterí er hrikalegt bruðl, þar sem ca. 2 milljarðar eru sóknargjöld og þau ein og sér ættu að dekka laun presta og standa straum af kostnaði við rekstur. Það má heldur ekki gleyma því að þjóðin borgar hrikalegar upphæðir til kirkjunnar í formi gjalda fyrir brúðkaup, jarðarfarir og fermingar, þrátt fyrir styrkina.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband