Fróðlegur Kompás-þáttur um Hafskipsmálið

 Kompásþátturinn í kvöld um Hafskipsmálið var hinn fróðlegasti og flest í honum rímaði ágætlega við ritdóm minn og langa færslu á dögunum. Sérstaklega þetta með bókina hans Örnólfs Árnasonar sem Björgólfi þótti ekki nógu "góð". Reyndar hef ég bætt því við að Björgólfur ætti að snúa sér að öðru en Hafskip og það er nú aldeilis að reynast réttmæt ábending nú, þegar Björgólfsbanki riðar til falls (líklega kennir hann fjölmiðlum um það). 

Bók Örnólfs er önnur bókin sem telja má víst að Björgólfur gamli hafi ritskoðað með beinum hætti, en honum tókst ekki að kaupa dagblað til að leggja niður. Hvað um það; Kompás-þátturinn hafði sem betur fer nokkurn veginn réttan fókus; þar var fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum ekki kennt um allt (Þótt Matti Bjarna vilji áfram vaða í þeirri villu), heldur sjónunum beint réttilega að "huldumönnunum": Loksins, loksins. Reyndar hefði mátt segja nánar frá en gert var hversu Hafskipsmenn sjálfir áttu sök að máli. En þarna mátti þó finna þefinn af, skulum við segja, trúlegri sökudólgum; Jóhannes Nordal leysir Halldór Halldórsson af, Hörður Sigurgestsson leysir Ólaf Ragnar af, Gunnlaugur Claessen leysir Jón Baldvin a, Markús Sigurbjörnsson leysir Svavar Gestsson af: aðalliðið er tekið við af varaliðinu. Eimskipafélagið og embættismenn sökktu Hafskip en ekki fjölmiðlar og stjórnarandstæðingar. Og ég held raunar að menn eins og Mattarnir Bjarna og Mathiesen hafi vitað meir um hvað var að gerast en þeir láta eða létu síðar uppi.

Ég vil sjá bókina eða handritið hans Örnólfs Árnasonar. Eftir Kompás-þáttinn getur Örnólfur ekki annað en upplýst um bókina eða helst gefið hana út einhvern veginn. Annars verður að draga þá ályktun að hann hafi, ótrúlegt nokk, verði keyptur til þagnar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

D: Og veistu nánar hvað hann átti við með tvöfaldri skýrslugerð var  þá ...?

GA: Ja það var, það var hérna skýrslugerð fyrir forráðamanna, forráðamenn Hafskips þá Björgólf og hans menn og önnur, önnur tegund sem var lögð fyrir bankann, jafnvel stjórnarmenn   ég veit    það ekki alla vega nefndi hann bankann.

D: Kom eitthvað fram hjá honum um það hver útkoman var í þeirri útgáfu sem ekki sást annars staðar heldur en í þessum hóp?

GA: Þessar 200 milljónir, hann nefndi það.  Hann sagði að sanna, sann, rétta útgáfan sýndi 200 miljónir.

D: Af bráðabirgðaruppgjörinu.  Nú síðan í janúarmánuði eða öllu heldur í febrúar er hin margumtalaða hlutafjáraukning.

GA: Já þann 9. febrúar.

D: Áttir þú samræður við einhverja starfsmenn eða fyrirsvarsmenn Hafskips áður en að því kom, þar sem að afkoma eða staða barstí tal?

GA: Já Já þetta barst í tal í samræðum til Sigurþórs aftur að nú ætti að fara að hérna auka, auka hlutaféið og þá ver verið að tala um tap upp á, upp á 55 og ég spurði hann hvernig það kæmi heim og saman við hina töluna sem hann hefði nefnt áður og hann reyndi að forðast, forðast að svara því, fór undan í flæmingi einhvern veginn og ég ég var mjög vonsvikinn út af þessu öllu saman það - ég hringdi í Björgólf og Ragnar Kjartansson 7. febrúar og sagði upp.  Mér var þetta eiginlega ofboðið ég gat, ég gat ekki setið þegjandi og tekið þátt í þessu, þessum þjófnaði sem ég áleit þetta vera, blekkja hluthafana með fölsuðum skýsrlum.

....................

Jón Spæjó (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband