Uggvænlegar hræringar í fjölmiðlabransanum

fjölmiðlar í krísuÉg ætla rétt si svona að skrásetja eftirfarandi núna, sem ástæða er til að fjalla nánar um eftir svefn: Áhrifa greiðslustöðvunar Stoða (og hræringa þar á undan) er greinilega byrjað að gæta á fjölmiðlaflóru 365.

Fréttablaðið er horfið inn til Árvakurs (Moggans) og hliðarráðstafanir þess líta dagsins ljós fljótlega; Annað fríblaðið hlýtur að víkja. Fréttablaðið er sterkara "lógó" en 24 stundir. Líklega "sameinast" fríblöðin tvö og hagræðing mun vafalaust skila einhverju góðu fólki á götuna í atvinnumálum.

DV er augljóslega í hættu. Enn meiri hættu ef það blað fylgdi FBL yfir til Árvakurs, því Björgólfur kynni að hafa yfirþyrmandi áhuga á því að leggja blaðið niður. En blaðið er hugsanlega framarlega sem fórnarkostnaður hjá núverandi eigendum hvort eð er.

Ætli menn að baki Stoðum reyni ekki mest að halda í og starfrækja Stöð2-Bylgjuna.

Vona að þessir fjölmiðlar lifi af krísuna. Það væri afskaplega dapurlegt að missa kannski tvo fjölmiðla af þeim sem nú prýða fjölmiðlaflóruna. Við tæki einsleitari fjölmiðlaumfjöllun, meiri samþjöppun og minni samkeppni. Svona geta hlutirnir snúist við; það er ekki langt síðan maður hafði áhyggjur af því að Baugsmiðlaveldið ætlaði að sölsa Moggann undir sig.

Það er reyndar merkilegt að skoða eignasafn Stoða; maður spyr sig í ljósi ráðstafana á undanförnum mánuðum: Voru "fórnanlegar" eignir settar undir Stoðir en öðrum eignum komið í betra skjól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður pistill kæri Friðrik Þór. Já þú vekur mann ávallt til umhugsunar og sérð samhengið í því sem auðvelt er að sjá ekki. Það skyldi þó aldrei vera að geislaBAUGSfeðgarnir hafi komið feitu bitunum í öruggt skjól ? Það kæmi mér ekki á óvart. Þeim tókst að koma hlutafé Baugs í öruggt skjól í eigin vasa fyrir lítið fé úr höndum almennings á sínum tíma, svo maður taki samlíkingu .eim tengdum.

Þeir eru nú þegar farnir að væla og bera sig aumlega yfir aðför Davíðs að eigum þeirra í Glitni eins og gefið í skyn og meðvirkur almenningur sem ekki veit betur tekur undir kveinið og skammast út í vondu karlana sem eru vondir við vini litla mannsins (les: geislaBAUGSfeðgarnir). Þetta er auðvitað tilvalið moldviðri til að þyrla upp svo menn muni ekki eftir feitu bitunum sem eru utan sjóndeildarhrings umræðu dagsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meirihattar hugmynd ad gera svona konnun! Og takk fyrir aldeilis frabaeran pistil Fridrik Thor!

Thori oft ekki ad kommentera neitt vegna thess ad thu ert med bladamannamenntun og eg skrifa ruddaleg komment oftast, ekki allaf..enn eg eg les pistlanna thina..

Óskar Arnórsson, 30.9.2008 kl. 04:30

3 identicon

Þetta eru "Síðustu tímar" krakkar mínir :)

En engar áhyggjur, bloggið mitt verður alltaf tilstaðar til þess að krydda flóruna ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk drengir. Óskar; þér er velkomið að vera ruddalegur svona á köflum, bara ekki svívirðilegur, og þú átt ekki að vera feiminn við blaðamannsmenntun mína; hún er ekki ávísun á að ég hafi alltaf rétt fyrir mér um fjölmiðla.

Baugsmenn skjóta mjög föstum skotum á stjórnvöld í dag og sú ímynd er þar augljóslega uppi að Davíð hafi hrifsað af þeim Glitni með ofbeldi og hefndarhug. Með Geir (og Árna) sem farþega (þessar myndir af þeim saman í bíl Davíðs, undir stjórn Davíðs, munu lifa lengi sem tákn um.... það sem Baugsmenn telja raunveruleikann). Ímyndin er að um framhald af Baugsréttarhöldum sé að ræða (þær voru tilefnislitlar ofsóknir samkvæmt söguskýringunni) og að nú hafi Davíð og Co. svo gott sem stolið tugmilljarða eignum af Baugi. Ég er notabene ekki að segja að þessi söguskýring sé galin og kolröng, held þvert á móti að sitthvað sé til í henni. Kannski þó ekki svæsnustu kenningarnar.

En þær munu að líkindum ráða ferðinni þegar sagnfræðingar verða ráðnir til að taka saman yfirlit yfir framvinduna.

Ekki er ég viss um hver áhrifin verða á Baugsmiðlana, en það eitt að Fréttablaðinu sé fórnað yfir til Árvakurs (Moggans) eru lygileg tíðindi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 09:12

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kaus.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Gott framtak hjá þér Friðrik.
Það er mjög mismunandi hvernig blaðamenn fara með upplýsingar, sumir gera það einkar vel en aðrir vilja snúa út úr og eru einhvern veginn að reyna að búa til hasar. Fagmennska skiptir máli í þessum bransa sem öðrum. Það að reyna að hanka eða koma aftan að fólki finnst mér ómögulegt.

Veit ekki hvort þú sást viðtalið við Huggy sem Eva María hafði við hana á sunnudaginn var. Ein spurning Evu fannst mér koma aftan að Huggy. Veit þó ekki hvort það var þannig í raun, ég fékk það svona á tilfinninguna.

Kolbrún Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 10:38

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, ég sá ekki Huggy-þáttinn. tel hins vegar engar líkur á því að Eva María hafi við klippingu þáttarins haft eitthvað með sem Huggy hefur verið fúl út af. Er og ekki viss um að ég og þú myndum vera sammála um hvað það sé að koma aftan að fólki í viðtali. Ef viðmælandinn bannar ekki tiltekinn efnivið í viðtali fyrirfram (eða óskar vinsamlegast eftir því að sleppa við spurningar um eitthvað) þá hlýtur viðmælandinn að vera opinn fyrir öllum spurningum og ég get einhvern veginn ekki ímyndað mér Evu Maríu koma með ónærgætnar spurningar. Þú kannski útskýrir þetta betur, Kolbrún.

Almennt séð eiga fjölmiðlavanir viðmælendur (eins og Huggy) ekki að láta neina spurningu koma sér á óvart. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sendi þér línu á emeili

Kolbrún Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 11:00

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Friðrik Þór! Davíð stal Glitni! Fyrst hann gat ekki náð sér niðri á Baugsmönnum með málatilbúningi, sökkti hann krónunni.

Davíð er fáveikur og hættulegasi maður fyrir íslenskt efnahagskerfi sem nokkurtima hefur verið uppi. Hann hefur ekkert vit nema kjaftavit, er siðlaus og er nákvæmlega sama hvað verður um þessa þjóð.

Vittu til, Björgúlfur á eftir að eignast Glitni einn góðan veður dag. Og það er hefndin sem Davíð vill. Þú mannst nú eftir atvikinu þegar hann lét fjarlægja rúðu í seðlabankabyggingunni vegna þessa að honum fanns höfundurinn móðga sig í grein í blaði.

Baugur velta mörgum fjárlögum Íslendinga. Það er alla vega staðreynd. Davíð hefur reynt að fá fjármálastofnanir í lið með sér til að klekkja á Baugi, á árangurs.

Sjálfstæðismenn eru loksins búnir að átta sig á því að Davíð er ekki heill á geðsmunum. Þégar Seðlabankastjórar nágrannalanda okka lækka stýrivexti, hækkar Davíð þá Íslensku. Ég myndi heldur vilja sjá Baugsmenn í Seðlabankanum, sem forsætisráðherra og í öllum mikilvægum embættum á Íslandi enn þetta pakk sem stýrir landinu núna, með fjármálavið á við mongólíta.

Svo er hann með vafasaman ráðgjafa, Hannes Hóæstein, sem ég myndi aldrei treysta fyrir einu eða neinu. Ég ætla að senda þér e-mail að gamni.

Óskar Arnórsson, 3.10.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Óskar, það er allt í lagi að hafa andstyggð á Davíð og verkum hans, jafnvel að segja það sem stærstur hlutur þjóðarinnar hugsar. Enda opinber persóna sem sjálfur dregur ekkert undan í lýsingum sínum. En það er ekki í lagi að gera lítið úr fólki með Down heilkenni, slepptu því.

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband