Hver er besti blaðamaðurinn - eða týpan?

Nú hef ég sett inn þriðja hópinn í þríleik mínum - könnun á hver af nánar upptöldum blaða- og fréttamönnum lesendur bloggsins míns telja bestan eða þess konar blaða- og fréttamann sem næst kemst því að vera sú blaðamannstýpa sem mest höfðar til þeirra.

Eins og með síðasta hóp hef ég tekið þá sem urðu efstir af hópi 2 og bætt við nokkrum nýjum nöfnum til að mynda hóp 3, þann síðasta - úrslitahópinn. Óvísindaleg könnun, allt til gamans gert, og allt það. 

Kjósið endilega - það er gaman að kjósa og gagn af því! Já, ég veit að alltaf mætti hafa önnur nöfn þarna, en ég vona að enginn pirrist yfir því að ráði eða móðgist. Það er enginn stórisannleikur í þessu. Bara svona samkvæmisleikur meðan Róm brennur. 

Staðan í hópi 2 varð (efstu menn, 186 atkvæði):

Jakob Bjarnar Grétarsson 21,0%

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir 12,4%

Bogi Ágústsson 11,3%

Björg Eva Erlendsdóttir 9,7%

Sigmar Guðmundsson 9,7%

 

  Jakob Bjarnar er mun virtari og þekktari blaðamaður en ég hafði gert mér í hugarlund! Helvíti gott hjá honum. Vona að flutningurinn til Árvakurs leggist sæmilega í hann.

Viðbót 4. október;

Lokastaðan í könnuninni (8 efstu):

Af eftirtöldum, hver finnst þér besti blaða- og fréttamaðurinn?

 

Bogi Ágústsson (RÚV-Sjónvarp) 13.8%

Broddi Broddason (RÚV-Útvarp) 13.5%

Agnes Bragadóttir (Mogginn) 12.9%

Jakob Bjarnar Grétarsson (Fréttablaðið) 10.6%

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (mbl.is) 10.0%

Björg Eva Erlendsdóttir (24 stundir) 8.5%

Sigmar Guðmundsson (RÚV-Sjónvarp) 7.4%

Andrés Magnússon (Viðskiptablaðið) 5.3%

340 svöruðu.

 

 Jakob byrjaði með gusti en sprengdi sig fyrir lokasprettinn. Þá náðu Bogi, Broddi og Agnes að sigla fram úr spútnikkinum. Þetta er annars geysilega flott blanda af blaða- og fréttamönnum. Til lukku Bogi (þótt um óvísindalega könnun sé að ræða).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að kjósa valdi Sigmar.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:55

2 identicon

Bara Jakob Bjarnar af Fréttablaðinu. Þú virðist ekki hafa hátt álit á þeim sem þar vinna.

BJ (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er rétt hjá þér BJ (Bjarnar Jakob?), en Siggu Dögg tengi ég þó FBL þótt hætt sé. Og ef þetta heppnast vel þá bæti ég þriðja hópnum við. Þá kæmu að sjálfsögðu inn nöfn frábærra blaðamanna eins og Arndísar Þorgeirs og Garðars Arnar Úlfarssonar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Búin að kjósa, reyndar eru þetta mjög mismundandi hópur frétta- og blaðamanna. Eru ekki sumir þarna bara í því að lesa fréttirnar en aðrir gera hvorutveggja afla þeirra og flytja, eða hvað?

Kolbrún Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, nei Kolbrún. Líklega áttu við Boga Ágústsson; hann er ekki bara fréttaþulur; hann skrifar fréttir líka.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 15:29

6 identicon

Það hryggir mig að sjá hvorki Sigurð Boga Sævarsson né Finnboga Hermannsson á þessum lista.

Páll Ásgeir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Páll Ásgeir fer nokkuð sniðuga leið til að minna á Pál Ásgeir!

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég sá ekki fyrri hópinn, en athyglisvert við þennan lista er hvað það vantar marga toppmenn á hann. Til dæmis Björn Vigni Sigurpálsson, Sigtrygg Sigtryggsson, Ágúst Inga Jónsson, já Ólaf Stephensen, Skapta Hallgrímsson, Björn Jóhann Björnsson, Egil Ólafsson, Ómar Friðriksson, Guðmund Svein Hermannsson, svo ég nefni bara nokkra toppmenn sem ég var samferða á Morgunblaðinu. Sennilega hef ég gleymt einhverjum góðum í þessari upptalningu.

En þetta er nú til gamans gert hjá þér, og maður má ekki taka þessu svona alvarlega! Atkvæðin dreifast annars mjög á þetta ágæta fólk. En þar sem ég er algjörlega andsnúinn öllum vinsældakeppnum blaðamanna þá greiði ég að sjálfsögðu ekki atkvæði!  

Ágúst Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 18:46

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já Ágúst, það vantar marga góða einstaklinga á listann, þeirra á meðal einhverja sem þú nefnir, sem merkilegt nokk eru allir á Mogganum sýnist mér. Mogginn er þó með Agnesi og Kalla þarna og má nefna að Arna Schram var á fyrri listanum og hana tengi ég við Moggann að mestu.

Sem fyrr segir er ég kannski frekar að skoða hvaða "týpu" af blaða- og fréttamanni fólk velur, enda auðvitað afstætt hver telst absólút "bestur".

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 19:00

10 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk, nú gat ég kosið

Kristjana Bjarnadóttir, 29.9.2008 kl. 23:00

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Atkvæðagreiðslu í óvísindalegri (skemmti-)könnun minni um "besta" blaða- og fréttamanninn eða bestu "týpuna" er að linna núna og staðan er (7 efstu):

Bogi Ágústsson (RÚV-Sjónvarp) 14,4%

Broddi Broddason (RÚV-Útvarp) 13,8%

Jakob Bjarnar Grétarsson (Fréttablaðið) 11,7%

Agnes Bragadóttir (Mogginn) 11,1%

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (mbl.is) 9,7%

Björg Eva Erlendsdóttir (24 stundir) 9,1%

Sigmar Guðmundsson (RÚV-Sjónvarp) 8,4%

298 hafa svarað

Broddi kom sterkur inn á lokasprettinum, eins og Agnes, eftir að Jakob Bjarnar hafði dembst inn á upphafssprettinum.  Bogi tók sprett upp úr miðju keppnistímabilinu, sem hefur skolað honum á toppinn.

"Leikurinn" er settur upp í 3 lotur, með 15 nöfnum í hvert sinn. Í annarri lotu fóru efstu menn fyrstu lotunnar í hóp með nýjum nöfnum og sama gerðist við myndun þessa þriðja og síðasta hóps. Athyglisvert má telja að Agnes, sem var eina manneskjan í öllum lotunum, "vann" fyrstu lotuna og kom út með 19.6%, en datt niður í 7.5% í lotu 2, áður en hún fór í 11.1% eins og þriðja lotan stendur nú. Jakob Bjarnar burstaði lotu 2 með 21%, en féll niður í 11.7% í lotu 3 (að óbreyttu), en þar munaði kannski miklu um sókn Brodda, Boga og Agnesar.

Efstu menn eru Bogi, Broddi og Jakob Bjarnar. Tveir Rúv-arar og Fréttablaðsmaður. Síðan koma þrjár beittar Hádegismóa-konur.

En þetta var nú bara til gamans gert og hefur litla þýðingu aðra en að vera dægrastytting.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband