Hálfleikur: Kastljós sýknað - spá mín rétt

 Það er gleðilegt fyrir tjáningarfrelsið og fyrir blaða- og fréttamennskuna sem fag að Kastljós hafi í dag verið sýknað í máli því sem ég kenni við Jónínu Bjartmarz. En ekki ætla ég þó að vera með of stórar ályktanir að sinni, því vafalaust fer málið fyrir Hæstarétt. Hvað spádóm minn um sýknu varðar er ég þó altént yfir í hálfleik.

 Ég fjallaði um þessa málshöfðun fyrir nokkru og spáði sýknu (hér). Undirréttardóminn má finna á þessari slóð. Hér á eftir fara valdir kaflar úr undirréttardóminum:

"Viðurkennt er að hlutverk fjölmiðla sé m.a. að veita stjórnvöldum aðhald og fjalla um mál ef grunur leikur á að misfarið sé með vald í þjóðfélaginu. Er enda óumdeilt að fjölmiðlar hafi verulegt svigrúm til umfjöllunar um menn og málefni líðandi stundar. Hæstiréttur hefur í dómum sínum staðfest (m.a. í dómum Hæstaréttar í málum nr. 278/2006 og nr. 541/2005 (nr. 278/2006 (,,Bubbi fallinn“), nr. 541/2005 (Jónína Benediktsdóttir gegn 365)), að málefni sem talin eru varða almenning og geta talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu, eigi rétt á fréttaumfjöllun í fjölmiðlum. Almennt er viðurkennt að þeir sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu, svo sem stjórnmálamenn, verði að þola vissa fjölmiðlaumfjöllun en þó með þeim takmörkunum að ekki verði gengið nær einkalífi þeirra en óhjákvæmilegt er í opinberri umræðu um málefni er almenning varða. Jónína Bjartmarz, móðir stefnanda Birnis, var ráðherra í ríkisstjórn Íslands er umfjöllunin átti sér stað".

"Ekkert er fram komið er bendir til þess að stefndu hafi ekki unnið úr þeim upplýsingum, er þau höfðu undir höndum, með vönduðum hætti. Þrátt fyrir að vissar upplýsingar um málið hafi ekki verið réttar í upphafi voru leiðréttingar gerðar á síðari stigum umfjöllunarinnar og þessar misfellur högguðu ekki fréttagildi málsins".... "Umfjöllun Kastljóss vegna umsóknar stefnanda Luciu um íslenskan ríkisborgararétt var málefni sem átti erindi til almennings og hafði fréttagildi. Óhjákvæmilegt var í þágu úrvinnslu fréttaefnisins að fram kæmu upplýsingar um persónulega hagi stefnanda Luciu.  Að því er varðar myndbirtingu umsóknarinnar í Kastljósi hinn 30. apríl 2007 þá verður að telja eðlilegt í ljósi framvindu málsins og í kjölfar viðtals í Kastljósi við Jónínu Bjartmarz að fram kæmi á hvaða grundvelli umsókn Luciu um íslenskan ríkisborgararétt væri reist. Verður ekki talið að með myndbirtingu umsóknarinnar, eins og hún var sýnd í Kastljósi, og umfjöllun um hana, hafi verið gengið nær einkalífi stefnenda en þörf var á í opinberri umræðu um málefni sem varðaði almenning".

"Nægar ástæður voru fyrir hendi er réttlættu þessa umfjöllum um  efni sem tengdist meðferð og afgreiðslu allsherjarnefndar á veitingu ríkisborgararéttar. Verður fallist á með stefndu að umfjöllunin í garð stefnenda hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til.  Er þá litið til þess að um var að ræða opinbera umræðu um málefni sem varðaði almenning.  Eru því engin skilyrði til þess að dæma stefndu til refsingar samkvæmt 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga".

"Stefndu, Páll Magnússon, Helgi Seljan Jóhannsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þórhallur Gunnarsson, skulu vera sýkn af kröfum stefnenda, Luciu Celeste Molina Sierra og Birnis Orra Péturssonar, í máli þessu".


mbl.is Starfsmenn Kastljóss sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Úff. Vonda, vonda Moggabloggsbilun. Greinilega ekki komið alveg í lag þótt skrifaður texti virðist ótýndur (sem ég þó er ekki búinn að fullkanna). Breytt útlit, horfnir bloggvinir og kannski fleira sem ég á eftir að finna út. Ekki láta þetta koma fyrir aftur, gott fólk! Ímyndið ykkur að Mogginn breyttist án ykkar vilja og vitundar og tæki upp útlit t.d. DV !?

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 10:02

2 identicon

Maður hefði verið hissaðustur ef málið hefði farið á annan veg.
Þetta lið var búið að gera í buxurnar fyrir þessi málaferli... í dag well ég veit ekki hvað skal segja, á ekki nægilega sterk lýsingarorð í augnablikinu.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 16:09

3 identicon

Sammála, þetta var fáránlegt mál og sýnir hversu veruleikafyrrt þetta fólk er.

Mér fannst umfjöllun Kastljóss býsna öflug og komin tími á að stjórnmálamönnum sé sýnt almennilegt aðhald. Jónína komst afal illa frá þessu máli og ég tel það eina helstu ástæðu þess að hún datt út af þingi (guðisélof). Það vita allir að þótt hún hafi ekki sjálf sent nefndinni meil þess efnis að kýla ætti málið í gegn, gerði hún það með því að skrá tengdadótturina til heimilis hjá sér og gera móður sína að meðmælanda, það var nóg. Og mér finnst reyndar að nefndin sjálf hefði mátt fá meiri skammir því þarna voru greinilega í gangi einhver "bak við borðið protocols" eða óskráðar reglur um hvernig stjórnmálamenn klappa hvor öðrum á bakið, óháð flokksskírteinum. Svo erum við að senda Ramses greyið úr landi.... 

Arnar Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband