Tjáningarfrelsið og trúarbrögðin

Þegar ég á sínum tíma varði birtingu Jótlandspóstsins á Múhammeðs-teiknimyndunum fékk ég sterk viðbrögð frá fólki sem taldi að ég væri á móti Múslimum og Íslam. Ég reyndi að útskýra mikilvægi tjáningarfrelsisins og trúfrelsisins og mikilvægi þess að stjórnvöld ritskoðuðu ekki frjálsa fjölmiðla, en það gekk bara svona og svona.

Kannski að samskonar boðskapur gangi betur í vandlætarana ef hann kemur frá dönskum heimspekingi? Ég vil altént gera orð Lars Grassme Binderup að mínum. meðal annars eftirfarandi:

"... Tjáningarfrelsið sé hins vegar svo mikilvægt að alls ekki megi setja því skorður til að hindra menn í að gagnrýna og jafnvel hæða trúarbrögð. Íbúar í lýðræðissamfélagi verði að sætta sig við að andstæðingar trúarbragða beiti oft harkalegum aðferðum, aldrei megi sætta sig við að hótað sé ofbeldi til að þagga niður í slíkum röddum. Auk þess ýti það undir tortryggni í garð minnihlutahópa ef þeim sé tryggð vernd gegn móðgunum gagnvart trú þeirra, fremur en t.d. kristnum. Hvaða hópur sem er geti þá í raun gengið á lagið, einnig guðleysingjar, og fullyrt að eitthvað í málflutningi annarra særi þá og þess vegna verði að setja honum skorður".


mbl.is Megum hæða trúarbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað á að vera leyfilegt og sjálfsagt að gagnrýna trúarbrögðin eins og aðrar hugmyndir mannanna. Það á alls ekki að láta undan ofsatrúarmönnum sem hafa uppi hótanir, hverrar trúar sem þeir eru.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Hvenær var Íslendingur síðast dæmdur fyrir guðlast (þ.e., að hæða kristna trú) á Íslandi?

Kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 25.5.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það var árið 1984, þegar Úlfar Þormóðsson var dæmur í Spegilsmálinu. (meira um guðlast á guðlastvef Vantrúar)

Matthías Ásgeirsson, 25.5.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Við erum að pæla í sömu hlutum. Gott að finna einhvern annann sem tekur líf sitt sæmilega alvarlega svo og Matthías sem kommenterar á báðar færslur. Ég kaupi Binderup ekki alveg í öllu (þó hann sé danskur) kv. B

Baldur Kristjánsson, 25.5.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Matthías.  Takk fyrir skjót svör.  Hefði hann Úlfar Þormóðsson verið dæmdur svona í dag ef hann hefði skrifað svona um Islam/Múhameðstrú?

Hvernig var það annars..... voru ekki Spaugstofumenn gerðir burtrækir úr Ríkissjónvarpinu um einhvern tíma eða/og fengu ákúrur fyrir að grínast með Þjóðkirkjuna?  Spaugstofan fær ekki núna að vera með spaugstofuþætti á laugardeginym fyrir Páskadag!  Er ekki svo???

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 25.5.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Sigurður Þór Guðjónsson.   Á þá að leyfa gagnrýni á öll trúarbrögðin eða bara hin trúarbrögðin?.

Kveðja,

Björn Bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 25.5.2008 kl. 12:27

7 identicon

þetta er ekkert annað en hræsni hjá ritstjórn Jyllands Posten.
Jyllands Posten hafnaði birtingu á myndum listamannsins Christoffer Zieler af upprisu Krists vegna þess að það gæti "sært" tilfinningar trúaðra.
Þeir eru  ekki sjálfum sér samkvæmir í "tjáningarfrelsinu"
 
Sjá myndir Christoffer Zielers af "uppstigningu" Jesú.

(Uppstigning með skrúfu)

http://zieler.dk/images.asp?fnavn=1opstandelsesspalte%202004.jpg&mappe=m-images&home=m-index.asp

Heimasíða hans:
http://zieler.dk/galleri.html

Grein i Guardian um þetta mál.
http://www.guardian.co.uk/media/2006/feb/06/pressandpublishing.politics
Sjá einnig:
http://www.middle-east-online.com/ENGLISH/?id=15713
http://www.expressen.se/1.310465
http://www.theamericanmuslim.org/tam.php/features/articles/danish_cartoons_free_press_or_hate_speech/

Það má einnig geta þess að Flemming Rose er gyðingur ættaður frá Rússlandi
og er vinur Daniel Pipes.
Daniel Pipes rekur harðlínuáróður fyrir zíonisma og Ísrael og áróður gegn múhameðstrú.
Sjá grein eftir Flemming um"Truslen fra islamismen " sem er birt á bloggi Daniel Pipes.
http://dk.danielpipes.org/article/2304

Ragnar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: corvus corax

Ég held að málið sé ekki að leyfa gagnrýni á trúarbrögð því það hefur enginn leyfi til að banna fólki að gagnrýna, ekki einu sinni trúarbrögð. Og múslímsk trúarbrögð eru ekkert heilagri en önnur, hinsvegar bregðast múslímskir oftast við af meira hatri og ofstæki gagnvart fólki af annarri trú. Þeir sem trúa á biblíuna eins og hún leggur sig hljóta að skilja þá sem vilja trúa á Íslendingasögurnar því gamla testamenntið er auðvitað ekkert annað en fornbókmenntir gyðinga. Nýja testamentið er hins vegar síðari tíma bókmenntir og allt er þetta skrifað af mönnum og hlýtur því að þola gagnrýni eins og önnur mannanna verk. Sama gildir um Kóraninn sem skrifaður er að sögn eftir spámanninum Múhameð, hvað mikið er að marka það og hver segir að hugarflug eins manns í trúarbók sé það eina rétta. Hvað þá með Vídalínspostillu? Hvað með mormónabók? Eru þetta eitthvað ómarktækari rit en hver önnur sem skrifuð eru af mismunandi mikilmennskubrjáluðum sjúklingum? Öll hafa þessi rit boðskap fram að færa sem ætlast er til að lesendur geri að sínum. Er þá ekki Gylfaginning heilög þeim sem aðhyllast ásatrú? Ef ætti að fara að hefja þetta bókarusl upp fyrir allt og alla er eins gott að gera fólk ófært um að tjá sig yfirleitt í ræðu og riti. Það á að sjálfsögðu að vera í hvers manns valdi hverju hann trúir og hverju hann hafnar og hver maður á að vera frjáls að tjá sig um það á hvern þann hátt sem honum sýnist. Hinir geta bara haldið áfram að dýrka bullið hver fyrir sig.

corvus corax, 25.5.2008 kl. 13:18

9 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er bullandi hræsni þegar íslendingar berja sér á brjóst og segja múslimum "að chilla aðeins" varðandi myndbirtingar og meint guðlast og trúarlast.

Íslenska þjóðkirkjan er ein öfgafyllsta stofnun sem fyrirfinst í íslensku samfélagi, hver man ekki eftir spaugstofuþættinum sem allt varð vitlaust útaf, og nú síðast 3G auglýsing Símans, þar sem síðasta kvöldmáltíðin var gerð að auglýsingu.

Þá varð þjóðkirkjan og hinn sannkristni íslendingu kolvitlaus, en settist svo fyrir framan bloggið sitt og hneykslaðist á því hversu viðkvæmir múslimar séu.

Ein spurning af lokum, hver er munurinn á Gunnari í Krossinum og Ímam í múslimskri trú ??

:> allaveganna líta þeir báðir á samkynhneigð sem dauðasynd !

Öfga kristnir og öfga múslimar eiga nefnilega helvíti margt sameiginlegt ef nánar er að gáð.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta minnir mig á hrefuveiða-umræðunna í pistli hjá mér þarnæst á undan. Það má gagnrýna og gera gys að trúarbrögðum og þá ekkert síður Íslam - en viðbrögð Múslima (þeirra öfgafyllstu) eru þess háttar að best sé að láta það eiga sig? Það má veiða hrefnur en best að láta það eiga sig vegna tilfinningalegra og/eða efnahagslegra viðbragða?

Allt um það - ég hef oft gagnrýnt og gert gys að kristni (hún stendur okkur næst vegna hinnar "menningarlegu arfleifðar"). Gagnvart Íslam beiti ég sjálfum mér harðri sjálfsritskoðun. En prinsippið stendur. Og ef mér dettur einhvern tímann og af einhverjum ástæðum að teikna og birta mynd af einhverju sem ég kalla Múhammeð - þá geri ég það. En hef hingað til ekki fundið hjá mér neina þörf til að gera það. Gæti allt eins teiknað grjóthnullung og kallað hann trúleysingja... 

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 15:23

11 Smámynd: Kolgrima

Ég hef sveiflast fram og til baka í afstöðu minni en held að ég sé komin að endanlegri niðurstöðu; málfrelsið ber að verja!

Kolgrima, 25.5.2008 kl. 16:49

12 identicon

Árið 2005 var listamaðurinn Gerhard Haderer dæmdur af grískum dómstóli í 6 mánaða fangelsi fyrir guðlast.
Hann hafði gefið út teiknimyndabók um líf Jesú.
Hann var ákærður af Grísku rétttrúnaðarkirkjunni, dæmdur í fangelsi og bókin bönnuð.

Hérna er mynd úr bókinni:
Jesús að "flasha" á sjóskíðum.
http://image.guim.co.uk/sys-images/Guardian/Pix/arts/2005/03/23/christ372.jpg


Það er ekki ólíklegt að Jesús hafi verið vinsæll í samkvæmum.
Hann gat jú breytt vatni í vín!
Það hefur órugglega verið stöðugt partístuð hjá lærisveinunum.
Líklega hafa þeir allir saman sameinast bæði í holdi og anda.


Um bókina "The Life of Jesus "
http://www.artliberated.org/?p=cases&id=35

Grein um málið í Guardian.
http://www.guardian.co.uk/world/2005/mar/23/austria.arts
Einnig:
http://www.ifex.org/en/content/view/full/64195
http://www.ifex.org/en/content/view/full/61930

Ragnar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 19:04

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég hef ekki enn skilið hvers vegna dönsku blöðin voru að birta þessa myndir. Að gagnrýna trúabrögð er eitt en að draga dár að þeim er annað. Þær myndir sem ég sá og náðu að hleypa öllu í bál og brand voru illkvittnar háðteikningar. Þær voru ekki gagnrýni á Islam.

Ég er trúlaus að ég held. En ég skil að sumu fólki, bæði biskupi vorum og venjulegum múslima, geti sárnað ef því sem viðkomandi halda heilagt sé skotspónn. Málfrelsið er heilagt í mínum augum, þess vegna á ekki að misnota það og allra síst til þess að særa tilfinningar.

Það eru margir sem drepa í nafni trúar; gyðingar, múslimar og kristnir. Það er vinsælt að tengja morð við Islam, en eigum við að trúa að bandarískur orrustuflugmaður sem drepur 10 saklausa Íraka með einni hnitmiðaðri sprengju sé að gera þetta í Jesú-nafni? Ísraelskur hermaður drepur Palestínskt barn - er hann að gera það í nafni Gyðingdómsins eða Síonismans? Alhæfingar eru slæmar, sérstaklega þegar þær eru notaðar sem pólitískt vopn. Múslimafóbía er notuð í vondum tilgangi, til að æsa upp einfaldar sálir og afla fylgis við flokka sem ala á

andstöðu við innflytjendur og flóttamenn. Magnús Þór hefur vitnað í skrif manna sem ala á múslimafóbíu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.5.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hef sjálf hugleitt að fara í hart út af þessum garðálfum sem fólk stillir upp í görðunum sínum. Mér finnst þetta hin mesta svívirða og óvirðing við okkur sem trúum á huldufólk, álfa og tröll

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.5.2008 kl. 10:33

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað á að leyfa gagnrýni á hvaða trú sem er og hvaða hugmyndakerfi sem er. Ekki síst kristnina enda hefur það sannarlega verið gert og við teljum það sjálfsögð mannréttindi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 11:01

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Á morgun ætla ég að teikna spýtukall og kalla hann "Múhammeð". Svo teikna ég annan og kalla hann "Jesús". Svo læt ég þá fallast í faðma og ná sögulegum sáttum.

Fagna kristnir en ragna múslimar?

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 11:56

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú þarf að kíkja á ævintýri Jésus og og aðrar skrítlur sem gera grín að þeim félögum. 

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2008 kl. 16:44

18 identicon

Það sem þolir ekki gagnrýni er einskis virði, þannig eru trúarbrögð... reyndar eru þau minna en einskis virði þau eru plága

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:26

19 identicon

A Islandi hefur tjaningarfrelsi aldrei verid ognad a tima fridar og vid høfum ekkert ad ottast i framtidinni. Tjaningarfrelsi tilheyrir mannrettindum. Thad finnast lagagreinar a Islandi um tjaningarfrelsi, malfrelsi okkar er varid med løgum, en thar finnast undantekingar (meinyrdi, kynthattahatur og gudlast). Eflaust hafa thessar lagagreinar verid sannreyndar i rettarsølum landsins og standa enn undir nafni 2008. Flest dagblød a Nordurløndum toku akvørdun um ad birta ekki teikningarnar af Muhammed, ekki vegna thess ad malfrelsi okkar var ognad, heldur vegna markmids bladamennskunnar um ad studla ad bættum samskiptum olikra kynthatta i landinu. Høfum thetta ad leidarljosi, vid verdum ætid ad taka tillit til annarra i mati okkar a thvi hvad se rett og skynsamlegast i hverju tilviki fyrir sig. Vid eigum von a mørgum nybuum i landid okkar a næstu arum og mørg theirra hafa aldrei buid vid malfrelsi. Taka skal fram ad i minum hugarheimi og midtaugakerfi finnst ekki snefill af tru. Hins vegar ber eg virdingu fyrir truarbrøgdum og menningararfi annarra thjoda og mun aldrei teikna eda birta skrypomyndir af Jesus og utlenskum feløgum hans.

Solrun Sigurdardottir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:08

20 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Fyrir ykkur félaga og líka okkur hin hlýtur þetta að vera fyrst og fremst spurning um annarsvegar virðingu og hinsvegar frelsi.  Einhverntíman var sú skilgreining á frelsi notuð að frelsi þitt til að sveifla höndunum hætti þar sem nefið á mér byrjaði.  Jafnvel blaðamenn vilja meina að þeir aðhyllist einskonar siðgæði enda þótt það hafi per skilgreiningu að ofan, hnignað býsna mikið undanfarin ár.  Enda við lestur athugasemdanna að ofan sýnist mér þetta geta orðið mörgum illsamræmanlegir pólar: virðing og frelsi.  En vangavelturnar eru eðlilegar, man vel eftir því þegar Úlfar Þormóðs var dæmdur, fannst það asnalegt dómsmál í alla staði og finnst en, þrátt fyrir að hafa tekið trú á Jesúm Krist í millitíðinni.  En er sumsé allt í lagi að hæða allt og alla - viljum við ekki hafa neina grensur á þessu?  Ég er hlynntur tjáningarfrelsi en hvenær megum við nota okkar frelsi til að meiða og særa aðra?  Ég er líka mjög hlynntur gagnrýni, þygg hana og gef - en hvar endar annað og hitt byrjar?

Ragnar Kristján Gestsson, 31.5.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband