20.5.2008 | 02:14
Hverrar trúar ert þú - ef einhverrar?
Athugið: ENN OG AFTUR NÝ OG SPENNANDI KÖNNUN HÉR TIL HLIÐAR! NÚ UM TRÚMÁL!!
Mér leikur forvitni á að vita hvernig þið lesendur bloggsíðu minnar skilgreinið ykkur í trúmálum. Því hvet ég lesendur síðunnar til að taka þátt í könnuninni hér til hliðar og tjá sig eftir nennu og öðrum atvikum í athugasemdadálkinn við þessa hér færslu.
Forvitnilegt væri fyrir einhvern annan að vita hvort samsetningin yrði svipuð með sömu kosti...
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 703126
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
hef aldrei skráð mig úr þjóðkirkjunni, trúlaus með öllu.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 02:29
Þetta hefur ekki skipt mig neinu máli......auðveldara fyrir ættingjana að hola mér niður skráða í þjóðkirkjuna
Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 03:02
Mér skilst að þú sért að biðja um rökstuðning frændi.
Ég "krossaði við" það að ég væri kristinn og í Þjóðkirkjunni. Enda er ég þar staðsettur. Stundum hef ég verið að pæla í því að gerast Kaþólskur. Mér finnst stundum að trú mín liggi á einhverjum mörkum. EN ég er trúaður. Ég hef oft skilgreint sjálfan mig sem kristinn sósíalista. Ég held að það sé nokkuð rétt. Þannig var það fólk sem ól mig upp t.d. Magga Þór í Minna Knarrarnesi - ég hef ekki fundið vitrari manneskju að fara eftir. Sú hafði mannskilning af Mýrunum og hörkuna úr Krýsuvík. Ef amma sagði þá var það rétt! Ég trúi því enn! Ég trúi ömmu enn.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 03:02
Ég trúi því að allir sem persónugera guð eða gefa honum nafn, trúa mest á sjálfa sig.
Ég trúi því að þeir sem segjast vera búnir að höndla sannleikann, séu með augun lokuð fyrir öllu öðru en eigin túlkun.
Ég trúi því að trúarbrögðin komist aldrei af án hinna trúuðu, en trúin kemst best af án trúarbragða
Ég trúi því að meðan menn eru ekki sammála um hvað guð "heitir", munu menn aldrei finna guð.
Ég trúi því að trúrbrögðin hafi fyrir löngu gjaldfallið, og það á kostnað þeirra sem trúa án þess að dæma annarra trú.
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 09:23
Hólmdís og Árni: Flokkurinn heitir "Kristinn í Þjóðkirkjunni". Ef þið eruð trúlaus þá fallið þið augljóslega ekki í þann flokk! Þá merkið þið við "trúlaus", fyrst þið eruð það, þrátt fyrir að vera í Þjóðkirkjunni, því þið eruð ekki kristin (í Þjóðkirkjunni). Og Hólmdís; það er auðvelt að hola þér niður hvar sem þú ert skráð (þetta hljómar næstum eins og hótun (!) - kirkjugarðarnir taka við öllum og verða að gera það.
Guðmundur; Mér sýnist þú vera mitt á milli kristinnar trúar og ömmudýrkunar (forfeðradýrkunar)! Ég skil það vel. Eins og þú veist legg ég mikla rækt við forfeður mína og -mæður. Haraldur: Flottar pælingar.
Sjálfur velktist ég á milli "efahyggjumaður" og "eitthvað allt annað". Fyrri kosturinn varð fyrir valinu. Tel að hvorki geti trúaðir sannað tilvist guðs (eða guða) eða trúlausir afsannað slíka tilvist eða sannað að ekkert taki við eftir dauðann. En ég felli mig við alla afstöðu sem er kærleiksrík og umburðarlynd og einkennist af bræðralagi, gagnkvæmri virðingu og jafnrétti, en gagnrýni öfga, bókstafstrú, niðurrifs-trúleysi og forréttindi tiltekinna lífsskoðana.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 10:39
Skemmtileg greining. Og skemmtileg ömmusaga þetta:
http://blogg.visir.is/gb/2008/05/20/havisindalegar-dyral%c3%a6kningar-a-gro%c3%b0um-hrut/
Góð kveðja!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:52
Egill Helgason segir á blogsíðu sinni að ekkert sé að marka svona blog-skoðanakannanir. Ég tek undir það hjá honum
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 14:07
Skil þig mjög vel Árni. Ég hef meira að segja mikinn skilning á þeirri afstöðu að kannski sé best að hafa hófstillta, öfgalausa ríkiskirkju - það haldi aftur af öfgaliðinu. Get samt ekki lýst slíku yfir, prinsippsins vegna.
Gunnar; þetta er bæði rétt og rangt hjá Agli. Það er rétt að blogg-kannanir eru óvísndalegar í eðli sínu, bæði þýði og úrtak geta ekki endurspeglað afstöðu þjóðarinnar. Það er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður blogg-könnunar á fólkið í landinu, með öðrum orðum. Hins vegar er könnun eins og ég er að gera, með orðalaginu eins og ég hef það, marktæk fyrir mig. Ég get eingöngu fabúlerað um skoðanir lesenda minnar blogg-síðu (með fyrirvara þó) og ekkert annað.
Í könnuninni um Bandarísku forsetakosningarnar gat ég þannig eingöngu talað um afstöðu þessa hóps. Hins vegar kom í ljós að afstaða þessa hóps er ekki fjarri viðurkennt mældri niðurstöðu Gallups á afstöðu landsmanna almennt og ég gat um það. Sama gilti nokkurn veginn um spurningu mína um hvernig lesandi bloggsins míns skilgreindi sig pólitískt; ég gat sagt út frá sterkri vísbendingu að lesendur mínir virðast ekki mjög fjarri viðurkennt mældri niðurstöðu í flokkakönnunum (en með fyrirvara þó). Ég er viss um að Egill myndi taka undir þetta. Hann var áreiðanlega að tala um hitt, að blogg-kannanir séu ekki marktækar fyrir afstöðu landsmanna í heild. Sérðu hvað ég er að fara, Gunnar?
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 14:42
Ég ætla þannig ekki að halda því fram, miðað við stöðuna í núverandi könnun, að næstum þriðjungur þjóðarinnar sé trúlaus og aðeins tæpur helmingur kristintrúar í einhverri mynd. Ég get aðeins talað um t.d. sterkar vísbendingar um að nokkuð stór hópur trúlausra og efahyggjumanna lesi/skoði síðu mína.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 14:48
Það er þó niðurstaðan í trúarlífskönnun sem ég held að ríkiskirkjan hafi gert eða guðfræðideild Háskóla Íslands að u.þ.b. helmingur landmanna sé kristinn (minnir að það hafi verið 52%) og tæplega þriðjungur trúlaus með öllu. Ef litið er til trúarjátningarinnar og hve margir trúðu henni þá lækkaði hlutfall kristinna talsvert.
Daníel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:27
Ég giska á að næst komi hjá þér skoðanakönnun um hvort aðskilja eigi ríki og kirkju. Algjörlega tilgangslaus og ótímabær spurning samt að mínu mati. Fólk veit ekkert hvað það fær í staðinn, en trúleysingjar væru vísir að svara spurningunni umhugsunarlaust; Já.
Þá yrði skrattanum skemmt
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 18:26
Svo þarf nú stundum ekki mikið til að þessir meintu trúleysingjar hrynji kjökrandi á kné og væli í Drottni um að vera sér miskunsamur, þegar vandræði dynja yfir þá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 19:30
Daníel: Já mig minnti að niðurstöður þessarar guðfræðideildarkönnunar hafi verið eitthvað á þessa leið en náði ekki að tékka á því. Miðað við þetta þá eru lesendur mínir nokkuð að endurspegla þjóðarafstöðuna; um helmingur kristinn og um þriðjungur trúlaus. Enn ein vísbendingin um að breidd lesendahópsins...
Gunnar 1: Lastu ekki það sem ég skrifaði fyrr um kannanir, annars vegar um þjóðarafstöðu og hins vegar um afstöðu lesenda bloggsíðu minnar? Það væri hreint aldeilis fjarri lagi að vera tilgangslaust fyrir mig að fá vísbendingar um afstöðu lesenda minna um þennan yfirvofandi aðskilnað. "Fólk veit ekkert hvað það fær í staðinn" - heyr á endemi! Það fær í staðinn alvöru trúfrelsi. Og að líkindum jafn sterkt eða sterkara trúfélag Lúterska Evangelista (líklega vita ekki margir í ríkiskirkjunni að trúfélag þeirra heiti svo!) Hvað heldur þú að felist í aðskilnaði? Að þetta Evangelistafélag verði lagt niður? Og heldur þú að það sé óhjákvæmilegur partur af aðskilnaðinum að fjárveitingum til trúfélaga verði hætt? Hvurs lags eiginlega blaður er þetta...
Gunnar 2: Ekki er ég trúleysingi, en fordómar þínir í garð þeirra eru yfirgengilegir. Var einhver trúleysingi vondur við þig í barnæsku? Á unglingsárum? Á fullorðinsárum? Af hverju ættu trúleysingjar að ákalla akkúrat "Drottinn" í vandræðum? Af hverju ekki "Guð"? Veistu, Gunnar, ég hugsa að í vandræðum stóli trúleysingjar aðallega á sjálfa sig, eins og Biblían segir mönnum að gera yfirleitt (þeim er hjálpað sem hjálpa sér sjálfir).
Segðu mér Gunnar, hvernig stendur á því að Drottinn/Guð kemur mýmörgum trúuðum EKKI til hjálpar þrátt fyrir eldheit bænaköll? Af því að vegir Guðs eru "órannsakanlegir"?
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 20:01
Já, ef þú ert eingöngu að hugsa um skoðanir lesendahóps þíns, þá færðu einhverja vísbendingu um þær, en ekki um skoðanir þjóðarinnar. En ég hef samt grun um að fólk kjósi öðruvísi í svona smelli-könnunum. Annars eru heilmikil fræði og stundum sálfræðilegar brellur í sambandi við orðalag skoðanakannana sem þú þekkir kannski betur en ég.
Bullið í þér í Gunnar 2: er ekki svaravert
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 20:53
"Já, ef þú ert eingöngu að hugsa um skoðanir lesendahóps þíns, þá færðu einhverja vísbendingu um þær, en ekki um skoðanir þjóðarinnar": Ég sagði þetta mjög skýrt og greinilega Gunnar.
"Ekki svaravert" er oft sagt þegar engin svör eru. En mig langar ekkert til að rífast við þig Gunnar um þessi mál hvort eð er. Mig langar miklu heldur að ræða málin fordómalaust og balanserað.
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 21:02
Gott kvöld Friðrik, hvernig er það með þig ertu orðinn sérfræðingur í trúmálum?
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:56
Ég spyr nú fyrst og fremst af því mig vantar andlega hjálp og veit ekki almennilega hverjir eru bestir. Veistu eitthvað um þennan Þóhall miðil, er hann ekki prestur eða eitthvað?
Sk. Sk. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:01
Það er nú ekki átt við að viðkomandi sé svaravant þegar tekið er svona til orða, en þeir sem fá á sig slíkt svar túlka það auðvitað eftir hentugleikum.
Ertu búinn Friðrikað lesa nýjasta pistilinn hans Sigurðar Kára?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 23:56
Auðvitað er ég búinn að lesa þennan pistil SKK. Þegar hann segir "var eftir því óskað að ég myndi gera grein fyrir því hvaða breytingar nefndin gerði á markmiðsákvæði frumvarpanna og á hvaða forsendum þær breytingar byggðu" þá held ég að hann sé ekki síst að bregðast við skipulögðum spurningum mínum á færsluna hans á undan. Sú færsla hreyfði við mörgum og mér líka, en ég svo sem dró engar stórar ályktanir heldur beindi til hans spurningum.
Í viðbrögðum mínum hef ég fagnað því að séra kalli Matt hafi komið inn kærleikshugtakinu (en tel það fráleitt vera uppfinningu eða einkahugtak kristinna!) og mér þykir út af fyrir sig miður að nefndin sé að láta undan þrýstingi og setja inn þetta með kristnu arfleifðina - EN þetta er þó til mikilla muna saklausara en að tala um óskilgreint kristilegt siðgæði. Ég leyfi mér að túlka tilvísunina til kristnu menningararfleifðina sem nákvæmlega þetta; á Íslandi hlýtur trúarbragðafræðsla (og t.d. íslandssögufræðsla hvað þetta svið varðar) að leggja hlutfallslega mestu áhersluna á kristnina vegna samloðunar hennar við menningararfleifð okkar allra yfirleitt. Vegna þessarar arfleifðar syngja börn á leikskólum jólalög og auðvitað agnúast enginn út í það.
Arfleifðin er til en að segja kennurum að boða kristilegt siðgæði er annað. Getur þú, Gunnar, sagt mér hvað "kristilegt siðgæði" er og á hvern hátt það er frábrugðið almennu góðu siðgæði sem flestallir skrifa undir og felast meðal annars í alþjóðlegum veraldlegum sáttmálum og fjallað er um í t.d. heimspeki og siðfræði?
Ég get nefnt við þig að fræðistarfa sinna vegna óskaði eiginkona mín fyrir nokkrum árum eftir skilgreiningu á þessu hugtaki - og fékk svarbréf; engin skilgreining. Bréfið má vafalaust finna ef þú óskar eftir því af miklum trúarhita!
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 00:41
Hjá SKK frá mér á sínum tíma, eftir að ég vissi um arfleifðar-breytinguna:
Hér er hluti af kristinni arfleifð: Hið geistlega vald hirti urmul jarða af fólki gegn loforði um himnaríkisvist. Auðvitað veit enginn hvort loforðin voru efnd. Þennan illa fengna feng notaði kirkjan sem skiptimynt í samkomulaginu fræga 1907, þegar kirkjan skilaði jörðum en fékk í staðinn veglega fjárveitingu á ári hverju - nú í yfir 100 ár.
Önnur og betri arfleifð; prestar fór um alla sókn sína, reyndu að hjálpa, skráðu íbúa og kunnáttu þeirra og margir þeirra voru sóknum sínum algerlega ómetanlegir. Sumir voru hins vegar kolbrjálaðir og sífullir og sídrýgjandi hór. Arfleifðin er af ýmsum toga.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 15:50
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 00:46
Mér finnst ágætt að vitna í boðorðin 10 og segja að þau snúist um kristilegt siðgæði. Tvö þeirra valda víst einhverju hugarangri hjá sumum, en þeir geta þá bara sleppt þeim. En í þeim ágætu siðgæðisreglum sem þar koma fram, þ.e. í hinum átta, þá býst ég við að þær samræmist "almennum" siðgæðisreglum í mörgum trúarbrögðum og kristni hefur ekkert einkaleyfi á þeim. En kristnin heldur þeim hátt á lofti og flaggar kröftuglega.
Ný könnun hjá mér! ...gafst upp á gömlu
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 01:33
Þetta er svo sem ágætt svar, Gunnar.
"Jæja börnin góð. Í dag lærum við um að ekki eigi að drepa, að ekki eigi að drýgja hór, að ekki eigi að ... "
"En kennari, hvað er þetta hór eiginlega?"
"Munið svo börnin góð að halda hvíldardaginn heilagan"
"Ha, hva´er hvíldardagur? Eigum við þá að lúlla allan daginn? Hvenær? Á sunnudag? En þá erum við í ferðalagi og getum ekki lúllað allan daginn..."
"Heiðra skaltu föður þinn og móður" - say what? Hlýða mömmu og pabba! Nema hvað?
Og gleymið því ekki litlu sætu börn að þið megið ekki girnast konu náunga ykkar, þjón hans eða þernu. Og ekki girnast hús nágrannans, í guðanna bænum!".
"Kennari, hvað er að girnast konu einhvers?"
.................. talandi um að rugla börn og krukka í þeim.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 01:51
Ég gleymdi allveg að svara Sk. Sk.
Nei, Þórhallur miðill er ekki prestur Sk. Hefur þú hugleitt að leita frekar til sálfrlðings en prests? En sumir prestar eru gríðarlega góðir sálusorgarar og huggarar og get ég mælt með eiginlega öllum sjúkrahúsprestunum til dæmis. Vonandi lagast þetta hjá þér.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 12:29
En boðorðin tíu snúast ekkert um siðgæði. Þetta eru reglur sem eru settar fram með hótunum um refsingar, jafnvel í marga ættliði, ef þær eru brotnar (sjá t.d. í greininni Boðorðin tíu eru bull). Flestir þekkja bara útvatnaða útgáfu Lúthers, en gerið mér greiða og lesið boðorðin í Biblíunni. Þið eruð alltaf að mæra þá bók.
Spáið t.d. í þessari útgáfu annars boðorðs:
Er þetta hluti af kristilegri arfleifð íslenskrar menningar?
Fyrirgefðu Friðrik, ég vil ekki leysa þetta upp í trúmáladeilur á þínu bloggi.
Það er forvitnilegt að sjá fjölda trúleysingja í könnun þinni. Ég tek fram að ég hef ekki bent einum einasta trúleysingja á þessa könnun.
Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 09:19
Nei, allt í lagi Matti, trúmáladeilur eru góðar, gegnar og hollar svo fremi þær leysast ekki upp í borgarastyrjaldir eða stríð.
Fjöldi trúleysingja hér ku vera af hlutfallslega svipaðri stærð og mæld hefur verið í samfélaginu öllu. Ég hefði viljað sjá öflugri mælingu á efahyggjufólki (agnostikistum!?). Held að það sé vanræktur hópur...
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 10:51
Guðinn hans Gunnars færi beint fyrir dómstóla á jarðríki yrði til dæmdur til dauða.
Frábært að dýrka ímyndaðan einræðisguð og fjöldamorðingja, frábært að vilja kyssa rassinn á fjöldamorðingja bara vegna þess að hann býður fólki upplogna gulrót.
Hallelúja
DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.