Þegar löggan lúrir á gögnum

Það er vitaskuld átakanlegt að hugsa til þess að það hafi tekið vel á þriðja áratug fyrir aðstandendur Einars Agnarssonar og Sturlu Steinssonar að fá rannsóknargögn í hendur er varðar vofveiflegan dauðdaga þeirra félaga og að ekki hafi verið teknar skýrslur af fólki.. Ég kannast við svona tregðu, allt of vel, en mér gekk þó öllu betur að mér sýnist.

Furða mig reyndar mjög á því af hverju þessi gagnaaðgangur var svona lokaður, í ljósi þess að nánustu aðstandendur látins einstaklings hafa rétt á aðgangi að gögnum um einstaklinginn eins og hann væri beiðandinn sjálfur. Um aukinn aðgang er að ræða. Því miður fannst mér þetta ekki koma nógu skýrt fram í annars ágætri umfjöllun Kompáss; var ekki örugglega lögfræðingur og/eða réttargæslumaður fyrir drengina, að minnsta kosti lengi framan af og svo í undanförnu upplýsingaátaki? Ekki það, að það þurfi alltaf lögfræðinga, í sjálfu sér óþarfi að gera of mikið úr þeim, en ég veit að embættismenn svara frekar svoleiðis fólki en sauðsvörtum almúga. Eru ekki allir með það á hreinu?

Það var átakanlegt að hlýða á hvert vitnið á fætur öðru lýsa því hvernig ekki var óskað eftir vitnisburði þeirra. Engar skýrslur teknar af augljósum vitnum. Það er auðvitað fáheyrt. Ég kannast mætavel við þetta eftir reynsluna mína af rannsókn RNF og lögreglunnar á flugslysinu í Skerjafirði. RNF spurði helst alls ekki vitni/sjónarvotta og lögreglan talaði seint og illa við grunaða og vitni. Því miður.

En þá er komið að ljótum forsendum slíkra rannsóknaraðila. Og hlustið nú vel. Svona rannsóknaraðilar taka mjög mátulegt mark á sjónarvottum og vitnum. Vilja eingöngu tala við slíkt fólk ef það er óumdeilanlega sérfræðingar og að áþreifanleg sönnunargögn eru ekki fyrir hendi. Þið þarna úti, Jón og Gunna; þið eruð lágt skrifuð. Sjón ykkar og minni eru ónothæf gögn, nema stundum, ef algerlega rekur í nauðir og vitnisburðurinn fellur að þægilegri kenningu.

Á hinn bóginn má ekki gleyma því að margir rannsóknaraðilar eru undirmannaðir, illa mannaðir, vantækjaðir og fjársveltir. 


mbl.is Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafna ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segjum það eins og það er, löggan var lengi vel eins og einhvað útkjálkalið á bómsum.
Ég hef sjálfur lent í því að vera ásakaður og þegar ég kom með vitni þá neitaði löggan að tala við þau, sagði bara NEI.
Málið var ekkert alvarlegt en samt.. ég fékk ekki að koma með vitni

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband