Sonar saknað - Sturla Þór eldri 25 ára

 Sturla Þór

 Hann á 25 ára afmæli í dag - og hvílík veisla, hefði hann lifað. Ég sakna þín á hverjum degi Stubburinn minn. Glæpsamlegt flugfélag svipti þig og fimm önnur lífinu og frábær samfélagslega rekin heilbrigðisþjónusta var næstum búin að bjarga lífi þínu, gegn öllum líkindum. 

Við fórum að leiðinu þínu áðan og ég hengdi KR merki á krossinn þinn - það ætti að tryggja heimasigur gegn Grindavík í dag.

Að öðru leyti og að sinni geri ég að mínum orðum færslu mömmu þinnar í morgun (roggur.blog.is):

 

"Í dag 10. maí hefði Sturla okkar orðið 25 ára. Í dag förum við að leiðinu hans og leggjum á það blóm. Höldum upp á daginn með köku og kaffi. Sturla á það sannarlega skilið. Við viljum minnast hans með gleði og rifja upp minningar. Það gefur deginum óneitanlega gleðiblæ að nú hefur Sturlubarnið bæst við fjölskylduna. Hann minnir á frænda sinn um sumt. Er ákafur og kraftmikill. Veit hvað hann vill og er handsterkari en hægt er að reikna með hjá svona litlu barni. Gleðigjafi og gullmoli".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég held með KR í dag.

Sigurður Þórðarson, 10.5.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Til hamingju með daginn kæri bloggvinur. Áfram KR!

Júlíus Valsson, 10.5.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sem gamall Vesturbæingur held ég með KR í dag þar sem Skagamenn keppa við Breiðablik, staðan 0-1 í hálfleik ... er alltaf í tilvistarkreppu þegar ÍA og KR keppa.

Góður siður að halda upp á afmæli Sturlu. Vona að hann fái KR-sigur í afmælisgjöf.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.5.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hugheilar þakkir. Og KR vann 3:1. Stulli var tólfti maðurinn.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 16:14

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með soninn og sigurinn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Kveðja frá mér! Kv. Baldur

Baldur Kristjánsson, 10.5.2008 kl. 17:41

7 identicon

Innilegar kveðjur; og til hamingju með þennan merkisdag, Friðrik Þór og frú.

                                              Óskar Helgi Helgason og fjölskylda 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 18:11

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kærleikskveðja til þín og þinna Friðrik í tilefni dagsins

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 18:25

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hlýjar kveðjur kæri Friðrik.

Mér er þetta mál mjög minnisstætt, elja ykkar og dugnaður við að knýja fram rannsókn og fá fram svör.

Þið stóðuð ykkur öll eins og hetjur uns yfir lauk.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:05

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk öll.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 16:28

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rúna systir skrifar:

"Við söknum þín líka elsku frændi!

Við vorum rænd því að fá að kynnast þér betur.

Ástarkveðjur – Rúna".

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 12:36

13 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 12.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband