Enn einn sigurinn fyrir einokunarsinna Íslands

Þá eru Atlantsskip búin að gefast upp. Það ætlar ekki að ganga vel að halda uppi samkeppnissjónarmiðum hérlendis. Hvarvetna vegnar best einokunarsinnum og fjandmönnum samkeppni, sem að því er virðist eru flestir "frumkvöðlar" og "athafnamenn" landsins. Hámark eitt, kannski tvö, fyrirtæki á hverju sviði, þrjú þegar best lætur en þá með samráði í Öskjuhlíðinni.

Maður skilur eiginlega ekki að sönnum kapítalistum á Íslandi geti liðið vel. Kannski eru þeir ekki til. Eða teljandi á fingrum annnarrar handar. Enda ríkir ekki kapítalismi á Íslandi, nema helst pilsfaldakapítalismi og einokunarkapítalismi. Sumir kunna að koma auga á smá samkeppni á afmörkuðum sviðum, en það er iðulega gervi-samkeppni.

Kapítalismi á Íslandi gengur út á að yfirtaka markaðinn og blóðmjólka almenning/neytendur. Einu lögaðilarnir sem ekki hafa einokun/fáokun á sinni stefnuskrá eru almannaþjónustufyrirtæki hins opinbera. Og unnið er að útrýmingu slíkra fyrirtækja og koma þeim í hendur einkavinanna, svo úr fáist almennileg einokun.

Ég skora á ykkur að benda mér á svið einkareksturs þar sem samkeppni ríkir og fleiri en þrír eru um hituna (ég er ekki að tala um veltulitla sjálfsæða verktaka). Koma svo!


mbl.is Atlantsskip semja við Eimskip og hætta rekstri skipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gervi - samkeppni erklárlega á þessum vettvangi. þessir gæjar eru alltaf á sömu krónunum. Sambó bíður alltaf eftir Eimu-hækkun og koma svo í kjölfarið með það sama. Aldrei meira en 1-2 vikur á milli....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.5.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Einokun er innprentuð í genin hjá okkur Íslendingum. Einu sinni voru það Englendingar, Þjóðverjar og Danir sem einokuðu á okkur, nú gerum við það sjálf. Við vitum ekki hvað samkeppni er.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Samkeppni á að vera kjarninn í kapítalisma, hjarta og sál, sverð og skjöldur. Hagkerfi samráðs, samtryggingar og annars samsæris gegn neytendum er ekki kapítalismi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hámark kapitalismans er einokun.

Óskar Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband