Líndal um fréttaflutning af dómsmálum

Sigurđur Líndal lagaprófessor húđskammar okkur fjölmiđlamenn í Fréttablađinu í dag. Efnislega skammar hann okkur fyrir ađ vera vondir viđ dómara og láta ţá ekki njóta sannmćlis. Líndal fellir ţann dóm ađ viđ fjölmiđlamenn eigum ađ virđa okkar eigin siđareglur ţannig ađ dómarar njóti sannmćlis.

Ţađ er margt til í ţví sem lagaprófessorinn segir í greininni í dag. Fjölmiđlar tala oft viđ reiđa dómsmálatapara og "tapsára lögmenn", en gera viđhorfum dómara viđkomandi mála lítt skil. Hér má án efa gera betur. Ţađ hefur ekki liđkađ fyrir ađ dómarar, einkum Hćstaréttardómarar, hafa hingađ til ekki viljađ eđa taliđ sćmandi ađ koma fram í fjölmiđlum ađ útskýra sína dóma.  Ţađ hefur heldur ekki liđkađ fyrir ađ oft eru reifanir dómara á niđurstöđum sínum í dómsmálatextum tyrfin og ţvćld lesning og á stundum jafnvel lítt skiljanleg lögfrćđimenntuđu fólki. Og ţađ gerist í sjálfu sér ekki ósjaldan ađ viđhorf dómaranna séu einfaldlega óljós og rök takmörkuđ í dómsmálatexta. 

Dómararnir mćttu ţví gjarnan líta í eigin barm. Ţá horfi ég miklu fremur til ţess ađ í dómsmálatextum komi viđhorf dómaranna ljóslega og ótvírćtt fram, frekar en ađ ţeir fari í tíma og ótíma ađ tjá sig í fjölmiđlum. Dómararnir, og Sigurđur Líndal, hljóta ađ koma auga á faglegar og frćđilegar leiđir fyrir dómarana ađ skerpa á myndbirtingu raka og forsenda dóma ţeirra. Til dćmis međ einföldum hćtti ţar sem mál eru reifuđ fremst í dómsmálatextum hćstaréttardóma. Ţar gćtu dómararnir örlítiđ stigiđ út úr turni sínum og sagt á mannamáli hvers vegna ţeir komust ađ hinni tilteknu niđurstöđu.

Ég hef litla trú á gildi ţess ađ dómarar fari ađ tjá sig í tíma og ótíma í fjölmiđlum. Ég held ađ tillaga ţess efnis sé eingöngu komin frá einum Hćstaréttardómara, Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Og ég held ađ tillöguflutningur Jóns Steinars mótist ekki af ţví ađ honum finnist dómarar almennt fara halloka í fjölmiđlaumrćđunni og fjölmiđlar vondir viđ ţá. Ég held satt best ađ segja ađ Jón vilji umfram allt fá ađ útskýra SÍN viđhorf betur. Jón Steinar lendir nefnilega oft í minnihluta í Hćstarétti og er ţví oft ósammála međdómendum sínum. Og yfirleitt er ađeins rćtt um niđurstöđu meirihlutans í fjölmiđlum en minnihlutaálitin gleymast. Frá ţví Jón Steinar varđ Hćstaréttardómari haustiđ 2004 hefur hann skilađ amk 42 sinnum sératkvćđum og lent í minnihluta. Sératkvćđin hafa veriđ 106 í 98 málum ţannig ađ Jón Steinar á um ţađ bil 40% allra sératkvćđanna. Ólafur Börkur Ţorvaldsson, frekar nýr dómari og "frćndi Davíđs", á síđan 25 sératkvćđi eđa um fjórđung. Til samans eiga ţessir tvímenningar nćstum tvö af hverjum ţremur sératkvćđum í Hćstarétti. Restin hefur dreifst á 8 ađra dómara. Ţví reifa ég ţetta ađ ég held ađ uppspretta hugmyndarinnar um ađ dómarar tjái sig meir í fjölmiđlum liggi einna helst í löngun Jóns Steinars til ađ lýsa ţví hvernig hann (og kannski "frćndinn") ER öđruvísi en hinir dómararnir.

Fjölmiđlar geta örugglega gert betur í vandasömum dómsmálum og ţá ekki síst viđ ađ grauta sig í gegnum oft á tíđum erfiđan dómsmálatexta, til ađ finna kjarnann í rökum dómaranna. Ţví miđur er ţessi texti stundum allt ađ ţví óskiljanlegur og kannski vísađ međ dularfullum hćtti í dómaframkvćmd og fordćmi án ţess ađ nefna ţau. Ţarna eru dómararnir međal annars ađ halda uppi aldagömlum hefđum og auđvitađ ađ sveipa sig frćđilegum búningi. En ef dómararnir vilja ađ ţeir skiljist betur mega ţeir gjarnan horfa í eigin barm um leiđ og ţeir kvarta yfir međferđinni á sér.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Verđ ađ vera ţér sammála, enda merkilegt nokk, skrifađi fćrslu um sama mál, á svipuđum nótum fyrir nokkrum dögum.

Steingrímur Helgason, 13.3.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Friđrik Ţór. Ég fylgdist međ skrifum ţínum og baráttu ţinni viđ kerfiđ eftir ,,flugslysiđ", í Skerjafirđi, ţar sem sonur ţinn lét lífiđ..Ég hef reynt af eigin skinni ađ hver sem hefur hafiđ baráttu í ţví ađ alvarleg mál fái ađ ná til dómstóla Íslands getur gleymt ţví í núverandi stjórnkerfi lögreglunnar...Svo kem ég ađ öđrum ţröskuldi í réttarkerfi okkar...Dómum uppkvöđnum af dómurum Hérađsdóms og Hćstaréttar...Ţađ sem viđ mér blasir er ađ einstaklingar ţurfi, ađ vísa öllum alvarlegum málum til útlendra dómstóla..Í von um ađ réttlćtiđ nái framm ađ ganga...En slíkt kostar töluverđa fjármuni, ađ undangenginni ákćru og dómstólameđferđ hérna á Íslandi.

Guđrún Magnea Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Friđrik Ţór Guđmundsson

Mér ţykir rétt ađ bćta hér örlitlu viđ vegna orđa minna um sérstakvćđi Jóns Steinars (Johnny Rocks). Ađ hann eigi 42 af 98 sératkvćđum segir auđvitađ bara hluta sögunnar. Ţví miđur hef ég ekki fundiđ skjótvirka leiđ til ađ sjá í hversu mörgum málum Jón Steinar hefur dćmt eđa úrskurđađ frá ţví hann kom í Hćstarétt, en hér međ birti ég heildartölur úr ársskýrslum Hćstaréttar:

2008:

130 dómar komnir 13. mars. Sératkvćđi 9 sinnum.

2007:

Alls 590 dómar. 290 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 29 sinnum á árinu. 18 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu og 11 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta.

2006:

Alls 558 dómar. 280 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 28 sinnum á árinu. 17 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu og 11 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta.

2005

Alls 487 dómar. 284 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 30 sinnum á árinu. 19 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu og 11 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta.

2004:

Alls 485 dómar. 289 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 12 sinnum á árinu. 9 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu og 3 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta.

2003:

Alls 440 dómar. 260 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 9 sinnum á árinu.6 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu, 2 sinnum annarri niđurstöđuađ hluta og einu sinni var dómari sammála niđurstöđu meirihlutans međ öđrum rökstuđningi.

2002:

Alls 490 dómar. 258 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 14 sinnum á árinu. 10 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu, 3 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta og einu sinni var dómari sammála niđurstöđu meirihlutans međ öđrum rökstuđningi.

2001:

Alls 417 dómar. 260 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 12 sinnum á árinu. 7 sinnum međ annarri efnislegri niđurstöđu, 4 sinnum annarri niđurstöđu ađ hluta og einu sinni var dómari sammála niđurstöđu meirihlutans međ öđrum rökstuđningi.

2000

Alls 419 dómar. 252 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 45 sinnum á árinu. Í 31 tilviki var sératkvćđi skilađ vegna annarrar efnislegrar niđurstöđu en14 sinnum sammála niđurstöđu meirihlutans, međ öđrum rökstuđningi.

1999:

Alls 566 dómar. 352 munnlega flutt mál. Sératkvćđi 49 sinnum á árinu. Í 33 tilvikum var sératkvćđi skilađ vegna annarrar efnislegrar niđurstöđu en 16 sinnum sammála niđurstöđu meirihlutans, međ öđrum rökstuđningi.

Ţessar tölur sýna ţađ vissulega svart á hvítu ađ sératkvćđum hefur fjölgađ nokkuđ eftir ađ Jón Steinar kom í Hćstarétt (og Ólafur Börkur), en hins vegar eru sératkvćđin ţó marktćkt fćrri en á árunum 1999-2000. Hvers vegna ţau voru svo mörg ţá er óútkljáđ í grúski mínu. 

Friđrik Ţór Guđmundsson, 14.3.2008 kl. 15:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband